24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 13.03.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 24stundir SÍÐUMÚLA 37 - S: 510 6000 - WWW.SVAR.IS Fartölvur í úrvali Verð frá 59.900- KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Er lífið ekki þúsund sinnum of stutt til að láta sér leiðast? Friedrich Nietzsche Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Um konu er heiti sýningar sem Sigurður Örlygsson heldur í Lista- safni ASÍ á Freyjugötu. Sýningin er þrískipt og eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um ýmsa at- burði í lífi konu. Þar eru sjö stór olíumálverk sem sýna kafla úr þroskaskeiði konu, einnig akrýl- myndir úr myndaflokki sem Sig- urður kallar Konuskrifborð, auk ljósmynda og höggmynda. Viðfangsefni í felum „Sennilega eru konur stærsta viðfangsefni myndlistarmana fyrr og síðar. Samt eru ekki svo margir íslenskir listamenn sem hafa málað konur. Ég hef haft óskaplega gaman af að fást við þetta viðfangsefni en það hefur verið dálítið í felum hjá mér,“ segir Sigurður. Þegar hann er spurður hvort hann hafi rómantíska sýn á kon- ur svarar hann: „Já, ég er róm- antíker. Þarna er myndasería af konu, allt frá móðurkviði til dauða hennar þegar hún er orðin að ösku. Ég hafði mikla ánægju af að mála þessar myndir. Þetta þema, konan, kom upp í hugann og ég byrjaði að mála – enda eru konur mér mjög kærar. Mynd- irnar málaði ég á einu ári. Ein mynd er þó aðeins eldri og snýst um erfðasyndina og eplið og passar kannski ekki alveg inn í þessa myndasögu en af fagur- fræðilegum ástæðum hafði ég hana með.“ Tákn konunnar Um akrýlmyndirnar af snyrtiborði sem eru á sýning- unni segir Sigurður: „Fyrir mér er þetta snyrtiborð tákn konunnar. Konur horfa á sína eigin ásjónu í gegnum spegil á snyrtiborði. Ég málaði snyrti- borðið í ólíkum litum af því að tískan tekur sífelldum breyt- ingum. Þegar skrifborðsskúff- an er opnuð kemur í ljós mynd sem minnir á Ópið eftir Munch. Það má túlka þá mynd á allan mögulegan hátt. Sumir vilja kannski segja að sú mynd sýni viðbrögð konu þegar hún lítur í spegil og er ekki ánægð með útlit sitt en aðrir geta séð eitthvað allt annað út úr myndinni.“ Óteljandi möguleikar Á sýningunni eru einnig ljósmyndir og skúlptúrar en málverkin eru fyrirferðarmest. „Málverkið er svo opið form, eins konar framlenging á höfði og höndum og býður upp á óteljandi möguleika,“ segir Sigurður og bætir við: „Það getur verið afar erfitt að mála. Stundum er ég alveg við að gefast upp en held samt áfram. Ég kann ekkert annað.“ Sigurður. „Málverkið er svo opið form, eins konar framlenging á höfði og höndum og býður upp á óteljandi möguleika.“ Sigurður Örlygsson sýnir í Listasafni ASÍ Stærsta viðfangsefnið ➤ Sigurður lærði í fjögur ár íMyndlista- og handíðaskól- anum og fór síðan í nám í Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn og í Art Students League í New York. ➤ Hann hefur haldið fjölda sýn-inga hér á landi og erlendis. ➤ Hann hélt fyrstu sýningu sínaárið 1971. MAÐURINNSigurður Örlygsson sýnir verk sín í Listasafni ASÍ. Konur eru meginþema sýningarinnar enda segir listamaðurinn að þær hafi ætíð verið sér kærar. 24stundir/Frikki Á þessum degi árið 1891 var leikritið Afurgöngur eftir Henrik Ibsen frumsýnt í London tíu árum eftir að höfundurinn samdi það. Leikritið hafði fyrst verið sýnt í Chicago árið 1882 af dönskum leikflokki. Í leikritinu fjallaði Ibsen um kynsjúkdóma en það umfjöllunarefni vakti litla hrifningu meðal almenn- ings og gagnrýnenda. Leikritið fékk slæmar viðtökur í London, eins og annars staðar. Árið 1898, í kvöldverði sem haldinn var til heiðurs Ibsen, sagði Óskar II Svíakonungur við Ibsen að Aft- urgöngur væru ekki gott leikrit. Ibsen þagði stutta stund en sagði svo: „Yðar hátign, ég varð að skrifa Aft- urgöngur.“ Leikritið hefur öðlast almenna viðurkenningu og er meðal þeirra leikrita Ibsens sem oftast eru sett upp. Önnur heimsfræg leikrit hans eru Pétur Gautur, Brúðuheimilið, Þjóðníðingur og Villiöndin. Umdeildar Afturgöngur MENNINGARMOLINN AFMÆLI Í DAG Hugh Walpole rithöfundur, 1884 10. Karítas án titils - kilja Kristín Marja Baldursdóttir 9. Biblían - 5 mism. útgáfur JPV 8. Horfinn - kilja Robert Goddard 7. Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 6. Sálmabók Ýmsir höfundar 5. Friðþæging - kilja Ian McEwan 4. Himnaríki og helvíti - kilja Jón Kalman Stefánsson 3. Óreiða á striga - kilja Kristín Marja Baldursdóttir 2. Aska - kilja Yrsa Sigurðardóttir 1. Þúsund bjartar sólir - kilja Khaled Hosseini Listinn er gerður út frá sölu dagana 05.03 - 11.03 2008 í Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. METSÖLULISTI Bækur á íslensku 10. Eric Clapton: The Autobiography Eric Clapton 9. Into the Wild Jon Krakauer 8. Brida Paulo Coelho 7. Shadow Dance Julie Garwood 6. Insight Concise World Atlas Insight Atlases 5. 7th Heaven James Patterson 4. 6th Target James Patterson 3. Night Train to Lisbon Pascal Mercier 2. Stalemate Iris Johansen 1. Daddy’s Little Girl Lisa Scottoline Listinn er gerður út frá sölu dagana 04.03.2008 - 10.03.2008 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar METSÖLULISTI Erlendar bækur Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.