Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2000, Blaðsíða 4
Maður haldinn ergot eitrun. Teikning eftir Matthias Griinewald (1470-1528). Myndin er varð- veitt á Colmarsafninu í Frakklandi. MYRKRA- HÖFÐINGJAR FYRROGNU Faraldrar qf völdum ergot-eitrana voru mjög algengir í Norður-Evrópu ó síðmiðöldum. Séra Jón Magnús- son var ekki einn um að upplifa þessi veikindi og of- skynjanir, það gerði einnig heimilisfólk hans og gestir sem höfðu viðdvöl ó heimilinu EFTIR MARGRÉTI ÞORVALDSDÓTTUR Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Myrkra- höfðingann sem á að vera byggð á lífí klerksins Jóns Magnússonar sem bjó á Eyri við Skutulsfjörð og galdrafári á Vestfjörðum um miðja 17. öld. Orsakir galdrafársins, ofskynjanir og önnur veikindi sem sóttu á fólk, sérstaklega á 17. öld, hafa lengi verið mönnum ráðgáta. Sú tilgáta að ímyndunarveiki, trúgimi og fáfræði fólksins hafí rænt það eðlilegri skynsemi hafa ekki verið taldar íúllgildar skýringar þar sem veikindin voru raunveruleg. Nú er margt sem bendir til að á fárinu séu eðlilegar skýringar. A undanförnum árum hafa vísindamenn rakið orsakir faraldrana til ákveðins svepps í ergoti, Claviceps purpurea, sem vex á komi, sérstak; lega á rúgi, við ákveðnar veðurfarsaðstæður. í þessum sveppi hefur verið einangi-að efnið Lys- ergic acid diethylamide, öðm nafni LSD sem er þekkt ofskynjunarefni og hefur komið mjög við sögu í fíkniefnaheiminum, enda hefur ungt fólk á kynþroskaskeiði reynst vera sérstaldega við- kvæmt fyrir þessu efni. A síðasta ári birtu vísindamenn við líffræði- deildir Tulane-háskólann í New Orleans og Pittsburg-háskóla í Bandaríkjunum grein í tímaritinu Perspectives in Biology and Medic- ine þar sem rakin er saga ergotsins, efnasam- setning, eitmnareinkenni og afleiðingar en einnig hvemig það var notað til lækninga á miðöldum og á síðari tímum. í söguþættinum má sjá hliðstæðar lýsingar á andlegum og líkamlegum hremmingum fólks í Evrópu á miðöldum og þeim lýsingum sem koma íram í íslenskum annálum og ritum eins og píningarsögu klerksins Jóns Magnússonar. Þessi sjúkleiki og ofsóknarfaraldrar voru al- gengir erlendis aðallega í Norður-Evrópu og voni þá oft kallaðir hinn heilagi eldur. Ahrif þessara faraldra á einstaklinga, eins og þeim er lýst í Perspectives, hljóta hafa verið ógnvekjandi. Einkennin voru sviti, krampi, skjálfti og hiti og kuldi á víxl, tilfinningaleysi, köfnunartilfinning, lömun og þeim fannst maðk- ar skríða undir húð þeirra. Onnur einkenni voru niðurgangur, gula, þunglyndi og hjartaáfall. Ergotið gat einnig valdið sterkari áhrifum eins og drepi í fingrum og tám eða útlimum (lima- falli) og bráðadauða. Það er þó athyglisvert að einstaka mönnum virðist snemma hafa orðið Ijóst að veikindin komu í kjölfar neyslu á slæmu komi, en upp- lýsingamar voru svæðisbundnar. Arið 1602 hvetur læknir í París mæður með böm á brjósti til að borða hveitibrauð í stað rúgbrauðs til að hindra að bömin fái krampa. En hvorki suða né bakstur nær að eyða ergoti í kominu. í framhaldi á því má velta íyrir sér hvort þar sé komin skýring á því hvers vegna íslenskar mæður úr yfirstétt höfðu ekki böm sín á brjósti á 17. öld og lengur. Siðurinn hafi síðan haldist eftir að hættan var liðin hjá og upphafleg ástæða löngu gleymd. í annálum hér á landi er aðallega getið um efnafólk og heimilismenn þeirra sem fómar- lamba þessara faraldra, en erlendis var það al- múginn, brauðætumar sem vom fómarlömbin. Vegna harðæra hér á landi á 17. öld og háu verði á komi, rúgi, hefur það varla verið á færi ann- arra en efnamanna að kaupa erlent kom. Jón Magnússon hefur verið í hópi hinna efna- meiri og hefur hann lýst kvöl sinni og pínu með magnaðri orðkyngi. Stundum fannst honum Korn sýkt af ergoti (korndrjóla) getur valdið margs konar eitrunum. Þrjár galdranornir brenndar á báli. Þýzk trérista frá 1555. hann liggja á báli og logi og báleldur fara um all- an líkamann sérstaklega brjóstið ... blossinn fór fram af fingmnum ... hann hélt að hann myndi brenna upp ... eða honum fannst hann liggja í mstingskulda eða kuldinn lá á hálfum líkaman- um og eldhiti á hinum helmingnum. Stundum fór kuldinn upp frá fótunum upp eftir líkaman- um, eins og þegar skýfar líður