Vísir - 07.12.1930, Blaðsíða 2

Vísir - 07.12.1930, Blaðsíða 2
V.lSiH FYRIRLIGGJANDI: - 3 Suðusúkkulaði: „HOLLANDIA44. ---- „CONSUM“. | --- ,,VANILLE“. Átsúkkulaði: 4 tegundir. CONFETTI. LAKKRIS etc. New York 6. dws. United Press. FB, Flugferðir yfir Atlantshaf. Anthony FokJker, hinn frægi hollenski flugmálasérfræðing- nr, sem var á meðal farþega frá New York á Bremen í dag, iét svo um mælt i viðtali við blaðamenn, áður en hann steig á skipsfjöl, að hann væri þeirr- ar sköðunar, að áður en tugur ára væri liðinn, yrði komnar á reglubundnar fiugferðir, bæði farþega og j)óstferðir, milli Ameriku og Evrópu, bæði á norður- og suðurleiðinni, um Grænland og ísland og um Ber- muda- og Azoreeyjar. Fokker kveðst og þeirrar skoðunar, að í framtíðinni verði notast við fljótandi lendingarstöðvar á þessum leiðum. Helsingfors 6. des. United Press. FB. Bæjarstjórnarkosningar í Finnlandi. Fyrstu úrslit bæjarstjómar- kosninganna í Finnlandi benda iil þess, að vinstriflokkarnir hafi mist fylgi. Næstum því 300 kommúnista-listar voru úr- skurðaðir ógildir, samkvæmt hinum nýju lagaákvæðum um útilokun kommúnista. London 6. des. United Press. FB. Samgönguteppa í Bretlandi. Miklar þokur undanfarna tvo sólarhringa á Bretlandi og hafa flutningar tepsl hvar- vetna. Skip biða í liöfnum, járnbrautir halda kyrru fyrir og flugvélar sömuleiðis, en um- ferð á vegum hefir minkað að miklum mun. Farþegar í hafn- arborgum eiga erfitt með að fá gistingu, því að öll gistihús eru full. Frá hafl tii flafs. Eftir Ólaf Ólafsson, kristniboða. Eg hef átt því láni ai5 fagna, atS kanna leiSirnar þrjár, sem íslend- ingum standa opnar til Kína. — En ferSaminningar þessar frá þvl er eg fór til Kína fyrra skift- ið, hafa ekki birst á prenti á'ður. Hér seg'ir þó ekki af því feröalagi lengur en til þess, er við nálguð- umst Japan. Um dvölina þar og Fúsijamia-för mína, hef eg skrifað í Eimreiðina, 3. hefti 1929. Og um ferðalög okkar lengst norður í MiSkína, hefir Bjarmi flutt nokkr- ar greinir. Að skilnaði. 28. ágúst 1920 sigldum viö út- tftir OslófirSinum. Á bryggjunni stóð mikill manngrúi ljósklædd- ur, iðandi eins og blómskrúS í sr.marblæ. HraSskreiSir mótorbát- ar fylgdu okkur langt út á fjörð. Og nú lítur bryggjan út eins og hvít rönd að baki okkur. ÞaÖ sáum viö síSast til vina okkar. 1500 farþegar standa á þiíjum. Við horfum hljótSir til lands og veifum hvítum vasaklútum. HefurSu ferðast um norSurland Noregs a8 sumarlagi? HefurSu farið með Björgvin-Ósló járn-. brautinni ? Ilefurðu séð fjöll og dali og firði þessá fagra lands, vötnin, skógana og akrana? — þá hefur þér fundist sem þú hafir séð ísland endurborið, eins og þú sást það i huganum er við heima sungum íslandsljóð Hannesar Hafsteins. Og í Noregi hef eg ótal sinnum t; o t i ð þess að eg er íslendingur. órjúfanleg bönd, fom og ný, tengja mig Noregi, landi og lýð. Að leggja af stað í langferö er flestra meina bót. Sjóferð með góðu skipi er aö minsta kosti óbrigðult meðal \nð hugsanateppu, sem margir þjást af. Ferðalög eru kostnaðarsöm, en maður fær æfinlega eitthvað í aðra hönd. Og skömm á sá ferðalangur skilið, sem engu hefir að tniðla þeim, er heima sitja. Eg er alt t einu staddur í hóp Amerikufaranna! — þegar eg var 8 ára langaði mig svo til að fara til Ameriku, aö eg lá heilar nætur andvaka. En í okkar sveit voru engir „Iandráðamenn“, svo þessu leyndarmáli hef eg ekki þorað að ljósta ttpp fyr en nú. Nú þarf eng- inn að skammast sín fyrir að hafa slegist í för meö því hetju vali, er fyr á tímum leituðu lands fyrir- heitanná, Vínlands hins góða. Voru það hugdjarfír framsóknar- menn, sem þráðu sjálfstæði engu síður en foríeður okkar, er endur fyrir löngu sigldu þessa sötnu leiÖ: Út eftir Vikinni og vestur á bóg- inn, milli Skotlands og Orkneyja, til íslands. En í þetta skifti förttm við fram hjá íslandi. Seint á kvöldi reika eg einn á efstu þiljum og horfi í vestur, í áttina til íslands. Logar kvöldsólar- innar gylla haf og himin. Eg stari mig blindan á uppsprettu þessa dýrðarljóma glóanda