Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.02.1964, Blaðsíða 15
9 bÍF Framhald at' 16. sfðu. hamið hana í næstu veltu svo hinn maðurinn hæmist út. Þarna er ca. 50 gráðu halli og stórgrýtisurð í flæðarmálinu 150 metrum neðar. Skall þarna hurð nærri hælum, ef mennirnir hefðu ekki komizt út og bfllinn oltið alla leið niður í fjöru. Það, sem mun hafa kom- ið í veg fyrir það, var að bíll- inn var á Iítilli ferð. Annar mannanna, sem í bílnum voru er efnafræðingur og kennarv við Gagnfræðaskólann og er þetta í 5. sinn, sem hann lendir í bíl- slysi, og tvisvar hefur hann verið í flugvél, sem þurft hefur að nauð lenda. Maður þessi er Steinþór Kristjánsson og má með sanni segja, að hann sé eins og köttur- inn, sem hefur 9 líf. rnmmm um aldri þegar þeir féllu frá, og báðir létust þeir skyndilega í önn- um dagsins. Það er mikil eftirsjá að þessum mætu mönnum. Ég kveð Björn Sigurðsson með beztu þökkum fyrir góð kynni. — Konu hans og börnum flyt ég inni- Jegar samúðarkveðjur í tilefni a£ fráfalli hans. Skúli Guðmundsson. AÐ ELSKA VORT LAND Framhald af 9 síðu. að troða sér inn í ríkisstjórnina — og ekkert annað. Þetta er hin lágkúrulegasta rökleysa. Það er fýsilegt að setj ast inn í þrotabúið, — eða hitt þá heldur! Ríkisstjórnin í Danmörku tók vel sams konar nefndarskipun á s. 1. ári. Enginn talaði þar um, að nýiýr menn ætluðu að troða sér inn í ríkisstjórnina. Tillöguna fluttu Framsóknar- menn af því að þjóðhollusta krefst samstarfs um að bjarga úr ógöngum. „Fyrir ofan allt stríð.“ Vitanlega verður samstarf að vera hafið yfir styrjaldir. En sam starf getur þó ekki orðið, nema aðilar þess hliðri nokkuð til á báða bóga. Opinber stefnubreyt- ing er ríkisstjórninni vegna hroka og þrákelkni eitur í bein- um. Hún vill samstarf, sem þjón- ar stefnunni, eins og hún er eða læzt vera. Samstarf milli allra stjórn- málaflokkanna getur auðvitað ekki orðið, nema breytt sé um leið frá misheppnaðri stefnu, af því að boðinn er fyrir stafni, svo sem allir geta núorðið séð — og munu sjá. „Hvers mundi orka einviljug þjóð?“ Fráleitt bölsýni væri að álíta að ekki geti raknað úr efnahags- mála-öngþveitinu fljótlega hjá íslendingum, ef þeir taka hönd- um saman. Síðustu ár hafa sann að og sýnt, að xsland er svo gott land og gjöfult, að kostir þess geta jafnvel borið uppi mikil mistök um stund. Reynslan af mistökunum, þó gremjuleg sé, hefir líka notagildi. ^ Ekki má samt við öðru búast. en að það kosti nokkurn sárs- auka fyrir þjóðina, að kippt verði í liðinn. En „einviljug þjóð“ getur mikið á sig lagt og orkað miklu. Meðal annars kemur þá til sögunnar hin mikilsmegnuga almenna tiltrú. Þann aflgjafa vantar nú.! Það er nærri lagi sem stjórn- arblaðið Vísir sagði: „Samstarf er allt, sem þarf“ — víðtækt samstarf, — en því nær ríkis- stjórnin hvorki innan þings né utan, nema hún breyti starfs- háttum sínum og stefnu. Með því að fella um daginn samstarfstillöguna í þinginu margfaldaði 'ríkisstjórnin og flokkar hennar þunga ábyrgðar- innar, sem á þeim hvílir. AUSTFJARÐAFLUG Framhald af 1. sfðu. flugs. Vélin er smíðuð árið 1953 og mjög vel með farin. Hún er búin öllum nauðsynlegum tækj utn til blinöflugs, hún er með tvöfalda talstöð og tvöfalt radio kompáskerfi, en auk þess er hún búin ísvarnartækjum. — Kostaði vélin 1,3 milj. kr., en þar í felast einnig ýmis konar varahlutir, varamótor og annað sem nauðsynlegt er. Farþega- klefi vélarinnar verður einnig klæddur að nýju, áður en hún kemur. Eins og vélin er nú getur hún flutt 7 farþega, en