Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 B 7 DÆMI eru um að stóðhestar hafi drepið folöld í girðingum en ekkert slíkt gerðist þau tvö suinur sem Björn vakt aðistóðin. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson hestsins, þ.e. hversu mikil löngun hans er til að hafa samræði við hryssumar. Næst er að nefna kyngetu hans, það er hversu sprækur hann er eða líkamlega vel á sig kominn. Ungir hestar hafa að jafnaði meiri kyngetu, ekki famir að bila í fótum né stirðna í hreyfingum svo dæmi sé tekið. Síðan er að nefna kynheilbrigðið og þá á ég við rétt sköpuð kynfæri og getu þeirra til að starfa eðlilega. Er nægjanlegt blóð- streymi til getnaðarlims? Eru eistu rétt og vel sköpuð og nægjanlega stór og fram- leiðsla þeirra á heilbrigðum sáðfmmum í lagi og sæðisgæðin þar með góð? Ef allir þessir þættir em í mjög góðu lagi og ekki nein vandamál hjá hryssunum getur hestur gagnast þrjátíu hryssum á fjómm vikum. En til þess að svo sé þurfa allir þessir þætt- ir að vera í lagi eins og best verður á kosið. Þá væmm við að tala um 80 til 90% fyljun.“ Samsetning hópa skiptir miklu „Samsetning á hryssuhóps í girðingu hjá hesti virðist skipta talsverðu máli ef vel á til að takast. I fyrri hópnum vora bæði kastaðar og ókastaðar hryssur sem og geldhryssur. Þarna hagaði þannig til að svo til allar hryssurnar voru frá sama bænum og þekktust og mynd- ast vinskapur milli sumra þeÚTa. Ekki óalgengt að tvær til þrjár héldu saman. Ein í þessum hópi var kannski köstuð. Ef sú ókastaða varð álægja og sýndi stóðhestinum áhuga og gagnkvæmt urðu hinar tvær sýnilega afbrýðisamar og vörðu hana fyrir hestinum. Þurfti hann að taka í óköstuðu hryssurnar og berj- ast til að komast að þeimi sem var í látum. I sumum tilvika varð hann frá að hverfa og getur svo farið að hryssur fyljist ekki af þessum sök- um. í tilvikum sem þessum spilar kyngeta hestsins inn í, það er hversu sterkur hann er og úthaldsgóður. Atvik sem þessi komu aldrei fyrir hjá ótamda hestinum seinna sumar- ið. Þá tók ég eftir hvernig óköstuð hryssa hagaði sér eins og stóðhestur þegar hún reyndi að riðlast á kastaðri hi’yssu. Ekki veit ég hvort það hefur einhver áhrif á fyljun hryssna en greinilegt er að máli skiptir hvernig hryssuhópurinn er samsettur hjá stóðhestinum. Álita- mál er hvort hafa eigi saman folalds- lausar hryssur og kastaðar eða óka- staðar hryssur nema þá að þær verði með stóðhestinum allt sumarið. Vel þekkt er að víða er ekki tekið við óköstuð- um hryssum í girðingar. Þá er það stað- reynd að stóðhestarnir í báðum tilvikum sinntu geldhryssunum betur en hinum.“ Velja hryssur sér hest eða öfugt? „Seinna sumarið var um mjög frábmgðinn hóp að ræða. Hjá ótamda hestinum voru 22 ótamdar hryssur sem gengu þar allt sumrið og reyndar allt árið. Þarna vom tveir stóðhópar í sömu girðingunni. Það vakti athygli mína að fyrir kom að hryssur HRYSSURNAR mynda vinasambönd og halda sig saman meðai „vinkvenna" í stóðinu. læddu sér á milli hópa en ekki það að hest- amir væm að stela hryssum úr hinum hópnum. Komu þær yfirleitt aftur til baka ef stóðhsturinn tók ekki við þeim. Vekur þetta spumingar um það hvort hryssurnar velji sér hesta frekar en hestamir velji sér hryssur. Til dæmis þegar hestar em farnir að eldast er hugsanlegt að einhverjum hryssnanna þyki hann ekki sinna sér nægi- lega og leiti því yfir í annan hóp þar sem yngri og sprækari hestur ræður ríkjum.“ Full stjórn stóðhestsins „Meðan á fengitíma stóð héldu stóðhest- arnir hryssunum vel saman og leiðst þeim ekki að dreifa sér að vild. Yfirleitt dugði að stóðhesturinn hneggjaði til þeirra og komu þær aftur með það sama. Ef þær hlýddu ekki sótti hann þær, ef ekki með góðu þá með hörðu og yfirleitt báru þær mikla virðingu fyrir honum. Þetta gilti um báða stóðhestana. Að loknum fengitíma slaknaði á aga hjá ótamda hestinum og hryssurnar dreifðu sér án afskipta hestsins. Hestarn- ir reka hópana oft til á hverjum degi og lykta af öllu sem hiyssurnar hafa látið frá sér bæði þvagi og taði. Þeir róta með framfæti í taðhraukunum og míga síðan yfir allt heila klabbið. Mér er ekki alveg ljóst hver tilgangurinn er með þessu háttalagi en það bar mun meira á þessu hjá tamda hestinum. Hugsanlegt er að hryssurnar gefi frá sér lyktarefni (feromó- ne) sem segi hestinum hvort þær eru farn- ar að ganga og/eða hvar þær séu staddar í gangmáli þ.e. hvort egglos sé í nánd. Ekki var ómskoðað hjá ótamda hestinum því all- ar hryssurnar voru ótamdar og ekki