Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.04.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. apríl 1963. M O K C V Y B l 4 ÐIÐ 3 ÞEIR eru ekki margir bíl- arnir frá 3ja tug aldarinnar, sem enn bruna um götur höf- uðborgarinnar. Líklega er enginn í jafngóðu ástandi og R-627, sem er í eigu Guð- mundar Jónssonar, sem kunn ur er undir viðurnefninu I„Briskó.“ Blaðamaður og ljósmynd- ari Morgunblaðsins voru að skoða bílinn fyrir utan hús eigandans að Nökkvavogi 15 og deila um hvernig hann væri á litinn, þegar Guð- mund bar að. — „Ég er ný- búinn að sprauta hann,“ sagði Guðmundur, „sullaði þessu á hann áður en veiðarnar byrja fyrir alvöru". Hann gekk í kringum bílinn og opnaði fiskakistuna aftur á bílnum. „Þessi tekur þá nokkra.“ Ljósm. Mbl. S. Þ.) Guðmundur Jónsson og billinn Forn bíll með fiskakistu „Ertu veiðigarpur mikill, Guðmundur?“ „Nei, nei, ekki getur það heitið. Konan segir að ég sé aldrei eins lukkulegur og þeg ar ég kem heim laxlaus, en ég hef bara ekki gert það ennþá. Ég er einu sinni búin að fara í Rangá í vor og kom heim með ellefu sjóbirtinga. Það var afskaplega söguleg ferð, nei, nei, þið fáið mig ekki til að segja frá hvað gerðist, ég er ekki viss um að öllum líki það jafnvel. — Við skulum heldur tala um eitt- hvað annað. Ég var t. d. sá fyrsti, sem stundaði veiðar í Meðalfellsvatni og var sagt að þar veiddi enginn nema ég. Nú kem ég þangað aldrei, þar er allt morandi af einhvers konar fiskimönnum og maður fær ekki ró og næði til að kasta, en við veiðimennirnir sækjumst eftir friði við veið- arnar.“ „Er langt sfðan þú fórst að stunda veiðar?“ „Ég tók veikina ’31, það var Árni Pétursson, lækn- ir, sem smitaði mig. Og hann var þeirrar skoðunar að veiði della væri algjörlega ólækn- andi sjúkdómur. Þau ár hafa líka komið að ég hef veitt í hverjum einasta mánuði, einu dagar ársins sem friðhelgir eru fyrir þessari áráttu minni eru föstudagruinn langi, páskadagur og jóladagur." í ljós kom að Guðmundur hafði haft öðrum hnöppum að hneppa nú á föstudaginn langa, því þann dag varð hann 65 ára. Fór hann, ásamt konu sinni Þorbjörgu Bjarna- dóttur, upp í sveit og fagnaði á þann hátt afmæli sírru. Guðmundur sagðist hafa eignazt bílinn, sem er Grah- am Paige fólksbifreið frá 1929, árið 1933. „Ég keypti hann með ónýtan mótor og brotinn gírkassa. Það var ekki af því að illa hefði verið farið með hann, en vélarnar voru nú ekki upp á það bezta í þá daga. Síðan hefur bíllinn verið í minni eigu og ég býst við hann endist mig. Ég hef dyttað að hinu og þessu við hann á þessum árum og nú er-hann með Chrysler-sjálf- skiptingu, Dodge ’53 vél, klæddur innan plasti, mæla- borðið svo til nýtt o. fl. Einn- ig hef ég skipt um bretti og hjól (hann var áður með teinahjól), og þá gerbreyttist nú útljt bilsins. Einnig hef ég endursmíðad undirvagninn." „Er þetta eini bíllinn sem þú hefur eignazt um ævina?“ „Nei, ég keypti mér bíl sama ár og ég kom hingað til Reykjavíkur. Það var árið 1919. Ég tók bílpróf (öku- skírteinið er nr. 124) og festi kaup á Chevrolet-fólksbíl. Númer hans var ÁR-6. Árið 1930 keypti ég svo Briskó og eftir það var ég alltaf nefnd- ur Briskó. Númer hans var RE-62. Þeir bættu 7 aftan við það númer, þegar ég keypti Graham Paige-inn, og líkar mér það ekki vel. Nú er búið að keyra hann 633 þúsund kílómetra, um allar trissur, norður á Melrakkasléttu og austur í Hallormsstaðarskóg.“ „Það hafa líklega orðið töluverðar breytingar á um- ferðinni frá því þú byrjaðir að aka bíl hér um göturn- ar.