Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1982, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 28. ÁGUST1982. 3 ■ 1 herbergi á borð við þetta búa minnurnar, tvær i bverju. Það er systir ApAllonia sem stendur í dyrunum. Bænastund í kapeilunni. „1 raun er þetta ekkert öðruvísi en að vera venjuleg kona úti í lifinu. Hún bugsar um mann og börn en ég um Guð,” segir systir ApÁUonia. (DV-myndir Þó.G.) ár. Sá timi er eins konar aðlögunartimi og hægt er að snúa aftur á þeim tíma, en eftir það er það erf iðara. ” —Ensamthægt? ,,Já, reyndar er það hægt, en það tekur tima og það þarf sérstakt leyfi frá páfanum í Róm. En þess þarf ekki, ef snúið er aftur innan fimm ára reynslutímans.” — Hefur enginn íslenzk kona spurzt fyrir um ykkar líf með það í huga að ganga til fylgis við ykkur nýlega? „Nei, það hefur engin gert langa lengi." Taka allar upp ný nöfn — Nú heitið þið allar nöfnum eins og systir ApAllonia, systir Elisa, systir Monica, systir Emerentia og svo fram- vegis. Hvaðan eru þessi nöfn? „Þegar við játumst trúnni, tökum við um leið ný nöfn. Þetta eru dýrlinga- nöfh.” — En fæðingamöfn ykkar? „Þaunotum við ekki. ” — Eruð þið alltaf svartklæddar? ,^Já.” — En notið þið ekki f leiri en einn bún- ing? „ Jú, jú, við eigum hátíðabúning líka, en þetta er allt svart að lit. ” „Gott að vera á íslandi" — Hvað ert þú búin að vera lengi hér álandi? „I þrjátíu og fimm ár. ” —Hvemig kanntu við þig? „Það er gott að vera á Islandi. Island er Htið land og fallegt og fólkið er svo gott.” — Ferðist þið mikið um landið? „ Já, nokkuð, þó ekki árlega.” — Ef þú værir aftur orðin ung og stæðir frammi fyrir því að velja þér lífsstarf, hefðir þú valið eitthvað annað? „Nei, ég vildi ekkert annað gera en þjóna Guði.” — Svo þú sérð ekki eftir þessu? „Nei, alveg ábyggilega ekki.” — Hvers vegna ákvaðst þú að gerast nunna? „Þetta er köllun. Mig langaði til að fórna mér fyrir Guð. I raun er þetta ekkert öðruvísi en að vera venjuleg kona úti í Ufinu. Hún hugsar um mann og börn, en ég um Guð.” Nú var farið að Uða að messugjörð, enda klukkan farin að halla i fimm. Ekki gátum við tafið þær systur frá starfi sínu lengur. Þær fylgdu okkur til dyra. Einhvem veginn fannst okkur við betri manneskjur eftir heimsókn- ina og það var eins og önnur veröld lokaölst að baki okkur um leið og við- héldum á ný út í ys og þys okkar dag- lega Ufs... -KÞ. Systir Emerentia sá um kaffið þennan dag. * Það er enginn íburður í húsi systranna, en þó allt sem tU þarf. Hér er Terstrout í góðum félagsskap. „Það eru bara þannig timar núna að ungar konur vilja ekki binda sig.” Systir ApAllonla. ,Við fáum stundum erlenda gesti f beimsókn en þeir vilja bara vita um rekstur okkar á spítalanum.” Hér ræða systir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.