Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 4
ANDREJ - SÍÐASTI RÚSSNESKI MENNTAMAÐURINN? EFTIR ÁRNA BERGMANN Sakharov féll frá 1989, heimsfrægur maður, en kannski er hann nú þegar tekinn að gleym- ast. Hann fann upp atómsprengjuna fyrir Sta- lín, en þegar árið 1961 átti hann í deilum við Níkíta Khrúsjof og 1967 hófst afdrifarík bar- átta hans, stundum með hungurverkföllum, gegn sovésku stjórnarfari og hvers kyns órétt- læti. Áríð 1980 var hann sviptur öllum heið- ursnafnbótum og rekinn í útlegð. ÞAÐ VAR í maí 1996 að nokkur hópur rússneskra útlaga kom saman heima hjá Múlju í Boston, heima hjá Margarítu Zarúdnaja- Freeman sem oft skýtur húsi yflr samkomur landa sinna: hún hefrn- búið í Bandaríkjunum í 65 ár, þeir fæstir lengur en fimm eða tíu. þeir stóðu fyrst úti í garði um stund og spurðu hver annan á hvaða leið Rússland væri og leist ekkert á spillingu og hnignun og efna- hagskreppu og hvorki á Jeltsín né Zjúganov, sem einmitt þær vikur voru í grimmum slag um forsetaembættið. Svo fengu menn sér sæti inni í stofu og sneru sér að tilefni samkomunn- ar: þennan dag hefði Andrej Sakharov orðið 75 ára. Gamlir vinir og skólabræður og samherjar og sumir sem þekktu Andrej aðeins af afspurn tóku til máls og höfðu margt að þakka og sam- eiginlegt stef í öllum þeirra ræðum var þetta: Mikill var missir Rússlands þegar hann lést skyndilega árið 1989. Mikil er þörf Rússlands fyrir mann eins og hann, mann með moralnyj avtorítet, sem hefur áhrifavald í krafti siðferði- legra yfirburða sinna, mann sem veit öðrum betur hvað rétt er og hefur hugrekki til að fylgja þeirri vitneskju eftir. Hver var hann? Eru blaðalesendur á íslandi ef til vill búnir að gleyma Andrej Sakharov? Það væri eftir öðru á yfirþyrmandi fjölmiðlaöld sem íramleið- ir gleymsku jafnhratt og upplýsingar, þarfar sem óþarfar. Þó var hann á hvers manns vör- um fyrir fáum árum, þekktastur og merkastur sovéskra andófsmanna. Rifjum upp feril hans í fáum orðum. Sakharov var kjarneðlisfræðing- ur, mikill undramaður í sínum fræðum og komungur settur til þess að smíða kjamorku- vopn fyrir Stalín. Sumir kölluðu hann fóður sovésku vetnissprengjunnar. A hann var hlaðið metorðum og verðlaunum. Árið 1953 var hann sæmdur Lenínorðu, nafnbótinni Hetja sósíal- ískrar vinnu (þá nafnbót fékk hann alls þrisvar fyrir vísindaafrek) og kosinn í Vísindaakademí- una, þá aðeins 32 ára að aldri. En hann var ekki einn þeirra kjamorkufræðinga sem létu sem afleiðingar verka sinna kæmu sér ekki við. Hann beitti sér snemma fyrir samningum milli kjamorkuvelda um að hætt skyldi tilraunum með kjamavopn í lofti, á láði og í hafi. Hann lenti þegar árið 1961 í deilum við Níkíta Khrúsjof sem fannst að þessi vísindamaður gerði sig full breiðan í afsldptum af samning- um við Bandaríkin um þau mál, sem Khrúsjof taldi stjómmálamenn eina ráða við. Andóf Sak- harovs og gagnrýni tóku til æ fleiri sviða: hann barðist gegn iðnaðarmengun í Bajkalvatni og víðar og 1967 hófst afdrifarík barátta hans fyr- ir málfrelsi þeirra sem flæmdir voru úr starfí eða dæmdir til fangabúðavistar fyrir andóf sitt gegn sovésku stjómarfari. Upp frá því var hann óþreytandi við að fylgjast með málaferl- um gegn andófsmönnum, safna undirskriftum þeim til stuðnings heima og