Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.2004, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. APRÍL 2004 NÝTT óperuhús, Savoy- óperan, verður opnað í London á næstunni og er því ætlað að höfða til alls þorra almennings með uppfærslum á vinsælum og vel þekktum óperuverkum. Að sögn, Raymonds Gubbays, eins stofnanda Savoy- óperunnar er ætlunin að höfða til venjulegra leikhúsgesta sem telja óperur almennt of há- stemmdar fyrir sinn smekk. Miðaverði verður þá stillt í hóf og munu dýrustu sæti þannig ekki kosta meira en 50 pund, eða sem nemur 6.500 krónum. Savoy-óperan verður staðsett í Savoy-leikhúsinu á Strand í London, en leikhúsið tekur um 1.100 gesti í sæti – um helm- ingi minna en Konunglega óperan og Covent Garden- óperuhúsið. Ekki eru allir sátt- ir við þetta nýja óperuhús og hafa gagnrýnendur m.a. sagt það munu draga gesti frá hin- um óperuhúsunum. „Savoy- óperan mun svo sannarlega skaða Ensku þjóðaróperuna því hinir almennu ferðamenn munu leggja leið sína þangað. Og óperuhúsin sem nú eru starfandi þurfa að geta sýnt þessi hefðbundnu verk til að standa undir kostnaði við óhefðbundnari sýningar,“ hafði netmiðill BBC eftir Mich- ael White, tónlistargagnrýn- anda útvarpstöðvarinnar Radio 4. Vermeer hreinsaður af grun EITT verka hollenska lista- mannsins Johannes Vermeers, sem áratugum saman var grunað um að vera fölsun, verður nú í sumar boðið upp hjá uppboðshúsi Sotheby’s í London, eft- ir að stað- fest var að verkið væri raunverulega eftir listamann- inn. Verkið nefnist Ung kona við virgínal og tók það sér- fræðinga ein tíu ár að stað- festa að myndin væri raun- verulega eftir meistarann. Myndin er lítil og metin af sér- fræðingum Sotheby’s á um 400 milljónir króna. Talið er þó að endanlegt kaupverð mynd- arinnar verði mun hærra enda nýtur Vermeer mikilla vin- sælda um þessar mundir sem ekki hafa minnkað í kjölfar metsölubókarinnar og kvik- myndarinnar Girl With a Pearl Earring sem samin er út frá einni af myndum meistarans. Ástarbréf Thomas seld ELSTU ástarbréf írska skálds- ins Dylan Thomas, sem vitað er um, til Caitlin Macnamara sem síðar varð eiginkona hans voru á dögunum seld á upp- boði hjá Sotheby’s í New York fyrir tæplega 1,6 milljónir króna, um það bil fjórum sinn- um hærra verð en talið var að bréfin færu fyrir. Bréfin sendi Thomas Catlin, sem lá á sjúkrahúsi, skömmu eftir að þau fyrst kynntust og þykja þau lýsa brennandi tilfinn- ingum skáldsins vel. Samband þeirra reyndist einnig storma- samt allt þar til Thomas lést úr veikindum tengdum drykkjusýki aðeins 39 ára gamall. Óperuhús fyrir almenning opn- að í London ERLENT Ung stúlka við virg- ínal eftir Vermeer. SIGURÐUR Örlygsson er nokkuð ólíkur sjálfum sér á sýningu sem nú stendur yfir í Listhúsi Ófeigs. Að vísu má sjá helsta einkenni listmálarans, skúlptúra sem standa út úr verk- unum, kunnuglegan blæ og vinnubrögð, en um- fjöllunarefni er nýtt og stærð mynda ekki sú sama og menn eiga að venjast úr hans ranni. Í viðtali í DV á dögunum sagði listamaðurinn frá breyttum fjölskylduhögum sínum og sagði jafnframt að í framhaldinu hefði umfjöllunar- efnið í myndlist tekið breytingum. Listamað- urinn sem þekktur er m.a. fyrir að mála sitt allra nánasta umhverfi, konu og börn, inni í nokkurs konar fantasíuheimi sem oft hefur skírskotun til véla og vísinda, á stórum mynd- flekum, sýnir hjá Ófeigi 32 smámyndir, allar mannlausar og án titils, með áberandi notkun á symmetriu og/eða tvenndum. Í fréttatilkynningu segist listamaðurinn sækja myndefni sitt í úrgang neyslusamfélags- ins, sem hlaðist hefur upp og er orðið eitt mesta umhverfisvandamál vestrænnar menn- ingar, eins og hann orðar það. Þannig má líta á sýninguna sem svo að listamaðurinn sé að koma sér fyrir í þjóðmálaumræðunni. Meðal þess „úrgangs“ sem Sigurður notar í málverk sín eru viftur, keðjur, umferðarmerki, járngrindur og mótorar. Tæknin sem hann not- ar er eins konar málun ofan á ljósmyndir. Litir eru skærir en þó dempaðir, eins og horft sé á veröldina í gegnum lituð gler. Stemningin er dálítið heimsendaleg og draumkennd. Ef Sigurður er kominn inn á þá braut að vekja athygli í verkum sínum á