Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HVERT vor halda milljónir fugla til íslandsstranda að verpa og mynda þar einar mikilfenglegustu fugla- byggðir veraldar," segir í kynningu frá ferðaskrifstofunni Joe Van Os Photosafaris, sem sérhæfir sig í skipulagningu f Ijósmyndaferða til margra af ævintýralegustu og afskekktustu stöðum heims. Þó Island geti varla talist afskekktur viðkomustaður þá er það að mörgu leyti ævintýralegt og í þessari ferð er lögð áhersla á sérkenni náttúru landsins. Jarð- hitasvæði og jökullón eru heimsótt og stærri jafnt sem smærri fuglabyggðir. Hápunktur þessarar tveggja vikna ferðar er Látrabjarg, að sögn Joe Van Os, eiganda ferðaskrifstofunnar, sem leiðir sjálfur þessa Islandsferð. „Eg get lof- að því að hvergi verður notað meira af filmum en einmitt hér,“ segir Joe þar sem við stöndum á brún bjargsins og virðum fyrir okkur útsýnið á heiðskírum sumardegi. I för með honum eru sextán Bandaríkjamenn ■ en það er hámarksfjöldi ferðarinnar og hún því fullbókuð. Rétt eftir að rútan stöðvast á bíla- stæðinu eru þau búin að koma sér fyrir eftir endilöngu bjarginu, klyfjuð myndavélum með ofvöxnum linsum. En hvað skyldi draga þau hingað að Látrabjargi? Látrabjarg er 14 km langt, þverhnípt kletta- belti og vestasti partur Islands. Það er í sjálfu sér ekki merkilegt, aðeins enn eitt bjargið sem skagar fram í sjó en það sem gerir það stór- merkilegt er sá gríðarlegi fjöldi fugla sem verp- ir í bjarginu hvert sumar. Látrabjarg er þétt- setnasta fuglabjarg landsins og hér verpir fýll, rita, álka, stuttnefja og langvía en aðalstjama fuglafánunnar er án efa lundinn. Hann verpir í efsta hluta þess og á kvöldin raðar hann sér á brúnimar eins og eftir pöntun og stendur þar sem fastast. Ferðalangar, sem leggja leið sína ^ að bjarginu, virðast endalaust geta dáðst að þessum litla fagumefjaða sjófugli, sem hvergi er spakari en einmitt hér. Ef skriðið er að hon- um á maganum og höndin rétt út þá er oft hægt að snerta fuglinn áður en hann flýgur burt. Þetta er einstakt því villtir fuglar era yfirleitt mannafælnar skepnur og nýta sér vængina óspart til að breikka bilið á milli sín og manna. Sömu lundar verpa hér ár eftir ár og geta orðið áratuga gamlir. Þannig getur verið að þeir hafi smám saman vanist og lært að treysta ferða- mönnum á Látrabjargi því hingað kemur eng- inn til að vinna þeim tjón. „Joe er alveg vitlaus í lunda,“ segir Helgi ' Guðmundsson, leiðsögumaður hópsins. Helgi er með fróðari mönnum um fuglalíf landsins, hefur meðal annars skrifað bók um hvar sé best að skoða fugla á íslandi og það er því er mikill fengur fyrir Joe að hafa hann sér til aðstoðar. „Þetta er þægilegur hópur,“ segir Helgi. „Þau era ekki kröfuhörð og Joe er mikill húmoristi og því létt yfir ferðinni." Joe Van Os er kröftugur miðaldra maður með sítt tagl og mikið hvítt skegg. Hann geislar af þrótti eins og flestir þeir sem eyða tíma sínum í náttúranni og á meðan lundamir era úti á hafi að fiska gefur hann sér tíma til að spjalla við mig. - Hversu lengi hefur þú rekið þessa ferða- skrifstofu? „Ég hef verið að þessu í 20 ár og býst við að fyrirtækið mitt sé það stærsta í heimi í svona sérhæfðum ferðum. Við skipuleggjum ljós- myndaferðir úti um allan heim og þetta er ann- að árið okkar á Islandi." - Hvemig fólk ferðast með ykkur? „Það er mjög blandað. Sumir hafa verið að safna fé til að komast á einhvern ákveðinn stað og í þessu tilfelli era tvö sem komu sérstaklega til að sjá lunda. Við fáum fólk úr öllum starfs- stéttum, t.d. lækna og lögfræðinga, sem hafa ljósmyndun að áhugamáli, og líka fólk sem er hætt vinnu og komið á eftirlaunaaldur. Einnig era með okkur atvinnuljósmyndarar, sem koma vegna þess að við sjáum um allt fyrir þá og þeir geta einbeitt sér að myndatökunum.