Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 35
34 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ JNttgtniÞIiifrií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LEYNDARDOMAR PÓSTS OG SÍMA BREYTINGAR á gjaldskrá Pósts og síma hf. vegna sameiningar landsins í eitt gjaldsvæði hafa verið gagnrýndar harðlega. Gagnrýnin hefur ekki aðeins beinzt að gjaldskrárbreytingunum sem slíkum, heldur ekki síður að því að fyrirtækið neitar að gefa upplýsingar um hvernig þær séu reiknaðar út og ber fyrir sig að um „viðskiptaleyndarmál“ sé að ræða. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Pósts og síma, segir í Morgunblaðinu í gær: „Við erum með mjög nákvæmar mælingar og útreikninga sem við styðjumst við og þeim hefur hingað til verið hægt að treysta. Ég held að fjölmiðlamenn hafi engar forsendur til að vefengja það.“ Vandamál Pósts og síma er einmitt það, að reynsl- an af viðskiptaháttum fyrirtækisins undanfarin ár hefur kennt fólki að vefengja rökstuðning fyrirtæk- isins fyrir hækkunum gjaldskrár, skorti á góðri þjón- ustu og framkomu við keppinauta í einkaeign. Minna má á að Samkeppnisráð hefur hvað eftir annað gert Pósti og síma að breyta viðskiptaháttum sínum og hafa önnur fyrirtæki ekki fengið aðra eins út- reið hjá samkeppnisyfirvöldum, sem hafa það hlut- verk að gæta hagsmuna neytenda. Það er sömuleiðis ekki boðlegt að fyrirtæki í eigu almennings, sem enn sem komið er á ekki í neinni samkeppni í talsímaþjónustu, neiti að gefa upplýs- ingar vegna þess að þær séu „viðskiptaleyndarmál". Skattgreiðendur, eigendur fyrirtækisins, hljóta að gera kröfu um að það útskýri fyrir þeim hvernig gjaldskrárbreytingarnar eru reiknaðar út. í þessu máli verður þó ekki horft framhjá því að Póstur og sími tekur það ekki upp að eigin frum- kvæði að breyta landinu í eitt gjaldsvæði. Alþingi hafði frumkvæði að málinu og margir þingmenn töldu það mikið réttlætismál, ekki sízt fyrir lands- byggðarfólk. Þá er ljóst, að Halldór Blöndal sam- gönguráðherra varaði við því, er málið var rætt á Alþingi, að breytingin myndi koma illa við suma símnotendur, vegna þess að gjaldtaka myndi færast til. Eitt gjaldsvæði hefur ýmsa kosti og við slíka breytingu er óhjákvæmilegt að símreikningur sumra hækki, en lækki hjá öðrum. Það, sem er hins vegar alvarlegt mál, er að líklegt er að símreikningur fjölda aldraðra og öryrkja, sem nota símann sem öryggis- og samskiptatæki og hafa einkum hringt innan síns gjaldsvæðis, muni hækka um þúsundir króna. í mörgum tilfellum getur slík hækkun komið afar illa við buddu fólks, sem hefur ekki úr öðru að spila en elli- og örorkubótum. Spurningin, sem enn er ósvarað, er sú hvort sú mikla hækkun símakostnaðar, sem margir símnot- endur sjá nú fram á, sé óhjákvæmileg vegna þess að landið verður eitt símagjaldsvæði. Á meðan Póst- ur og sími er fyrirtæki í ríkiseigu, með einkarétt á talsímaþjónustu, er eðlilegt að það birti þær upplýs- ingar, sem nauðsynlegar eru til þess að hægt sé að svara þeirri spurningu. Ef fyrirtækið ætti keppinaut í talsímaþjónustu horfði málið Öðru vísi við. Þá gætu símnotendur einfaldlega flutt viðskipti sín annað ef þeir væru óánægðir með gjaldskrá og þjónustu Pósts og síma. Þetta mál sýnir raunar hina brýnu þörf á að Póstur og sími eignist slíkan keppinaut. En svo lengi