þar að auki má koma fyrir sætum fyrir 3 farþega til viðbótar ef þörf krefur. Flugþol vélarinnar er 5 tímar, og hún flýgur um 200 mílur á klukkutíma. Er því reiknað með að flugtíminn til Neskaupstaðar verði 1 tími og 20 mínútur. Sölumaður fyrirtækisins Com mertas, sem eiginlega er ann- að nafn á Trans Air, kom hing að til lands til þess að undir- rita sölusamninginn. Commer- tas er flugfyrirtæki, sem hefur með höndum umboðssölu á flug vélum, og ’hlutum þeim viðkom andi, og einnig á félagið flug- vélar, en sá hluti þess kallast Trans Air, og hefur aðallega með höndum hringflug. Karlakór Reykjavíkur syngur á stereo-plötu Fyrir nokkru er komin út í Bandaríkjunum ný hljómplata með Karlakór Reykjavíkur og er hún gerð eftir fyrstu „stereo“- upptöku, sem gerð hefur verið hérlendis. Það er fyrirtækið Monitor í New York, sem gefur þessa plötu út, og er hún aðallega ætluð bandarískum markaði og þá sér- staklega fyrir fólk af skandinav- iskum uppruna. Platan er kölluð „Songs form Scandinavia“ er á henni eru 10 íslenzk lög, tvö dönsk, eitt norskt, eitt sænskt og FJARÐAVEGIR Framhald af 16. síðu. og að nú sé full þörf, að úr því verði bætt. í greinargerð, sem fylgir tillög- unni segir, að á norðanverðum Vestfjörðum muni nú vera a. m k. 7 stórar jarðýtur í eigu héraðs- búa, þar af 5, sem keyptar voru á árinu 1963. Öll þessi stórvirku tæki, ségir enn fremur í greinar-- gerðinni, mætti fullnýta í Fjarða- vegi með vaktavinnu, meðan veð- urfar og aðrar ástæður leyfa, án þess að draga þyrfti úr vegafram- kvæmdum annars staðar. Flutn- ingur þessara stórsækja er erfið- ur og kostnaðarsamur og mjög óhagkvæmt að flytja þessi tæki til vinnu í skamman tíma á hverjum stað. MEIRI ÁHERZLA Framhald af 7. síðu. áhrif fólksfækkunarinnar, það er að segja fækkun sjálf- stæðra búa. Þessi þáttur er þegar farinn að gera vart við sig. Af þessu leiðir óhjákvæmilega samein- ingu jarða og á því hefir víða borið miklu meira en hjá okk ur hér í Danmörku. Athugun OECD nær til 16 ríkja og Danmörk er tvímælalaust það af þeim, sem minnst hefir orð ið fyrir barðinu á þessum á- hrifum. (Þýýtt úr Information). eitt finnskt. Á kápusíðu er mynd af fólki í þjóðbúningum frá Norðurlöndum og einnig fylgja þýðingar á textum. Sigurður Þórðarson er stjórn- andi kórsins á þessari plötu, en éinsöngvarar með kórnum eru Guðmundur Jónsson, Guðmund- ur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltested. Monitor gaf einnig út plötu með Karlakór Reykjavíkur í sambandi við síðustu för kórs- ins til Bandaríkjanna og gekk salan svo vel að útgáfa þessarar plötu var ákveðin skömmu síðar, og komið hefur til mála að gefa lit þriðju plötuna ef um semst. „West Side Story“ IJndanfarið hefur Karlakór Reykjavíkur sungið lög úr banda ríska söngleiknum „West Side Stori“ í síðdegiskaffitímanum á sunnudögum á Hótel Borg við hús fylli og mun endurtaka þá skemmt un á sunnudaginn kl. 3—5. Stjórn andi er Jón S. Jónsson, en ein- söngvarar eru þau Guðmund Jóns- son og Eygló Viktorsdóttir. Hljóm sveit með kórnum er Combo Ey- þórs Þorlákssonar. Þetta verður sennilega í síð- asta sinn, sem kórinn syngur þessi lög og er gert 'vegna fjölda áskorana. NORRÆN BOKANEFND ÁLFSNES Framhalc? af 16. síðu. um Sigurbjarnar, en Búnaðarbank- inn og Framkvæmdabankinn áttu áhvílandi lán á jörðinni að upp- hæð um 4 millj. króna, og einnig gerði Rafveitan og Jón Þórarins- son kröfu í hana. Mikið hefur verið selt undan jörðinni frá því Kristján Þorkels- son bjó þar, en hann byggði íbúð- arhús