Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „HANN var einu sinni virkilega fínn vinur minn. Nú er hann dfler og það er allt og sumt,“ segir Renton (Ingvar E. Sigurðsson) um Jóa Svan (Þröstur Leó Gunnarsson). „Það eru engir vinir í þessu geimi aðeins bandamenn!" aramir eru í senn að leika sögu og segja sögu, ekki bara Mark, sem er sögumaður, heldur hinir líka. Sýningin er því mikil áskorun fyr- ir leikarana enda fá þeir að njóta Stend með „ÉG FÉKK vægt þunglyndiskast þegar ég byijaði að búa mig undir þessa sýningu og hugsaði með mér: Hvers vegna í ósköp- unum er ég að gera sjálfum mér þetta - að detta inn í enn einn eymdarkarakterinn, “ segir Ingv- ar E. Sigurðsson, sem fer með hlutverk Marks Rentons, eða Markúsar, eins og hann nefnist í þýðingu Megasar. Ingvar tók þó fljótt gleði sína á ný. „Fljótlega fór ég að líta kómískt á þetta. Auðvitað er eymd þessa fólks mikil en ef leikrit af þessu tagi verða of raunsæisleg hefur fólk ekki áhuga á að sjá þau. Við ákváðum því að taka þetta ekki of hátíð- lega.“ Að sögn Ingvars bjuggu leik- ararnir sig með margvíslegum hætti undir sýninguna, ræddu meðal annars við sprautufíkla innan vébanda SÁA og ung hjón sem áttu barn sem dó vöggu- dauða. „Þessi viðtöl voru gagn- leg. Þegar öllu er á botninn hvolft verður maður hins vegar að finna þetta hjá sjálfum sér, túlkunarleiðina. Gera þetta með sínu eigin hjarta. Það er engin sín til fulls allan tímann.“ Kveðst Bjami fyrir vikið hafa lagt þunga áherslu á að fá sterka og fjölhæfa leikara til hðs við sig. „Það tókst,“ segir hann en leikend- þessu fólki ein aðferð til að leika heróínffldl - þeir eru misjafnir, eins og ann- að fólk, auk þess sem efnið sem þeir taka er misjafnt og þeir bregðast með mismunandi hætti við því.“ En hefur Ingvar lært eitthvað á því að setja sig í spor Marks Rentons? „Eg hef aldrei fordæmt þetta fólk, þvert á móti stend ég með þessu fólki. Það er ástæða fyrir öllu - líka lieróínfíkn. Mað- urinn er fíkill í eðli sínu. Auðvit- að er heróínfíkn öfgakennd en þetta er ekki slæmt fólk, það er sjúkt og þarfnast hjálpar!" Ingvar ber mikið lof á þýðingu Megasar - hún sé frábær. „Þeg- ar ég las handritið fyrst yfír á ensku, hugsaði ég með mér: Hvernig í ósköpunum á að þýða þetta? Manninum hefur engu að síður tekist að snúa þessu yfír á þjált mál, hálfgert „gullaldar- mál“, þar sem mál þessa utan- garðsfólks og gamla góða ís- lenskan renna saman í eina sannfærandi heild. Þá er ákaf- Iega falleg hrynjandi í textanum, sem gerir það að verkum að það var ekki eins erfítt að læra hann og ætla mætti í fyrstu.“ ur í sýningunni eru Ingvar E. Sig- urðsson, sem leikur Mark Renton, Þröstur Leó Gunnarsson, sem fer með hlutverk Begbís, Gunnar Helgason, sem leikur Tomma og Þrúður Vilhjálmsdóttir sem túlkar Elsu. Þrjú hin síðamefndu leika jafnframt ýmis smærri hlutverk. „Þetta eru ekki einungis góðir leik- arar, þeir eru líka ólíkir. í því er styrkur sýningarinnar líka fólginn - ekki síður en sögunni - og þótt sagan eigi vonandi eftir að hreyfa við fólki, vona ég ekki síður að það eigi eftir að upplifa góða og eftir- minnilega leiksýningu.