Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1997, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Albertsson Kirkju- turn lag- færður FO=TBR'S RÁÐSTEFNUGESTIR voru frá 24 löndum. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Alþjóðleg ungmenna- skipti í 35 ár Grundarfjörður - Turnsyllan í Grundarfjarðarkirkju hefur legið undir skemmdum og hafa endurbætur staðið yfir. Turn kirkjunnar hefur verið umlukinn vinnupöllum vegna þessa. Upplagt þótti jafnframt að nota tækifærið og lagfæra glugga og endurbæta klukknahljóminn, svo hann berist betur yfir bæinn. Einnig er fyrirhugað að mála turninn, gefist til þess veður. Allt þetta kostar mikla fjármuni og er erfítt litlum söfnuði. Að sögn sóknar- prestsins, Karls V. Matthías- sonar, er gott að heita á Grundarfjarðarkirkju. Unnið að sameiginlegu framboði FÉ L AGSFUNDUR í Alþýðu- bandalaginu á Akranesi samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að vinna áfram að sameiginlegu framboði Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks í bæjarstjórnarkosningunum 1998. Fundurinn samþykkti jafnframt að leitað verði til aðila utan þessara flokka með samstarf í huga. „Sameiginlegt framboð á að leggja megináherslu á málefni fjöl- skyldunnar, skóla- og menningar- mál, umhverfísmál og atvinnu- og launamál. Alþýðubandalagsfélagið á Akranesi vill að nú fari af stað sam- eiginleg málefnavinna þar sem sér- stök áhersla verði lögð á þessa þætti. Stjórnir flokksfélaganna ásamt fulltrúum annarra aðila, sem áhuga kunna að hafa á sameiginlegu framboði félagshyggjufólks, stýri málefnavinnunni. Hveragerði - Á vegum samtakanna Alþjóðleg ungmennaskipti, AUS, var nýverið haldin í Reykjavík ráð- stefna sem hafði það að markmiði að efla skilning milli þjóða ásamt því að vinna gegn kynþáttafor- dómum. Á ráðstefnuna mættu 38 fulltrúar frá 24 þjóðlöndum. Signý Óskarsdóttir, einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar, sagði tilganginn með ráðstefnu sem þessari vera þann að fulltrúar frá ólíkum menningarsvæðum ræddu saman og lærðu hver af öðrum. „Þarna gafst tækifæri til að ræða þau vandamál sem blasa við í hveiju landi fyrir sig. Alls staðar eru einhver vandamál en þau eru gríðarlega mismunandi Stykkishólmi - Leikskólinn í Stykkishólmi hélt upp á 40 ára afmæli sitt um daginn. Skólinn tók til starfa 7. október 1957 og voru það systurnar við St. Fransiskusspitalann sem stofn- uðu hann og ráku allt fram til 1. ágúst sl. Þá tók Stykkishólms- bær við rekstrinum. í skólanum eru nú rúmlega 70 börn. Þar er sveigjanlegur vistunartími frá 4 tímum og allt að 8 tímum. Alls eru starfsmenn um 15. Nýráðinn skólastjóri er Sigrún Þórsteinsdóttir en hún er frá Vallakoti í S-Þingeyjar- eftir svæðum." Að sögn skipu- leggjenda þótti ráðstefnan afar vel heppnuð. Ráðstefnugestir kynntu sér einnig ungmennastarf hér á ís- landi og heimsóttu meðal annars Hitt húsið í Reykjavík. Að ráðstefnunni lokinni tók við aðalfundur ICYE, en AUS er ís- landsdeild þeirra samtaka. Var fundurinn haldinn á Hótel Björk í Hveragerði um síðastliðna helgi. Á sýslu. í tilefni þessara tímamóta buðu starfsmenn og leikskóla- börn upp á opið hús föstudaginn 24. október sl. Þar var bæjarbú- um boðið að kynna sér starfsemi skólans og þiggja veitingar sem foreldrafélagið stóð fyrir. Marg- ar gamlar ljósmyndir voru sýnd- ar og þótti mörgum sem nú eru orðnir fullorðnir gaman að sjá myndir frá þeim tíma er þeir voru ungir og mikið hafði tím- inn breyst. Margir Hólmarar heimsóttu leikskólann á þessum tímamót- um. fundinn mættu fulltrúar frá lang- flestum þeirra þjóða sem þátt taka í ICYE. Fulltrúar á fundinum voru vel á fjórða tuginn. Á aðalfundin- um var kosinn nýr formaður i sam- tökunum, Anni Koskela frá Finn- landi. Einn af hápunktum aðalfundar- ins var ferð sem fulltrúarnir fóru til Skálholts en þar var aðalfundur AUS haldinn fyrir 20 árum. Þar tók sr. Jón Bjarman á móti hópn- um en hann er sérstakur heiðurs- forseti ICYE. Alþjóðleg ungmennaskipti eru samtök sem hafa starfað að ung- mennaskiptum milli landa í rúm 35 ár. Markmið samtakanna er að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn fordómum og hleypidómum hvers konar. íslenskum ungmennum er gefíð tækifæri á því að starfa í sjálfboð- inni þjónustu í hinum ýmsu þjóð- löndum og heimsálfum. Ennfrem- ur koma hingað til lands erlend ungmenni sem kynnast vilja landi og þjóð og leggja fram krafta sína til góðra mála. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason LEIKSKÓLANEMENDUR í Stykkishólmi héldu upp á 40 ára afmæli leikskólans og var margt um að vera þann dag og á myndinni má sjá yngri nemendurna syngja fyrir gesti. Leikskólinn í Stykkishólmi 40 ára Grundarfj örður Fundað með þingmönnum kjördæmisins Grundarfirði - Hreppsnefnd Grundarfjarðar fundaði með þingmönnum kjördæmisins í Grundarfirði 29. október sl. en þingmennimir voru á árlegri yfir- reið um kjördæmið. A fundinum voru rædd ýmis mál, bæði þau sem hreppnefndin vildi leggja áherslu á við þing- mennina og einnig tóku þing- menn púlsinn á Grundfirðingum og foi’vitnuðust m.a. um stöðuna í atvinnumálum, helstu verkefni sveitarfélagsins sem framundan eru o.s.frv. Vegamál em langmikilvægasta málefnið nú sem fyrr. Þó ekki megi gleyma því sem áorkað er og vel er gert vill hreppsnefndin sjá meiri hraða í vegafram- kvæmdum og er tenging byggð- anna á norðanverðu Snæfellsnesi þar forgangsverkefni. Verði ekki breyting á hraða framkvæmda vill hreppsnefndin að leitað verði nýrra leiða í fjármögnun vega- framkvæmda. Bættar vegasam- göngur em eitt stærsta hags- munamál landsbyggðarinnar og vopn í baráttunni gegn stórfelld- um flutningum fólks þaðan á suð- vesturhorn landsins. Hrepps- nefndin bauð þingmönnunum all- an stuðning í sameiginlegri bar- áttu um bættar vegsamgöngur. Ennfremur var rætt um menntamál og mikilvægi þeirra á landsbyggðinni, málefni heilsu- gæslunnar, St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi, jöfnun síma- gjalds, betri hlustunarskilyrði Ríkisútvarpsins, framlög Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga til grunn- skólabygginga o.fl. Morgunblaðið/Guðlaugur Aibertsson FRÁ fundi hreppsnefndarmanna i Grundarfirði og þingmanna kjördæmisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.