Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 03.12.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. DESEMBER 1992 Orð lífsins orðið að viðurkenndu trúfélagi Áskrift að 116 þúsund króna ávísun Kristni söfnuðurinn Orð lífsins fékk nýlega opinberan stimpil dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins sem viðurkennt trúfélag og bætist um leið í hóp allnokkurra slíkra félaga sem ekki eiga samleið með þjóðkirkjunni. Félaga á borð við Krossinn, Veginn, Baháista, Votta Jehóva, Mormóna og Sjón- arhæðarsöfnuðinn. Æðstiprestur (forstöðumaður) Orðs lífsins er heilsugæslulæknirinn Ásmundur Magnússon og hægri hönd hans er eiginkonan Jódís Konráðsdótt- ir. Ráðuneytisstimpillinn er mikil- vægur fyrir margra hluta sakir, færir bæði réttindi og skyldur. Ekki síst er stimpillinn áskrift að peningum úr ríkissjóði. Viður- kennd trúfélög fá skerf af sóknar- gjöldum í samræmi við skráðan félagafjölda. Nánar tiltekið segja lögin að ríkissjóður eigi að borga trúfélögunum tiltekið gjald á mánuði íyrir hvern meðlim ein- stakra söfnuða. Á þessu ári er gjaldið per haus 354.52 krónur á mánuði. Það hækkar einu sinni á ári í samræmi við upplýsingar skattyfirvalda og varlega áætlað fer gjaldið upp í 372 krónur á mánuði frá og með síðustu mán- aðamótum. Enn sem komið er er Orð lífsins fámennasta viðurkennda trúfélag- ið með aðeins 26 skráða meðlimi. Það er á við 6 til 7 fjölskyldur. Þessi félagafjöldi ætti þó að tryggja trúfélaginu um það bil 116 þús- und krónur á næsta ári að moða úr. Önnur hlunnindi fylgja, t.d. eru borgaryfirvöld svo almennileg að fella fasteignagjöld slíkra félaga að mestu niður og það munar um slíkt nú þegar félagið er að kaupa húsnæði við Grensásveg. Ásmundur forstöðumaður Magnússon sagði aðspurður að Orð lífsins skæri sig ekki mikið úr miðað við félög eins og Krossinn og Veginn. „Það eru viss atriði sem við leggjum sérstaka áherslu á og því má tala um áherslumun," sagði hann. Ragnar Arnalds og fleiri vildu að miðstjórn Alþýðubandalagsins ályktaði um utanríkismál. í lok miðstjórnarfundar Al- þýðubandalagsins um síðustu helgi urðu nokkur átök um utan- ríkismál sem enduðu með því að öllum ályktunum þar að lútandi var vísað til afgreiðslu annars staðar í flokknum. Á tímabili voru á borðinu tvær mismunandi til- lögur, önnur frá formanni flokks- ins og hin frá þingflokksformanni. Eftir töluverðan titring voru borin klæði á vopnin í fundarhléi og varð niðurstaðan sú að miðstjórn- in gerði ekki að sinni upp á milli mismunandi sjónarmiða í utan- ríkis- og öryggismálum. RAGNARLEGGURFRAM TILLÖGU Framan af fundinum ríkti ágætisfriður í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins, enda til umfjöllunar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar, umhverfismál, og annað sem ekki bauð upp á mikinn ágreining. Fréttir af fundinum báru þessa merki og varð það lík- lega til þess að fjölmiðlar, sem fylgst höfðu með umræðum, misstu áhugann, en misstu um leið af átökum um utanríkismál sem upphófúst síðdegis á sunnu- dag. I drögum að stjórnmálaálykt- un, sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður miðstjórnar, skrifaði fyrir fundinn, voru meðal annars kaflar um utanríkis- og öryggis- mál, þar sem ítrekuð var andstaða flokksins við EES-samninginn og einnig hafnað aðild að Vestur- Evrópusambandinu (VES), ör- yggismálaarmi Evrópubandalags- Það olli titringi meðal Birtingar- manna með Mörð Árnason í broddi fylkingar. ins. Að sögn Steingríms voru þessi drög kynnt í þingflokknum og tekið tillit til athugasemda sem komu þar fram. í meðförum stjórnmálanefndar á