um loftið með vexti og slotum ... og munnurinn var kipraður og kreistur út á aðra hlið. Stundum var sem holdið utan um beinin væri sem krúandi maðka- veita vellandi og spriklandi með hræðilegum of- bjóð (viðbjóði). Jón segir líkamlega kvalræðið einskis vert hjá því kvalræði sem kvaldi sálina. Hann var haldinn andstyggilegum þönkum ... djöflar óðu þar út og inn og tróðu sér inn í hug- renningamar ... Honum fannst hann útflæmd- ur af Guði og burtkastaður ... djöfullinn hefði vilja koma honum til að tilbiðja sig og lasta Guð. Þessi reynslusaga Jóns er merkilega lík reynslu Alberts Hoffmanns, svissnesks vísinda- manns, efnafræðings, sem starfaði hjá sviss- neska lyfjafyrirtækinu Sandoz á fyrri hluta þessarar aldar. Hoffmann var fyrstur tU að búa til LSD á kemískan hátt, áriðl943. Þegar hann var að einangra eíhið kom yfir hann undarleg tilfinning, hann hætti vinnu, fór heim gripinn mikilum óróleika og svima, hluth; tóku á sig furðumyndir með iðandi litadýrð. Áhrifin hurfu á tveimur tímum. Þai- sem hann áleit að efnið sem hann var að rannsaka hafi haft þessi áhrif ákvað hann að prófa það á sjálfum sér. Þó að hann tæki ekki stóran skammt voru áhrifin sterk. Sjónsviðið breyttist, hlutir urðu sveigjan- legir eins og í spéspegli... húsgögn fengu trölls- legt ógnvekjandi form ... jafnvel konan í næstu íbúð, sem hann varla þekkti, var ekki lengur frú R. heldur slæg og illskeytt norn með litaða grímu. Hann sagði að þessar djöfullegu breyt- ingar á ytra umhverfi hafi verið illar, en enn verri hefðu breytingamar verið sem áttu sér stað innra með honum. Allar tilraunir hans til að losna undan þessum utanaðkomanadi áhrifum og ná valdi yfir sjálfum sér reyndust árangurs- lausar. Djöfullinn hafði tekið sér bólfestu í lík- ama hans og yfirtekið hug hans og sál. Hann stökk á fætur og æpti til að frelsa sig af honum en tókst það ekki... hann óttaðist að hann væri að missa vitið. Hoffmann náði sé á 14 klukkustundum. Sam- starfsmenn hans vildu ekki trúa því sem skeð hafði. Nokkrir þeirra tóku inn efnið og staðfestu lýsingar hans. Sandoz-lyfjafyrirtækið leitaði leiða til að finna not fyrir LSD bæði til lækninga og í hagnaðarskyni. Rannsóknaraðilum voru send ókeypis sýni af efninu ásamt fjárstuðningi og var LSD prófað við meðhöndlun geðsjúk- dóma, alkohólistum voru gefnir stórir skammt- ar af LSD í þeirri von að ofskynjanimar myndu hræða þá frá alkohólinu. Síðan, þótt ótrúlegt sé, var LSD gefið dauðvona ki’abbameinssjúkling- um, efnið átti að hjálpa þeim að þola kvalir betur og sætta sig við örlög sín! Rannsóknum var hætt þar sem slæmu áhrifin reyndust meiri en ávinningurinn. Það var þó ekki fyrr en á hippatímanum eða eftir 1960 þegar LSD var hvað vinsælast hjá ungu fólki að farið var að skrá neikvæð áhrif LSD. Margir fyrirfóra sér vegna ranghug- mynda og ofskynjana af völdum efnisins. I fjöl- mörgum tilfellum olli LSD langtíma geðklofa- einkennum hjá einstaklingum sem að öllum líkindum hefðu farið í gegnum lífið við góða and- lega heilsu, ef þeir hefðu ekki komist í kynni við fíkniefnið, segir í bókinni Drugs and the hmin. Ergot líkist dökku hymi og vex á korni, sér- staklega rúgi við sérstakar veðurfarsaðstæður. Mest er hætta á að sveppurinn myndist á korni þegar köldum vetram fylgja köld og votviðra- söm vor og hlý og rök sumur. Ergot í komi get- ur valdið tvenns konai’ eitranum, annars vegar drepi (gangrenous) og hins vegar krampaein- kennum (convulsive). Drep-einkennin orsakast af eitraðum alkalóiðum í ergotinu sem valda herpingi í æðum og hindra eðlilegt blóðflæði um likamann sem síðan getur valdið mörgum sjúk- dómseinkennum. Dæmigerð einkenni era bólga í útlimum með brennandi hita- og kuldaeinkennum sitt á hvað. Fiðringur og erting í húð geta líka fylgt. Á háu stigi getur það farið að hafa áhrif á neglur, fing- ur, tær og fætur og útlimir verða svartir og nái eitrunin háu stigi losna dauðir útlimir frá líkam- anum án þess að blæði eða að þá verður að fjar- lægja. Krampaeinkenni ergot-eitrunar koma fram í herpingi í vöðvum eða krampaköstum jafnt sem miklum taugatraflunum, milli kastanna þjáist 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. MARS 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.