erlendis, mótmæla ranglátum dómum - meðal annars með hung- urverkfóllum. Sakharov gerði fleira. Hann gaf (árið 1968) allt sparifé sitt og verðlaunafé til miðstöðvar krabbameinsrannsókna í Sovétríkjunum. Hann tók sama ár að skrifa ritgerðir og heilar bækur um þær umbætur sem hann taldi brýnastar í heimalandi sínu og í alþjóðlegum sam- skiptum. Þessi skrif fengust ekki birt á prenti í heima- landi hans, en gengu manna í milli í afritum (Samizdat) og voru gefin út erlendis. Kjami máls í ritum hans var krafan um mannréttindi: væru þau ekki virt væri hvorki hægt að tryggja raunhæfar framfarir né heldm- frið í heiminum. Að- ferð hans var ekki síst sú að krefjast þess, að mannrétt- indaákvæði sem finna mátti í sovéskri löggjöf og í manm réttindaskrám sem Sovétrík- in höfðu skrifað undir væru virt í raun en ekki háð geð- þóttatúlkun yfirvalda. Mann- réttindakröfur hans voru mjög víðtækar. Sumar voru tengdar sósíalískum hug- myndum: það eru mannrétt- indi að enginn líði skort, að allir geti fengið menntun og læknishjálp án tillits til efnahags. Aðrar voru tengdar vestrænum kröfum um einstaklingsfrelsi: um aukinn eignarétt, sam- viskufrelsi, ferðafrelsi, frelsi til að stofna póli- tísk samtök. Lengst af tengdi Sakharov vonir við að efnahagskerfi heimsins, hið sovéska og hið vestræna, færðust nær hvort öðru svo út- koman yrði heldur þokkalegt blandað hagkerfi. Slíkar hugmyndir um samruna (konvergent- sjia) eru ofarlega á blaði í drögum að nýrri stjómarskrá fyrir Sovétríkin sem hann vann að árið sem hann lést, 1989. Útlegð eg endurkoma. Sovésk yfirvöld reyndu framan af að leiða mannréttindastarf Sakharovs sem mest hjá sér - þó var honum þegar árið 1968 vikið frá öllum leynilegum störfum. En innan tíðar fjölgaði mjög skrifum í sovéskum blöðum sem fordæmdu Sakharov harkalega og sögðu hann ganga erinda höfuðóvinarins í vestri. Sá róður þyngdist mjög eftir að Sakharov hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1975, sem kona hans, Jel- ena Bonner, tók við fyrir hans hönd. Með öll- um ráðum var reynt að einangra Sakharov, fá félaga hans og starfsbræður til að afneita hon- um opinberlega, senda vini hans úr landi eða í tukthús, þjarma að fjölskyldunni. Árið 1980 var Sakharov sviptur öllum heið- ursnafnbótum og verðlaunum og rekinn í út- legð ásamt konu sinni til borgarinnar Gorkíj þar sem leynilögreglan fylgdist með hverju hans skrefl og gerði honurn lífið leitt. En árið 1986, ári eftir að Gorbatsjov komst til valda og boðaði perestrojku og málfrelsi, var Sakharov boðið að snúa aftur til Moskvu. Hann var nokkru síðar kosinn á þing og beitti þar áhrif- um sínum á m'annréttindalöggjöf og í þágu ým- issa annarra umbóta. Honum þótti Gorbatsjov heldur svifaseinn í umbótum - en á hinn bóg- inn varaði hann við því að menn tækju breyt- ANDREJ Sakharov: „Honum þótti vænt um hvern einstakling en ekki mannkynið yfir höfuð“. ingar í byltingarstökkum því þá gætu þeir eyðilagt fleira en þeir næðu að byggja upp. Einkum óttaðist hann herskáa þjóðemis- hyggju sem gæti splundrað Sovétríkjunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum - og sem fyrr segir vann hann að drögum að nýrri stjómarskrá fyrir betrambætt Sambandsríki sovétlýðvelda þegar hann féll frá. Skólabræður og samherjar