Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg hefur gengið mun lengra en upphaf- lega stóð til þegar dómstóllinn var settur á lagg- irnar og teygir nú anga sína til flestra sviða þjóð- lífsins. Með dómum sínum hefði dómstóllinn tekið ákvarðanir sem ættu með réttu að vera í höndum stjórnmálamanna en ekki dómara. Að þessu leyti hefur dómstóllinn tekið að sér pólitískt hlutverk þó hann geri það með vísan til lögfræði. Þetta segir danski lagaprófessorinn Mads Bryde And- ersen. Andersen hélt erindi í málstofu Háskólans í Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins um mann- réttindi, dómsvald og stjórnmálavald í síðustu viku. Vildi vekja umræðu Með grein í Berlingske Tidende í mars sl. hleypti Andersen af stað mikilli umræðu í Dan- mörku um Mannréttindadómstólinn sem enn eim- ir eftir af í þarlendum fjölmiðlum. Hann mátti svo sem búast við miklum viðbrögðum, enda gekk hann svo langt að leggja til að afnumin yrðu lög um að Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði laga- gildi í Danmörku, en það er á þeim sáttmála sem dómstóllinn byggir. Með því myndu Danir senda skýr skilaboð til Strassborgar um að dómstóllinn hefði gengið of langt. Í samtali við Morgunblaðið sagði Andersen að það hefði fyrst og fremst vakað fyrir honum að fá fordóma- og helgislepjulausa umræðu um mann- réttindamál, að menn gætu dregið visku dóm- stólsins í efa án þess að vera úthrópaðir sem fas- istar eða andstæðingar mannréttinda. Þetta hefði tekist og hann sagðist búast við að næsta skref yrði að danskir dómstólar myndu smám saman taka dómum Mannréttindadómstólsins með meiri fyrirvara. Dr. Mads Bryde Andersen er sannarlega eng- inn aukvisi í lögfræði. Hann er m.a. í ritstjórn margra tímarita um lögfræðileg málefni, hefur gefið út nokkrar bækur um samningsrétt, hug- verkarétt og lög sem varða upplýsingatækni og tölvuiðnað. Auk þess hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir dönsk yfirvöld, m.a. hefur hann frá 1992 verið fulltrúi danska ríkisins í nefnd Sameinuðu þjóðanna um alþjóðalög í við- skiptum og árið 2004 tók hann sæti í stjórn Evr- ópsku miðstöðvarinnar um eftirlit með kynþátta- og útlendingahatri. Í samtali við Morgunblaðið tók Andersen fram að hann hefði sem lögmaður ekki fengist fyrst og fremst við mannréttindamál, hann væri sem sagt ekki mannréttindalögfræðingur. „En ég hóf þessa umræðu vegna þess að mannréttindalög- fræðingarnir sáu ekki um það, þeir sinntu ekki vinnunni sinni,“ sagði hann. Í erindi sínu sagði Andersen að dómstóllinn væri kominn langt út fyrir það hlutverk sem hon- um hefði verið ætlað þegar hann var stofnsettur árið 1950. Mannréttindasáttmálanum hefði verið ætlað að standa vörð um grundvallarmannrétt- indi og tryggja að hinir hörmulegu atburðir í Evrópu, í seinni heimstyrjöldinni og aðdraganda hennar, myndu aldrei endurtaka sig. Dómstóllinn hefði hins vegar gengið miklu lengra. Fyrirtæki með mannréttindi Anderson nefndi sem dæmi að skv. dómstóln- um nytu fyrirtæki nú mannréttinda og að dóm- stóllinn fengist við ýmis tæknileg úrlausnarefni, s.s. um hvort karlmaður gæti tekið upp eftirnafn konu sinnar, hvort íbúar við Heathrow-flugvöll í Englandi þyrftu að búa við hávaða frá flugvélum og hvenær birta mætti myndir af frægu fólki (sbr. Karólínudóminn svokallaða). Þá teldu sumir það í verkahring