Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 6
 N ... 6 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1989 tómstundir Að gera bíl úr ryðhrúgu eða kaupa innfluttan fornbíl Fjölnir Sigurjónsson stendur hér hjá gamla Saab árg. 1965. Margir hafa gaman af að gera upp gamla bíla. Undanfarin ár hefur það orðið algengara en áður að menn tækju sig til og gerðu dýrindis djásn úr því sem varla var annað en ryðhrúga á fjórum hjólum. Hér á eftir verð- ur minnst á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en ráðist er í að gera upp gamalt ökutæki, og eru þessir punktar fyrst og fremst ætlaðir byrjendum á þessu sviði. Aðstaða og verkfæri er það fyrsta sem verður að vera í lagi. Nær undantekningarlaust er þörf á bílskúr eða öðru húsnæði til að nota sem „verkstæði." Þar þarf helst að vera gott pláss þannig að auðvelt sé að vinna við bílinn, fjarlægja boddýhluti og fleira. Þá eru það verkfæri og tæki. í fullkomnu verkstæði fyrir áhuga- mann þarf að vera gott úrval almennra handverkfæra, topp- lyklasett, fastlyklasett, rafmagns- handverkfæri, jafnvel rafsuðu- transi og logsuðutæki. Ekki er óvönum þó ráðlagt að sjóða eða skera með gasi nema fá viðhlít- andi tilsögn fyrst hjá kunnugum. Varðandi sumar viðgerðir þarf að fá aðstoð sérhæfðra verk- stæða, t.d. við sandblástur, bólstrun og vélaviðgerðir. Útvegun varahluta er oft vandamál, en hjá því ma komast með því að velja ekki alltof gaml- an bíl til viðgerðar. Erlendis eru starfandi sérstök fyrirtæki sem gera ekki annað en að þjóna áhugamönnum á þessu sviði, og er hægt að fá varahluti, sætis- áklæði og margt fleira eftir pöntun, nákvæmlega eins og í upprunalega bílinn. Hvað er vinsælast? Ekki er hægt að segja að vinsælla sé að gera upp eina gerð af bílum umfram aðrar. Allt frá því að Fornbílaklúbburinn var stofnað- ur hefur þessari tómstundaiðju vaxið fiskur um hrygg. Meðlimir í klúbbnum geta fengið afslátt af bifreiðatrygging- um fornbíla, en nú teljast bílar 20 ára og eldri til fornmuna, samkv. skilgreiningu klúbbsins, einkum ef þeir eru taldir hafa eitthvert sögulegt gildi. Sögulegt gildi er afar þokukennt hugtak þegar um bíla er að ræða. Sumir bílar eru þó sígildir og hafa haft mikil áhrif á þróun og stíl annarra bíla. En áður en menn rjúka til og ganga í fornbílaklúbbinn til að fá ódýrar tryggingar er þeim bent á að við- komandi bíll má ekki vera notað- ur til daglegs aksturs, hann skoð- ast fyrst og fremst sem safngrip- ur. Þá mun vera erfitt eða útilok- að að fá afslátt af tryggingum vegna forn-jeppa, því svo margir gamlir jeppar eru ennþá í umferð. Bílar frá 6. áratugnum Þá er það bíllinn sem gera á upp. Að mörgu er að huga þegar velja á bíl í slíkum tilgangi, og fer valið að sjálfsögðu eftir áhuga og smekk hvers og eins, en oft mun það tilviljunum háð. Lengi vel voru amerískir bílar frá 6. ára- tugnum vinsælastir, t.d. Ford og Chevrolet frá 1950 til 60. í þess- um árgangi eru margar perlur, en gallinn er sá að mjög erfitt er að fá bíla frá þessum tíma núorðið, eftir að safnarar hafa farið um landið þvert og endilangt til að leita að þeim. Þá er annar galli á málinu, en hann er að oft vilja eigendur bílflaka fá óheyrilega mikið fé fyrir þau, en gera sér samt ekki grein fyrir því að við bílflak þarf oft fleiri hundruð eða þúsundir klukkustunda vinnu áður en árangur fer að koma í ljós. Verðmætið myndast fyrst eftir vinnuna og oft á tíðum vara- hlutakaup erlendis frá. En hvernig bíl eiga menn að velja? Byrjendum er bent á að reisa sér ekki hurðarás um öxl í upphafi, með því að velja bíl sem afar erfitt er að fá varahluti í. Nóg er af bílunr sem tiltölulega auðvelt er að fá hluti í, t.d. ameríska og evrópska bíla frá 7. áratugnum. Svo dæmi sé tekið þá er Ford Mustang árg. 1966-70 upplagður fornbíll, en ekki er víst að allir vilji sportbíl og Mustanginn var aldrei þekktur fyrir að vera rúmgóður afturí. Þá eru til skemmtilegir stærri bílar, t.d. Chevrolet Impala eða Ford Galaxy. Gamli Benzinn er alltaf fallegur, en