Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR LAUGARDAGUR 27. SEPTEMBER 1997 27 Ingvar Helgason hf. Sœvurhiifúa 2 Síwi 525 8000 Subam Legacy awD sjálfskiptur meö sidrifi og sérstakri spóivörn kr. 2.366.000.- Árni Sigfússon að mínu mati röng forgangsröð að setja nær 700 milljónir í fleiri lista- söfn og sali á sama tíma og fjár- skorti er borið við þegar huga þarf að betri menntun barna okkar. Þetta eru þyngstu rökin. En það er fleira sem ég geri athugasemd við þegar ákvörðun um 700 milljóna króna R-listasafn í Hafnarhúsinu er tekin: Röng nýting á mikilvægum stað Það á að vera stefna borgaryfír- valda að efla gamla miðbæinn. Hann hefur upp á margt að bjóða, en til þess að hann dafni þarf að skapa ramma fyrir starfsemi sem kallar á margt fólk. Listasafn í Hafnarhúsi verður ekki fjöldasamkomustaður. Sá sem heldur það er á villigötum, því miður. Aðstæður í miðbænum til að efla hann eru takmarkaðar og því þarf að huga vel að húsnæði sem gefur jafn mikla möguleika og Hafnarhúsið. Verslun er smám sam- an að hverfa úr gamla miðbænum. Við því þarf að sporna, ekki með því að banna mönnum að gera eitt- hvað annað við húsnæði sitt, heldur með því að skapa aðlaðandi ramma fyrir ákjósanlega verslun. Hafnar- húsið gæti t.d. sómt sér mjög vel til að styrkja fjölbreytilega verslun og lítil gallerí í miðbænum. Hús- næðið hentar vel sem margþætt við- skipta-, lista og þjónustumiðstöð. Hugmyndir sem áður hafa verið reifaðar af reyndu fólki í viðskiptum hafa miðað að því að Hafnarhúsið, með anddyri að erlendum farþega- skipum, sé kjörin aðstaða fyrir fjöl- þætta verslun, litla sýningarsali og handverkstæði. Þrengt að umferð í miðbænum R-iistinn hefur ákveðið með ný- gerðu aðalskipulagi að auka ekki umferðarrýmd vestan Elliðaánna. Þetta þýðir að um leið og Reykjavík stækkar, verður ekkert gert til að auka umferðarrýmd inn á svæði gamla miðbæjarins. Þetta mun því smám saman herða hálstakið á mið- bænum. Hvaða starfsemi sem yrði rekin í Hafnarhúsinu myndi því beij- ast við þá staðreynd að þrengt er að aðkomu í gamla miðbæinn. Engin þörf á enn einu safni Hér verða nefnd helstu söfn, sýn- ingarsalir og gallerí í Reykjavík. Upptalning er þó ekki tæmandi. Að auki eru söfn og sýningarsalir í Gegn 700 milljóna króna R-listasafni ASÍ, Listasafn íslands, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Salir undir listsýningar: Gerðu- berg, Norræna húsið, Nýlistasafnið, Ráðhúsið, Þjóminjasafnið. Gallerí/sýningarsalir: 20 fm, Dada, Gallerí Borg, Gallerí Fold, Gallerí Gangur, Gallerí Gúlp, Gallerí Hlust, Gallerí Hornið, Gallerí Lista- kot, Gallerí Sævars Karls, Ingólfs- stræti 8, Listhús Ófeigs, Listhús í Laugardal, Mokka, Myndás, Regn- boginn, Stöðlakot, Tehúsið. Hvað verður um tónlistarhús? R-listinn ætlar að troðast af stað með 700 milljóna króna fram- kvæmd, fyrir utan rekstrarkostnað, og vera kominn svo langt með hana við næstu kosningar að hann geti sýnt sig þar á listahátíð. Þótt húsið verði þá alls ekki fullklárað er þar með verið að sjá svo um að nokkur hundruð milljónir verði að fara í það fram til ársins 2000. Þetta þýðir að draumar um tónlistarhús verða afar óraunhæfir, og hefur samt þótt erf- itt að finna rekstrarlegan grundvöll áður. Enginn spyr um rekstrarlegan grundvöll fyrir R-listasafninu! Víst er að hann treystir á árlegar niður- greiðslur borgarbúa. Hins vegar er augljóst að værum við í stakk búin til að vélja á milli 700 milljóna í enn eitt listasafnið eða tónlistarhús, hið eina hér á landi, stend ég með tón- listarhúsi. En fyrst og fremst stend ég með betri grunnmenntun barna okkar þegar kemur að forgangsröðun í borginni. Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. BORGARSTJÓRI segir að nú séu ekki til peningar til að greiða grunn- skólakennurum hærri laun og rætt. er um hvort launahækkun til leik- skólakennara eigi að koma fram í útsvars- eða gjaldskrárhækkunum. Gæsluvöllum í borginni hefur verið fækkað af því að það er „ekki skyn- samleg íjárfesting", að mati R-list- ans. Á sama tíma er stefnir í 700 millj- óna króna kostnað við enn eitt borg- arrekið listasafnið. Nú þegar eru starfandi um 30 söfn, salir og gallerí í borginni og fleiri slík eru í næstu byggð, Kópavogi og Hafnarfirði. Söfnin og salirnir í Reykjavík eru jafnmargir grunnskólunum. Það er Kópavogi og Hafnarfirði. Þessi upp- talning sýnir að miðað við fólks- fjölda er mikil gróska í listinni okk- ar, mælt í sýningarsölum, söfnum og galleríum. Þau listaverk sem Reykjavíkurborg eignast eða kaupir af listamönnum, hveiju nafni sem þeir nefnast, eiga að vera til sýnis, en ekki öll, ailtaf. Það á að skipta þeim út og nota til þess þau söfn og þá sali sem bjóðast í borginni. Listasöfn í Reykjavík: Ásmund- arsafn, Kjarvalsstaðir, Listasafn Enginn spyr um rekstr- arlegan grundvöll fyrir R-listasafninu! Árni Sigfússon telur víst að hann treysti á árlegar niðurgreiðslur borgarbúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.