dómstólsins að ákveða hvort það væri mannréttindabrot ef innflytjendur fengju ekki rétt á fjölskyldusameiningu við 24 ára aldur í stað 21 árs aldurs. Mál sem þessi ættu alls ekki heima hjá Mannréttindadómstólnum heldur væri það aðildarríkjanna að taka ákvörðun um þessi mál. Andersen benti á þann mun sem væri á dóm- stólum í aðildarríkjum Mannréttindasáttmálans annars vegar og Mannréttindadómstólnum hins vegar. Ef almenningur í aðildarríkjunum væri óánægður með úrlausnir sinna dómstóla væri ein- faldlega hægt að breyta löggjöfinni. Slíkt væri á hinn bóginn nánast ógerningur varðandi Mann- réttindasáttmálann enda nyti hann mikils póli- tísks stuðnings. Dómstólinn í Strassborg væri því ekki háður eftirliti löggjafarvaldsins, líkt og dóm- stólar í aðildarríkjunum. „Það er staðreynd að þeir hafa yfirtekið ákvarðanir, sem að öllu jöfnu væri eðlilegt að væru teknar af þjóðþingum. Að því leyti hefur Mannréttindadómstóllinn tekið sér pólitískt hlutverk en þeir gera það með lögfræði- legum rökum,“ sagði Andersen í samtali við Morgunblaðið. Þetta væri óheillavænleg þróun þar sem dóm- stóllinn sætti engri pólitískri ábyrgð. Það væri sem sagt lýðræðislegur halli á dómstólnum. Þar að auki hefði röng stefna dómstólsins leitt til þess að honum bærist nú aragrúi mála og nú biðu 40.000 mál afgreiðslu. Með þessu væri dómstóll- inn raunar að brjóta gegn sínum eigin reglum um að skjót málsmeðferð væri mannréttindi. Byrjaði á 8. áratugnum Aðspurður sagði Andersen að dómstóllinn hefði byrjað að færa út valdsvið sitt á 8. áratugnum. Hugsanleg ástæða fyrir því væri að á þessum ár- um hefði dómstóll Evrópubandalagsins verið að auka vald sitt og að mannréttindi hefðu komist í tísku hjá lögfræðingum. Hann sagði þó alltaf erfitt að draga línu á milli þess sem teldist í verkahring dómstólsins og þess sem ætti heima hjá aðildarríkjunum en nefndi nokkrar óvísindalegar þumalputtareglur, m.a. þessar: Ef dómstóllinn ákveður mál með litlum mun á meiri- og minnihluta dómara þá geti málið varla talist til grundvallarmannréttinda. „Ef það er svona erfitt að komast að niðurstöðu um hvort eitthvað sé mannréttindabrot, þá er það varla mannréttindabrot að mínu mati,“ sagði hann. Anderson sagðist alls ekki vera andvígur dóm- stólnum heldur væri hann að gagnrýna vinnu- brögðin. Dómstóllinn ætti að taka Hæstarétt Bandaríkjanna sér til fyrirmyndar með því að taka fá en mikilvæg mál til umfjöllunar. Þar að auki væri Hæstiréttur Bandaríkjanna mun lýð- ræðislegri, skipan dómara færi eftir reglum lýð- ræðisins, nöfn einstakra dómara væru vel þekkt í Bandaríkjunum auk þess sem umræður í forseta- kosningum snerust m.a. um hvernig frambjóð- endur myndu skipa í dóminn. Ekkert af þessu ætti við um Mannréttindadómstól Evrópu. Mads Bryde Andersen vill að rætt sé um mannréttindi án fordóma Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið sér of mikið vald Morgunblaðið/Þorkell „É hóf þessa umræðu vegna þess að mannrétt- indalögfræðingarnir sáu ekki um það, þeir sinntu ekki vinnunni sinni,“ sagði Mads Bryde Andersen, lagaprófessor. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík, vegna borgarstjórn- arkosninganna í vor, fer fram 4. og 5. nóvember nk. Tuttugu og fjórir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. Eftirfarandi frambjóðendur hafa opnað vefsíðu á Netinu og/eða kosningaskrifstofu: Birgir Þór Bragason. Heimasíða: www.biggibraga.is. Björn Gíslason. Heimasíða: www.bjorngislason.is. Bolli Thoroddsen. Kosn- ingaskrifstofa: Borgartúni 6. Heimasíða: www.bolli.is. Davíð Ólafur Ingimarsson. Heimasíða: www.davidolafur.is. Eggert Páll Ólason. Kosn- ingaskrifstofa: Sætúni 8. Heima- síða: www.eggertpall.is. Gísli Marteinn Baldursson. Kosn- ingaskrifstofa: Aðalstræti 6. Heimasíða: www.gislimarteinn.is. Guðni Þór Jónsson. Heimasíða: www.gudnithor.is. Gunnar Dofri Ólafsson. Heima- síða: www.dofri.com. Hanna Birna Kristjánsdóttir. Kosningaskrifstofa: Landssíma- húsið við Austurvöll. Heimasíða: www.hannabirna.is. Jórunn Frímannsdóttir. Kosn- ingaskrifstofa: Glæsibæ. Heima- síða: www.jorunn.is. Júlíus Vífill Ingvarsson. Kosn- ingaskrifstofa: Vegmúla 2. Heima- síða: www.juliusvifill.is. Kristján Guðmundsson. Heima- síða: www.kristjang.net. Kjartan Magnússon. Kosn- ingaskrifstofa: Síðumúla 13. Heimasíða: www.kjartan.is. Loftur Már Sigurðsson. Kosn- ingaskrifstofa: Dugguvogi 2. Heimasíða: www.loftur.is. Marta Guðjónsdóttir. Kosn- ingaskrifstofa: Kirkjutorgi 4. Ragnar Sær Ragnarsson. Kosn- ingaskrifstofa: Ármúla 1. Heima- síða: www.ragnarsaer.is. Steinn Kárason. Kosninga- miðstöð: Markarvegi 15. Heima- síða: www.steinn.is. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Kosningaskrifstofa: Suðurlands- braut 14. Heimasíða www.vil- hjalmurth.is. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Kosningaskrifstofa: Suðurlands- braut 24. Heimasíða: www.thor- bjorg.is. Örn Sigurðsson. Kosn- ingaskrifstofa: Suðurlandsbraut 8. Heimasíða: www.internet.is/ arkorn/. Prófkjör eftir viku VEL hefur verið tekið á málefnum fatlaðra í samfélaginu undanfarin ár en geðsjúkir hafa setið eftir. Þetta segir Auður Styrkársdóttir, en hún stendur ásamt fleira fólki að stofnun aðstandendahóps Geð- hjálpar. Hópurinn verður form- lega stofnaður á morgun, en Auð- ur segir að hann hafi nokkuð lengi verið starfandi innan samtakanna með óformlegum hætti. Megin- markmið hópsins verður að berj- ast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. Auður segir að því miður skorti nokkuð á þetta. Hún segir að í búsetumálum og endurhæfingu geðsjúkra séu Ís- lendingar eftirbátar nágranna- landanna. „Það er líka nokkuð um for- dóma og vanþekkingu meðal okk- ar í garð þessara sjúkdóma og við viljum vinna gegn þessu,“ segir Auður. Hún segir miklu skipta að koma málum þannig að hægt verði að ræða um geð- sjúkdóma eins og aðra sjúk- dóma. „Það er mjög mikilvægt, líka fyrir þá sjúku,“ segir hún og bendir á að ef samfélagið sé ekki upplýst um þessa sjúk- dóma sé erfitt að koma hinum sjúku til hjálpar. Auður segir að aðstandend- unum hafi þótt tímabært að stofna með formlegum hætti hóp sem hafi ákveðin markmið og starfi undir hatti Geðhjálpar. Um 20 manna hópur aðstandenda hafi hingað til verið að hittast og ræða málin. „Við vonumst til þess að fá fleiri til liðs við okkur og höfum í sambandi við fundinn rætt við aðra. Það taka þessu flestir mjög vel,“ segir Auður. Öflugt starf innan Geðhjálpar Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra, hyggst mæta á stofn- fundinn. Auður segir ráðherra ætla að skýra frá því hvað sé í bí- gerð hjá hans ráðuneyti í mál- efnum geðsjúkra. „Það hefur verið lagður til einn og hálfur milljarður í þennan málaflokk, en þeir pen- ingar eiga að fara í búsetuúrræði og endurhæfingu fyrir geðsjúka. Við vonumst til að koma að þeim málum, enda hafa ráðherrar sagt að bæði verði leitað til sjúklinga og aðstandenda, “ segir Auður og bætir við að hópurinn hlakki til þess samstarfs. „Við teljum mik- ilvægt að allir ræði saman um þessi mál.