Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1943, Blaðsíða 2
J 78 ‘gímtrm Fimtudagur 18. febr. Rafmagnsmálíð Fyrir nokkru síðan var skip- uð nefnd í Bretlandi til að at- huga viðreisnarmál skozku fjallahéraðanna. Fólk leitaöi þaðan í burtu og atvinnurekst- urinn bjó við ýmsar þrengingar. Ýmsar ráðstafanir höfðu verið gerðar héröðum þessum til hjálpar, en engar borið tilætl- aðan árangur. Nefndin hefir al- veg nýlega skilað áliti sínu. Höf- uðþátturinn í tillögum hennar er að tryggja þessum héröðum nægilegt rafmagn, sem bæði nægi til heimilisþarfa og iðn- aðar. íslenzka dreifbýlið hefir að ýmsu leyti sömu sögu að segja og skozku fjallabyggðirnar. Fólkið hefir leitað burtu. Þótt framfarirnar hafi orðið þar miklar og stórstígar, hafa þær orðið meiri annars staðar, a. m. k. á sviði lífsþægindanna. Mik- ilvægustu hlunnindin, sem kaupstaðir og stór kauptún hafa getað boðið íbúum sínum umfram það, sem sveitirnar og litlu sjóþorpin hafa getað boð- ið, er rafmagnið. Rafmagnsmálið er nú tvi- mælalaust stærsta hagsmuna- mál hinna dreifðu sveita og sjávarþorpa. Fólkið myndi una sér þar betur og aðstaðan batna að mörgu leyti, ef kostur væri á nægu rafmagni. Með tilliti til þessarar stað- reyndar hefir Framsóknarflokk- urinn tekið rafmagnsmálið upp sem eitt helzta baráttumál sitt á komandi árum. Markmið hans er að koma rafmagninu inn á hvert heimili og láta aila fá jafna aðsföðu til að njóta þess. Menn eiga ekki að gjalda þess, þótt þeir dragi ' þjóðfélaginu björ^i búið í dreifbýli. Það á miklu frekar að verðlauna þá og a. m. k. veita þeim jafna að- stöðu við aðra til að njóta beztu þægindanna, sem ísland hefir að bjóða. Eins og málum þessum hefir verið háttað að undanförnu, hafa aðeins þéttbýlustu stað- irnir getað veitt sér rafmagn. Það hefir aldrei verið reynt að leysa málið með hagsmuni allr- ar heildarinnar fyrir augum. Þó hefir þjóðarheildin orðið að bera ábyrgð á framkvæmdun- um, jafnt þeir, sem hafa notið þeirra, og hinir, sem hafa verið engu betur settir en áður. Ríkið hefir tekið ábyrgð á öilum stærri rafveitum. Þannig hefir dreifbýlið hjálpað þéttbýlinu, án endurgjalds. En nú er kom- ið að þéttbýlinu að endur- gjalda þessa hjálp. Á aukaþinginu í sumar fengu Framsóknarmenn því til leiðar komið, að ski'puð var sérstök nefnd til að gera tillögur um, hvernig' auðveldast yrði komið „nægilegri raforku til ljósa, suðu, hitunar og iðnrekstrar í allar byggðir landsins á sem skemmstum tíma, enda verði raforkan ekki seld hærra verði í sveitum landsins en í stærstu kaupstöðum á hverjum tíma". Nefndin skyldi ljúka störfum fyrir Alþingi það, sem koma á saman á þessu ári. Nefnd þessi mun þegar vera langt komin með tillögur sínar og er enginn vafi á því, að þær verða langsamlega stærsta mái- ið, sem fyrir hið komandi Al- þingi verður lagt. fbúar svetta og sjávarþorpa um allt land munu veita því meiri athygli en nokkru máli öðru. Það, sem heyrzt hefir frá nefndinni, virðist helzt á þá leið, að heppilegast muni vera að meginhluti landsins (Suður- land, Norðurland og stór hluti Vesturlands) fái raforku frá Sogi og Laxá, með aukningu virkjananna þar og leiðslum þaðan. En til þess að þetta verði reist á traustum grundvelli, þurfa þessi. orkuver að verða eign ríkisins. Til að fullnægja raforkuþörf Vestfjarða og Aust- urlands, þarf