á símnn tíma. Ólafur Jóns- son keypti jörðina af afkomend- nm Kristjáns. Síðan hafa heita- vatnsréttindi jarðarinnar og heim ild til malartekju verið seld und- an henni. Einnig tveir skikar af iienni, 12 hektarar lands til Stein- gríms Magnússonar í Fiskhöllinni og stór landspilda til Sveins Sveins sonar og Tómasar Tómassonar, og liggur sú spilda með sjó fram. Upphoð jarðarinnar fer fram, eins og áður er sagt, 3. apríl n.k, hafi ekkert komið frain, sem kem- ur í veg fyrir uppboðið. AÐ FRUMKVÆÐI Norræna’ fé- iagsins var nýlega stofnuð bóka- nefnd til að efla þátt íslendinga í norrænu sacnstarfi á sviði bók- mennta og bókamiðlunar. Slíkar bókanefndir hafa verið skipaðar í nágrannalöndunum til að örva sam starf frændþjóðanna á þessu sviði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá Þriðia smnboð Kristiáns í dag Þriðja listaverkaupboð Kristj- áns Fr. Guðmundssonar listmuna kaupmanns á Óðinsgötu 1, verð ur haldið í Breiðfirðingabúð í dag og hefst kl. 4 síðdegis. Boðin verða upp yfir hundrað málverk eftir 20 íslenzka málara, þar á meðai sjö grafík og vatns litamyndir eftir Jón Engilberts, ein eftir Kjarval og önnur eftir Ásgrím. VALLAR MAL Framhald af 1. síðu. iega um fjársvik, hefur nú leitt til athugunar á rekstri pósthússins á Vellinum. Matthías Guðmundsson, póst- meistari í Reykjavík fór í morgun suður á Völl með lið með sér til að athuga fjárreiður póststof- unnar á Vellinum. Voru einkum til athugunar ávísanaviðskipti aðal- mannsins í fjársvikamálinu og póstsins. Tíminn veit ekki hver niðurstaða athugunar Matthíasar hefur orðið, þar sem blaðið náði ekki tali af honum áður en það fór i pressuna, en eftir því sem bezt er vitað, mun pósthúsið á Vellinum liggja inni með stórar fjárhæðir í ónýtum ávísunum, gefnum út af aðalmanni fjársvika málsins eða hinu fræga ísfélagi Keflavíkur. í gær hafði viðkom- andi yfirvöldum engin ákæra bor- izt út af þessu nýja máli. Það er því enn í höndum póststjórnarinn ar. Rétt er að geta þess, að blaðið hefur ekki frétt um neina óreiðu á bókhaldi forstöðumanns póstsins á Vellinum. Norrænu menningarmálanefnd- inni, samtökum rithöfunda, bóka- utgefenda og bóksala, og enn frem ur eiga bókafulltrúi ríkisins, út- varpsstjóri og framkvæmdastjórí Noræna félagsins sæti í nefndinni. Nefndin hélt fyrst fund sinn 10. iebrúar s. 1. Rætt var um verk- svið nefndarinnar og nokkur iielztu framtíðarverkefni. Formaður nefndarinnar er Vil- hjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj. MÁL SINDRA FB-Reykjavík, 14. febr. Verjandi skipstjórans á Sindra frá Vestmannaeyjum, sem tekinn var að meintum ólöglegum veið- um innan landhelgi fyrir nokkru, fór enn í gær fram á frest, og fékk hann vikufrest. Sindri var tekinn í landhelgi tvo daga í röð, nú fyrir skömmu. í fyrra skiptið kærði flugvél Land helgisgæzlunnar bátin, og hefur skipstjórinn enn ekki játað það brot, en í síðara skiptið var það varðskipið Ægir, sem tók Sindra, og játaði. skipstjórinn við fyrstu réttarhöldin brot sitt. Fékk hann síðan nokkurra daga frest, og í gær var málið tekið fyrir aftur, en þá var enn farið fram á viku frest og hann veittur. í bæði skiptin var Sindri að veiðum út af Vík í Mýrdal. MISSKILIN ÞJÓNUSTA Framhald af 1 síðu. frumv. hefur enn ekki séð dags- ins ljós á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Þetta eru mikil von brigði, sagði Þorsteinn, — ekki /einungis Búnaðarþingi, heldur hverjum einasta bónda í landinu. Bændur hafa aldrei verið jafn illa hlunnfarnir, hvað framlög til