Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Enn er talið og endurtalið eftir forsetakosningar í Bandaríkjimum Það eitt er víst að allt er óvíst AI Gore og George W. Bush bítast enn um forsetaembættið í Bandaríkjunum, fímm döfflim eftir kosningar. Ragnhildur Sverrisdóttir segir óvíst að botn fáist í málið á næstunni. Sumir kjósendur vilja að lokið verði við talningu atkvæða í Flórída og sú niðurstaða verði látin gilda, en aðrir heimta nýjar kosningar. ^Should f ttf i r [ 5Qr»)p)e ballo. Reuters Liðsmenn repúblikana og demdkrata með spjöld sín við stjórnarbyggingn í Palm Beach í Flórída. Gert var ráð fyrir að byrjað yrði að handtelja atkvæði í gær, laugardag. ENN er óvíst hver verður næsti forseti Bandaríkj- anna. Það er ekki einu sinni vitað hvenær nið- urstaða fæst. Nú er verið að telja og endurtelja atkvæði í Flórída og um fátt annað rætt. Þar í ríki hefur dregið verulega saman með AI Gore og George W. Bush, en Bush er ennþá með yfirhöndina og stefnir í að hann fái 25 kjör- menn ríkisins og nái þar með meirihluta kjörmannanna og for- setaembættinu. En sagan er auð- vitað ekki öll sögð. Nú er beðið eftir öllum utankjörstaðaratkvæð- unum, sem eru á leiðinni til Flór- ída í pósti, meðal annars frá her- mönnum fjarri ættjörðinni. Sumir fréttaskýrendur segja að repúblikanar eigi að geta gengið að meirihluta þessara atkvæða vísum, en aðrir segja það fjar- stæðu. Það eigi kannski við um yfirmenn innan hersins, en ekki óbreytta hermenn. í hópi þeirra óbreyttu séu svartir menn og menn af suður-amerísku bergi brotnir hlutfallslega miklu fjöl- mennari en í þjóðfélaginu al- mennt og þeir séu líklegri til að kjósa demókrata. Utankjörstaðar- atkvæðin í póstinum eru líka frá fólki sem er búsett í ísrael en er með tvöfaldan ríkisborgararétt og hefur því kosningarétt í Banda- ríkjunum. Þetta fólk, gyðingar, er demókratar upp til hópa. Hvenær er frambjóðandi Iagður að velli? Það er ekki nóg með að rifist sé fram og til baka um atkvæðin, bæði talin og ótalin, heldur er einnig deilt um hvenær annar hvor frambjóðandinn á að játa sig sigraðan. Spjótin standa auðvitað á A1 Gore þessa dagana enda var hann samkvæmt síðustu tölum með 327 færri atkvæði í Flórída en Bush. Þær raddir hafa heyrst að hann eigi að viðurkenna sigur Bush, jafnvel þótt utankjörstað- aratkvæðin séu ekki í höfn, því ekki megi draga of lengi að fá úr því skorið hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Gore er hreint ekki á þeim buxunum og bendir á að hann hafi fengið um 150 þús- und fleiri atkvæði á landsvísu en Bush og honum beri skylda til þess að reyna að tryggja að bandarískur almenningur fái þann forseta sem meirihlutinn valdi: Hann sjálfan. Til þess að reyna að tryggja réttu niður- stöðuna virðist Gore tilbúinn að fara með málið fyrir dómstóla. í herbúðum Bush segja menn vara- forsetann berja höfðinu við stein- inn og að fráleitt sé að taka valdið frá kjósendum og bítast um úr- slitin fyrir dómstólum. Kjósendur velji sér forseta og í slíkum kosn- ingum verði aldrei hjá því komist að einhverjir misskilji kjörseðla og kjósi rangan mann í ógáti eða kjósi fleiri en einn, sem verður auðvitað til þess að kjörseðlar þeirra eru úrskurðaðir ógildir. Það er skiljanlegt að Bush og hans menn þrýsti á um lok Flórídamálsins, því allar líkur eru á að ríkisstjórinn í Texas fari þar með sigur af hólmi. Hins vegar gætu vopnin snúist í höndunum á repúblikönum. í nokkrum ríkjum hefur nefnilega komið á daginn að sigur Gore var naumari en talið var í fyrstu, til dæmis í Michigan og Iowa, auk þess sem niðurstöðu er ekki að vænta í Oregon á næst- unni. Ef Bush er ekki þeim mun sigurvissari í Flórída þarf hann að fara fram á endurtalningu í þessum ríkjum fyrir næsta föstu- dag, þegar frestur til