sérstakar virkj- anir, sennilega Dynjanda og Lagarfoss. Hætt er við, að svo stórhuga og skipuleg lausn rafveitumál- anna getf sætt mótblæstri ein- fimmtndagiim 18. fehr. 1943 20. blað JÓNAS JÓNSSON: Fjórar samkeppnískírkjur DúQ 1. samkeppniskirkja. boð í Finnlandi um allstóra kirkju. í dómnefnd voru 6 reyndir húsameistarar og einn prestur. Hér á landi er hús- gerðarlistin ung. Guðjón Samú- elsson er elzti fulllærður húsa- meistari, og hann lauk prófi fyrir rúmlega 20 árum. Á allra síðustu árum hafa bætzt við nokkrir ungir menn með húsa- meistaraprófi. Hinar fjórar samkeppniskirkjur, sem sýndar eru hér í blaðinu, sanna að enn vantar ýmsa þá menn, sem taka þátt í slíkri keppni, mikið af þeim eiginleikum, sem höfurid- I. Tíminn birtir að þessu sinni myndir af fjórum teikningum, sem gerðar voru í samkeppnis- skyni um Hallgrímskirkju á Hvalfjarðarströnd fyrir fáum árum. Þátt -tóku í þeirri sam- keppni margir af helztu húsa- meisturum þjóðarinnar, þeir, sem ekki eru fastir starfsmenn hjá ríkinu. Þessar kirkjuteikn- ingar eru þess vegna fullkomið sýnishorn af þeirri tækni, sem nú er völ á um kirkjugerð hér á landi, þegar leitað er eftir svörum með opinberri sam- keppni. Forstöðunefnd Hallgríms- kirkju í Saurbæ taldi allar þessar tillögur gersamlega frá- leitar og ekki kæmi til mála að nota nokkra þeirra, og ekki heldur að fela neinum af höf. þessara fjögurra kirkna að halda áfram tilraunum um feg- urri og betri kirkjugerð í sam- bandi við byggingarnefndina. í stað þess bað byggingarnefndin Guðjón Samúelsson að leysa vandann. Hann vann lengi að undirbúningi málsins og gerði þá teikningu af kirkjunni í Saurbæ, sem byggingarnefndin varð ánægð með, og hefir auk þess hlotið mikla viðurkenn- ingu innan lands og utan. Nú stendur svo á, að stærsti söfnuður landsins, Hallgríms- söfnuður í Reykjavík, er kirkju- laus. Söfnuðurinn getur ráðið fram úr því máli á heppilegan hátt. En óviðkomandi menn vilja láta málið stranda á því,að ekki hefir farið fram samkeppni um kirkjuteikninguná. II. Fær höfuðstaðurinn nýja höfuðkirkju? Nú stendur svo á, að brugðið getur til beggja vona um það, hvort höfuðstaðurinn eignast nýja glæsibyggingu, sem yrði til mestu prýði fyrir bæinn, eða stakra staða, sem hafa‘hugsað sér að fá þörf sinni fullnægt með smávirkjunum. En slíkt má ekki tefja lausn málsins. ís- lendingar verða að fara að venja sig við heildarsjónar- miðið. Skipulagsleysið og kák- ið reynist alltaf verst og dýrast, þegar til lengdar lætur. Rafmagnsmálið verður merki- legur dómur um það, hvort ís- lendingum auðnast að leysa stórfelld framkvæmdamál sam- kvæmt skipulegri áætlun. Tæk- ist það, væri fengin mikilvæg sönnun fyrir hæfni íslendinga til sjálfstjórnar, því að það verð- ur á slíkum grundvelli sem ráða verður málum til lykta í fram- tíðinni. Þ. Þ. að. því máli verði eytt, með smá- vægilegum krit og óafsakanlegu fálmi. Til skamms tíma hafa verið tveir prestar í Reykjavík, en yf- ir 30 þús. manna í þjóðkirkju- söfnuðinum, með eina kirkju til afnota. Að lokum viðurkenndi Alþingi og ríkisstjórnin, að við svo búið megi ekki standa. Prestum var fjölgað í Reykja- vík svo að þeir eru nú sex. Lauganessöfnuður er að byggja sér kirkju. Nessöfnuður er i undirbúningi með kirkjusmíð. Dómprófastarnir, séra Bjarni Jónsson og séra ^riðrik Hall- grímsson, búa