Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1999, Blaðsíða 3
LESIÍOK MORGENBLAÐSINS - MENNING LISTIR 44. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Ný listaverkabók er komin út um Louisu Matthíasdóttur iist- málara. Þetta er stór bók með fjölda mynda af verkum listakonunnar og úr ævi hennar. Ritstjóri bókarinnar er Jed Perl og skrifar hann um myndlist Louisu, en Sigurður A. Magnússon skrifar um ævi listakonunnar. Birtir eru kaflar úr ritgerðum beggja. Nes- útgáfan gefur bókina út. Forvitnileg hús Sum eru gömul en önnur þeirra ný. Sum eiga sér sögu en önnur eru óþekkt. Gísli Sigurðsson hefur litið á nokkur hús vítt og breitt um landið. Shakespeare Villta vestrið og íslenskir sveitamenn, er heiti á grein eftir Ásgeir Jónsson. Þar upp- lýsir hann að Shakespeare hafi átt mikluin vinsældum að fagna hjá landnemum í villta vestrinu, sem margir voru ólæsir, en létu lesa fyrir sig og vitnuðu óspart í Shakesp- eare. Svo lenti Shakespeare upp á stalli hinna lærðu, segir höfundurinn, og óttast að það sama hafí gerst með íslendingasög- urnar, sem íslenskir sveitamenn kunnu ut- anað fyrr á öldinni. Ensor var bitur og reiður listamaður og lifði um- brotatíma þriggja stórstyrjalda og var að jöfnu 19. og 20. aldar maður. Sköpunar- gleði hans reis þó hæst á síðustu ára- tugunum, segir Bragi Ásgeirsson í grein um Ensor. FORSÍÐUMYNDIN er hluti af málverki eftir Louisu Matthiasdóttur, en myndin er í heild á forsíðu nýrrar listaverkabókar um Louisu. Myndin heitir Uti í náttúrunni og er frá 1991. STEINN STEINARR SAMRÆMT GÖNGU- LAG FORNT (Greinargerð með samnefndu frumvarpi) I því margskonar harki og umróti, eryfír stendur, varð uppvíst því miður ei fátt um vorn þjóðræknisskort. Sá menningararfur, sem oss var til varðveizlu sendur, er ekki hvað sízt hið þjóðlega göngulag vort. Það tengdi oss saman sem heild íhugsun og verki oghafði að engu hvern nýjan ogframandi sið. Það var stolt vort og dyggð, það var aðals og einkennis merki ónafngreinds stjórnmálafíokks, sem menn kannast við. En, guð sé oss næstur. Þaðgerist margt hér á landi. Nú ganga menn upprétth', jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta ígeðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álúth' skulu menn gangal og hoknir íhnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð! Það er skylda hvers leiðandi manns á verði að vaka til verndar, efþjóðlegt einkenni í háska erstatt. EfAlþingi læturnú mál þetta til sín taka, má telja, að tilgagns hafí það verið saman kvatt. Steinn Steinarr, 1908-1958, hét réttu nafni Aðalsteinn Kristmundsson og var brautr- yðjandi í módernískri Ijóðagerð á íslandi. Fyrsta Ijóðabók hans, Rauður loginn brann kom út 1934. (henni voru vinstrisinnuð baráttukvæði, en seinna varð sérstök kald- hæðni megineinkenni á Ijóðum hans. TVÖ ANDLIT EVRÓPU RABB Sigmund Freud taldi að til þess að hægt væri að mynda samtök ánægðra einstakl- inga yrði að skilja einhverja útundan til þess að vera fórnarlömb hins hamingju- sama hóps. Þessi orð komu upp í huga minn þegar til- kynnt var að Evrópusambandið hefði út- víkkað þann hóp sem boðið yrði til við- ræðna um aðild. Það verður að teljast merkilegt að nú í