Alþýðublaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.11.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið 10. nóvember 1969 TOLLURINN TÓK EKKI FORD 1931 GILDAN SEM SKÚLPTÚR □ Stálblóm oi? flugur, niðursoðin börn, hlutar úr mannslíkama, gulir og uppblásnir phallusar, leynd- armál og hreyfandi sky ífæri. Og á plakatinu er ’hann hskkaður. Brotabrot af hugarheimi Magnúsar. Hann á skúlptúr, se mhægt er að aka ,og næst ætlar hann á skúlptúr, sem hægt er að aka og næst ætlar hann og íljúga. — Ertu dálítið hrifinn af flugum? — Mér var sagt, að ég hafi verið hrifinn af flugum, þeg- ar ég var lítill. Flugur voru mér til yndisauka á undan mynd- list. Þetta eru falleg kvikiniii og skemmtilegustu húsdýr. Þessar hér (Magnús stendur fyrir írahian 1 :flugnaher) efju allar steyptar í móti, hver löþp og vængur fyrir sig. Efnið er polyester, vinyl og stál. Þetta hérna er flugherinn, The Air Force samanber merkin á vængjunum. Mottóið er: Hver maður sína fiugu. — Þú hefur lært í Kaup- mannahöfn? — Já, ég var á sjöttg ár í Konunglega listháskólanum þar. Ég hef einnig farið í námsferð til Sikileyjá, ,ég > fór þangáð gagngert til að efla menning- artengsl íslands og Mafíunnar. — Hefurðu einhverja fyrir- mynd að þessu? (Blm. bendir á gulan skúlptúr, á stálplötu andspænis inngöngudyrunum). — Þetta er fallos hugsaður í Hallgrímskirkjustærð. Nafnið Leikfang leiðans er fengið að láni hjá Guðbergi Bergssyni. — Hvað hefurðu starfað lengi? — Það er kannski hægt að tala um eiginlegt starf frá tví- tugsaldri. Ég fór fyrir nokkru yfir í grafik og skúlptúrinn hefur verið að brjótast í mér í 4 ár. Sumt af þessu hér á sýningunni hef ég sýnt áður t. d. blómið þarna var á sýning- unni á Skólavörðuholtinu. — Hvaða verk þykir þér vænzt um? — Mér þykir nú ekki sér- staklega vænt um neitt af þessu. Listamanni þykir mismunandi vænt um verkin sín. Það er helzt þetta, sem er nýjast, t. d. verk eins og flugurnar, verk sem maður hefur haft langmest fyrir og eytt mestum tíma í. Ég var að spekúlera í að gera flugskúlptúra, þ. e. airodynam- iska skúlptúra með vél, sem hægt er að fljúga. Ég var einn- ig að hugsa um skúlptúra upp- blásna með helium, sem hægt er að láta svífa, en ég fann ekki rétt efni í belgina, svo ekkert af þessu gat verið með núna, en ég er búinn að panta sérstakt plastefni. — Svo maður mætti þá búást við að sjá þig fljúgandi eða svífandi yfir Reykjavík næstu daga? — Já, alveg eins. — Ég á reyndar skúlptúr, sem hægt er að keyra og ég flutti inn í land- ið. Það er Ford 1931, tveggja dyra gulur og blár bíll. Ég lenti í þrasi við þá í tollinum og sagði þeim, að þetta væri skúlp- túr, en þeir fundu það sam- eiginlegt með honum og Must- ang, að báðir eru tveggja dyra. Þegar ég vildi flytja þetta inn sem skúlptúr, komu þeir með það á móti, að allt væri bif- reið, sem hægt væri að aka með meiri hraða en 30 km. á klukkustund. — Þú hefur haldið einka- sýningar hér? — Ég hef sýnt í Bogasaln- um. Það voru aðallega gam- andags olíumálverk — meira í híbýlaprýðidúrnum með lýr- iskum nafngiftum í fífilbrekku- stílnum. — Hvað ferðu svo að gera? — Það getur vel verið, að ég bjóði mig fram á þing eða til forsetakjörs. — Hvað er Súm? Fyrir utan að vera óska- þarn þjóðarinnar er það félags skapur, sem vinnur óeigin- gjarnt að myndlist og menn- ingarmálum. — Hefur Súm-félögum geng- ið vel að selja verk sín? — Nei, þetta hefur verið frekar treg sala. Flestir verða sér úti um peninga á annan hátt. Ég hef sjáliurr; iskrimt lengi á myndlistinni og afrakstrj fyrri tíma, en nú vérð ég áð .lára að vitínsáS^yrir-mé® á áiíh- an hátt. í Kaupmannahöfn fékk ég smáverkefni, sem ég lifði á ig fengið smáverkefni fyrir Réttarholtsskólann. — Hver gerði auglýsinga- plaggatið fyrir þessa sýningu? — Við unnum tveir að því, Jakob Kristinsson ljósmyndaði. Hann er reyndar lyfjafræðing- ur núna. Við gerðum