Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 8
BRENNUÖLDIN IV Síðasti hluti Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. EKKI komst Brynjólfur biskup hjá því að blandast inn í galdramál aldarinnar, því í hans eigin garði, Skálholtsskóla, skutu rótum nokkrir galdragræðlingar af sæði tíðarandans. í biskupstíð Brynjólfs komu þrisvar sinnum upp galdramál (1650,1664 og 1670) sem snertu á annan tug skólapilta - og í einu tilviki kirkjuprestinn á staðnum. Magnússon var þessvegna kominn af tveim sterkustu höfðingjaættum landsins, Svalberð- ingum og Hlíðarendamönnum, en til þeirra ætta heyrðu flestir embættismenn og höfð- ingjar landsins um þær mundir. Arið 1647 voru báðir lögmennirnir, annar biskupinn (Brynjólfur Sveinsson) og 14 af 23 sýslumönn- um landsins, beinir afkomendur Arna á Hlíð- arenda eða Svalberðinga (einkum niðja Magnúsar prúða). Enn fleiri voru í tengdum við þessar ættir eða fjarskyldir þeim. Gísli Magnússon naut betri háskólamennt- unar en þá var títt um Islendinga og hafði far- ið víðar og séð meira en almennt gerðist. Ell- efu ára gamall var hann sendur í Skálholts- skóla og var þar þrjá vetur, en því næst aðra þrjá vetur í Hólaskóla. Árið 1639 sigldi hann til Kaupmannahafnar og innritaðist í Hafnar- háskóla með Ola Worm sem einkakennara (præceptor prívatus), líkt og fleiri íslendingar höfðu gert á undan honum. Eftir tveggja ára dvöl í Danmörku hafði hann stutta viðdvöl á íslandi en sigldi því næst til Hollands árið 1642. í bréfi til Worms frá þeim tíma segist hann hafa hug á að fara til Englands og Frakklands og leggja stund á læknisfræði og heimspeki. Sé sú fyrirætlun að undirlagi Þor- láks biskups Skúlasonar sem hafí tjáð honum bréflega að nóg væri komið af guðfræðingum til að keppa um prestaköll á Islandi, hinsveg- ar skorti menn með pólitíska og praktíska menntun. Óli Worm mun hafa varað Gísla við að fara til Englands enda voru um það leyti „viðsjár miklar með Hollendingum og Eng- íendingum" (PEÓ 1942, 383). Ekki tjóuðu þó viðvaranir Worms. Árið 1644 sigldi Gísli til Englands en mun þó hafa staldrað þar stutt við og haldið að því búnu til Rotterdam. Embættisár Árið 1646 er Gísli kominn heim til íslands, og er nú áhugasamur um vinnslu jarðmálma. Lagði hann í rannsóknarleiðangur um landið, samdi rit um rannsóknir sínar (Consignatio Instituti) og sendi læriföður sínum sýni til rannsóknar þá um veturinn (1647). Jafnhliða varð hann sér úti um einkaleyfi til brenni- steinstekju og -verslunar, ásamt föður sínum. Gott samband virðist ævinlega hafa verið á milli þeirra Gísla og Óla Worms, og virðist Gísli hafa notið Worms í fleiru en lærdómi. Ef marka má heimildir virðist hann hafa náð sýslumannsembætti í Múlasýslu með aðstoð Worms árið 1648. Ári síðar gengur hann að eiga Þrúði Þorleifsdóttur (sýslumanns á Hlíð- arenda Magnússonar ,,prúða“), frænku sína í þriðja lið, afkomanda Árna Gíslasonar sýslu- manns á Hlíðarenda, sem Hlíðarendaættin er komin af. Vegna skyldleika þurfti konungs- leyfi fyrir brúðkaupinu sem Seyluannáll segir að hafi verið „virðuglegt hóf ‘ (Annálar 1,291). „DJOFULLINN HEFIR HER Á LANDI MESTA MAKT..." VÍSI-GÍSLI OG BRYNJÓLFUR BISKUP EFTIR ÓLÍNU ÞORVARÐARDÓTTUR Þótt stjórnsamur væri beitti Brynjólfur biskup sér ekki gegn ofstæki starfsbræðra sinna og gerði enga sýnilega tilraun til þess að stemma stigu við því sem fram fór. Um það vitna viðbrögð hans og allsherjarprestastefnunnar á al(: >ingi árið 1669 við erindi Páls í Selárdal. AÐ ER umhugsunarefni hve lít- ið bar á galdramálum á Suður- landi, á meðan galdraofsóknirn- ar á íslandi stóðu sem hæst, á síðari hluta sautjándu aldar. I Árness- og Rangárvallasýslum var enginn maður brenndur fyr- ir galdra, þó allt ætlaði af göflum að ganga vestur á fjörðum þar sem sextán manns voru líflátnir á galdrabáli áður en yfir lauk. Þetta hefur löngum verið þakkað því hve Sunnlendingar bjuggu við mild yfn-völd á þessum tíma, og er þá átt við Gísla sýslumann Magnússon sem nefndur var Vísi-Gísli, og Brynjólf biskup Sveinsson í Skálholti (BÞ/B J 1991, 21). Önnur tilgáta lýtur að því að undir- rót galdraofsóknanna á Vestfjörðum megi rekja til skorts á jarðnæði, og hafi það meðal annars verið kveikjan að brennu þriggja manna úr Trékyllisvík árið 1654 (H.