“ - Hvaða möguleika hefur svona sérhæfð ferðaþjónusta á íslandi? „Mikla möguleika. Island hefur lengi verið sniðgengið því fólk einfaldlega veit ekki hvað er ^ héma. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á því sjálfur með því að koma hingað nokkrum sinnum og ferðast um. Þeir sem ferðast með okkur eru að leita eftir þægilegum ævintýram. Þeir vilja ekki tjalda, ekki sofa á steinum heldur einhvers konar rúmi og eftir að gistiheimilið í Breiðuvík opnaði getum við komið hingað að Látrabjargi." - Þannig að möguleikamir era rétt að opn- ast? „Já, ég myndi segja það. Við Bandaríkja- menn erum heppnir því við höfum enn mikið af óspilltri náttúru og þarf því eitthvað mjög sér- stakt til að fá okkur í ferðalög út fyrir heima- landið. íslensk náttúra er eins sérstök og orðið 0. getur og Bandaríkjamenn vilja helst ekki ferð- ast þar sem ekki er töluð enska. Hingað geta þeir komið því í fyrsta lagi er þetta kunnugleg menning og því eins og að vera heima og í öðru lagi nógu evrópskt til að vera athyglisvert. En Island getur gert mun meira til að kynna landið í Bandaríkjunum. Mér finnst lítið gert af því en eflaust stafar það af peningaskorti því slík kynningarstarfsemi er dýr. Og þó vegakerfið sé ágætt þá þyrfti að leggja meira í vegi til af- skekktari staða.“ Hvað dregur menn að Látrabjargi? Það er margt ein- stakt í íslenskri nátt- úru, en hvern skyldi samt hafa órað fyrir því að erlend ferða- skrifstofa gæti skipulagtferð til landsins í þeim er- indagjörðum fyrst og fremst að Ijósmynda lunda. Daniel Berg- mann slóst í ferð meö slíkum hópi og ræddi við Jo Van Os, eiganda ferðaskrif- stofunnar. - Hvemig er að vera hér á Látrabjargi? „Þetta er ótrúlegur staður, besta lundabyggð í heimi til að Ijósmynda í og ég hef komið til þeirra allra. Þeir sem eru með mér í þessari ferð hafa allir komið í lundabyggðir áður og þegar ég sagði þeim að hér væri staður þar sem hægt væri að snerta fuglana þá trúði mér enginn. Eg veit það því ég hef snert lunda héma og án þess að ég sé að fordæma innlendar venjur þá er ekki verið að veiða fugla hér, sem gerir þetta mögu- legt. í fyrstu spurði ég sjálfur af hveiju menn Hvergi er lundinn gæfari en í Látrabjargi. vildu fara alla þessa leið til þess eins að sjá lunda þegar hægt væri að fara til mun aðgengi- legri staða eins og Vestmannaeyja. Reyndar fóram við til Vestmannaeyja í þessari ferð en þar var ekkert að sjá, enda dagurinn eftir jarð- skjálftann. Ég hef komið þangað áður og veit hversu gott það getur verið en það er ekkert á við hér þar sem fólk liggur á bjargbrúninni og er nánast með linsuna ofan í fuglunum. Þetta er hvergi hægt annars staðar, hvergi í heiminum." - Þannig að þú munt koma hingað aftur? „Já, á næsta ári ætla ég að vera með ferð þar sem einungis verður gert út á lundann. Við munum fara frá einni byggðinni til annarrar. Föram til Vestmannaeyja, út í Ingólfshöfða og Dyrhólaey og í stað þriggja daga á Látrabjargi eins og núna, þá munum við vera hér fjóra eða fimm daga.“ - Af hveiju ertu svona hrifinn af lundum? „Ég finn til sterkrar tengingar við þá þar sem ég vann um tíma með hópi frá National Aud- ubon Society við endurbyggingu lundabyggða í Látrabjarg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.