Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1997, Blaðsíða 9
„ÉG REYNI í senn að vera sjálfum mér trúr og sögunni... Fyrir mér er draugur gamla konungsins ekki annað en martröð innra með Hamiet,“ segir Baltasar Kormákur. Hilmir Snær í hlutverki Hamlets og Ingvar Sigurðsson, martröð Hamlets um föður sinn. an góðs og ills? Hver er sekur og hver er saklaus? Hverjir eru góðir og hverjir eru vondir?“ spyr Baltasar. „011 höfum við eitt- hvað á samviskunni og til þess að lifa með sekt okkar beitum við sjálfsréttlætingu. Sekt og sakleysi liggur ekki síst í afstöðu okkar til eigin gjörða. Þess vegna vil ég m.a. halda því opnu fyrir áhorfendur að dæma um hvort Kládíus hefur gerst sekur um bróðurmorð." Efínn ber verkið uppi. Efi Hamlets um að Kládíus hafi myrt föður hans. Efínn um sekt og sakleysi persónanna, hverjum er hægt að treysta. Verkið er margslungið með víðar skírskotanir sem bjóða upp á ótæmandi túlk- unarmöguleika. Hamlet er glæpasaga, fjöl- skylduharmleikur, draugasaga, saga um stjórnmál og vanda heils konungsríkis, þess vegna alls heimsins. Og síðast en ekki síst er Hamlet ástríðufull ástarsaga. „Þetta verk er svo spennandi vegna þess að það er alveg galopið," segir Baltasar. „Ég gæti vel hugsað mér að setja það aftur upp eftir kannski 10 ár og sennilega myndi ég þá nálgast það á allt annan hátt.“ Danaprinsinn Hamlet er langt frá því að vera ímynd rómantísku hetjunnar í þessari nýju upp- færslu. „Mér finnst leikritið vera dæmisaga um ungan mann sem á um sárt að binda vegna svip- legs fóðurmissis og vegna þess að honum finnst móðir sín, drottningin, og ástkonan, Ofelía, hafa snúið baki við sér. í ofanálag hefur Kládíus föðurbróðir hans nú gengið að eiga móður hans og heimtar að Hamlet ávarpi sig sem fóður. Áföll sem þessi myndu valda hverjum manni hugarangri,“ segir Baltasar. Persónurnar Fortinbras og Laertes eru algerar andstæður Hamlets. Noregsprinsinn Fortinbras hikar ekki við að ráðast til atlögu við Dani, hrifsa til sín völd og hefna fóður síns sem Hamlet eldri hafði unnið sigur á. Laertes sonur Póloníusar skorar Hamlet umsvifalaust á hólm til að hefna föðurmorðs. En Hamlet gh'mir við vantrúardrauginn. „Hamlet er ekki svo óhkur rokkstjömunni Kurt Cobain sem féll fyrir eigin hendi eftir að hafa á skömmum tíma öðlast heimsfrægð ásamt hljómsveit sinni Nirvana. Markmið hans virtist vera að áreita umhverfið með ögrandi talsmáta, klæðaburði og framkomu. Rokkstjörnumar eru prinsar samtímans, með hirð aðdáenda umleikis, frægar og dáð- ar um allan heim. Mér þykir skírskotunin skemmtileg." Leikstjórinn hefur kosið að styrkja sam- band Hamlets og Ofelíu til muna, segir að það styrki sögu Ofelíu og geri skyndilega geðveiki hennar trúverðugri. „Mér finnst svo leiðinlegt þegar kvenpersónur eru hafðar saklausar og veikar,“ segir Baltasar. Mjög eindregin afstaða er hka tekin til ástarsambands Kládíusar og drottningar. Kládíus er yngri en drottningin og Baltasar segist snemma hafa tekið ákvörðun um að hafa Kládíus nær Hamlet í aldri en tíðkast hefur. I ljósi þessarar ákvörðunar hafi verið áhugavert að velta fyrir sér hvemig sam- bandi persónanna hafi verið háttað fyrir tíma verksins. „Léku Hamlet og Kládíus sér kannski saman sem börn? Höfðu Geirþrúður og Klá- díus lengi fellt hugi saman áður en þau ganga að eiga hvort annað? Og hvemig er hjónaband Hamlets eldri og Geirþrúðar til komið? Sjálfum finnst mér ekki ósennilegt að Hamlet hafi tekið sér hana fyrir eigin- konu þegar hún var ung stúlka og það er ekkert í handritinu sem gefur til kynna að samband þeirra hafi verið ástsælt. Vofa Hamlets kemst sjálf svo að orði að hann hafi verið slitinn upp meðan synd hans stóð í blóma. Er verið að gefa í skyn að Hamlet eldri hafi verið mesta fól?“ spyr Baltasar og bendir á að svo virðist sem Karl Bretaprins hafi alltaf elskað hana Kamillu sína þrátt fyr- ir hjónabandið með Díönu. „Fyrir mér eru Kládíus og Geirþrúður afskaplega ástfangið fólk í erfiðri aðstöðu og drottningin er ekki píslarvottur þeirra aðstæðna fremur en Klá- díus.“ Baltasar segir fólk oft hefja hina konungbornu upp til skýjanna án þess að velta því fyrir sér hvað það er nákvæmlega sem greinir þá frá öðra fólki, ef það er þá nokkuð. „í gegnum söguna hafa kóngar mátt þola pyntingar og illa meðferð og mörg kon- ungshöfuð hafa verið látin fjúka í blóðugri valdabaráttu konungsætta. Af hverju er þá svo ósennilegt að þeir Rósinkrans og Gullin- stjarna beiti Hamlet harðræði að skipan konungs þegar hann hefur gerst sekur um morð á ráðgjafa konungs og neitar í ofaná- lag að skýra frá því hvar hann hefur falið hTdð?“ Oðru fremur hefur leikstjórinn reynt að forðast fyrirframgefna túlkun á verkinu. Frumraun Baltasars sem leikstjóra hjá Þjóð- leikhúsinu var í uppfærslu á síðasta ári á verkinu Leitt hún skyldi vera skækja eftir breska 17. aldar leikritaskáldið John Ford. Þar fór Baltasar ekki troðnar slóðir en verk- in tvö eru augljóslega gerólík að því leyti að Hamlet og Shakespeare þekkir hvert mannsbarn en fæstir hér á landi höfðu heyrt minnst á Skækjuna og John Ford. „Flestir virðast hafa skoðun á því hvernig má og hvernig má ekki túlka Hamlet og ég hef reynt að leiða allt slíkt hjá mér. Það var aldrei tilgangur minn að setja upp hefð- bundna Hamlet sýningu eða Hamlet sem all- ir eru sammála um enda sé ég ekki tilgang- inn með því að túlka jafn margslungið verk svo þröngt,“ segir Baltasai'. „Þegar afger- andi leið er farin í túlkun eins og nú, er mjög mikilvægt að allt smelli saman á lokastundu, gerist það er ég sáttur.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. DESEMBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.