“ „Ég er nú hræddur um það. En í öll þessi ár hefur ekk- ert komið fyrir mig og minn bíl, utan þess hvað keyrt var aftan á mig inn á Laugavegi. Það var rétt eftir að umferða- ljósin komu til sögunnar, ég stanzaði að sjálfsögðu við rauða ljósið en vissi þá ekki fyrri til en kornunga stúlku í kennsluþifreið bar þar að, og hún steig í ó^áti benzínið í botn í stað þess að stíga á bremsurnar. Þarf ekki að ræða um það meira.“ „Þú segist hafa gert bílinn upp sjálfur, ertu útlærður bifvélavirki?“ „Nei, ég hef aldrei lært neitt. Ég byrjaði á því að gera við minn eigin bíl og svo smájókst þetta. Ég lærði , utanað norska bók, sem fjall- aði um bíla. Þetta var ekki eins flókið þá og nú. Meist- araréttindin komu sjálfkrafa, því ég var búinn að kenna svo mörgum að þeir gátu ekki annað en látið mig hafa rétt- indi. Svona er nú það. En nú er ég hættur að gera við bíla og fæst við þetta.“ Og Guðmundur dró upp úr vasa sínum lítinn aflangan kassa, sem á stóð Briskó á öllum hliðum, botni og loki. „Þetta er gluggastillir," sagði hann, „ég smíða þá úr kopar og læt svo nikkelhúða þá. Þeir eru mesta þarfaþing, en ég græði ekkert á þeim. Efnið er dýrt og þeir seljast ekk- ert alltof vel. Fólk veit ekki hvernig á að nota þá, en nú lét ég teikna leiðbeiningar á kassana, sjáið þið. Þarna geta allir séð hvernig á að nota þessa gluggastilla. Og svo er Briskó alls staðar, ég losna líklega aldrei við nafnið,“ sagði Guðmundur og hló. Um leið og við kvöddum þennan káta hagleiksmann, óskuðum við honum til ham- ingju með afmælið þó seint væri og árnuðum honum allra heilla í framtíðinrú. Sjávarutveginn skortir vinnuaí I Koma erlendir sjómenn til hjdlpar? GÍFURLEGUR vinnuafls- skortur er nú víðast hvar til Iands og sjávar. Ekki háir þetta sízt sjávarútveginum, en þar vantar fólk bæði til fiskveiða og fiskvinnslu. Þessu veldur femt: \ 1) Hörð samkeppni annarra V atvinnugreina um vinnu- afL 2) Stóraukinn skipakostur Ís- lendinga. 3) Sæmileg aflabrögð og stund um mikil. 4) Færeyingar fást ekki leng- ur til starfa hér, svo neinu nemi. Menn skortir nú bæði á tog- ara og netabáta. T.d. er Mbl. kunnugt um, að í fyrradag komst ekki togari út á veiðar, vegna mannfæðar. Menn, sem voru skráðir í skiprúm, mættu ekki til skips, og munu þeir hafa ráð- ið sig í aðra atvinnu. Hefði ekki dugað til, þótt fimm eða sex Englendingar hefðu fengizt á togarann, eins og komizt var að orði. Erlendir sjómenn á íslenzkum skipum Milli tíu og tuttugu enskir sjó- menn munu nú vera á íslenzka togaraflotanum og líklegt, að fleiri bætist við. Færeyingar fást ekki, eins og fyrr segir, og veld- ur því gerbreytt vinnuaðstaða heima fyrir. Færeyingar hafa eignazt fjöldan allan af nýjum skipum á seinustu árum, svo að þeir eru ekkí aflögufærir um sjómenn. Erlendir sjómenn eru yfirleitt ekki fáanlegir hingað á bátana. Þeim finnst vertíðartíminn of stuttur og vilja ekki ráða sig hingað, nema ferðakostnaður sé greiddur báðar leiðir. Hálfgert vandræðaástand ríkir nú í Norð- ur-Noregi vegna aflatregðu, en sjómenn þar munu telja, að hreinar tekjur þeirra á íslandi eftir vertíðina mundu gera lítið meira en hrökkva fyrir ferða- kostnaði. Annars hefur ekki sér- staklega verið reynt að útvega sjómenn þaðan. Spánskir sjómenn hafa komið hingað á eigin spýtur og ráðið sig á báta. Því miður hafa þeir reynzt nánast óstarfhæfir, því að þeir eru bæði alls óvanir vinnubrögðum hér og gersam- lega mállausir að auki á allar tungur aðrar en spönsku. Munu þeir nú flestir hafa hrökklazt