miðstjórnar- fundinum voru þessir kaflar og fleiri hins vegar felldir út og ákveðið að einungis yrði ályktað um efnahags- og atvinnumál, enda væri líklegra að beinskeytt ályktun um tiltekið efni kæmist til skila í fjölmiðlum. Rætt var um að ráðast mundi með afgreiðslu ann- arra mála. Formaður þingflokksins, Ragnar Arnalds, vildi hins vegar ekki una þessu þegar kom að af- greiðslu mála á sunnudag. Hann og Kristinn H. Gunnarsson fóru fram á að kaflarnir um utanríkis- og öryggismál yrðu teknir upp sem sjálfstæð ályktun. Fundar- menn brugðust mjög misjafnlega við þessari hugmynd og sérstak- lega ókyrrðust Birtingarmenn, svo sem Mörður Árnason og Gísli Gunnarsson. Flestir „eldri“ félag- ar töldu eðlilegt að flokkurinn ályktaði um utanríkismál eins og endranær og sérstaklega um VES, en öðrum þótti ekki sérstök ástæða til að ítreka ályktun frá í sumar um EES-málið. Fram kom í máli Marðar að eðli og framtíð Vestur-Evrópu- sambandsins hefði lítið verið rætt í flokknum og því væri ekki tíma- bært að taka afstöðu til þess nú. Að lokum flutti Mörður breyting- artillögu þess efnis að Alþýðu- bandalagið væri á móti aðild fs- lands að Nató. Með þessu vildi Mörður benda á fánýti þess að ályktað væri tiltölulega umræðu- Ólafur Ragnar flutti tillögu gegn tillögu Ragnars. lítið um VES við svo breytilegar og óljósar aðstæður í alþjóðamálum. Þegar hér var komið sögu seinni hluta sunnudags var ekki eftir á fundinum nema um hluti þeirra fimmtíu sem sátu hann þegar mest var. Gísli Gunnarsson átaldi að málið kæmi fram með þessum hætti í lok fundarins og Mörður lýsti efasemdum um lög- mæti fundarins. ÓLAFUR RAGNAR LÍKA Effir nokkurt orðaskak tók Ól- afur Ragnar Grímsson til máls og sagði að EES þyrfti ekki frekari umræðu við, en lagði jafnframt fram nýja tillögu um utanríkis- mál. Það var sjálfstæð tillaga, en ekki breytingartillaga, og að sögn fundarmanna sem blaðið ræddi við var þar einkum gagnrýnd málsmeðferð ríkisstjórnar á VES- málinu og orðalag allt vægara en í tillögu Ragnars og Kristins. „Þið getið valið á milli þessa tveggja til- lagna,“ höfðu nokkrir viðmælend- ur PRESSUNNAR eftir Ólafi. Sjálfúr sagði hann við blaðið eng- an mun hafa verið á tillögunum hvað snerti afstöðuna til VES. Áður en kom til atkvæða- greiðslu um tvær tillögur um utanríkismál, ffá flokksformanni og þingflokksformanni, var gert um tíu mínútna fundarhlé, þar sem báru klæði á vopnin meðal annarra Már Guðmundsson, Ein- ar Karl Haraldsson, og Skúli Al- exandersson. Ragnar hélt fast við sína tillögu, en málamiðlunartil- laga Más var að málinu öUu skyldi vísað til þingflokks og fram- kvæmdastjórnar. Það var sam- Már Guðmundsson lagði til að málinu öllu yrði vísað annað. þykkt með þorra atkvæða gegn tveimur og var annað þeirra at- kvæði Guðrúnar Ágústsdóttur. Allmargir sátu hjá. AUt gerðist þetta nokkuð hratt á síðustu mínútum fúndarins, svo hratt reyndar að í fundargerð miðstjórnar er hvorki minnst á til- löguflutning Ólafs né Marðar og útlistun umræðna er mjög klén. RAGNAR TEKINN VIÐ HLLTTVERKISVAVARS? „Þetta var svolítill ballett í fund- arlok,“ sagði Einar Karl Haralds- son í samtali við PRESSUNA og vildi ekki gera mikið úr málinu. Ólafur Ragnar tók undir það og sagði að Ragnari hefði ekld verið kunnugt um þá stefnumörkun stjórnmálanefndar að álykta um eitt meginefni, en láta afgreiðslu annarra ráðast. Auk þess hafi ver- ið liðið fram yfir auglýstan af- greiðslutíma mála, fundurinn mannfár og uppi hafi verið efa- semdir um að fundurinn gæti samþykkt slflcar ályktanir. Því hafi þetta orðið sameiginleg niður- staða á fúndinum. Aðrir vilja lesa