Lögberg-Heimskringla - 05.03.1964, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 05.03.1964, Blaðsíða 1
I Hetntéímngla Stofnað 14. jan., 1888 Siofnuð 9. sept., 1886 78. ÁRGaNGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. MARZ 1964 NÚMER 10 Prófessor Gwyn Jones yæntanlegur Prófessor Gwyn Jones frá University College of Wales flytur tvo fyrirlestra við Manitobaháskóla í boði Há- skólans 12. og 13. marz n.k. Fyrri fyrirlestur prófessor Jones mun fjalla um íslenzku nýlendurnar á Grænlandi og verður sá fyrirlestur fluttur kl. 3.30 e.h. í stofu nr. 208, Arts Building, University of Man. Öllum er heimill að- gangur og íslendingar hvattir til að koma. Professor Gwyn Jones Því miður fékkst ekki leyfi til að hafa þennan fyrirlestur um kvöldið, enda mun fyrir- lesarinn þá upptekinn annars staðar. Prófessor Jones mun tala sérstaklega fyrir íslendinga á Frónsfundi á föstudagskvöld- ið 13. marz. (Sjá tilkynningu á baksíðu). Prófessor Gwýn Jones er löngu víðkunnur maður, bæði sem rithöfundur og sem fræðimaður og þá sérstak- lega í íslenzkum fræðum. Hann hefir m.a. þýtt Egils sögu, Vatnsdælu, íslendinga- bók, Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu á ensku. Ein víðkunnasta og skemmti- legasta ritgerð hans heitir „Egil Skallagrimsson in Eng- land“. • Þá hefir og bók hans „Scandinavian Legends and Folk Tales“ hlotið miklar vinsældir. Síðasta bók Gwyn Jones, gefin út af Oxford University Press 1964, heitir „The Norse Atlantic Saga“ og fjallar um landnám á íslandi, sögu Þjóð- veldisins forna, um Grænland og Vínland hið góða. í bókinni eru þýðingar á heimildaritum, svo sem ís- lendingabók, þáttum úr Landnámu, Eiríks saga rauða, kaflinn um Þorfinn karsefni úr Hauksbók, Grænlendinga- saga og fleiri þættir. Þessi bók er skrifuð af ein- stöku fjöri og mikilli þekk- ingu. Hér er á það bent að ef til vill megi rekja forsögu ís- lands aftur fyrir Krists burð. Þættir um fyrstu ferðir nor- rænna manna eru endursagðir af slíku umsæi, að manni verður á að halda, að höf- undur hafi sjálfur verið með í förinni. Beztur er þó kaflinn um sögurnar, þar sem lífsviðhorfi sögualdar er lýst í fáum setningum. Hér og víða ann- ars staðar er engu líkara en að höfundur hafi sjálfan Snorra að fyrirmynd. Saga nýlendanna íslenzku á Grænlandi verður mjög tragísk í meðförum höfundar. Engar brigður skulu á það bbrnar, að mjög hafi að þeim sorfið. En allundarlegt er það, að menn skuli trúa því, að landar hafi mætt hinum slæmu örlögum sínum án þess að hreyfa legg né lið, og full- sannað er það, að nokkrir þeirra að minnsta kost héldu norð-vestur inn á heimskauta- héruð Norður-Ameríku. Sumir dóu, aðrir lögðu land undir fót, væri senni- lega skynsamlegasta ályktun- in í þessu sambandi. Höfundur virðist vilja stað- setja Vínland eins og Sigurður Stefánsson Skálholtsrektor gerði á korti sínu, þ. e. á Ný- fundnalandi. Annars er hann varkár mjög í fullyrðingum. Athyglisverðust er tilraun sú sem hann gerir til samræm- ingar heimilda, þ. e. a. s. milli Grænlendingasögu og Eiríks sögu, og er þar beitt mikilli hugvitsemi. Alvarlegir fræðimenn hafa aldrei borið brigður á sann- leikskjarna þann, sem vestur- ferðasögurnar hafa að geyma og það gerir Gwyn Jones heldur ekki í téðri bók. Fornleifarannsóknir skipta þó miklu máli, því að þær verða hin áþreifanlega sönn- un, sem almenningur virðist krefjast. Allt bendir til þess, að nú sé sönnun fundin um það, að Islendingar byggðu sér hús á Nýfundnalandi í kringum árið 