jarðabóta snertir, eins og nú, þar sem jarðræktarframlagið hefur verið óbreytt í fimm ár meðan allur kostnaður hefur margfald- ast. Skal þó ekki undandregið stjórnarfrumv. nýja til breytinga á jarðræktarlögum, en það frv. er eins og bót á gat á gömlu fati og hylur ekki einu sinni gatið hálft. Þorsteinn minntist síðan á aukna búreikningafærslu og fleiri mál, sem liggja fyrir þing inu. Vald BÍ og Búnaðarþings er lítið, sagði Þorsteinn. — Þessi stofnun er fyrst og fremst ráð- gefandi. Sé ekki hlustað á gefin ráð, ef ríkisstjórn og Alþingi taka þau ekki til greina, má segja, að ekki náist árangur sem erfiði. Og þó mun framhaldið á sömu braut og hingað til og reynt að leggja nýjar brautir. — Þeir tímar munu koma og fyrr en margan grunar, að Búnaðar- félag íslands verður meira sjálf- bjarga fjárhagslega en nú er. Þó svo verði, leysir það hið opinbera ekki frá skyldum sínum að leggja fé til ræktunar í þessu landi. Hið opinbera vald er í vax andi mæli vald þéttbýlisins, en þetta vald verður að skilja, að það er lífsnauðsyn fyrir þjóðar- heildina að stöðva ungt fólk í sveitunum. Einhvers konar iðn- stöðvar og þéttbýlismyndun í sem flestum sveitum er skilyrði til þess. Það er misskilin þjóðholl- usta að vilja vinna að því, að landið sporðreistist undan fólks- þunganum. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, ávarpaði þingið og sagði, að nú færu að nýir tímar ræktunar og bjartsýni í landbún aðarmálum, m.a. vegna þess, að Stofnlánadeild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbankans væru að eflast. Ráðherra sagði, að 15% af þjóðinni lifði nú á land búnaði. Síðdegis í dag fór fram vara- forsetakjör á þinginu. Fyrsti varaforseti var kjörinn Pétur Ottesen og Gunnar Þórðarson annar varaforseti. Ritarar voru kjörnir Jóhannes Davíðsson og Sveinn Jónsson. Þá var skipað í þingnefndir. §k<aiúbreið fer vestur um land til Akureyr ar 19. þ.m. Vörumóttaka.í dag og á mánudag til áætlunar- hafna við Húnaflóa og Skaga- fjörð og Ólafsfjarðar. Farseðl- ar seldir á þriðjudag. Qóð skemmtun HS Akureyri, 12. febr. Akureyrsk börn héldu öskudag .nn^hátíðlegan að dönskum sið, eins og verið hefui allt frá dög um Dana hér, en það er hvergi gert annars staðar á íslandi. Þau fara á fætur kl. 6 um morg uninn skrýðast alls konar bún- ingum og byrja á því að slá kött inn úr tunnunni. Því næst þramma þau í búðirnar og syngja og hljóta sælgæti eða eitthvað að Iaunum. MJÓLKIN Framhald af 16. slðu. svæði og bændur þar fækkuðu kúm hjá sér, en sneru sér æ meir að hænsna- og svínarækt. f Norð firði væri aftur á móti ástæðan frekar sú, að þar væru búnaðar- störfin hjáverk með sjóvinnunni og mjólkurframleiðslan færi nokk uð eftir því. hvernig áraði til sjávar. Langmest framleiðsluaukning varð hjá Mjólkurbúi K.B.F. á Djúpavogi, eða 63,15%, en þess ber að geta, að það var ekki stofn að fyrr en í ársbyrjun 1962. Hjá Mjólkursamlagi F.H.B. á Egils- stöðum iókst frarflleiðslan um 26,78%, og hjá Mjólkursamlagi K.Ó. á Ólafsfirði um 20,72%. Um þessa miklu aukningu sagði Kári Guðmundsson, að hér væri ekki fjölgun búa fyrir að þakka, heldur aðeins um að ræða meiri nythæð, kýrnar mjólkuðu betur. Hjá 6 öðr um samlögum var framleiðsluaukn ingin yfir 10%. 3. og 4. flokks mjólk er nú alveg að hverfa. Hjá 5 samlögum á Ól- afsfirði, Vopnafirði, Neskaupstað ogð Djúpavogi fór engin mjólk í 4. flokk, en auk þess fór engin mjólk í 3. flokk hjá Mjólkurbúinu á Neskaupstað. TÍMINN, laugardaglnn 15. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.