Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 11.09.1971, Blaðsíða 5
 5 í S I R . Laugardagur 11. september 1971. Kaupfélögin ekki öll ^ í glerhöllum Verzlunarhús eru víðast til húsa' í glæsihöllum úr gleri og stáli, kaupfélögin eru mörg í sama stíl. Þó er þetta ekki svona alls staðar Smæstu kaupfélögin eru ákaflega fátæk og húsakost- ur fátæklegur eftir því, Kaupfé- lagi Rauðasands á Hvalskeri 'i' V.-Barðarstrandars. er stjórnað af 81 árs kaupfélagsstjóra, Ivari ívarssyni. Fimm bæir standa að kaupfélaginu sem varð til vegna einhvers skoðanamunar í sveit- inni, félagsmenn með réttindi I eru 16 og veltan síðasta ár að- i' eins 3.17 millj. króna. — Mynd- irnar eru af kaupfélaginu og kaupfélagsstj óranum Opnar sína fyrstu sýningu Sigurður Örlygsson (Sigurðs- sonar, listmálara) opnar í dag fyrstu sýninguna á verkum sinum. Sigurður er kornungur listamaður og kippir greini- lega í kynið, enda' þótt hann hafi valið sér annan farveg en faðir hans. Sigurður sýnir 11 stórar myndir sem allar eru málaðar í olíulit. Hér er Sigurður við eina mynda sinna. Námsflokkar í Kópavogi í vetur Guðbjartur Gunnarsson, kenn. ari er að fara af stað með nýj- ung í Kópavogi, en þar ætlar hann að reka námsflokka í vet- ur. Enskukennsla verður mjög snar þáttur í starfseminni, en einnig stendur til að þarna verði hægt að læra ýms önnur tungu- mál, þýzku. frönsku, sænsku, norsku og spænsku. Þá verður efnt til námskeiða í leirmótun og fundarsköpum og reglum og ræðumennsku. Þá er 'i bígerð undirstöðunámskeið í kvik- myndagerð en áhugamenn i þeim efnum eru orðnir ótrúlega margir Fyrra námstímabil Námsfiokka Kópavogs stendúr frá þvf 20. sept. fram í miöj^n desember Gamalt og nýtt Listunnendur geta sannarlega ekki kvartað þessa dagana, hver smuga í galler’iunum er nýtt til hins ýtrastá. I Listasafni ASÍ er sýning sem kölluð er „Gamalt og nýtt“, 13 myndir eftir 11 þekkta listamenn. Á næstunni verða sýndar myndir í safninu eftir Brynjólf Þórðarson, en hann dó ungur, væri nú um sjö- túgt ef hann hefði lifað. Þótti hann mjög efnilegur málari, og verður fróðlegt að sjá þessa H fyrstu sýningu á myndum hans. 1 Biskup vísiterar Biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, visiterar Reyni- vallaprestakall í Staðarnes- prófastsdæmj Iaugardaginn 11. og sunnudaginn 12. september. Guðsþjónustur í sambandi við v'isitasíuna verða sem hér segir: Laugardaginn 11. sept. lil. 6 eftir hádegi í Vindáshlíðar- kirkju, sunnudaginn 12 sept. k[ 1 eftir hádegi, Saurbæjar- kirkja, sama dag kl. kl. 4 eftir hádegi í Reynivallakirkju. Tilboð óskast í Volvo árg. ’63, bíllinn er til sýnis við Borgarbúðina við Uröarbraut. íþróttafélogið Gerpla Kóp. Badminton hefst 15. september. — Æfingar miftviku- daga og föstudaga. — Þjálfari Garðar Alfonsson. — Innritun í síma 41315 kl. 5—7. Stjórnin. Háskólastúdent óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð nú þegar. Uppt'. í síma 16590 allan daginn. Njálsgata 49 Sími 15105 AUGUlVég hvili Av |2» með gleraugum írá l\fllF Austurstræti 20. Sími 14566. Frá Samvinnuskólanum Nemendur Samvinnuskólans mæti í skólan- um þriðjudaginn 21. september. Að venju mun sérstök ferð tryggð frá Reykjavík til Bif- rastar þann dag. Verður lagt af stað frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 14 — kl. 2 eftir hádegi 21. september. Skólastjóri. Blaðburðarbörn óskast Blaðburðarbörn óskast nú þegar í eftirtalin hverfi: Skúlagata Lækir I Saumakonur til að taka buxur í heimasaum, óskast strax Uppl. í Verzlun Ó. L. Laugavegi 71. — Sími 20141 og á kvöldin í sírna 23169. Ódýrari en aárir! Skddr LE/GAN 44-46 SIMI 42600. Lækir II Njörvasund Skipasund Tjarnargata Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Dagblaðið Vísir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.