Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1988, Blaðsíða 1
Sigurður Örlygsson: Fæ innilolamarkennd af litlum myndum „Stærðin hefur alltaf höfðað til min. Verk fá meiri slagkraft séu þau stór. Þegar maður lítur á stórt málverk er eitthvað allt annað sem gerist innra með manni en þegar maður horfir á Utlar myndir,“ seg- ir Sigurður Örlygsson málari. Nú stendur yfir í vestur sal Kjar- valsstaða sýning á verkum Sigurð- ar. Á sýningunni eru einungis sjö verk. „Sjö verk!“ kann einhver að segja, en þau eru mjög stór, um fjórtán fermetrar hvert og eitt. „Raunar hef ég alltaf málað stór- ar myndir þó ég hafl ekki áður málað myndir í líkingu við þessar. Mér finnst eins og mér gangi betur að mála eftir því sem myndirnar eru stærri. Eg er kannski hálfgerð- ur jarðvöðull í mér. Ég fæ hálfgerða innilokunarkennd af því að mála litlar myndir. Þá líður mér eins og ég sé í spennitreyju." Eilífðarvélar og landslag „í myndunum höföa ég á ein- hvern hátt til íslensks landslags þótt ég geti ekki útskýrt það á neinn einn hátt. Inn á myndirnar set ég svo ýmsar vélar en ég hef verið mjög hrifinn af þeim allar götur síðan ég var strákur. Vélarnar og landslagið mynda ákveðna „fúnk- sjón“ en þú veist aldrei nákvæm- lega hver hún er. Þær mynda andstæðuna við landslagið. Vél- Sigurður Örlygsson stendur hér við eitt verka sinna sem, eins og sjá má, er engin smámynd. „Ég er alltaf að, mér líður illa ef ég er ekki að vinna,“ segir Sigurð- ur. arnar er líka hægt að smíða og það sem ég er að gera aö hluta til á þessari sýningu er aö láta þær vaxa út úr myndunum. Ég er að reyna að sameina skúlptúra og málverk. Ég er alltaf að fá meiri og meiri áhuga á skúlptúrum og kannski sný ég mér alfarið aö þeim í fram- tíðinni. Með því að blanda þessum form- um saman er ég á vissan hátt að reyna að sameina þátíð og framtíð. Með því mynda myndirnar óræðan tíma. Ég er alltaf að dempast meira og meira í litum. Ég legg meira upp úr einhverju drama, einhverju þungu en ég gerði áður. Áður mál- aði ég meira í sterkum litum.“ Vinnufélaginn er klassísk tónlist „Það tók langan tíma að mála þessi verk. Ég byrjaði fyrir rúmu hálfu ári en ég hef unnið sleitu- laust. Unnið 80-100 tíma á viku. Ég er alltaf að, mér líöur illa ef ég er ekki að mála. Þegar ég er að vinna hlusta ég alltaf á óperur eða aðra klassíska tónlist. Það eru vinnufé- lagarnir. Fimmtánda einkasýningin Sýningin á Kjarvalsstöðum er fimmtánda einkasýning Sigurðar. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1946. Nam við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands á árunum 1967-1971. Þá hélt hann til náms í Det Kongelige Danske Kunstaka- demi og dvaldist þar veturinn 1971-1972 hjá prófessor Richard Mortensen. Loks stundaði hann nám í Arts Students League í New York 1974-1975. Sýningunni lýkur 27. mars og er hún opin daglega frá kl. 14.00-22.00. -J.Mar Hugmyndafræði skordýra - sjá bls. 32 Sálin hans Jóns míns - sjá bls. 19 UU í Kringlunni Fimm íslenskir fatahönnuðir kynna ullarfatnað í búð Rammagerð- arinnar í Kringlunni fram til 30. mars. Hönnuðirnir eiga það sameig- inlegt að fara nýjar leiðir í meðferð ullarinnar og leggja áherslu á að ís- lendingar fari aftur að ganga í eigin peysum. Friðrik Sophusson iðnaöarráð- herra mun opna sýninguna í dag kl. 16.00. Tískusýning í tengslum við sýninguna verður föstudaga frá kl. 16.00-17.00 og laugardaga frá kl. 14.00-15.00. Kynning á íslenskum ullarvörum verður næstu daga i Kringlunni. Hugarburður, nýtt leikverk - sjá bls. 20 Henry Heerup sýnir í Norr- æna húsinu - sjá bls. 28 íþróttir helgarinnar - sjáJbls. 31 Hádegisjass á Borginni í hádeginu á sunnudaginn veröur bryddað upp á nýjung í skemmtana- lífi borgarinnar með því að bjóða upp á , jazz brunch“ á Hótel Borg. Tríó Guðmundar Ingólfssonar kemur fram ásamt dönskum hljóðfæraleikurum og skemmtir matargestum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.