Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1966, Blaðsíða 3
 VÍSIR . Þriðjudagur 29. marz 1966. J£völdið áður hafði árshátí’ðin verið haldin með pompi og pragti. Upp úr hádegi næsta dag mættl talsvert af Iistafólk- inu i kjallara nýbyggingarinnar vlð Bókhlöðustig, „Casa Nova“, eins og húsið er kaliað af nem- endum og lærifeðrum M.R. Þetta virtist yfirlætislaust ungt fólk og alls ekkert sérlega tíktúru- Iegt, piltamir ekki með skegg og hárlubba, og gengu ckki i ó- hreinu molskinni og stúlkumar hæverskar, fínlegar, með lygn augu. „Af hverju eruð þið ekki skrýtin í útlitl?“ „Við erum bara skrýtin að innan“, segir sá, sem málar súrrealistiskar hryllingsmyndir. önnur stúlknanna hefur ó- venju stór augu og minnlr á málverk eftir Picasso. Það er sú, sem fékk fyrstu verðlaunin og er vel aö þeim komin, Mar- grét Reykdal, nemandi í fjórða ■ - T. v. Þorsteinn Helgason, 6.-X, forseti Listafélags Menntaskólans, HraiYiLiIdur Stefánsdóttir, 6.-X, form. Myndlistardelldar Listafélagsins, Sigurður Örlygsson, 3.-T, Margrét Reykdal, 4.-X, Trausti Valsson stud. art. Myndlistarsýn X. Hún teiknar eins og engill, hvort sem viðfangsefnið er vinstri höndin á henni sjálfri eða tröll, eða sitjandi stúlkur. „Af hverju teiknarðu tröll, Listakonumar tvær Hrafnhildur Helgadóttir (t. v.) og Margrét Reykdal (t. h.) eru að ganga frá skilti sýningarinnar. Margrét?“ „Þetta eru myndskreytingar við tröllasögu eftir pabba, sem er óprentuð“. „Af bverju semur hann írölla- sögur?“ „Ég á lítinn bróður“, segir hún. „Er ekki erfitt að teikna vinstri höndina á sjálfum sér?“ • Margrét gerði nokkrar æfing- ar með vinstri hendinni, á með- an hún hreyföi þá hægri. „Er þetta ballett eða lát- bragðsieikur?" „Hvorugt“, segir hún, „ég var bara að sýna þér, að þetta er hægt“. Forseti Listafélags Mennta- skólans, Þorsteinn Hclgasón, virðulegur ungur maður, sagði, að það stæði í lögum Listafé- lagsins, að halda bærl upp Iist- kynningu og nú væri veriö að framkvæma það. Sjálfur er hann fyrirsæta í tveim—-þrem listræn um ljósmyndum, sem þama eru til sýn'is (á Ijósmyndadeiídinni). Trausti Valsson sýnir þama höggmyndir og sreg- af málverk- um — hann hlaut lfka fyrstu verðlaun eins og Margrét. „Ég lærði talsvert, þegar ég vann f Sindra“, sagöi hann og átti við logsuðutæknina. Sigurður Örlygsson á þama mörg málverk og auk þess högg mynd, sem hann kailar „Dauði Hamlets". Hann hlaut önnur verðlaun. Sigurður segist mála á nóttunni, en kvaðst vera að hætta þvf: „Prófin eru fram undan“. Gjaldkeri Listafélagsins var þarna og formaður myndlistar- huga. Hún sagðist aðeins eiga deildarinnar, Hrafnhildur Stef- eina mynd þama; hugsjónin er ánsdóttir, 6.-X, brennandi af á- ofar öllu. — stgr. r‘- ■*'" , ♦ v H ■ Margrét Reykdal: „Því skyldi ekki vera hægt að teikna vinstri höndina á sjáifri sér“. .&?*** 't’ Sigurður Örlygsson og myndir hans. „Dauðl Hamlets“ er höggmynd eftir hann (til liægrí). Sigurður Tausti vaisson og eitt verka bans: „Dvölin í Síndra kom aö notum". sagði: „Við erum bara skrýtin að innan“. IWMf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.