24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 05.01.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Fyrir 15 árum hefði það þótt geggjuð firra að Ólafur Ragnar Grímsson ætti eftir að verða for- seti Íslands. Þá var hann forystu- maður í Alþýðubandalaginu, afar umdeildur jafnvel og ekki síst innan eigin flokks, en meðal al- mennings fyrst og fremst kunnur sem fljóthuga orðhákur; enginn frýði honum vits en hann virtist nokkuð gjarn á frumhlaup og eft- ir flakk hans milli flokka var hann mjög grunaður um græsku. Á Ís- landi er það af einhverjum ástæð- um svo að sá sem vinnur af óbil- andi metnaði að eigin framgangi innan eins flokks er talinn dug- legur og aðdáunarverður, og jafn- vel hugsjónamaður, en sá sem dirfist að gera það í fleiri en ein- um flokki er talinn helsti viðsjáll. Sjaldan mjög vinsæll Altént komst Ólafur Ragnar sjaldan mjög hátt á blað þegar mældar voru vinsældir helstu stjórnmálaforingjanna; einatt var hann ofar á listanum ef spurt var um óvinsæla stjórnmálamenn. Það virtist í alla staði útilokað að hann gæti átt eftir að komast í embætti þar sem öllum bar þá saman um að ætti að sitja ,,sam- einingartákn þjóðarinnar“ – óumdeildur íhugull og vitur leið- togi og ekki verra að hann kæmi úr einhvers konar menningar- geira. Flestir Íslendingar skilgreindu sem sagt æskilega kosti forsetans svo að Ólafur Ragnar virtist ná- kvæmlega EKKI maðurinn á Bessastaði. Enda minntust álits- gjafar allt fram á árið 1995 aldrei á Ólaf Ragnar sem vænlegan kandídat á Bessastaði. En einhvern veginn komst þessi hugmynd samt á kreik og þjóðin reyndist ósammála álitsgjöfun- um; hún sá í Ólafi Ragnari ein- hverja þá kosti sem henni fannst upplagðir á Bessastaði og Ólafur Ragnar var kjörinn til starfans. Og ótrúlegt nokk hefur Ólafur Ragnar bara plumað sig prýðilega á Bessastöðum. Hann var auðvit- að of flæktur í harðsvíruð pólitísk átök á sínum tíma til að geta náð stalli ,,sameiningartákns þjóðar- innar“ – enda spurning hvort sá frasi var ekki allan tímann inn- antómur, eða hæfði altént öðrum tímum. En hér innanlands hefur hann gegnt sínum skyldum með sóma og augljóslega náð áður óþekktum árangri erlendis þar sem hann virðist sem fiskur í vatni. Og jafnvel sú umdeilda gjörð hans að neita að skrifa undir fjöl- miðlafrumvarpið á sínum tíma megnaði ekki að slá til lengdar á stöðu hans – nema þá hjá mjög þröngum hópi manna. Aðrir eru eftir á flestir hæstánægðir með þá gjörð hans. Þegar allt þetta er tekið saman er auðvitað í hæsta máta eðlilegt að Ólafur Ragnar sækist eftir end- urkjöri. Og þótt auðvitað ríki ekki 100% ánægja með hann er fyrirfram ómögulegt að nokkur mótframbjóðandi myndi hrófla að ráði við honum. Hlakka lítið til Eigi að síður er það vitaskuld helgur réttur allra sem annað- hvort hafa eitthvað á móti Ólafi Ragnari eða vilja koma sjálfum sér á framfæri að bjóða sig fram gegn honum. Og ekkert nema gott um það að segja ef til mót- framboðs kemur. Ég verð hins vegar að segja – ægilega sem það var lítið skemmtileg frétt þegar einhver fréttamaðurinn var búinn að mana Ástþór Magnússon upp í að hann ætlaði vitaskuld í forseta- framboð. Guð, hvað ég hlakka lít- ið til þess ef Ástþór fer að ólmast í einhverju málamynda forseta- framboði móti Ólafi Ragnari. Það var fyndið í fyrsta sinn og jafnvel einhvers konar tákn um lýðræðið – þolanlegt en bara með naum- indum þó í annað sinn – en til- hugsunin um sama brandarann í þriðja sinn … Æ, nei, æ, nei! Frelsa oss frá því, í öllum ham- ingju bænum! Fjögur ár enn aIllugi Jökulsson skrifar um forsetann Ægilega sem það var lítið skemmtileg frétt þegar einhver fréttamað- urinn var bú- inn að mana Ástþór Magnússon upp í að hann ætlaði vitaskuld í forsetaframboð móti Ólafi Ragnari. Guð, hvað ég hlakka lítið til þess ef Ástþór fer að ólmast í einhverju málamynda forsetaframboði Gefur kost á sér áfram Misjafnt er hvað mönnum finnst um þá ákvörð- un Ólafs Ragnars Grímssonar. 24stundir/Jim Smart upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda 9.jan.2008 heimili og honnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.