við gömlu dóm- kirkjuna. En nýju prestarnir tveir, sem starfa fyrir austur- hluta Reykjavíkur og hafa um 12000 sálir i söfnuðinum, hafa alls enga kirkju; heldur annar þeirra messur í barnaskóla í Austurbænum, eða í stórri kennslustofu í sama skóla. Öll aðbúð að þessum prestum og kirkjulegu starfi þeirra er svo fátækleg sem mest má verða. Tólf þúsund manna söfnuður verður að nota ganginn í barna- skóla næstum sem aðalbækistöð til helgiathafna. En söfnuðurinn vill ekki una þessu. Sóknarnefnd, skipuð full- trúum úr Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokknúm, beita sér fyrir stórfelldum samskotum til kirkjugerðar. Fjölmenn nefnd úr öllum flokkum starfar að fjársöfnun í þessu skyni. Séra Bjarni Jónsson og séra Friðrik Hallgrímsson halda kröftugar áminningarræður í dómkirkj- unni og til útvarpshlustenda og hvetja Hallgrímssöfnuð og þjóðina til dáða í þessu efni. Biskup landsins leggur sig all- an fram til að styðja málið. í Hallgrímssókn er afarfjölmennt kvenfélag, sem er stofnað til að vinna fyrir kirkjubygginguna. Fyrir ári síðan var vel tekið í bæjarstjórn að leggja í þessa kirkju 300 þús. kr. gegn jafn- miklu framlagi úr ríkissjóði. Skipulagsnefnd byggingar- mála hefir mælt með kirkju- teikningu Guðjóns Samúelsson- ar. Byggingarnefnd Reykjavík- ur með formann bæjarstjórnar Guðm. Ásbjörnsson, Bjarna Benediktsson borgarstj. og Hörð Bjarnason, skrifstofustjóra hjá skipulagsnefnd, í fararbroddi, hafa fyrir sitt leyti lagt bless- un sína yfir málið. Að síðustu hafa 3000 iriánns í Hallgríms- söfnuði sent yfirvöldum höfuð- staðar og lands áskorun um að hraða framkvæmdum í málinu. III. Samkeppni um byggingar. Erlendis er alsiða, í fjölmenn- um löndum, að hafa samkeppni um byggingar. Til þess að það lánist, þarf að vera um að veljæ marga snjöllujstu keppendur, og marga jafn snjalla menn að dæma. Rétt. fyrir stríðið var út- ar glæsilegra stórbygginga þurfa með. Útboð um opinberar bygging- ar hafa ætíð misheppnazt hér á landi. Sr. Sigurbjörn Gíslason reyndi útboð fyrir stórkirkju í Reykjavík 1930, en fékk engin nothæf svör. Byggingarnefnd Saurbæjarkirkju reyndi útboð, fékk hún fjórar teikningar, sem hér eru sýndar og vildi enga þeirra. Fól húsameistara ríkis- ins að leysa vandann, og hann gerði það. Næst reyndi safnað- arnefnd Akureyrarkirkju útboð. Hún fékk allmargar teikningar, væntanlega frá helztu bygging- arfræðingunum. En allar voru þær teikningar af sama tagi og hinar „fjórar samkeppnis- kirkjur". Sóknarnefndin vildi ekkert af þessu. Hún bað húsa- meistara ríkisins um aðstoð. Hann varð vel við og upp af því samstarfi spratt Akureyrar- kirkja. Þegar Úandsbankinn þurfti að stækka húsið með- fram Pósthússtræti, var útboð. Ehgin teikningin var viður- kennd, en ungur húsameistari, sem mun hafa komið til lands- ins eftir að samkeppnin var háð um Saurbæjarkirkju, gerði viðbótina, og það með þeim hætti, að kalla má, að lands- sorg sé yfir hversu ömurleg sú bygging er. Að síðustu var sam- keppni um Sjómannaskólann. Enginn fékk fyrstu verðlaun. Nálega öll byggingarnefndin vildi fá Guðjón Samúelsson til að standa fyrir því verki, en fékk því ekki ráðið. Um úrslit neirrar samkeppni er lítil á- nægja innan húsameistarastétt- arinnar og hjá ölluiri almenn- ingi. IV. Hvers vegna misheppnast samkeppni um byggingar