í ræðum manna á minningarfundinum í Boston skiptust á persónulegar minningar og stórar fullyrðingar um snjallan vísindamann og góðan dreng, manninn sem Alexandr Solzhenytsin eitt sinn kjallaði „siðferðilegt kraftaverk" - og bára þeir menn tveir þó alls ekki gæfu til samþykkis. Kíka Jaglom, nær- sýnn stærðfræðisnillingur, sagði frá því þegar þeir Sakharov gengu saman í háskóla. Hann játaði það á sig að hann hefði ekki árætt að heimsækja Sakharov eitt sinn þegar hann lá veikur og mikil rógsherferð gegn honum var í gangi: „Eg laumaðist til að hringja til hans úr al- menningssíma. Já, þjóðfélagið var þannig, satt að segja“. Kíka minntist þess að Sakharov hefði fyrst í stað alls ekki hugsað um það til hvers smíði vetnissprengju gæti leitt: hann var þá mest með hugann við alla þá miklu mögu- leika sem ungum eðlisfræðingi voru að opnast með kjamorkutilraunum. En svo huggaði hann sig við það, að það væri betra að bæði risaveld- in ættu vetnissprengju en að annað þeirra sæti að henni, það væri ekki eins hættulegt. Hann var undarlega hlédrægur maður, sagði Kíka, en þegar hann loks tók til máls var það allt svo óvenjulegt sem hann sagði. Og borið upp af þessari einstöku hlýju: honum þótti vænt um hvem einstakling en ekki mannkynið yfirleitt. Það er að þakka hans miklu heildarsýn, sagði prófessor Levítín. Hann sá allt í samhengi. Hver og einn, merkur maður eða lítilfjörlegur, var honum einn hlekkur í þróun skynseminnar á alheiminum. Var Levítín að gefa í skyn að Sakharov hefði átt sér einhverskonar vísindalegan guð sem toyggja niundi á endanum framgang skynsemi í veröldinni? Sakharov, sagði Kíka, kvaðst ekki eiga heima í neinum trúarbrögðum. En hann var eins og margir aðrir, gerði stundum ráð fyrir því að „það er eitthvað til“. En talaði aldrei skýrt um þá hluti. Alex Jesenín-Volpín var mættur, sonur Jeseníns skálds, með afbrigðum sérvitur stærðfi’æðingur og einn þeirra sov- ésku andófsmanna sem fyrstir vora sendir úr landi. Hann rammflækti sjálfan sig og aðra í endalausum dagsetningum: hvenær hann hitti Sakharov til að tala um þetta mál eða hitt og hverjir aðrir komu við sögu og hvað var sagt einmitt þá en ekki þrem vikum síðar. Svona er þetta: allir vilja vera með í sögunni og stjórna henni ef hægt er. Að lokum fór Alex að reifa gransemdir sínar um að KGB hefði flýtt fyrir dauða Sakharovs en þá brá svo við að salurinn mótmælti: þetta er rugl Alex, hættu þessu! Þama var líka kona frá Minsk sem talaði í hástíl um námskeið í mannréttindum sem hún var að koma á fót í sínum háskóla þar í Hvíta- rússlandi og áður en ég vissi af tók ég ekki eft- ir öðra en málfari hennar. Hún talaði hreina sovétrússnesku, það var eins og hún hefði fundið sér nýtt átiúnaðargoð og meistara í stað þess gamla: „Sakharov, já hjá honum má finna svör við öllum spurningum". Sakharov var eins og kominn á þann stall sem stóð auður eftir að Lenín féll. Þetta getur líka gerst: helgur staður mun ekki auður standa, segir gamalt rússneskt máltæki. Og svo var það skáldkonan sem hafði ort skelfilega langan sonnettusveig um Sakharov. Miklu skárri hafði kvæði Vladímírs Komílovs verið um kvöldin þegar menn sátu saman heima hjá Sakharov og ræddu málin: skáldið 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.