“ Bjami hefur nú lifað í heimi skoskra heróínfíkla, ef svo má að orði komast, svo vikum skiptir. Hvers skyldi hann hafa orðið vísari á þessari göngu? Hvað stendur upp úr? „Það sem stendur upp úr er það að ef þjóðfélagið slær slöku við í brýnustu málaflokkum, svo sem fé- lagsmálum, uppeldis- og mennta- málum og heilbrigðismálum - full- nægir ekki grannþörfum þegna sinna til að þrífast - fer allt til hel- vítis. Á þetta hafa Skotar rekið sig. Á meðan þeir hafa einblínt á yfír- stéttina, snobbið, í því skyni að endurheimta sjálfstæði sitt, hafa hinir fátæku setið á hakanum - bil- ið hefur breikkað. Svo illa var til að mynda komið fyrir Edinborg um tíma, að hún var orðin höfuðborg alnæmis í Evrópu. Til allrar ham- ingju virðast Skotar þó vera að vakna upp við vondan draum en ýmis teikn era á lofti um að þeir séu farnir að taka til hjá sér. Ekki seinna vænna!“ Ntí ER allt búið - Morgunblaðið/Halldór öllu lokið. Elsa (Þrúður Vilhjálmsdóttir) og Sflasinn (Gunnar Helgason) vakna upp við vondan draum - martröð, sem engin orð fá lýst. Á galeiðunni Leikritið Trainspotting eftir skoska leikskáldið Harry Gibson verður frumsýnt í Lofkastalanum í kvöld. Er þar opnaður gluggi inn í miður fagra veröld, eins og Orri Páll Ormarsson komst að raun um þegar hann fylgdist með æfíngu og ræddi við leikstjórann og aðalleikarann. HANN hefur ræst þessa líka risadjöfuls bláæð sem einsog ætlar af stað og út úr handleggnum, Hann stingur nálinni í gegnum húð og hold og dælir ögn ofurhægt en svo dregur hann blóð upp í spraut- una. Varirnar á henni titra og hún mænir bænandi á hann örstund. Hann er ljótur í framan einsog eitt- hvert skriðkvikindi, og eygður eftir því, en síðan skýtur hann kokk- teilnum á braut sem liggur til heil- ans! Hún þrýstir aftur höfðinu, lok- ar augunum, opnar munninn og segir: „Þetta toppar allt, slær öll- um holdlegum innsetningum við!“ Þá aðstoðar Jói Sílasinn við að skjóta heim. í því að Sílasinn er að því kominn að hljóða hittir Jói á æð og dregur soldið af blóði upp í sprautuna og dúndrar síðan þess- um lífvæna, banvæna elixír þangað sem hann á heima. Þá var komið að mér!“ Orð þessi fljóta af tungu Marks Rentons. Hann hefur lengi átt við vandamál að stríða vegna heróín- neyslu. Hefur að vísu reynt að vinna bug á þessari ástríðu en hún hefur hamlað starfsgetu hans og því mælir hann götumar - og er bara sæll og glaður á galeiðunni. Þar á hann sína vini, réttara sagt bandamenn, og sitt dóp - „einasta dópið sem sýnir manni trúnað“. Renton þykir mikilvægt að vera heiðarlegur og þess vegna greinir hann okkur frá þessu. En hvernig er lífíð í rökkurveröld, þar sem raunveruleikinn er ekki til? Hvemig er að vera „útspeisaður" - í annarri vídd? Hvemig er að vita ekki á hvaða plánetu maður er staddur? Leikritið Trainspotting, byggir Skotinn Harry Gibson á sam- nefndri skáldsögu landa síns og íyrrverandi heróínfíldlsins Irvine Wells en hún seldist í bílförmum, fyrst í vissum kreðsum, síðan með- al almennings, þegar hún kom út í Bretlandi árið 1993. Þótti bókin draga upp ljóta en raunsæja mynd af nöturlegum veruleika fíklanna í undirheimum Edinborgar. „Þessi bók verðskuldar sömu útbreiðslu og Biblían,“ sagði meðal annars í ritdómi á einum stað. Sigurför kvikmyndarinnar Leikritið var framsýnt í Edin- borg ári síðar og vakti einnig mikla athygli. Fóru Gibson og hans fólk með það í leikferð um Bretland og enduðu á West End í Lundúnum, þar sem þeim var tekið með kost- um og kynjum. Hafi bókin og leikritið vakið at- hygli í Bretlandi, sló kvikmyndin, sem Danny Boyle gerði eftir sög- unni, í gegn - fór sigurför um heiminn og varð á