sem hið eðlilega aðhald skortir, sem samkeppni á frjáls- um markaði veitir, er það sjálfsögð krafa að einokun- arfyrirtækið Póstur og sími svipti hulunni af leyndar- dómum sínum. Ökutæki blása út nær þriðjungi gróðurhúsalofttegunda frá íslandi B sam- réttum fram- IFREIÐAR og önnur öku- tæki blása út tæplega þriðjungi allra gróður- húsalofttegunda, sem fara út í lofthjúp jarðar frá íslandi. Ann- að hvort verður að koma til, ný tækni við gerð bílvéla eða róttæk breyting á notkun einkabílsins og þar með lífsstíl íslendinga, eigi að vera hægt að draga verulega úr útblæstri frá bifreiðum til að standa við bindandi útblástursmörk, sem hugsanlega verður samið um í Ky- oto í Japan eftir rúman mánuð. Árið 1995 voru um 29% útblást- urs koltvísýrings á Islandi vegna vegasamgangna, eða 749.000 tonn af um 2.282.000. Hlutfall sam- gangna í losun Islands á lofttegund- um, sem valda hlýnun lofthjúpsins, er óvenjuhátt vegna þess að end- urnýjanlegar orkulindir eru notaðar til húshitunar og raforkuframleiðslu. Áætlað er að á milli áranna 1990 og 1995 hafi útblástur frá bílum vaxið um 8%. Þá kemur fram í út- blástursspá Hollustuverndar að af tæplega 1.100.000 tonna aukningu útblásturs gróðurhúsalofttegunda, sem spáð er á árunum 1990 til 2025, muni u.þ.b. fjórciiingur koma frá bifreiðum, eða um 270.000 tonn, sem eru um þriðjungur af útblæstri ársins 1995. Samþykki ríki heims á ráðstefn- unni í Kyoto að halda útblæstri gróð- urhúsalofttegunda í sama horfi og var árið 1990 eða að draga úr honum, er því augljóst að miklar breytingar þurfa að verða á notkun ökutækja, jafnt á ís- landi sem annars stað- ar. Ríkisstjórnin þykkti fyrir tveimur árum kvæmdaáætlun um hvernig draga mætti úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda fram til ársins 2000. Þessi áætl- un hefur reyndar lítið verið rædd í hópi hags- munaaðila og innan stjórnkerfisins hefur ekki margt gerzt í því að koma henni í fram- kvæmd. Helztu atriði áætlun- arinnar, sem snúa að vegasamgöngum, eru eftirfarandi: • Skattlagning elds- neytis verður endur- skoðuð þannig að hún taki mið af útstreymi koltvísýrings og verki takmarkandi á það. • Gjaldtaka af bifreiðum og elds- neyti verður endurskoðuð með það fýrir augum að auka hlutfall spar- neytinna bifreiða. Stefnt er að því að vörugjöld á mengunarlausa bíla, t.d. rafbíla, verði felld niður. • Skipaður verður starfshópur samgönguráðherra, að höfðu sam- ráði við umhverfis- og iðnaðarráð- herra, til að leggja grunn að heild- stæðu skipulagi samgangna í land- inu með tilliti til umhverfis og orku- mála. Starfshópnum verður falið að stuðla að stórefldri fræðslu til að draga úr sóun eldsneytis og bæta nýtingu ökutækja. Starfshóp- urinn mun einnig láta gera könnun á hagkvæmni og eldsneytisnotkun mismunandi samgönguleiða með það að markmiði að efla __________ þjóðhagslega hagkvæm- ar, lítt mengandi og elds- neytissparandi sam- gönguleiðir. • Komið verður á mark- vissu og virku samstarfi við sveitarfélög um að efla almenningssamgöngur í þéttbýli. Stuðlað verður að því að við gerð bæjar- og borgarskipulags verði lögð sérstök áherzla á almennings- samgöngur. Kannað verður hvort hagkvæmt er að rafvæða ákveðnar leiðir almenningsfarartækja. • Gerðar verða ráðstafanir til þess að gangandi og hjólandi vegfarend- Nýtækni eða