1000. Hvað fóru þeir margar f e r ð i r ? Grænlendingasaga skýrir frá sex ferðum, en Eiríks saga frá þrem. Ekkert er því til fyrirstöðu, að fleiri ferðir hafi verið farnar og að mannvistarleifar um þær eigi eftir að finnast víða á austur- strönd Norður-Ameríku. Gwyn Jones hefir með síð- ustu bók sinni skrifað bráð- skemmtilegt verk um flókn- ustu efni — verk, sem ætti það skilið að vera lesið í öll- um þeim skólum, sem hafa ameríska eða kanadíska sögu á stundaskrá. Hinn almenrii Leikur yfir útvarpið Miss Snjólaug Sigurdson Hinn kunni og vinsæli píanóleikari Miss Snjólaug Sigurdson er oft fengin til að leika yfir útvarpið. Á mið- vikudaginn 11. marz kl. 9.30 e.h. er hún píanó sólóisti með CBC Winnipeg Orchestra en hljómsveitarstjóri er Eric Wild. Hljómlistarskráin er þessi: Polka ...............Strauss Merry Wives of Windsor Overture ..........Nicolai Symphonic V 'ations....Cesar Franck Dances from Carmen.....Bizet Landfundir fslendinga í Vesturheimi Þórarinn Þórarinsson, Sig- urvin Einarsson, Ágúst Þor- valdsson og Gísli Guðmunds- son hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um landfundi Islendinga í Vesturheimi. Kveður tillagan á um að rík- isstjórnin leiti samvinnu við ríkisstjórnir K a n a d a og Bandríkjanna um rannsóknir varðandi landfundi íslend- inga vestan hafs á 10. og 11. öld. í greinargerð segja flutn- ingsmenn: Tillaga þessi hefur áður verið flutt á Alþingi 1962 og 1963. í fyrra fylgdi tillögunni svo hljóðandi greinargerð: „Að undanförnu hefur all- mikið verið rætt í erlendum blöðum um landfundi íslend- inga í Vesturheimi á 10. og 11. öld í tilefni af rannsóknum einstakra áhugamanna á því sviði. Hér er um mál að ræða, sem eðlilegt er að íslendingar láti sig miklu varða. Jafn- framt virðist það eðlileg fram- Framhald á bls. 3. lesandi mun og finna hér nýja íslendingasögu, sem hef- ir hvort tveggja í senn, nokk- uð af stílþrótti Snorra og frá- sagnargleði Þingeyrarmunka. Haraldur Bessason. Skipaminni Flutt Eimskipaíélagi íslands, fimmtugu. I Við himinstjarna og hranna flóð hér hófst til eigin lífs vor þjóð og ólst um aldaröð. Og síðan henni í brjósti býr sú brimsins rödd, sá veðragnýr, sem varð oss ungum vögguljóð en vöxnum kvöð. Og það er allra átta sær og allra storma og sólna blær, sem ögrar ungri þrá að þreyta afl við úthöf breið á yztu himinstjarna leið og ganga á hólm við hættur þær, sem hrakför spá. Slík djörfung varð oss dagur nýr. Sú dirfska, er engan vanda flýr, fékk vakið viljans dáð til hollustu við hugi þá, sem horfðu lengra en varúð sá: það fólk, sem draumsins dyra knýr, veit dýrust ráð. En þótt við ungan sólnaseið vér sigldum nýrri himinskeið um hafs og hnatta geim, það sannast mundi að sá nær hæst, sem sinni ættjörð stendur næst og stýrir eftir stjörnum þeim, sem stefna heim. II Sem fjöruborðsins fangi beið vort fólk í þögn um alda skeið, unz ungu vakið vængjataki það nam af hafi nýjan seið. Þá barst um fjall og fjarðarál sú frelsisrödd, það Bjarkamál, sem stökkti á flótta fornum ótta og batt oss alla einni sál. Og bjart og glatt af giftu var um Gullfoss, landsins óskafar, er árblæ vafinn heim af hafi vorn unga fána fyrst hann bar. Og enn um hárra hranna geim vor hugur fylgir gnoðum þeim, er bera víðast fánann fríða og frægð og seim oss flytja heim. Svo hreppi sæmd og sigurorð hver súð, er kveður heimastorð, og verndi hróður vorrar móður, því land vort á sitt líf um borð. TÓMAS GUÐMUNDSSON.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.