Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1997, Blaðsíða 4
L 4 ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flugfélag íslands lækk- ar fargjöld um 51% í júlí FLUGFÉLAG íslands tilkynnti í gær 51% lækkun á fargjöldum til áfangastaða sinna. Nefnist tilboðið sumarglaðningur og gildir um þriðjung sætaframboðsins í júlí, kringum 20 þúsund sæti. Má nefna sem dæmi að fargjald milli Akur- eyrar og Reykjavíkur verður kr. 7.330 báðar leiðir með flugvallar- skatti og 7.130 milli Reykjavíkur og ísafjarðar. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir að hér sé ekki verið að svara sérstaklega fargjöldum sem íslandsflug til- kynnti nýverið að yrðu í boði hjá félaginu frá þessum mánaðamót- um, heldur allri samkeppni við inn- anlandsflugið, sem væri ekki síst einkabíllinn og ferðir sérleyfishafa. Segir hann von Flugfélagsmanna að stækka megi markáðinn með þessum aðgerðum. Kvaðst hann furða sig á því að til dæmis sérleyf- ishafar hefðu ekki brugðist við auknu frjálsræði í fluginu með ein- hverjum hætti. Sem dæmi um verðsamanburð nefndi hann að ferð með áætlunar- bíl milli Reykjavíkur og Akureyrar kostaði sjö þúsund krónur og kr. 9.500 til ísafjarðar, báðar leiðir. Áður eru nefnd fargjöld Flugfélags íslands á þessum leiðum og til við- bótar má nefna að tilboðsfargjald félagsins frá Reykjavík til Vest- mannaeyja er kr. 6.030, til Sauðár- króks 7.030 og Egilsstaða kr. 7.730, báðar leiðir. Dæmi um verð frá Akureyri er kr. 5.930 til Egils- staða, 6.930 til ísafjarðar, 5.530 til Kópaskers og kr. 5.130 til Grímseyjar, báðar leiðir. Vilji Reykvikingar t.d. ferðast allt til Grímseyjar greiða þeir samanlögð fargjöld eða alls kr. 12.460 báðar leiðir. Sumarglaðningurinn er án skilyrða. Alls flýgur félagið til sjö áfangastaða út frá Reykjavík og sjö frá Akureyri, 380 leggi alls í viku hverri. Hugsanlega framlengt Páll Halldórsson segir að svig- rúm til fargjaldaiækkana sé ekki mikið og valin hafí verið sú leið að bjóða 20 þúsund sæti á þessu verði og stendur tilboðið út júlí. Hugsan- leg framlenging verði skoðuð eftir viðtökunum. Páll segir að með endurskoðuðum rekstri flugfélag- anna tveggja og sameiningu þeirra í Flugfélagi íslands sé leitað hag- kvæmustu leiða til reksturs innan- landsflugs. Segir hann flugvélakost góðan og sveigjanlegan og starfs- fólk búa yfir áratuga reynslu úr flugrekstri. Um önnur verkefni sagði Páll helstu sóknarfærin vera í Græn- landi. Þá væri hugsanlegt næsta vetur að fara í samstarf við hinn erlenda eiganda einnar Fokker 50 vélarinnar sem félagið þyrfti ekki á að halda í áætlun nérlendis. Yrði þá um að ræða erlend leiguflugs- verkefni, með eða án áhafna. Einn- ig sagði Páll skoðanir Fokker vél- anna hafa verið færðar til Reykja- víkur og tímasetningar þeirra lag- aðar að áætluninni. Þær færu nú svo til eingöngu fram að nætur- lagi. Flugfélag Islands leigir Fokker vélarnar af Flugleiðum með áhöfn- um en réði til sín flugmenn frá Flug- félagi Norðurlands auk um 15 nýrra sem hafa verið að ljúka þjálfun. Frjókorn í lofti að aukast SÚRUFRJÓ og grasfrjó í lofti, sem eru hvað líkleg- ust til að valda ofnæmi lyá fólki, hafa verið að aukast á Reykjavíkursvæðinu undanfarna daga og má búast við að þau aukist jafnt og þétt fram undir lokjúlí. Að sögn Margrétar Hallsdóttur, hjá Náttúru- fræðistofnun sem sér um fijókornamælingar í Reykjavík, eru frjókornin nú um hálfum mánuði seinna á ferðinni en í fyrra sem helst í hendur við kalt veðurfar í vor. „Eg fann fyrst grasfijó í loftinu 9. júní og hefur magnið verið að aukast síðan. Það má búast við að hámarkinu verði náð undir lok júlí. Súrufijóin hins vegar, sem koma frá túnsúrum og hundasúrum, ná líklega hámarki nokkru fyrr eða um miðjan júlí“. Þá er töluverð aukning á birkifrjóum í lofti í ár, en fáir íslendingar eru með ofnæmi fyrir þeim. „Við höfum greint sveiflu í birkifijóum á þriggja ára fresti á þeim tíma frá því að mælingar hófust fyrir 10 