breytt bílanotkun Alþjóðlegt samkomulag um minnkun út- blásturs gróðurhúsalofttegunda útheimtir breytta notkun einkabílsins eða nýja tækni í bílvélum. Ólafur Þ. Stephensen skrifar um áhrif væntanlegrar Kyoto-bókunar á bílaumferðina en hlutfall samgangna í losun íslands á lofttegundum, sem valda hlýnun lofthjúpsins, er óvenjuhátt. FRAMTÍÐARLAUSNIN? Vetnisstrætisvagninn, sem Daimler-Benz hyggst selja á markað. Athygli hefur beinzt að vetni sem hreinum orku- gjafa ur eigi örugga og greiðfæra leið um borgir og bæi um allt land. Til að styðja við framkvæmdir á þessu sviði verður komið á samstarfi við sveitarfélög og skipulagsyfirvöld eftir því sem þurfa þykir. e Lögleiddar verða reglur um að seljendum nýrra bifreiða sé skylt að veita væntanlegum kaupendum með samræmdum hætti upplýsingar um eldsneytisnotkun nýrra bifreiða, sem boðnar eru til sölu. Lítið um framkvæmdir Samkvæmt bréfi „umsjónar- nefndar ráðuneyta með fram- kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar vegna Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar", sem sent var umhverfisráðherra síð- astliðið vor, hefur ekkert þessara atriða náð fram að ganga. Fyrsta atriðið hefur verið til skoðunar í fjármála- og umhverfisráðuneytinu. Fram kemur hjá nefndinni að skattlagning eldsneytis með tilliti til útstneymis ........ koltvísýrings krefjist þess að vörugjald verði lagt á díu í stað þungaskatts. Nefndin leggur áherzlu á að sambærilegar reglur gildi um álagningu á olíu og benzín og að skattlagningin taki mið af notkun ökutækisins, sem ekki sé mögulegt í núverandi þungaskatts- kerfi. Nefndin bendir á að samþykkt hafi verið lög um vörugjald á gas- og dísilolíu, en þau séu enn ekki komin til framkvæmda vegna þess að beðið sé eftir lagaheimild til að lita gjaldfijálsa olíu. Hvað annað atriðið varðar segir nefndin að það hafi verið til skoðun- ar í fjármálaráðuneytinu, þar sem lögð sé áherzla á að skattar á elds- neytisnotkun komi í stað skatta á innflutnings- eða innkaupsverð bíla. Fram kemur að skoðaðir hafi verið möguleikar á að fella niður vöru- gjald af rafknúnum bifreiðum og að til þess að það megi gerast verði að breyta lögum. Ekkert hefur gerzt varðandi hin atriðin fjögur, nema hvað sam- gönguráðherra skipaði umræddan starfshóp 2. maí síðastliðinn, hálfu öðru ári eftir að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar var __________ samþykkt. Það virðist augljóst að þau atriði, sem talin eru upp í áætlun ríkisstjórnar- innar, eru samhangandi og krefjast samhliða að- gerða. Hækkun skatta á eldsneyti hefur t.d. varla þau áhrif að fólk leggi benzínknúna einkabíln- um sínum nema það eigi aðra kosti, til dæmis mengunarlaust ökutæki, sem uppfyllir þær kröfur, sem nú- tímafólk gerir til hraða, öryggis og útlits — en slíkur kostur er enn sem komið er ekki á markaðnum — eða þá skilvirkar almenningssamgöng- ur, sem enn skortir á íslandi. Sá kostur að ganga eða hjóla takmark- ast bæði af skorti á göngu- og hjóla- stígum og af veðrinu á íslandi. Bíleigendur gjaldi ekki fyrir mengun frá sjávarútvégi og iðnaði En hvað finnst fulltrúa bíleig- enda? Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda, segir að félagið sé að vinna að stefnumótun í umhverfis- málum. Það taki undir stefnu al- þjóðasamtaka bifreiðaeigenda, sem hafa lýst stuðningi við það markmið að útblástur koltvísýrings frá um- ferðinni verði ekki meiri árið 2000 en hann var árið 1990. Á meðal til- lagna FÍB séu olíugjald í stað þunga- skatts af díselbílum, auknar kröfur um efnasamsetningu olíueldsneytis og örari úrelding gamalla og meira mengandi ökutækja. Runólfur segir að umhverfisskatt- ar komi sömuleiðis til greina. Hins vegar verði að hafa í huga að skatt- tekjur ríkisins af bifreiðum og um- ferð hafi aukizt jafnt og þétt undanf- arin ár. Árið 1992 hafi þær verið tæplega átján milljarðar á föstu verðlagi en í ár sé gert ráð fyrir nærri 24,5 milljörðum. Tekjur af bílum séu nú 17,9% af heildartekjum ríkissjóðs en hafi árið 1992 verið 14,8%. „Minna hlutfalli af bílaskött- um er varið til vega- gerðar, þannig að eftir stendur að skattar á bíleigendur hafa stór- aukizt án þess að hægt sé að merkja að hluta þessara tekna sé verið til umhverfislegra for- varna vegna umferðar á landi,“ segir Runólf- ur. Hann minnir á að Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra hafi lýst því yfir að verði um- hverfisskattar lagðir á, megi þeir ekki auka skattbyrðina í heild. „FÍB hefur alltaf lagt áherzlu á ábyrgð ein- staklingsins á eigin mengun og að jafnræði ríki þegar kemur að aðgerðum til að draga úr þeirri ógn sem meng- un er lífríki jarðar. Þeg- ar kemur að ábyrgðinni verður að gæta jafn- ræðis þannig að ekki sé verið að leggja skatta á eigendur fjöl- skyldubíla vegna þess að mengun frá sjávarútvegi og iðn- aði er að aukast,“ segir Runólfur. Vetnisbílar á markað 2003? Augljóst að miklar breyt- ingar þurfa að verða á notk- un ökutækja Það myndi að sjálfsögðu leysa þann umhverfisvanda, sem bílaum- ferðin veldur, ef nýr og „hreinn“ orkugjafi fyndist í stað benzíns eða olíu, sem væri jafnframt hagkvæm- ur. I þessu efni hefur athygli vís- indamanna einkum beinzt að vetni. í nýjasta hefti The Economist er athyglisverð úttekt á tilraunum til að knýja bifreiðar með efnarafli, sem nýtir vetni til að framleiða rafmagn. Nógu mikill árangur hefur náðst í þessum efnum til að Daimler-Benz í Þýzkalandi hyggst á næsta ári setja á markað strætisvagn, sem knúinn er efnarafli. Fyrirtækið held- ur því fram að vetnisknúinn einka- -------- bíll, sem verði nógu ódýr til að keppa við benzínbíla, muni koma á markað árið 2003. Vetnisknúin til- raunaútgáfa af A-bílnum frá Daimler-Benz hefur þegar litið dagsins Ijós. ' The Economist segir í leiðara að þegar vetnisknúnir bílar verði komnir á markaðinn geti stjórnvöld komið til sögunnar og hagað skattlagningu á bíla og/eða eldsneyti með þeim hætti að fólk kaupi fremur vetnisbílana. Hins veg- ar er ólíklegt að þessi þróun fari að hafa áhrif fyrr en á síðari hluta fyrsta áratugar nýrrar aldar. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 35 Seðlabankinn ber saman vexti lána til meðalstórra fyrirtækja í 9 löndum Vextir 2-3% hærri hér en í samanburðarlöndum Vextir á óverðtryggð- um rekstrarlánum og fj árfestingarlánum til lítilla og meðalstón-a fyrirtækja hér á landi eru töluvert hærri en í átta öðrum saman- burðarlöndum sam- kvæmt úttekt Seðla- -------j-- bankans. Omar Friðriksson kynnti sér niðurstöðumar. UTLÁNSVEXTIR BANKASTOFNANAI NOKKRUM LÖNDUM Ársvextir (%) Óverðtrypgð ' ' rekstrarlan Lítil Meðalstór fyrirtæki fyrirtæki Óverðtryggð