þess rennur út. Hann þarf því að taka þá ákvörðun áður en úrslitin í Flór- ída liggja fyrir, sem verður í fyrsta lagi þann sama föstudag, síðasta daginn sem pósturinn hef- ur til þess að skila utankjörstað- aratkvæðunum af sér. Ákveði Bush að krefjast endurtalningar er hann um leið að játa að barátta Gore fram í rauðan dauðann sé réttlætanleg. Það verður erfitt fyi-ir hann að gagnrýna varafor- setann fyrir að fara offari ef hann fetar sjálfur í fótspor hans. Fjöldi samsæris- kenninga í bandarískum fjölmiðlum kemst ekkert annað að þessa dag- ana en hin æsispennandi keppni frambjóðendanna tveggja. Al- menningur talar varla um annað þótt stundum sé eins og fólk sé alls ekki að tala um sama atburð- inn. Ýmist er þessi hnífjafna kosningabarátta frábært dæmi um að „kerfið virki eins og það á að gera“, eða um er að ræða ægi- lega uppákomu sem ógnar orð- spori Bandaríkjanna um allan heim. Talsmenn síðarnefnda sjón- armiðsins eru þegar farnir að ókyrrast verulega, enda er sífellt grafið dýpra í kosningafram- kvæmdina í Flórída. Núna er ekki nóg með að fólk kvarti undan illa hönnuðum kjörseðlum sem urðu til þess að margir kusu Pat Buchanan í stað A1 Gore heldur ganga sögur um að blökkumönn- um hafi verið gert erfitt fyrir að kjósa með því að krefja þá um ít- arlegri skilríki en annað fólk og lögregla við umferðareftirlit hafi stöðvað þá að ósekju með það fyr- ir augum að letja þá til að kjósa. Starfsmenn kjördeilda voru sagð- ir upp til hópa repúblikanar sem létu flokkshollustu ganga fyrir skyldum sínum, sumar vélanna sem fólk rennir kjörseðlum sínum í til þess að gata þá eiga að hafa verið í ólagi, spænskumælandi íbúar gátu ekki fengið neina að- stoð enskumælandi starfsmanna á kjörstöðum, tölvuforrit bilaði og sýndi tugþúsundir atkvæða í mun fámennari sýslu, starfsmaður í kjördeild uppgötvaði sólarhring eftir kosningu að hann var enn með poka með kjörseðlum í aft- ursæti á bílnum sínum og starfs- maður við talningu stillti taln- ingavél þannig að hundruð atkvæðaseðla runnu í gegnum hana án þess að teljast með. Svo rammt kveður að samsæriskenn- ingum að ætla mætti að aldrei hefðu kjörseðlar verið úrskurð- aðir ógildir fyrr en hinir 19 þús- und ógildu skutu upp kollinum í þessum kosningum. Fáir nenna að kynna sér þá staðreynd að í forsetakosningunum 1996 voru um 16 þúsund ógild atkvæði í sömu Flórídasýslu. Orðsporið erlendis Bandaríkjamenn ræða ekki ein- göngu stöðuna heima fyrir heldur líta þeir mjög til þess hvað um þá er ritað í erlendum fjölmiðlum. Þeir eru vandræðalegir yfir þeirri staðreynd, að margir þjóðarleið- togar sendu heillaóskir til George W. Bush þegar hann var talinn hafa sigrað í kosningunum, en þurftu svo að draga frómar óskir sínar honum til handa til baka. Síðustu daga hefur birst hver þýðingin á fætur annarri á leiður- um erlendra blaða þar sem fjallað er um kosningarnar. í skrifum þessum kemur oft fram furða á bandaríska kosningakerfinu þar sem einn frambjóðandi getur fengið meirihluta atkvæða kjós- enda en samt ekki náð kjöri til forseta af því að kjörmannakerfið ræður niðurstöðunni. Og auðvitað svíður heimamönnum að sums staðar hlakkar í mönnum, sem þykir Bandaríkjamenn hafa gerst of yfirlýsingaglaðir í gegnum tíð- ina um lýðræðislegar kosningar í stórveldinu. Dagblaðið La Rep- ubblica í Róm líkti Bandaríkjun- um við bananalýðveldi. Annað ít- alskt blað, II Messaggero, hæddist að því að voldugasta þjóð heims væri ekki þess umkomin að úrskurða hver væri rétt kjörinn forseti hennar. Bandarískir fjöl- miðlar hafa haft eftir fjölmiðlum og stjórnmálamönnum í Evrópu að nauðsynlegt sé að endurskoða stjórnarskrá Bandaríkjanna, þar sem kjörmannakerfið hafi gengið sér til húðar. Það sé ekki boðlegt við upphaf 21. aldar að einn fram- bjóðandi