Fréttablaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2002, Blaðsíða 2
2 Heimilisblaðið 4. til 9. júní 2002 FALLEC SKREYTING Blómapottur sem hægt er nota hvort held- ur er úti eða inni. Blóm eru alltaf augnayndi essi hvíti blómapottur fæst í versluninni Uniku í Súðarvogi. Pottinn er til dæmis hægt að hafa blómum skreyttan í sólskálanum, en líka innahúss eða úti í garði. ■ Sauðíjárrækt í garðinum Draumagarðurinn minn væri grænn og mjög lifandi. Svo vildi ég alveg hafa smá sauðfjár- rækt í garðinum. Ég og vinir mín- ir erum mjög hrifnir af kindum," segir Steinar Pálsson, aðspurður um draumagarðinn sinn. Steinar segist vilja hafa aðstöðu til að hafa Steinar Pálsson vill grænan garð og segist myndi nota hann jafnt sumar sem vetur. það gott í garðinum, eins og t.d. heitan pott og grill, en er sann- færður um hann myndi nota garð- inn jafn mikið á veturna. „Ef ég ætti draumagarð færi ég örugg- lega aldrei út fyrir lóðarmörkin," segir Steinar. „Á veturna væri ég svo bara í snjókailagerð," segir hann kampakátur, en ekki fylgdi sögunni hvað hann ætlaði að gera við kindurnar yfir vetrartímann. ■ STEINAR PÁLSSON íhugar að rækta sauðfé f draumagarðinum. FRÍÐA RUNÓLFSDÓTTIR Notar hitarann á sumarkvöldum og þegar hún heldur veislur á vetrum. Vildi ekki vera án gashitarans Eg hef verið með gashitara úti á palli í tvö ár og vildi ekki vera án hans,“ segir Fríða Runólfsdótt- ir. „Við notum hann mikið og finnst rosalega fínt á kvöldin, þeg- ar klukkan fer að ganga tíu og að- eins er farið að kólna, að geta set- ið lengur úti.“ Það er svo dýrðlegt og kósý að vera á pallinum fram- eftir kvöldi," segir hún. Fríða seg- Fríða Runólfsdóttir segir gashitarann bjóða upp á frábæra framlengingu á íslenskum sumar- kvöldum. ist stinga hitaranum í gat ætlað sólhlíf á borðplötunni og hafa gaskútinn undir borðinu. „Svo nota ég hitarann líka heil- mikið á veturna, t.d. þegar ég held veislur," segir Fríða, en hún harð- bannar reykingar inni hjá sér og sendir tóbaksfíklana miskunnar- laust út. „Þá er fólk að sjálfsögðu mjög ánægt með að þurfa ekki að hírast úti í kuldanum." Fríða segist alltaf hafa verið hálfhrædd við gas og að kveikja upp í útigrillum. „Það er samt ekki þannig með hitarann," segir hún. Það kemur enginn blossi og meira að segja ég, pjattrófan, get kveikt án þess að sviðni á mér hárið,“ segir hún ánægð að lok- um. ■ Gullfallegt og reisulegt hús við Miðstræti Húsið sem kemur fyrst upp í hugann er Miðstræti 10, sem er tæplega hundrað ára gamalt hús, afskaplega reisulegt og fal- legt,“ segir Sigurður Örlygsson, myndlistarmaður, þegar hann er spurður um uppáhaldshús í Reykjavík. „Einar snikkari smíð- Sigurður Örlygsson er ekki bara hrifinn af húsinu við Miðstræti 10 heldur segir heild- armynd götunnar sér- lega vel heppnaða. aði það árið 1903 og það er nýbúið að gera húsið upp, alveg gríðar- lega vel.“ Sigurður segir reyndar að Miðstrætið sé eins og það legg- ur sig mjög falleg gata. „Maður sér oft mjög falleg hús, en það er sjaldgæft að sjá heila götu þar sem húsin eru hvert öðru reisu- legri. Götumyndin í Miðstrætinu er í fallegu samræmi og athyglis- vert hvað húsum þar er vel við haldið og þau falla vel inn í heild- armyndina." Miðstræti 10 var upphaflega einbýlishús, en nú hýsir það fleiri f jölskyldur. „Þetta er ósköp hefðbundinn skandinav- ískur arkitektúr, gæti jafnvel ver- ið norskt katalóghús, ég bara veit það ekki,“ segir Sigurður. „En menn voru mjög næmir á hlutföll á þessum tíma, Það sem gerist þegar menn fara að steypa hús kringum 1920-30, þá fara þeir að hugsa kannski meira eins og myndhöggvarar, en hafa ekki þann listræna sans sem þarf, þannig að stíllinn fer svolítið úr böndunum." Sigurði er mjög annt um gömul hús í Reykjavík og vill varðveita sérstöðu miðbæjarins. „Ég hélt að stríðið væri unnið þegar Bern- höftstorfan var gerð upp, en það er greinilega ekki. Það hafa orðið mörg slys þegar gömlum húsum er fórnað fyrir ný, sem eru svo í algjöru ósamræmi við umhverfið og gera það beinlínis ljótt. En hús- ið í Miðstrætinu er sannkölluð bæjarprýði," segir Sigurður. ■ SIGURÐUR ÖRLYGSSON Er mjög annt um miðbæ Reykjavíkur og vill friða fleiri hús. ...svo þaö ætti aö vera auðvelt að skapa nægjanlegt rýmí fyrir alla fjölskylduna. Settu þig í samband við söluráðgjafa okkar og fáðu ráðleggingar um hvernig nýja eldhúsið þitt á að líta út. þú færð það aðeins betra hjá BRÆÐURNIR ORMSSON - LÁGMÚLA 8 - REYKJAVÍK - SÍMI 530 2800 it ■ i 1' i : I ! .11 —

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.