fjárfestingarlán Vextir óverðtryqgðra fjárfestingarlána til meðal- Lítii Meðaistór stórra fyrirtækja að gefnum tilteknum forsendum fyrirtæki fyrirtæki ÍSLAND 11,2 11,0 Bandaríkin 9,3 9,0 England 9,4 8,6 írland 9,1 8,8 Malta 9,0 9,0 8,5 8,5 —nilliBHÍ llf f lllllllllllllilWlllTl Danmörk 8,8 7,3 7,3 ■■■■■■■■■■■■■ Finnland 5,4 5,2 6,4 6,2 111 n n H1 Noregur 8,0 8,0 5,7 5,7 ■■■■■■■■1 JJJJJjJJJl Japan 3,2 3,2 3,0 3,ð mmmm FORSENDUR: Eigið fé 51-100 m. kr. Eiginfjárhlutfall = 25%. Veð 50-70% af markaðsvirði. Lándfjárhæð: Lítil fyrirtæki 20 m. kr., meðalstór 40 m.kr. Lánstími: Rekstrarián til 2 ára, fjárfestingarlán ítiMO ára. Ásvelta: Lítil fyrirtæki 200 m. kr„ meðalstór 1.200 m.kr. Fjöldi starfsmanna: Lítil fyrirtæki 25, meðalstór 150. Veltufjárhlutfall > 0,75. Huglægt mat á hæfni stjórnenda, gott. OVERÐTRYGGÐ rekstrarlán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér á landi báru í flestum tilvikum 2-3 pró- sentustiga hærri vexti hér á landi en í nágranna- og samkeppnislöndum í lok síðasta árs, samkvæmt úttekt Seðlabanka íslands á vöxtum af lánsfé til fyrirtækja á íslandi og í átta öðrum löndum. Munurinn er enn meiri gagnvart Japan og Finnlandi. Vextir af rekstrarlánum til meðal- stórra og lítiila fyrirtækja hér var 11-11,2% en 5,2-5,4% í Finnlandi og 3,2% í Japan. Þetta eru niðurstöður úr saman- burði peningamálasviðs Seðlabankans á vaxtakjörum til lítilla og meðal- stórra fyrirtækja hér á landi og í átta löndum sem samanburðurinn náði til, að gefnum tilteknum forsendum um lánsfjárhæðir og stöðu'fyrirtækja. Meiri vaxtamunur var á útlánsvöxt- um óverðtryggðra fjárfestingarlána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á milli íslands og annarra landa en á vöxtum rekstrarlána eða yfir 3 prósentustig í mörgum tilvikum, eða þaðan af meiri. Þannig voru t.d. vextir af lánum til meðalstórra fyrirtækja hæstir hér á landi 11,3%, í Bandaríkjunum 9,6%, Englandi 8,6%, 7,3% í Danmörku, 5,7% í Noregi en lægstir í Japan 3%. í öllum samanburðardæmum bank- ans kom í ljós að óverðtryggðir vext- ir af rekstrar- og fjárfestingarlánum til fyrirtækja undir lok síðasta árs voru hærri hér á landi en í öðrum samanburðarlöndum. Breytti engu þar um þó mismunandi forsendur um lánsfjárhæðir og stöðu fyrirtækja væru lagðar til grundvallar, s.s. mis- munandi eigið fé, veðhlutfall eða veltufjárhlutfall. Lánamarkaður hér allt annar en tíðkast erlendis Viðskiptaráðherra óskaði eftir við Seðlabankann í júlí í fyrra að úttekt- in yrði gerð og barst niðurstaða bank- ans í skýrslu um seinustu mánaða- mót. Tekið er fram að samanburður af þessu tagi sé erfiður og vandmeðf- arinn. Upplýsingasöfnunin um vaxta- kjör fyrirtækja hjá bankastofnunum í öðrum löndum hafi reynst verulega erfið þar sem bankar töldu sér nær ókleift að svara nákvæmlega til um vaxtakjör miðað við þær forsendur sem settar voru fram. Svör bárust frá átta löndum: Danmörku, Finnlandi, Noregi, Englandi, írlandi, Möltu, Bandaríkjunum og Japan. „Lánamarkaður hér á landi er allt annar, bæði að gerð og stærð, en tíðk- ast erlendis. Hér skiptir almenn verð- trygging í útlánum banka meginmáli. Rekstrarlán í skamman tíma (1-3) eru óverðtryggð en íjárfestingarlán til lengri tíma (10 ára) eru nær undan- tekningarlaust verðtryggð. Erlendis tíðkast ekki að veita verðtryggð