skömmum tíma ein vinsælasta kvikmynd Breta frá upphafi. Ekki fóra íslendingar var- hluta af æðinu, því Trainspotting var ein mest sótta kvikmynd ársins 1996 í kvikmyndahúsum hér á landi. En hvers vegna höfðar saga þessa ógæfufólks, þessi harð- neskjulegi heimur, svona sterkt til fólks? „Það er rétt, í Trainspotting sjá- um við inn í heim sem við, velflest, þekkjum ekki af eigin raun - sem betur fer,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, sem leikstýrir Trainspott- ing í Loftkastalanum. „Styrkur sögunnar felst hins vegar í því hvemig hún er sögð. Það er mikil kaldhæðni í frásögninni, mikill húmor og höfundurinn fer alla leið - hlífir engu. Þá er persónusköpun- in auðvitað ótráleg. Karakteramir era allsstaðar sprellifandi - á síð- um bókarinnar, í bíómyndinni, á leiksviðinu.“ íslenska uppfærslan á Train- spotting verður sú fyrsta á Norð- urlöndum en verið er að setja verk- ið upp vítt og breitt um heiminn, meðal annars í Hamborg, Berlín, París, Madríd, Brassel og Buenos Aires. Segir Bjami kvikmyndina hafa ýtt við mönnum. „í kjölfar myndarinnar fóra menn utan Bret- landseyja, þar á meðal ég, að lesa leikritið og komust þá að því að það er ekki bara virkilega gott, heldur lifir líka sjálfstæðu lífi. Það vakti áhuga minn á því að setja Train- spotting á svið.“ V ettvangsleiðangur Liður í undirbúningi Bjama og Axels Hallkels, leikmyndar- og búningahönnuðar, fyrir uppfærsl- una var að sækja fátækrahverfi Edinborgar heim. „Efni um lífið og tilverana á stöðum sem þessum, bækur og Ijósmyndir, era af skorn- um skammti og þess vegna drifum við okkur út - og höfðum gott af.“ Bjami segir litina, blæinn, sann- arlega hafa skilað sér upp á leik- sviðið, Axel hafi drukkið stemmn- inguna í sig. Hvað hann sjálfan snertir, segir hann ferðina tví- mælalaust hafa komið sér til góða við leikstjómina. „Það var fróðlegt að gægjast inn í þennan heim. Við fóram inn á knæpur sem eiturlyfja- sjúkhngar sækja, sáum þá á göt- unni, töluðum við þá. Þessi ferð skilaði sér hundraðfalt." Bjarai segir leikritið hafa sitt- hvað fram yfír myndina. „Aðal- ástæðan er sú að miðillinn, leikhús- ið, er sennilega óheflaðasti miðill- inn sem við þekkjum í dag - óheflaðri en sjónvarp, útvarp; kvik- myndir og jafiivel bækur. I leik: húsinu er hægt að fara alla leið. í því felst styrkur leikritsins, því þótt myndin hafi verið afdráttar- laus, fór hún ekki alla leið. Þetta þýðir þó ekki að verið sé að messa yfir fólki. Leikritið opnar bara glugga inn í þennan heim - það er áhorfenda að taka afstöðu!" Tæplega þijátíu þúsund íslend- ingar sáu kvikmynd Danny Boyles. Hefur tilvist hennar truflað Bjarna og hans fólk? „Nei, það hefur hún ekki gert,“ segir leikstjórinn án þess að hika. „Við sáum öll mynd- ina á sínum tíma en tókum strax þá diplómatísku ákvörðun að láta hana alveg vera á mótunartíman- um. Það var einmitt þá sem við fengum staðfestingu á sjálfstæði leikritsins. Við horfðum síðan til gamans á myndina um daginn - hún er töluvert frábragðin." Að svo komnu máli staldrar Bjarni við, hugsar sig um. Síðan segir hann: „Auðvitað er myndin góð en ég sé hins vegar ekki hvem- ig góð kvikmynd getur skemmt fyrir góðu leikriti - góðu leikhúsi." Gott leikhús Gott leikhús er einmitt lykilorð í þessu samhengi. „Að forminu til er Trainspotting erfitt leikrit. Leik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.