ger- legt að gera slíkt undir þessum kringum- stæðum. Þó leiddi ómskoðun í ljós óskipu- legar uppáferðir tamda stóðhestsins." Með þrjár í takinu á dag „Annað var upp á teningnum hjá þeim ótamda. Þótt ekki væri hægt að ómskoða ótömdu hryssurnar voru teknar blóðpmf- ur úr þeim vikulega frá miðjum júní og út september. Þegar hryssumar urðu álægja sýndi stóðhesturinn þeim dræman áhuga fyrstu tvo til þrjá dagana. Hann lyktaði þó reglulega af þeim en fór ekki upp á þær fyrr en á þriðja degi. Gagnaðist hann þeim sex til sjö sinnum á dag í tvo til þrjá daga. Eftir það vildi hann ekkert með þær hafa þótt þær sýndu áhuga á áframhaldandi ástarlífi. Þetta þýðir í raun að ótamdi stóð- hesturinn fyljar í nánd við egglos og blóðprufur sönnuðu yfir 90% fyljun hjá honum. Þetta bendir ótvírætt til þess að hryssurnar gefi frá sér lyktarefni sem seg- ir stóðhestinum hvenær von er á egglosi og hann hagar sér í samræmi við það. Hestarnir voru aldrei með fleiri en tvær til þrjár hryssur í takinu í einu jafnvel þótt fleiri væru til í tuskið. í erlendri rannsókn voru tíu hryssur samstilltar og stóðhesti sleppt til þeirra. Hann sinnti ekki nema nokkrum í einu og fyljaði alls ekki allan hópinn. Amerískar rannsóknir sýna að villihestar í frjálsri náttúru velja sér ekki nema tvær til fjórar hryssur í senn. Þessar niðurstöður segja okkur að við megum ekki hafa hópana of stóra. Tuttugu til tutt- ugu og fimm er að mér virðist hæfilegur fjöldi miðað við sex vikur hjá hesti og ætti þá að vera öruggt að gott fyljunarhlutfall náist. Það er ekkert skrýtið þótt árangur sé lélegur þegar þrjátíu og fimm hryssur eru aðeins fjórar vikur með hesti eins og dæmi em um. Það er í meira lagi vafasamt og óskynsamlegt þótt vel geti verið að finna megi dæmi um að slíkt hafi gengið í eitt eða fá skipti með einstaka hesta þar sem öll atriði sem áðan var getið um hafi verið í góðu lagi.“ Lækningamáttur náttúrunnar rnikill „En svo vikið sé að ótamda hestinum aftur og hans merarstóði tók hann nokkrum sinnum hraustlega í þrjár hryssur. Var þar um að ræða þrjár fjögurra vetra ókastaðar hryssur. Líklega hafa þær ekki tileinkað sér reglur þær sem giltu í stóð- inu og því verið ástæða fyrir foringjann að kenna þeim lífsreglurnar. Einni hryssunni veitti hann áverka á stærð við handbolta, mikið svöðusár, en það var vel gróið í lok september. Ég sem dýralæknir hefði ekki trúað hversu hratt og vel sárið greri og því hversu mikill lækningamátturinn er úti í náttúrunni. Til álita kom að gera að sárinu en að vel athuguðu máli var ákveðið að gera það ekki, heldur láta náttúruna sjálfa um verkið. Enda var ekki hægt um vik því hryssan ótamin og villt og hefði líklega þurft að svæfa hana. Fyljunarprósentan hjá þeim ótamda var yfir 90%, sem er afbragðsgott. Hjá þeim tamda var útkoman mun lakari. En að þessu öllu skoðuðu sýnist mér ekki stætt á öðm en að könnuð sé geta graðhesta áður en þeim er sleppt á fullu út í ræktunarstarfinu. Þar á ég ekki bara við sæðisgæði heldur einnig kynorku og kyngetu. Aðeins þannig getum við viðhaldið frjósemi íslenska hrossastofnsins, sem er einstök. Ég tel að frjósemi sé ekki endilega að minnka heldur sé frek- ar um það að ræða að ekki sé alltaf rétt staðið að máli varðandi til- hleypingamar. Skipulögð hrossa- rækt getur komið í bakið á okkur ef við gætum ekki að okkur. Þar á ég náttúrulega við hættu á minnkandi frjósemi en einnig ýmsa galla sem geta erfst dulið, þ.e. þeir koma ekki ljós nema við breyttar aðstæður eða mikið áreiti. Dæmi um það er sumarexem og heymæði. Það vant- ar meiri þekkingu á hrossastofnin- um sem aðeins er hægt að öðlast með rannsóknum. íslenski hestur- inn er ómetanleg menningararfleifð sem okkur ber skylda til að varð- veita áfram,“ sagði Björn að end- ingu. Næsta skrefið í rannsókninni er að Björn vakti ungan stóðhest sem fer í hryssuhóp í fyrsta skipti og er það loka- þáttur þessa verkefnis sem er fjármagnað af Vísindasjóði, en vísindaleg uppbygging framkvæmdaáætlunar var gerð í sam- vinnu tvo prófessora við Dýralæknahá- skólann í Hannover, þá Hans Merkt og Erich Klug. Niðurstöður rannsóknarinn- ar verða unnar í samvinnu við þá auk þess sem blóðrannsóknir verða gerðar samhliða. Framkvæmd verkefnisins er á ábyrgð Björns. Valdimar Kiistinsson. Of MIKIL streita getur haft neikvæð áhrif á fyljunargetu stóðhesta og þar getur orsakanna meðal annars verið að leita í mikilli þjálfun og þátttöku í keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.