bank- alán og af þeim sökum skyldi taka með fyrirvara samanburð á vöxtum fjárfestingarlána milli íslands og ann- arra landa,“ segir í skýrslu Seðla- bankans. Bent er á að samanburður nafnvaxta geti reynst villandi þar sem ekki sé leiðrétt fyrir mismunandi verð- bólgu- og vaxtastigi eftir löndum. I skýrslunni er bent á að seðlabank- ar flestra eða allra umræddra landa beita sér fyrir stýringu peningamark- aðsvaxta í þeim tilgangi að draga úr spennu í efnahagslífinu eða örva það. Gerður var samanburður á útláns- vöxtum bankanna í þessum löndum og á íslandi að frádregnum vöxtum á peningamarkaði. Dró þá nokkuð úr mismun útlánsvaxta hér og í öðrum löndum. Mismunur útlánsvaxta banka og 90 daga peningamarkaðsvaxta var mestur í Danmörku eða 5,1 prósentu- stig af rekstrarlánum lítilla fyrirtækja og mismunurinn af lánum til meðal- stórra fyrirtækja var mestur í Nor- egi, 4,3 stig. Hér á landi var þessi munur 3,9-4,2 prósentustig. Mis- munur bankavaxta og peningamark- aðsvaxta af fjárfestingarlánum til meðalstórra fyrirtækja var mestur í Bandaríkjunum, 5,4 stig, síðan hér á landi 4,3 stig og 3,6 stig í Danmörku. Seðlabankinn gerði einnig tilraun til a‘ð bera saman annan lántöku- kostnað af lánum af þessu tagi í samanburðarlöndunum en fékk ófull- komin svör. Skv. þeim upplýsingum sem bárust er munurinn á lántöku- kostnaði töiuverður milli íslands og annarra landi, íslandi í óhag. Stimp- ilgjöld af rekstrarlánum eru 1,5% hér, 1,5% í Finnlandi en 0,3% í Dan- mörku. Annar lántökukostnaður er 1,5-2% hér, 0,5-0,75% í Bandaríkj- unum og Möltu, 0,75-1,25% í Finn- landi, 0,5-1,25% í Englandi og 1% í Noregi. Fastur lántökukostnaður hér á landi er 900 kr. og innheimtu- kostnaður 130 kr. en engar upplýs- ingar fengust um þessa kostnaðar- þætti frá öðrum löndum. Þarf að efla Tölvunefnd eða hemja? „Á meðan þú sefur ..nefndist ráðstefna, sem Skýrslutæknifélag íslands hélt í gær um öryggismál og persónuleynd. HLUTVERK Tölvunefndar og verndun upplýsinga voru meðal þess, sem Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, og Haraldur Briem, yfirlæknir á smitsjúkdóma- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur, fjölluðu um á ráðstefnu Skýrslutæknifélags íslands um öryggi og persónuleynd í gær. Haraldur kvaðst vilja efla nefnd- ina, en Kári sagði að ekki væri rétt að hún hefði endanlegt úrskurðarvald. Arfur kynslóðanna og skyldur Haraldur Briem sagði í fyrirlestri, sem bar yfirskriftina „Vernd persónu- upplýsinga í heilbrigðisþjónustunni" að það að samþykki sjúklings þyrfti ávallt að vera fyrir hendi hefði áhrif á til dæmis faraldursfræðirannsóknir vegna þess að þá fengjust bjagaðar niðurstöður. „Við vitum af reynslu að sumir hópar sjúklinga, sem eru mjög þýðing- armiklir, hafa tilhneigingu til að neita upplýsingum," sagði hann. „Þannig að ef hægt er að tryggja vernd per- sónuupplýsinga væri mjög bagalegt ef menn gætu hreiniega neitað að taka þátt í rannsóknum." Hann sagði að þetta byggðist á því að sjúklingar framtíðarinnar hefðu sinn rétt, sem byggðist á rannsóknum og þekkingu kynslóðanna á undan. Kári Stefánsson ræddi sama mál og sagði að læknisfræði okkar daga ætti í einu og öllu rætur að rekja til persónuupplýsinga, hún hefði orðið til vegna þess að einstaklingar, jafnt sjúkir sem heilbrigðir, hefðu verið reiðubúnir