þjóðþrifamálum eins og of miklu rusli í heiminum þá ætti hann að hugleiða sterkari framsetningu, jafnvel utan málverksins. Hið persónulega sem einkennt hefur verk Sigurðar er nánast horfið og það er umhugs- unarvert. Hin persónulega nálgun er yfirleitt það sem gerir list spennandi. Sýningin heitir Hringrás, og er styrkt af endurvinnslufyrir- tækinu Hringrás. Kannski er það það athygl- isverðasta við sýninguna, hinn ágæti samruni atvinnulífsins og listarinnar sem þar birtist. Alheimurinn Líkt og Sigurði er Bjarna Björgvinssyni of- arlega í huga hið stóra samhengi. Í sýningu sinni veltir hann fyrir sér sköpun heimsins, hvað var fyrir sköpun heimsins, hvað gerðist í framhaldinu. Ljós og skuggar takast á. Þessi heimstilvistarhugsun listamannsins kemur reyndar ekki nógu glöggt fram við heimsókn á sýninguna, bæði eru verkin flest titillaus og texti í sýningarskrá er meira eins og ljóð eða sjálfstætt skáldverk en skýringartexti. Í heildina er sýningin sem innsetning í rými vel samsett. Það fyrsta sem við blasir þegar komið er inn er stórt ljóst málverk á endavegg. Á vinstri hönd er þriggja mynda sería um upp- haf heimsins og á hægri hönd eru tvær 12 mynda myndraðir. Úr loftinu hanga pakkar. Tólf mynda myndraðirnar tvær eru mjög svipaðar, eiginlega eins og ein og sama serían. Þarna beinir Bjarni sjónum út í geiminn. Myndirnar minna sterklega á myndir úr stjörnukíki og eru bestu verk sýningarinnar. Í þessum myndum nær Bjarni líka best því ætl- unarverki sínu að beina athygli áhorfandans út í víðáttur himingeimsins og fá hann til þess að hugleiða tímann – allt aftur til sköpunarinnar – enda er ljósið frá stjörnunum oft milljóna ára gamalt. Mynd nr. 4 er í sjálfu sér ekki merkileg sem myndlistarverk en þjónar vel hlutverki sínu, að halda saman innsetningunni. Myndir 1, 2 og 3 sem eru saman á vinstri vegg eru misjafnar að gæðum. Mynd nr. 1 er í hálfgert krass, en ekki má þó vanmeta birtingarmynd athafnarinnar sem fram fór: tilraun listamannsins til að fanga sköpun heimsins á striga. Mynd númer 2 er sú besta af þessum þremur, þar er mest að gerast, mesta dýptin og myndbygging góð. Mynd nr. 3 er flöt og mött. Verkin eru misjöfn að gæðum, hugmynda- fræði mætti vera skýrar fram sett en bygging sýningarinnar er góð. Ruglaður veruleiki Í sýningu Egils Sæbjörnssonar í Hafnarhús- inu er boðið upp á leik. Við vegg er sófi og fyrir framan sófann er sjónvarp með vídeómyndavél ofan á. Á bak við sófann er risastór blár flötur – svokallaður bláskjár eins og notaður er í sjón- varpi og í kvikmyndum. Sófinn, fólkið og annað sem kemur fyrir framan bláa skjáinn birtist í sjónvarpinu, en í staðinn fyrir bláa skjáinn er hægt að setja hvers konar annað myndefni. Egill leikur sér með þessa eiginleika tækninn- ar, bæði spriklar hann sjálfur á bak við áhorf- endur, notar teiknimyndir, hreyfir til veggi og hvaðeina til að fella áhorfandann inn í listaverk sitt. Með þessu kemur hann manni úr jafnvægi, stríðir manni dálítið. Þannig leikur Egill sér með veruleikann og ruglar mann í ríminu. Það er eins og listamað- urinn hafi fengið nýtt dót að leika sér með og ákveðið að hafa sem mest gaman af. Það sterkasta í verkinu er þessi leikur með veruleikann og skáldskapinn. Egill býður upp í dans og það sem situr eftir hjá áhorfandanum er andartaks skemmtun. Sýningin vekur upp vangaveltur um þróun nútímamyndlistar. Getur verið að myndlistin sé að þróast út í að vera uppákomur með skemmtigildi. Nægir okkur kannski ekki leng- ur að horfa á stilltar myndir á vegg? Breytingar Myndlist Listhús Ófeigs Sigurður Örlygsson Opið á verslunartíma. Til 21. apríl. Hafnarhúsið Egill Sæbjörnsson Opið alla daga frá kl. 10–17 Íslensk grafík Bjarni Björgvinsson Opið miðvikudaga til sunnudags frá kl. 14–18 Til 18. apríl. Morgunblaðið/Golli Bjarni Björgvinsson leyfir áhorfendum að skyggnast aftur í tímann. Morgunblaðið/Golli Ýmislegt járnarusl er á meðal þess sem Sigurður Örlygsson skipar í öndvegi í verkum sínum. Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Golli Þegar fólk sest í sófann er brugðið á leik í sjónvarpinu í verki Egils Sæbjörnssonar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.