varahlutir í hann eru óheyrilega dýrir. Kunnugir telja að VW bjallan eigi eftir að verða vinsæl aftur þegar fram líða tímar. Þá var Citroen DS framúr- stefnubíll, og er líklegur til að verða eftirsóttur meðal bíla- áhugamanna síðar meir. í þess- um efnum gildir þó persónulegt sjónarmið umfram annað. Kjörgripir leynast víða Allt í kringum okkur eru ennþá gangfærir bílar sem seinna eiga eftir að teljast mikilvægir fornbíl- ar. Þetta gildir t.d. um Saab 96, gamla jeppa, ekki síst Willys og eldri árgerðir Land Rover, gamla Rússajeppa, Moskvich bíla, blöðruskóda og svo mætti lengi telja. En það er erfitt fyrir flesta að safna bílhræjum eða jafnvel heillegum bílum, því kostnaður- inn er umtalsverður þó ekki sé nema þungaskatturinn, sem alltaf verður að greiða þótt bifreiðin standi ekki á númerum. Ef menn efast um að einhverjir bílar í dag verði síðar fornbílar þarf ekki að hugsa nema einn til tvo áratugi aftur í tímann. Þá voru í gangi margir bílar sem í dag myndu seljast fyrir háar upp- hæðir til safnara. Einn af þeim bílum sem ennþá er hægt að kaupa og eiga tvímælaust eftir að verða verðmætir er Saab 96 með tvígengisvélinni. í Svíþjóð hefur verið stofnað sérstakt félag til að varðveita gamla Saab bíla, og þykir tvígengis-Saabinn hinn mesti kjörgripur þar í landi. Fjölnir 'Sigurjónsson á Akur- eyri er meðal þekktra áhuga- manna um gamla bíla og viðgerð- ir á þeim. Hann á m.a. tvo gamla tvígengis Saabbíla, annan á númerum, árgerð 1965. Fjölnir telur líklegt að Saabinn eigi eftir að verða eftirsóttur fornbíll, m.a. vegna þess að hann hefur klassískt útlit, var framleiddur lítið breytt- ur frá 1952 til 1975 eða ’76. Saab verksmiðjurnar keyptu fyrir nokkru bíl frá Bandaríkjunum, árgerð 1952, einn af fyrstu bílun- um sem framleiddir voru af þess- ari gerð, og var hann settur á safn í Svíþjóð. Fjölnir segir að tíðarandinn í kringum útvegun fornbíla hafi breyst mikið undanfarin ár. Breytingin liggur fyrst og fremst í því að menn kaupa fremur gamla ameríska bíla beint frá Banda- ríkjunum fyrir lítið fé, kannski þúsund dollara, og greiða svo annað eins í gjöld þegar heim er komið. Þannig fást miklu betri og heillegri bílar en þær ryðhrúgur sem menn gerðu upp á árum áður hérlendis. Innfluttir fornbílar Fyrir menn sam hafa áhuga á fornbílum er því miklu gáfulegra í mörgum tilvikum að fara þá leiðina en að festa kaup á stór- skemmdum, gömlum „íslensk- um“ bíl, og þurfa svo að vinna í honum næstu þrjú árin eða svo. Það veit enginn nema sá sem reynt hefur hvað verk það er að rífa, ryðbæta, sandblása óg endurbæta gamlan bíl, og lenda svo e.t.v. í því að gefast upp í miðjum klíðum vegna þess hversu mikil vinna þetta er. Sumir hafa lagt sig eftir að eignast tiltekinn fornbíl vegna þess að einhver þekktur íslend- ingur hafi átt hann, og telja bíl- inn hafa minjagildi vegna sög- unnar. Um þetta segir Fjölnir að menn eigi ekki að sínu mati að leggja út meira fé fyrir gamlan bíl þótt honum fylgi merkilega saga, ef ekkert annað sé sérstakt við bílinn sjálfan. Þá benti hann á að tæplega væri á sig leggjandi margra ára vinna eingöngu vegna sögunnar á bakvið tiltekinn bíl. Það væri þó helst þess virði að leggja sig eftir einhverjum af forsetabílunum. En menn geta safnað og gert upp fleiri ökutæki en fólks- bifreiðar. Til eru dæmi um gaml- ar rútur, vörubíla og bifhjól sem hefur verið haldið vel við, svo dæmi séu nefnd, og eru það alls ekki ómerkari tæki en fólks- bifreiðir. Þeir sem áhuga hafa á slíku eru þó færri, enda þarf meiri aðstöðu til að taka stærri bíla eins og vörubíla inn í hús. EHB Línurnar í Saab eru sígildar og fallegar. Mikil áhersla var lögð á rennilega lögun enda eru Saab verksmiðjurnar líka þekktar fyrir að franileiða flugvél- Myndir: EHB ar. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGE)RA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.89-01.05.90 kr. 418,93 1984-3. fl. 12.11.89-12.05.90 kr. 421,84 Innlausnarverö er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.