til að láta safna saman um sig upplýsingum. „Það má leiða að því rök að réttur okkar í dag til að notfæra okkur þessa læknisfræði komi ekki ókeypis heldur fylgir honum sú móralska skylda að vera reiðubúin til að veita upplýsingar um okkur sjálf þannig að læknisfræðinni geti fleygt fram,“ sagði Kári. Haraldur sagði að hér á landi væri það skoðun manna að varðveita ætti upplýsingar þar sem þær yrðu til. „Við verðum að sporna við þrýstingi á löggjafann um að slakað verði á persónuvernd í lagasetningu," sagði Haraldur. „Við höfum fundið að um leið og Tryggmgastofnun hefur viljað aðgang að upplýsingum hefur verið svarað að þá verði lögunum einfald- lega breytt. Þingið þarf að vera vak- andi fyrir þessu.“ Haraldur ítrekaði að efia þyrfti starf Tölvunefndar, sem hefði eftirlit með allri gagnavinnslu. Sagði hann að nefndin væri mjög vanbúin til að geta sinnt hlutverki sínu. Sagði hann að hnignun persónu- verndar væri yfirvofandi. „Ég held að þessi aukna dreifíng persónuupp- lýsinga með rafrænum hætti muni óhjákvæmilega geta leitt til slíkrar hnignunar," sagði Haraldur. „Við verðum vör við vaxandi þrýsting á aukningu aðgangsheimilda. Einnig held ég að slök skráning upplýsinga sé mjög varasöm og stuðli að hnignun persónuverndarinnar . .. Þetta gæti endað með því að læknirinn setur bara hvítt lak yfir sjúklinginn, gengur að tölvunni og lemur hana niður.“ Kári sagði að aukin ásókn í upplýs- ingar væri samkvæmt skýrslu Tölvu- nefndar öll frá fólki, sem væri að stunda rannsóknir. „Enn þann dag í dag sé ég ekki hinar slæmu afleiðingar af þessari auknu sókn í upplýsingar úr heitbrigð- iskerfinu,“ sagði Kári. „Ég held því hins vegar fram að það sé gífurlega mikilvægt að vaka yfir þessu á þann hátt, sem Haraldur Briem og hans félagar hafa gert.“ Hann sagði hins vegar að þegar Haraldur hvetti til þess að Tölvunefnd yrði efld bæri að hafa það í huga að hann sæti í nefndinni og væri málið því ekki óskylt. Tölvunefnd sér um framkvæmd laga um söfnun og meðferð persónuupplýs- inga. Kári sagði að lögin byðu af nauð- syn upp á mikla túlkun og veittu því Tölvunefnd mikið vald í ákvörðunum um það hveijir mega sgfna og geyma persónuupplýsingar á Islandi. Kári sagði að í nefndinni sæti yfir- leitt fyrirmyndarfólk, sem færi vel með vald sitt og ætti formaður hennar, Þorgeir Örlygsson, heiður skilinn. Gegm grundvallarlögmáli læknisrannsókna? „En nefndin hefur ekki verið óskeikul," sagði Kári. „Hún hefur á stundum verið ófeimin við að láta skína í hvassar tennur þess alræðis- valds, sem lögin færa henni.“ Kári gagnrýndi sérstaklega síend- urtekna kröfu um eyðingu gagna. Krafa um notkun leynimáls varðand: upplýsingar væri eðlileg, en það bær vitni skilningsskorti á því hvernig rann- sóknir væru unnar að krefjast þess að duimáfi væri eytt áður en rannsókr lyki. Þetta hefði í for með sér að grund- vailarkigmá! í læknis rannsóknun væri brotið, því ekki væri réttlætanleg1 að ráðast í rannsóknir á mönnum nem: lfkur á að þær leiddu til nýtanlegr: niðurstaðna væru sem mestar. Kári nefndi einnig að óæskileg væri að úrskurðir Tölvunefndar væn endanlegir, þeim ætti að mega áfrýja Til dæmis mætti endanlegt vald liggj; hjá dómsmálaráðherra, sem væri lýð ræðislega kjörinn, í stað embættis manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.