“ „Geðhjálp er sterkt og gott fé- lag og þar fer fram öflugt starf. Við viljum líka styðja við það með þessum hætti,“ segir Auður enn- fremur. Hún segir að aðstandendahóp- urinn leggi til að haldnir verði mánaðarlegir fundir um þessi mál. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geti haft samband við hana eða Geðhjálp. Stefnt er að því að kjósa á stofnfundinum þrjá að- standendur til að vera talsmenn hópsins og samræma störf hans. Fundurinn verður haldinn klukk- an 14 í húsnæði Geðhjálpar á Tún- götu 12 í Reykjavík. Aðstandendahópur Geðhjálpar stofnaður á morgun Geðsjúkir hafa setið eftir Auður Styrkársdóttir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FIMM mótmælendur, þar af einn Ís- lendingur, hindruðu aðgang að álveri Alcan, eiganda álversins í Straums- vík, í Fort William í Skotlandi á þriðjudag og voru þeir handteknir eftir fjögurra tíma mótmæli. Komu fimmmenningarnir fyrir rétt í Skot- landi á fimmtudag. Tveir játuðu að hafa valdið truflunum en þrír, þar með talin íslensk kona, Hallgerður Guðmundsdóttir, neituðu sök. Fjallað er um málið í dagblaðinu The Scotsman og einnig á fréttavefnum This is North Scotland þar sem kem- ur fram að mótmælendurnir hafi haldið því fram að British Alcan væri að eyðileggja síðasta ósnortna víðerni Evrópu með byggingu risastíflna og stækkun álvera. Segir að mótmæl- unum hafi m.a. verið beint að bygg- ingu stíflu sem væri stærsta fram- kvæmd Íslandssögunnar sem myndi kaffæra og eyðileggja stærsta óbyggða land Evrópu vegna álvers. Kemur fram að mótmælunum hafi ekki verið beint að álveri Alcan í Skotlandi. Mótmælin hófust snemma morguns með því að mótmælend- urnir, átta til að byrja með, lögðust hlekkjaðir saman á götuna við inn- gang álversins. Skömmu síðar voru fjórir lögreglumenn mættir á staðinn en þar sem starfsemi álversins rask- aðist ekkert stóðu þeir hjá meðan á mótmælunum stóð. Eftir fjögurra klukkutíma setu fyrir framan inn- ganginn, og fækkun í liði mótmæl- enda, var fólkið handtekið. Í frétt This is North Scotland kemur fram að mál þeirra verði tekin fyrir á ný í desember nk. og var þeim sleppt úr haldi á fimmtudag gegn tryggingu. Í yfirlýsingu mótmælendanna, sem send er frá netfangi Saving Iceland, kemur fram að aðgerðirnar voru hugsaðar til að mótmæla stækkun ál- versins í Straumsvík og álversins á Grundartanga, sem fyrirtækið Cent- ury reki. Einnig til að mótmæla bygg- ingu rafskautaverksmiðju í Katanesi og nýs álvers Century í Helguvík. „Við teljum það algjörlega óvið- unandi að Faxaflói verði mengaðasta svæði Norður-Evrópu, en það mun gerast verði þessi áform að veru- leika,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kem- ur fram að til að stækkun álveranna verði möguleg þurfi að fórna votlend- um Þjórsárvera og Langasjó. Á fréttavefnum This is North Scotland kemur fram að mótmælin tengist samkomu Saving Iceland samtakanna í Nottingham nú um helgina. Mótmæli við álver Alcan í Skotlandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.