lok aldarinnar, þegar flestar pólitískar draumórakenningar virð- ast endanlega hafa verið jarðaðar, skuli ein af djarfari stjórnmálahugmyndum síðari tíma sigla hraðbyri í átt að því að verða að veruleika. En því stærri sem bandalög verða þeim mun margleitari sjónarmið verður að sætta og meiri hætta er á að upp komi sundrung og ósamlyndi. „I draumi sérhvers manns er fall hann falið,“ orti Steinn Steinarr. Stórar hugsjónir bera gjarnan með sér dulda sjálfseyðingarhvöt og hugmyndaheimur mannsandans tekur oft óvænta stefnu. Ein slík kúvending varð t.d. eftir fyrri heimsstyrjöld, þegar utan- ríkisviðskiptakerfi Evrópu var eyðilagt með því að breyta og fjölga landamærum þannig að hefðbundin verslunarsambönd og verslunarleiðir eyðilögðust. Fyrir styrj- öldina voru lokuð landamæri nánast óþekkt í Evrópu og vörur og fjármagn flæddu hindrunarlaust um álfuna. Það tók Evrópu 50 ár að ná aftur því umfangi mill- iríkjaverslunar sem var 1913. Því heyrist stundum haldið fram að skipting Evrópu í austur og vestur eigi upphaf sitt í kalda stríðinu en í raun má rekja upphafið allt aftur til skiptingar Rómaveldis í lok fjórðu aldar. Ríki Kar- lamagnúsar náði nokkurn veginn yfir það landsvæði sem tilheyrði hinum upp- runalegu aðildarríkjum Evrópusambands- ins, að undanskildri Mið- og Suður-Italíu. Trúarbrögðin festu síðan skiptinguna í sessi því Karlamagnús þröngvaði kaþólskri trú upp á þegna sína meðan hinir aust- rómversku keisarar studdu rétttrúnaðar- kirkjuna. Á elleftu öld taldi Adam frá Brimum að Slavía byrjaði austan Elbu og Metternich talaði um að Asía byrjaði á „Landstrasse“, þ.e. veginum út úr Vínar- borg til austurs. Ríki Vestur-Evrópu hafa ávallt litið á sig sem hina einu og sönnu Evrópu og enn í dag ber á því að íbúar þessara ríkja telji Austur-Evrópubúa ósið- að fólk, sem þurfi að kenna og beygja undir vestrænan hugsunarhátt. Voltaire talaði um tvær Evrópur, þ.e. þá sem þekkti og svo hina sem vildi verða þekkt. Þótt hugtakið Austur-Evrópa sé að sumu leyti fremur stjórnmálalegt hugtak en landfræðilegt þá verður ekki litið fram hjá því að náttúrufar og ýmsir umhverfis- þættir stóðu í vegi fyrir því að austurhluti álfunnar þróaðist jafn hiklaust og hratt og raunin varð á í Vestur-Evrópu. Hin langa strandlengja vesturhlutans ýtti undir skipasmíðar, siglingar og verslun en allt fram á 19. öld voru þungaflutningar á landi nánast útilokaðir. Óll verslun var háð sigl- ingum og Vestur-Evrópubúar nýttu sér hafið og skipgengar ár til þess að flytja korn og timbur langar vegalengdir. Aust- ur-Evrópa var að stórum hluta skorin frá þessum samgönguleiðum. Auk þess tóku íbúar austurhlutans á sig skellinn af innrás Mongóla og héldu Tyrkjum burtu frá vestrinu. A sama tíma gátu íbúar Vestur- Evrópu byggt upp nýlenduveldi sitt án þess að búa við utanaðkomandi ógn. Saga Evrópu hefur að miklu leyti mótast af átökum þessara ólíku menningarheima. Allt frá Adríahafi til Litháens má draga línu sem er þakin virkjum, landnema- byggðum og hernaðarlega mikilvægum stöðum þar sem Germönum og Slövum, Austurríkismönnum og Tyrkjum, kaþólsk- um og rétttrúuðum laust saman. Þýsk áhrif teygðu sig lengra og lengra í austur. Um miðja 