geti notið meiri stuðn- ings kjósenda en sá sem hreppir forsetaembættið. Ekki tekur betra við þegar fjölmiðlar vitna í Rússa, sem segja kerfið þar í landi svo miklu betra. Ef Banda- ríkjamenn losi sig við kjörmanna- kerfið eigi þeir möguleika á að koma sér upp jafngóðu kerfi og er við lýði í Rússlandi. Fjölmiðlar á Kúbu kenndu auðvitað flótta- mönnum þaðan, sem búsettir eru í Flórída, um stöðuna. Þeir hefðu farið offari í valdabaráttu sinni eftir að hafa þurft að sjá á eftir hinum sex ára Elian Gonzales aft- ur til Kúbu. Hvernig þessi valda- barátta kom í ljós í kjörklefunum er þó dálítið óljóst. Bandaríkjamenn þurfa ekki að sitja undir öðrum eins lestri frá öllum, t.d. hefur verið vitnað til leiðara í dagblaðinu Jakarta Post í Indónesíu, þar sem dáðst er að því hve mikinn þroska bandarísk- ir kjósendur hafi sýnt með því að taka ákvörðun um endurtalningu til að úrskurða um vafaatriði. I Japan hafa fjölmiðlar tekið í svip- aðan streng og bent á að kosning- arnar hafa gert kjósendum grein fyrir að hvert einasta atkvæði skiptir máli. Það er svipuð niður- staða og Bill Clinton, núverandi forseti, hefur komist að í var- færnislegum yfirlýsingum sínum. Heima fyrir hefur hugtakið bananalýðveldi líka skotið upp kollinum. í leiðara dagblaðsins The Wall Street Journal var vísað til ummæla í herbúðum Gore um að ef vilji fólksins réði bæri að úrskurða Gore sigurvegara í Flórída og þar með næsta for- seta. Blaðið bendir á að gangi þetta ekki eftir ætli Gore að finna dómara sem tryggir honum sigur. í dæmigerðum bananalýðveldum héti þetta ekkert annað en vald- arán. Þær raddir verða æ háværari í Flórída að kjósa beri að nýju, ef ekki í ríkinu öllu þá að minnsta kosti í Palm Beaeh-sýslu, þar sem kvartað hefur verið undan rugl- ingslegum kjörseðli, og í nokkr- um öðrum sýslum þar sem fram- kvæmdin þykir ekki hafa verið til fyrirmyndar. Á fimmtudag sett- ust mörg hundruð háskólanemar að í dómshúsinu í Tallahassee og mótmæltu framkvæmd kosning- anna. Þeir höfðu næturdvöl í hús- inu, en fóru þaðan sjálfviljugir á föstudag. Skoðanakannanir enn og aftur Auðvitað eru fjölmiðlar komnir af stað með skoðanakannanir, til að reyna að fá botn í hvað kjós- endur vilja í stöðunni. Þær kann- anir eru stundum dálítið skrítnar og bæta engu við kosningarnar. I Kaliforníu spurði dagblaðið San Francisco Chronicle til dæmis lesendur heimasíðu sinnar hvort Gore ætti að játa sig sigraðan nú þegar, bíða eftir að utankjörstað- aratkvæði hefðu skilað sér eða beita öllum lagalegum úrræðum sem honum stæðu til boða. Það þarf vart að koma á óvart að í ríki þar sem Gore sigraði örugglega töldu flestir að hann ætti ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þetta er fólkið sem kaus hann fyrir fimm dögum og vill auðvitað sjá hann á forsetastóli. Frétta- skýrendur segja Gore hins vegar í mjög erfiðri stöðu, því ef fram- kvæmd kosninganna færist í hendur lagaspekinga í langdregn- um málaferlum geti kjósendur snúist gegn honum og þá sé verr af stað farið en heima setið. Hann verði að draga sig í hlé á réttu augnabliki, svo hann haldi virð- ingu þjóðarinnar og geti hugsan- lega átt afturkvæmt í stjórnmálin. I framhaldi af þessu er rétt að nefna að menn hafa gert lítið af því að spá honum útnefningu demókrataflokksins að fjórum ár- um liðnum, fari svo að hann tapi nú. Tímaritið Time er með skoð- anakönnun á heimasíðu sinni og spyr kjósendur hvort fjöldi at- kvæða eigi að ráða í forsetakosn- ingum í stað fjölda kjörmanna. Rúm 55% eru á því, tæp 42% eru þessu ósammála og tæp 3% eru ekki viss. Það eitt er víst í banda- rískum stjórnmálum þessa dag- ana að kjósendur vita ekki hver verður næsti forseti og hvaða af- leiðingar átökin nú munu hafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.