plaggatið úti í Kaupmannahöfn. Þetta er ekta hakkavél og kjöt. Hakk- aða kjötið átum við svo á eftir, svo þetta er nokkurs konar cannibalismi. — Meinarðu mannakjöt? — Það er aldrei að vita, hvað getur verið í hökkuðu kjöti. — Hvernig er sambandið milli meðlima Súm og eldri listmálara núna? — Þetta er allt í Kristilega bræðralagsandanum við „The lost generation“, nema mis- skilningur og móðursjúk af- brýðisemi hjá einstaka manni, sem heldur, að hann sé að missa spón úr askinum sínum. Sumir halda, að Súm yfirtaki aUt myndlistarsviðið en það er al- gjör vitleysa. Markmið þess er að stuðla að framförum í mynd- list. Annars eru allir raunveru- legir bógar í íslenzkri mynd- list mjög hlynntir Súm. Það er undarlegt, að karlar, sem voru lifandi fyrir 20 árum, reyna að halda dauðahaldi í eitthvað, einhverja persónulega hags- muni. Tilgangur Súm er menn- ingarlegs eðlis en ekki til að draga taum persónulegra hags- muna. Það var tími til kominn að gerður yrði skurkur í mynd- listarmálum hér. — Er ekki töluvert af svona grúppum erlendis, sem Súm er í sambandi við? — Súm er í kontakti við margt það helzta, sem er að gerast í myndlistarmálum álf- unnar. Diter rot hefur verið okkur góður liðsmaður og stuðlað að sambandi Súm við marga helztu framámenn megin landsins. Það er annars undar- legt með Diter rot. Hann vann hér um árabil i Reykjavík við litlar eða engar undirtektir kollega sinna, en svo þegar hann er orðinn frægur úti í heimi, þá eru þeir allir að pissa utan í hann. — Má spyrja myndlistarmann um skoðanir hans á öðrum myndlistarmönnum. — Það má alveg, en hvort það hefur nokkuð upp á sig er annað mál. Það er fallít fyrir myndlistarmenn að ger- ast krítikerar. Allir eru nú krítikerar prívat. Hverjum er lykt úr sjálfs rassi. — Hvað með gagnrýni blað- anna? — Mér finnst eins og mörg- um öðrum ungum myndlistar- mönnum, að mikil gjá sé á milli gagnrýnenda og listmálara og yfirleitt ekki mikill skilningur þar á milli. Það þyrfti að koma upp manni sem fylgdist með — og væri ekki sjálfur ur myndlistarmaður.Það er ejns með kritikkerana og geld- ingana í Austurlöndum: Þeir vita, hvernig á að gera það, en geta það ekki sjálfir. — Fylgirðu einhverri stefnu í myndlist? — Ja, sumt af verkum mín- um mundi ílokkast undir neo- dadaisma eða hliðarspor frá því. Þetta er ekki pop beinlínis, a. m. k. ekki í þeim skilningi. Margt af þessu er enginn absa- lút hlutur. — Það hefur verið talsvert af hrevfiskúlptúrum á Súm- sýningum. — Þetta er viðleitni til að koma til móts við áhorfandann. Annars eru hreyfiskúlptúrar ekkert nýtt. Ég.er á þeirri skoð- un, að sýningar okkar appel- eri mjög til barna og ungli'nga, sem eru óspilltir af kreddum, opið og entellektuelt fólk á' öll- um.aldri. Annars er þetta mjög ríkjandi hugsun; Hvaðgetég haftístofunniheima? Híbýla- prýðihugsunin. EÍdri málarar hafa talið fólkinu trú um þetta og búið til gerviþörf hjá því og framleitt síðan upp í þörfina. Við leitumst við að gefa fólk- inu myndræna og visuela upp- lifun án tillits til þess, hvort verkin eru húsum hæf eða hvernig þau falla við teak. — Verkin geta verið andstýggi- leg og grimm í eðli sínu og allt þar á milli. (Nú heyrist súm-hljóð, líkt ryksuguvæli). — Hvaða hljóð er þetta? — Þetta er hljóð í uppblásna verkinu Harðstjórn organism- ans. — Sumir segja, að það sé mjög erfitt að velja nöfn á verk sín. — Stundum eru þessir ný- tendensar nokkuð littererir í eðli sínu. Þessi skoðun að nefna ek.ki hluti er af því að málarar vilja ekki hjálpa til með auð- sæjar myndir. Sumir nota það í stíl við myndirnar, t. d. nöfn eins og Hláka, Vorþeyr, Fífil- brekka. Kannski eru nöfn not- uð til að gefa einhverjar sen- sasjónir. Stundum kalla ég ’"aj myndir eitthvað bara til að „og hér í Reykjavík.hef ég einn- þykir sinn Jugl fagur eða sæt skemmta mér,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.