hér á landi? Enn sem komið er hafa allar tilraunir til að fá álitlegar byggingar hér á landi með samkeppnisþraut farið út um þúfur. Þær byggingar, sem landinu er sómi að, eins og Víf- ilsstaðahæli. Landspítalinn, Sun/dhöllin, Þjóðleikhúsið, Há- skólinn, Landakotskirkja, Matt- híasarkirkja, Saurbæjarkirkja, til að nefna nokkur dæmi, hafa verið verk húsameistarans 1 landsins þjónustu, og engin út- boð farið fram, heldur langur og skynsamlegur undirbúning- ur sérfróðra manna í sambandi við þá menn, sem áttu að nota húsin. Hér á landi eru of fáir og of reynslulitlir menn til að fjöl- breytt keppni geti átt sér stað um stórbyggingar. Þar að auki er jafnmikill skortur á æfðum mönnum til að dæma um verk keppenda. Reynslan sýnir, að eina ráðið til að fá vel gerðar byggingar á íslandi, er að fela forstöðuna einum manni, er starfar með áhugasamri og velviljaðri byggingarnefnd. V. Reykjavík þarf að eignast glæsilegar stórbyggingar til að setja svip á bæinn. Smekkgóðum gestum, sem koma til Reykjavíkur, finnst útsýnin dásamleg, bæjarstæð- ið gott, en mannaverkin svip- lítil. Hin gömlu, bárujárns- klæddu timburhús, eru gagn- legir bústaðir en hrífa ekki aug- að. Steinsteypuhúsin voru ó- venjulega köld og dauðaleg til- sýndar, þar til hin dýrmæta að- ferð Guðjóns Samúelssonar, að steina múrfleti með litsterkum, íslenzkum bergtegundum, brá fyrsta þýðleika-glampanum yfir steypuhúsin. Þó vill það enn til, að hin vöriduðu og góðu nýtízku íbúðarhús eru lang- flest í algerlega tilbreytingar- lausum stíl. Er hvergi á byggðu bóli tiltölulega jafnmikið af einskorðuðum kassahúsum eins og í Reykjavík. Iðnaðarmenn landsins hafa lært að gera góð íbúðarhús en teiknimeistararn- ir endurtaka sjálfa sig með öll hús í heilum hverfum. Ríkið hefir gert sitt til að skapa sterka drætti í ásýnd bæjarins. Þing- húsið, Landsbókasafnið, Arnar- hvoll, Sundhöllin. Landsbanka- stækkunin við Austurstræti, Landspítalinn, Þjóðleikhúsið og Háskólinn. Bærinn á enn enga varanlega stórbyggingu nema Austurbæjarskólann og ef telja skyldi vöruhús við höfnina. Ef Hallgrímskirkja Guðjóns Samúelssonar væri reist á hæstu hæð í bænum, myndi hún prýða bæinn til stórra muna. Staðurinn er vel til þess fallinn, að þar sé reist stórbygg- ing. Hallgrímskirkja mun þá með blágrýtissúlnagerð sinni, og einkennilega ljósaskrauti efst í turninum, hjálpa til að setja höfuðborgarblæ á Reykjavík. VI. Var rétt að tefja Sundhöll- ina og Þjóðleikhúsið? Út af smávægilegum inn- byrðis krit milli manna, stóð Sundhöllin árum saman hálf- gerð og ónotuð. Kom til orða að breyta henni í bruggstað eða vöruskemmu. Þúsundir Reyk- víkinga misstu af þeirri hress- ingu og heilsubót, sem Sund- höllin veitir. Nú vill enginn af- saka dráttinn. Vel viti bornir Reykvíkingar telja Sundhöllina nú fullkomnustu almannastofn- un í bænum. Sama er að segja um Þjóðleikhúsið. Þröngsýni og smásálarskapur varð þess valdandi, að byggingin stöðvað- ist fyrir ellefu árum. Allir finna nú, að stöðvunin var Lokaráð. Stórkostlegum tekjum hefir verið glatað. Enn stórkostlegri menningarskilyrðum fyrir æsk- una í Reykjavík hefir verið só- að. Þjóðleikhúsið hefði getað verið sannarleg æskulýðshöll á undangengnum hættutímum. Þegar óvænta gesti, sem vant- (Framh. á 4. síðuj /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.