af bátunum. Sömu sögu mundi vera að segja um flesta aðra út- lenda sjómenn. Það eru því helzt Færeyingar og Norðmenn auk Breta, sem til greina kæmu, ef horfið væri að því ráði að útvega sjómenn erlendis frá til starfa hér. Morgunblaðið hefur frétt, að ýmislegt sé nú í athugun hjá samtökum útvegsmanna, til þess að ráða bót á þessu ástandi. STAKSTEINAR Deilurnar hér og deilurnar þar. Synd væri að segja, að koram- únistar hér á landi tylldu ekki í tízkunni. Aðalsport flökks- 'bræðra þeirra austan járntjalds er persónulegar deilur, sem svo illvígar eru orðnar, að til dæmis albanskir kommúnistar k^lla 'Krúsjeff lýðskrumara, rógbera og frávilling og segja hann blanda saman lygi, svikum, Iýð- skrumi, hatri og slúðri. Öll þessi orð og mörg fleiri í sama dúrn- um hafa hér á landi verið notuð of kommúnistum, þegar þeir í innanflokksdeilunum hafa Iýst hverjum öðrum, og slík orð eiga þeir eftir að mæla opinberlega, þótt ef til vill takist tilraunin til að breiða yfir hina algjöru sundrungu fram yfir kosningar. Einar nefndi ekki Þjóðvörn. Það vakti mikla athygli í út- varpsumræðunum, að Einar Ol- geirsson forðaðist eins og heitan eldinn að nefna samstarf komm- únista við Þjóðvörn. Hinsvegar minntist hann margsinnis á 'Sósíalistaflokkinn, sagði þann flokk heita á' alþýðuna o.s.frv. Ræðumenn hins arms komm- únistaflokksins tönnluðust hins vegar á Alþýðubandalagi, Þjóð- vörn og nefndu jafnvel vinstri sinnaða Framsóknarmenn. Lúð- vík Jósefsson og Hannibal Valdi- marsson töluðu grátklökkir nm nauðsyn samstöðu „vinstri manna“, en Einar Olgeirsson undirstrikaði úrslitaáhrif Sósíal- istaflokksins. Augljóst var, að báðir aðilar ætluðu að gefa lín- una, án þess að taka berum orð- um fram, hvar hnífurinn stæði í kúnni. Var það líka óþarft, því að allu. landslýður veit, að 'kommúnistaflokkurinn er rek- ald, og þess vegna hefði Hanni- bal Valdimarsson getað sparað sér það ómak að minnast á ,margvíslegan skoðanamun vinstri manna“. Ekki rökfastir. Varla verður sagt, að ræðu- menn Framsóknarflokksins í út- varpsumræðunum hafi verið sér- lega rökfastir. Þannig hélt Þór- arinn Þórarinsson því til dæmis fram, að lífskjörin væru stórum lakari hér á landi en í nágranna- löndunum. Samt vildi hann að nýju taka upp uppbóta- og baftastefnuna. Ætti þó að Iiggja nokkuð í augum uppi, að sú stefna, sem fslendingar illu beilli hafa fylgt í mismunandi ríkum mæli frá styrjaldarlokun- um, stefna haftanna og uppbót- anna, hefur leitt til þess, að efnahagsþróunin hefur ekki orð- ið eins ör hér og í nágranna- löndunum. Nú hefur hinsvegar verið tekið upp svipað stjórnar- far og þar ríkir og þess vegna batna lífskjör nú hraðar hér en víðast annars staðar. Ólafur Jóhannesson, prófessor, sem venjulega er hæglætismað- ur, æsti sig heilmikið upp og tal- aði um, að sparifjáreigendur hefðu verið sviptir hundruðum milljóna króna. Ráðið til að bæta hag þeirra telja Framsóknar- menn vera það að lækka vext- ina. Hið eina, sem eftir ^stendur af árásum þeirra á viðreisnina er talið um vaxtaokur, sem leiki atvinnurekendur mjög hart. Það er von að menn spyrji, hvernig það geti samrýmzt, að hundruð milljóna króna hafi verið tekin af sparifjáreigendum og fengin atvinnurekendum og öðrum lán- takendum, en samt hafi. greiðsl- an til sparifjáreigenda fyrir af- not af fé þeirra verið alltof há, hreinir okurvextir. Gaman væri að fá frekari skýr ingar þeirra Þórarins oig Ólafs á þessari sérstæðu röksemdar- færslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.