Þorl. 1995). Sú tilgáta hefur ekki verið þróuð frekar með hliðsjón af galdramálum í öðrum lands- fjórðungum, en víst er að á Suðurlandi, var jarðnæði bæði mikið og gott. Þeir Brynjólfur biskup, og Vfsi-Gísli voru atkvæðalitlir í galdramálum aldarinnar, eins og ráða má af heimildum og samtíðafrásögn- um. Báðir hafa þessir menn þó getið sér nafn í íslandssögunni fyrir aðra hluti, eink- um sá mikli embættis- og eljumaður Brynjólfur biskup Sveinsson, sem almennt er talið að hafi lítið bifast af hugarfári aldar sinnar gagnvart galdri og fjölkynngi. Er því fróðlegt að huga nánar að höfðingjum þess- um og skoða lífshlaup þeirra og embættis- feril. Vísi-Gísli (1621-1696) Gísli Magnússon, sýslumaður í Rangárvalla- sýslu (1659-1696), var fróður maður, víðsýnn og vel framaður. Hann er sagður fyrsti lærði náttúrufræðingur á íslandi Og fyrstur manna til þess að fara um landið og rannsaka steina og málma. Gísli var auk þess áhugasamur um lækningar, eðlisfræði, landafræði og stjóm- fræði. Hann var ötull talsmaður framfara og nýjunga, og að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð. Hann mun hafa verið „höfðingi mikill" enda áhugasamur um viðréttingu íslenskrar höfðingjastéttar og að því leyti „gildur fulltrúi stéttar sinnar og aldar“ eins og fram kemur hjá Jakobi Benediktssyni (JB 1929, 3). Öflugar settir Gísli var fæddur á Munkaþverá, sonur Magnúsar Bjömssonar lögmanns á Munka- þverá sem lét árið 1625 brenna Jón Rögn- valdsson, óbreyttan alþýðumann, að Melaeyr- um í Svarfaðardal, og hefur sú galdrabrenna löngum verið talin sú fyrsta á Islandi. Magnús Bjömsson (Benediktssonar „ríka“ Halldórs- sonar) var einn mesti auðmaður á sinni tíð. Kona hans, Guðrún, var dóttir Gísla lögmanns Þórðarsonar og Ingibjargar Árnadóttur (Gíslasonar, sýslumanns í Hlíðarenda). Gísli Ári síðar flytja þau hjónin á Skriðuklaustur, en 1653 eru þau þó aftur komin að Hlíðar- enda, föðurgarði Þrúðar sem hún fékk í heimanmund við giftinguna. Sex áram síðar er Gísli orðinn sýslumaður í Rangárvallasýslu (1659), og hélt því embætti til dauðadags. Gísli mun hafa haft sig lítt í frammi í opin- berum málum og aldrei átt í stórdeilum við aðra höfðingja, með einni undantekningu. Það var málastapp hans við Jóhann Klein, fógeta á Bessastöðum, sem árið 1670 reyndi að bola Gísla frá sýsluvöldum, en tókst ekki. Árið 1662 gafst Gísla kostur á að gerast lögmaður norðan lands og vestan, en aftók með öllu að gefa kost á sér (PEÓ 1942, 167). Það var afdrifarík ákvörðun fyrir Vestfirð- inga, því Þorleifur Kortsson náði kjöri á þessu þingi með hlutkesti. Sama sagan endurtók sig árið eftir er Árni Oddsson lét af iögmanns- störfum, Gísli neitaði að gefa kost á sér þó hann væri í kjöri (PEÓ 1942,169). Hafa verið leiddar að því líkur að það kunni að hafa ráðið einhverju um afstöðu Gísla að Kópavogsfund- urinn var framundan. Eiðatakan 1662 fól í sér réttindamissi aðals og höfðingja sem var Gísla mjög á móti skapi, en hann óáleitinn og sein- þreyttur til vandræða. Jakob Benediktsson telur ennfremur að vinátta hans við Bjelke höfuðsmann kunni einnig að hafa haft áhrif, því sem lögmaður hefði hann getað þurft að velja milli vináttu sinnar við höfuðsmann og hagsmuna landsmanna (JB 1939, 13; JÞ/EA 1908,115). 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.