19. öld var meirihluti íbúa stór- borga Mið- og Austur-Evrópu þýskumæl- andi en tungumálið endurspeglaði oft þjóð- félagslega stöðu íbúanna. I stórborgunum voru því vestræn áhrif talsverð, þar mynd- uðust nk. eyjar þar sem þýsk menning og tunga ríktu. Á sama hátt ýttu trúarbrögðin undir misrétti. Þar sem trúin var blönduð ríktu kaþólskir landeigendur yfír leigulið- um sem tilheyrðu Rétttrúnaðarkirkjunni. Á meðan ríkjaskipan Vestur-Evrópu er af- leiðing af mörg hundruð ára þróun voru núverandi landamæri Mið-Evrópu ekki dregin fyrr en 1918. Fólki af ólíkum upp- runa og trúarbrögðum, sem öldum saman hafði sameiginlega lotið utanaðkomandi valdi, var nú ætlað að vinna saman. Afleið- ingar af hinu þjóðernislega uppgjöri urðu þeim mun stórkostlegi'i. Árið 1939 voru minnihlutahópar þriðjungur af íbúum Póll- ands en 1947 var landið 97 % pólskt. I dag nota íbúar Mið-Evrópu hina gömlu skiptingu milli keisaradæmanna til þess að styðja þá fullyrðingu að þessi ríki tilheyri vesturhluta álfunnar. Reyndin hefur líka orðið sú að flest þau ríki sem tilheyrðu hinu gamla þýska áhrifasvæði, svo sem Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvenía, hafa notið forgangs bæði hvað varðar aðgang að NATO og Evrópusambandinu. Þar með má segja að skilin hafí verið skerpt milli ól- íkrar menningar og trúarbragða. Evrópusambandið var upphaflega myndað af auðugustu þjóðum álfunnar. Austur-Evrópa var á þeim tíma skorin frá vesturhlutanum og þjóðir Suður-Evrópu ekki hafðar með fyrr en sambandið var orðið sterkt. Það má draga í efa að slíkt samband hefði nokkru sinni orðið til ef kalda stríðið hefði ekki komið til. Hug- myndin um sameinaða Evrópu heldur velli á meðan hún veldur ekki tjóni eða þjáning- um. Um leið og íbúar hinna uppmnalegu sambandsríkja fara að finna fyrir út- gjaldaauka vegna stækkunar sambandsins til austurs geta viðhorfin breyst. Það er því ólíklegt að Evrópusambandið teygi sig nokkurn tíma lengra en yfir ríki gamla Habsborgaradæmisins, sem teygði sig yfir stóran hluta Mið-Evrópu. Þar með yrðu rétttrúnaðarríkin utangátta. Bandalag heldur aðeins velli meðan meðlimimir eru hamingjusamir, líkt og Freud benti á. Stækkun lengra í austur yrði að öllum lík- indum of dýru verði keypt. Evrópa verður því áfram skipt álfa en skilin skarpari milli ólíkra menningarheima. Napóleon Bonaparte kom á fót stjórn- kerfi í Frakklandi sem byggðist á sterku framkvæmdavaldi og skrifræði þar sem æðstu embættismenn voru útnefndir af þröngum hópi. Um leið voru almúganum tryggð ýmis grundvallarréttindi í anda frönsku byltingarinnar. Þetta stjórnaríyr- irkomulag náði að setja varanlegt mark á stjórnkerfi Belgíu, Hollands, hluta Þýska- lands og Italíu, þ.e. þau ríki sem ásamt Frakklandi mynduðu hinn upprunalega kjarna Evrópusambandsins og mótuðu stjórnkerfí þess. Ný aðildarríki hafa þurft að laga sig að því. Þannig virðist samband- inu ætla að verða betur ágengt en eldhug- anum frá Korsíku, enda lætur enginn sig dreyma um að teygja sambandið inn í víð- áttur Rússlands. Einhver verður jú að vera útundan. ÁRN I ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. NÓVEMBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.