árum. Síðustu tvö ár var frekar lítið um birkifijó en núna er mun meira eins og við bjuggumst við. Við vitum ekki hvað veldur þessum sveiflum, hvort það eru áhrif veðurs eða annarra umhverfisþátta, en vonandi getum við hafið rannsóknir á því innan skamms,“ sagði Margrét. Lágfiðlu stolið frá hljóðfæraleikara í Sinfóníunni Fyrst og fremst til- finningalegt gildi LÁGFIÐLU eða violu var stolið úr bíl á Laufásvegi síðastliðið fimmtudagskvöld. Eigandi lágf- iðlunnar er Anna Maguire og hefur fiðlan verið í eigu hennar í tuttugu ár. Anna leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands en faðir hennar, Hugh Maguire, sem var m.a. konsertmeistari sinfóníuhljómsveitar BBC, gaf henni fiðluna. Að sögn Önnu hefur lágfiðlan fyrst og fremst tilfinningalegt gildi fyrir hana auk þess að vera henni nauðsynleg vegna H O N D A stöðu hennar í Sinfóníuhljóm- sveitinni. Anna segir að sér sé mikið í mun að fá lágfiðluna aftur og hyggst hún ekki kæra þann sem hefur hana undir höndum verði henni skilað. Þetta sé hennar atvinnuhljóð- færi og henni sé afar annt um það. Því sé mikilvægast í hennar huga að endurheimta hljóðfær- ið. Segir hún að sá sem hafi lágfiðluna undir höndum sé beð- inn um að koma henni til Sinfó- níuhþ'ómsveitar íslands og verði hann þá laus allra mála. Morgunblaðið/Jim Smart ANNA Maguire við bílinn sem lágfiðlunni var stolið úr í síð- ustu viku. Rætt um að KHÍ noti hluta Sjómannaskólans Skólanefnd andvíg MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur viðrað þá hugmynd við stjórn- endur Sjómannaskólans í Reykja- vík, sem hýsir Stýrimannaskólann og Vélstjóraskólann, að verulegur hluti skólabyggingarinnar verði tekinn undir starfsemi Kennarahá- skólans til að jeysa húsnæðisþörf hans. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, seg- ir að slíkt komi ekki til greina og skólanefnd hafi samhljóða lagst gegn þessari hugmynd. Guðjón Ármann sagði í samtali við Morgunblaðið að engar formleg- ar viðræður um þetta mál hefðu farið fram milli menntamálaráðu- nej'tisins og Sjómannaskólans. Mál- ið hefði fyrst verið nefnt við sig af fulltrúa ráðuneytisins í janúar síð- astliðnum. „Mér finnst þessi hugmynd alveg til háborinnar skammar og, ég hef sagt þetta við ráðherra. Á horn- steini sem var lagður í húsið þegar það var vígt 1944 stendur að þetta hús sé ætlað sérskólum sjómanna, Stýrimannaskólanum, Vélskólanum og Loftskeytaskólanum. Það er nú búið að setja tugi milljóna króna í að koma Vélstjóraskólanum þarna fyrir og það yrði saga til næsta bæjar ef Stýrimannaskólinn og Vélstjóraskólinn yrðu einhveijar hornrekur þarna. Það kemur ekki til mála og ég held að ráðherra sé þetta alveg ljóst,“ sagði Guðjón Ármann. kostar á götuna aðeins frá 1.299.000,- Fjárfestingarbanki at- vinnulífsins stofnaður HONDA STOFNFUNDUR Fjárfestingar- banka atvinnulífsins hf. var hald- inn í gær. Fjárfestingarbankinn mun taka til starfa 1. janúar 1998 en fram að þeim tíma er honum ætlað að undirbúa starfsemi sína sem lánastofnun. í kjölfarið verða Fiskveiðisjóður íslands, Iðnlána- sjóður, Útflutningslánasjóður og Iðnþróunarsjóður lagðir niður. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra undirrit- uðu stofnyfirlýsingu til staðfest- ingar stofnuninni í gær. Stjórnar- kjöri var frestað því matsnefnd, sem leggur mat á heildarfjárhæð hlutafjár í félaginu, hafði ekki lok- ið störfum. Framhaldsstofnfundur verður haldin þegar þeim störfum er lokið og þegar endanleg ákvörð- un ráðherra um stofnhlutafé ligg- ur fyrir. Starfsmenn Landsbank- ans, Búnaðarbankans og fýrr- greindra lánasjóða hafa verið upp- lýstir um réttarstöðu sína við breytingarnar sem eru framundan. Starfsmenn ríkisviðskiptabank- anna eiga kost á sambærilegu starfi hjá viðkomandi hlutafélags- banka og starfsmenn lánasjóð- anna eiga kost á starfi í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins eða hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.