meiri tíðindi úr þessari atburðarás og benda á að í það minnsta eigi Ólafur í vand- ræðum með klofning í Alþýðu- bandalaginu um afstöðuna til Evr- ópumálanna, hvort heldur er EES eða VES (Birtingarmenn mættu reyndar á fundinn með barm- merki sem á stóð „Ungt fólk styð- ur EES“). Aðrir líta svo á að þessi átök á milli Ragnars og Ólafs sýni að bandalag þeirra, sem myndað- ist við sögufrægt kjör þingflokks- Guðrún Ágústsdóttir greiddi at- kvæði gegn því og ekki langt undan sat Svavar Gestsson og glotti. formanns í haust, sé ekki á þeim grunni byggt sem ætla mætti. Jafnvel þótt lítill eða enginn skoð- anaágreiningur sé um utanríkis- mál milli þeirra Ólafs, þá hafi Ragnar tekið við því hlutverki Svavars Gestssonar að verða hinn póllinn við Birtingarmenn sem Ólafur legði ofuráherslu á að halda góðum. Það sé skýringin á þeirri óvenjulegu og klaufalegu stöðu, sem upp kom, að formaður flokks og þingflokks lögðu fram hvor sína tillöguna um ályktun í utanríkismálum. Það er fátítt, ef ekki einsdæmi. Til styrktar þessari skýringu eru skeytin sem gengu á ijiilli manna í lok fúndarins í umræðu um fundarsköp. Þar fagnaði Gísli Gunnarsson því að tekið hefði verið tillit til sjónarmiða minni- hlutans í málinu, þótt Mörður vildi ekki viðurkenna að sýnt væri hvorum megin meirihluti lægi. Kristinn H. Gunnarsson sagði að þetta væri sjálfsögð kurteisi þegar ágreiningur væri, en sá ástæðu til að minna á að slík kurteisi hefði ekld alltaf einkennt þá Birtingar- menn við afgreiðslu mála. Þar var Kristinn lfldega að vísa til frægs fundar á Akureyri haustið 1990 þegar farið var að fækka fúndar- mönnum og stuðningsmenn Ól- afs komust í góðan meirihluta. Á þeim fundi voru meðal annars samþykktar í hörðum atkvæða- greiðslum viðkvæmar hugmyndir um veiðileyfagjald og svona auk- reitis að ekki yrði tekið mið af stefnuskrá flokksins í framtíðinni. Korl Th. Birgisson Átök á miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins Formaður og formaður þingflokks með tillögur í sitthvora áttina Óvenjuleg atburðarás varð til þess að Ólafur Ragnar Grímsson og Ragnar Arnalds áttu sína tillöguna hvor um utanríkismál í miðstjórn Alþýðubandalagsins um síðustu helgi. Ágreiningur kom upp um afstöðuna til Vestur-Evrópusambandsins og öllum málaflokknum var vísað til meðferðar annars staðar í flokknum. Á UPPLEIÐ... Á NIÐURLEIÐ Tala atvinnuleysingja: Reyni Hugasyni virðist ætla að verða að þeirri ósk sinni að Samtök atvinnulausra verði fjöldahreyfing. Kleinuhringir: Víkingasveit- in sporðrenndi kleinuhringj- um með kaffi heila kvöld- stund meðan hún beið eftir að þreytan yfirbugaði haglabyssumennina tvo. Morgunblaðið: Atvinnulausir smiðir í Adelaide í Ástralíu lesa at- vinnuauglýsingar Moggans upp til agna til að fá vinnu í Brisbane í sama landi. Albert Guðmunds- son: Foringinn kemur sjötugur heim frá París á næsta ári og ætlar þá fyrst að hella sér út í pólitíkina af alvöru, svona eins og de Gaulle. Jólasveinarnir: Eru farnir að tin- ast niður úr fjöll- unum, einnog átta eða einn og tólf eða hvað þeir eru margir. Að minnsta kosti er Coca Cola-jóla- sveinninn kom- inn á kreik. Sjávarútvegurinn: Kominn með Þróunarsjóð sjávarútvegsins á bakið, en miðað við fyrri reynslu af sjóðum atvinnuveganna bendir þetta til þess að sjávarút- vegurinn sé dauðadæmd at- vinnugrein. Andstæðingar EES: Kverúlantabreiðfylking íslands ber æ meiri keim af mannhreinsunarkenningum á meginlandinu. sínu. monnum ur þegar fram kom tillagan: „fsland úr Nató, herinn burt". Hermannsson: að hann hætti eilífu gaspri

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.