gulls. Og bjart hefir verið yfir íslandi í huga mín- um öll þessi löngu útlegðarár. Við fórum fratn hjá Islandi. Og tnér er órótt innanbrjósts, eins og eftir ófyrirgefanleg trygðarof. Sið- asta bréfið aÖ heiman á ef til vill nokkra sök á því. Eg vissi, að mér yrði ekki svefnvært, svo eg svaraði því um nóttina. Um borð á Stavangerfjord, 31. ág. 1920. Góði, háttvirti vinur! ---------Eg gat ekki búist við öðru en að þú grunaðir mig um græsku. Þið eruð þeir steingjörv- ingar, efnishyggjumenn. Nei, þér er ómögulegt að trúa þvt, að eg sé hættur aö lifa sjálfum mér, að eg, höndlaður af Kristi, fórni öllu, setn mér er kærast t heiminum, og fari þetta á hans vegum. Háskólavistin hafði þau áhrif á þig, eins og svo marga aðra mæta. menn, að trúaralvöru kallar þú nú hræsni, hita ofstæki og sannfæringu þröngsýni. Efnishyggjan er eins’og Colu bia kensluplðtup (Huguphon-Institute London) i ensku þýsku -- fröttsku — spönsku og ítölsku a<5 dcmi málamanna sem heyrt hafa, þær bestu á markaðnuni. Sérstáklega hentugar fyrir þá, sem áður hafa lært eitthvað í málinu. 3 plötur í heiid með bók* verð kr. 21,00. Kensluplötur í ensku, 12 í albúmí, með hók, ehmig fyrirliggjandi, sérlega beutugar tyrir byrjendur. Gillette-vélar. Gillettehlöð á 0.35. — Ný Gilletteblöð. — Eaksápa. Rakkúsíar. Álúnsteinn. Anchor Brand. (rakvélablöð). Rakhnífar. Bello slípivél og margt fleira af hent- ugum jólagjöfum í JÁRNVÖRUDEILD JJES ZIMSEN. RIOSTMOPP)\G Vo homivg ffEG.UA.PAr.OF5. iVO»LO OvCft íoínxiooociauiíítiíiííöcjíiíiíiocöoí Höfum byrjað ferðir frá Hafn- arfirði til Reykjavíkur kl. 9 Vz árdegis alla daga. Bifreiðastöð Steindórs. fleinn í holdi og er sársaukinn óþol- andi, rekist þið á lifandi kristin- dóm. Læt eg mér því lynda, þótt þú hrindir mér nú frá þér. Þó langar mig nú til að hnippa í þig, fornvinur, og vita hvort þér hefir ekki sortnað fyrir augum að- eins í bili og sért nú farinn að ná þér aftur. Mig grunar, að þú mun- ir ekki álíta mig verri mann fyrir það, þótt eg leiti fyrst Guðs ríkis, og að þú, þrátt fyrir alt, eigir ef til vill eftir að taka nokkra hluti í „útgerðinni" minni. Því uni eg ver, að þú skulir bregða mér um ræktarleysi, um að eg gerist liðhlaupi þegar mestur er mannaflaskortur í landinu okkar. Eg skil þig fullvel og fyrirgef. En sjálfur er eg sannfærður utn, að sá, sem er „hlýðinn hinni himnesku vitrun“, muni sér í engu til skarnm- ar verða. ' Ekki mun eg geta gleymt fóstur- jörðunni. Allir erum við tengdir ltenni böndum, sem hvorki tími né fjarlægð fá rofið og hver sem starfi okkar er. AÖ lifa Jesú, að þóknast honum, reynast honum trúr til æfiloka, það er mér nú fyrir öllu. Og tnikið gagn vinn eg íslandi, geti eg nú fengið þig til að slást með í sigurför hans, sem er að leggja undir sig heim- inn, og mun lifa og ríkja eilíflega. Er það einlæg ósk mín — að skilnaði. (Framh.) Tilky nniii g. Um leiö og eg þakka mínum heiðruðu skiftavinum fyrir viðskiftin, tilkynnist hér með, að eg hefi selt verslun mína á Grundarstig 2, þeim herrum Eyjólfi bónda Kolbeins i Bygg- garði og Bent Bjarnasyni verslunarmanni Reykjavík, og vona eg, að mínir heiðruðu viðskiftavinir snúi sér með viðskiftin framvegis til þeirra. Virðingarfylst Söðvar Jónsson. Samkvæmt ofanrituðu höfum við keypt versiun Böðvars Jónssonar, Grundarstíg 2, og ætlum við framvegis að reka þar verslun með firmanafninu „VERSLUNIN SKEMMAN“. Við vonum, að heiðraðir viðskiftavinir verslunarinnar haldi við- skiftunum áfram, sem og að aðrir nýir viðskiítavinir vilji reyna hvort þeir geti ekki orðið ánægðir með viðskiftin við „SKEMMUNA“. Virðingarfylst. Grundarstíg 2, þ. 6. des. 1930. Eyjólfm* JKolbeins. Bent Bjarnason. Jólin nálgast? Aukið jólagleði yðar og viðskiftavinanna með fali- egu ljósauglýsingaskilti fyrir verslunina yðar. — Allar pantanir á I jósaauglýsingum til jólanna fást hjá undirrituðum. HENRY NIELSEN. Aðalstræti 14. Fylgist með Qðldanom áJólasölu Edinbopgap. Feiknin öil þar finna má af fögrum jólagjöfum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.