Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1997, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Rax SÓLRÚN Bragadóttir syngur um þessar mundir í Kiel í óperu Mozarts, Idomeneo og tekur að því loknu til við að undirbúa útgáfu á geislaplötu með íslenskum sönglögum. við að halda þessu jafnvægi. Þetta er eins og Jínudans. Ég uppgötvaði þetta vandamál uppþornun- ar ekki fyrr en eftir langa mæðu og veit í dag hvernig ég get forðast slímhúðarbólgur. Til dæmis forðast ég að borða sterkan mat, hráan hvítlauk og lauk svo eitthvað sé nefnt. Drekk mikinn vökva og reyni að borða vatns- ríka fæðu. Svo hefur streita, tilfinningaójafn- vægi, flugferðir, lestarferðir og almennt loft- slag líka mikið að segja í þessu sambandi. Að vera söngvari er frábær skóli í að læra að þekkja sjálfan þig. Streða í átt að innri ró og líkamlegu toppformi. Læra á eigin við- brögð í öllum mögulegum uppákomum, kunna að höndla streitu og ekki síst kynnast eigin þörfum. Það þýðir ekkert að standa frammi fyrir áheyrendum og segjast ekki getað sung- ið því þú hafir lent í slæmu rifrildi við eigin- manninn eða lent í rimmu við vinkonu. Allt speglast í hálsorkustöðunni hvað varðar tján- ingu með orðum og þegar neikvæðni hrann- ast upp lokast hálsstöðin og þar með röddin. Við_ fáum hálsbólgu!" Áttu von á að vera meira á ferðinni hérlend- is á næstunni? „Það verður bara að koma í ljós. Ég sakna auðvitað fjölskyldu og vina, hér eru ræturnar og við flytjumst trúlega heim einhvern tíma. Óskastaðan væri sú að geta dvalið hér heima í tvo til þtjá mánuði á ári og taka þátt í óperu- flutningi og ýmiss konar tónlistarhaldi. Við eigum nógu marga söngvara og tónlistarmenn sem geta tekið þátt í óperuflutningi eins og dæmin hafa sannað og Þjóðleikhúsið ætti hik- laust að flytja eina óperu á ári. Menn þurfa bara að sameina kraftana og ég er viss um að nægilegt fjármagn fengist til að hægt væri að fastráða söngvara að leikhúsunum.“ Samkeppni Sólrún segir að samkeppni meðal söngvara erlendis sé mikil og hörð: „Hún er nokkuð misjöfn eftir því hvaða raddtýpa þú ert og ég tel að lýrískur sópran sé einna fjölmennasti flokkurinn enda hefur það komið dálítið niður á kjörunum. Mjög margir söngvarar hafa komið á síðustu árum frá austurhluta Evrópu og síðan á það við í tónlistarheiminum, eins og víðar, að konur eru lægra launaðar en karlar." Hver hafa verið helstu verkefnin að undan- förnu? „Ég var nýlega á Ítalíu að syngja í Valkyij- unum eftir Wagner og það var spennandi að taka þátt í svona mikilli uppákomu með svona stórskotaliði! Þetta var konsertuppfærsla með útvarpshljómsveitinni í Torino í hinum fræga Lingotto sal. Hljómsveitinni stjórnaði hinn þekkti ísraelski stjórnandi, Eliahu Imbali. Ég söng eina af Valkyijunum en annars tek ég mjög sjaldan þátt í Wagneróperum. Síðustu vikurnar hef ég verið að syngja í Idomeneo eftir Mozart í Kiel sem frumsýnt var 13. apríl. Þar söng ég hlutverk prinsess- unnar Elettru sem er ein af lykilpersónunum í Idomeneo þó þungamiðja óperunnar snúist að sjálfsögðu um Idomeneo.“ Hvernig kunnirðu við þig í því hlutverki? „Það var bæði erfitt en skemmtilegt að kljást við hana Elettru. Ég þurfti mikið að kafa ofan í sálartetrið til að draga óhrædd fram hinar ýmsu neikvæðu tilfinningar því Elettra er spillt af dekri og frekju. Hún spilar á breitt tilfinningalitróf með óstjórnlegri af- brýðisemi, hefndarþorsta, villtum ástríðum en líka viðkvæmni innst inni. Það er heilmik- il útrás fyrir mig að fá að láta skapið gossa svolítið!" Sólrún segir að Idomeneo sé sjaldan á fjöl- unum en það eigi að öllum líkindum orsakir í erfiðleikum á uppsetningu hennar því drama- tískt séð vefst uppsetningin fyrir mörgum. Sömuleiðis sé hlutverk Idomeneos mjög vandasamt tenórhlutverk. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég syng hlut- verk Elettru og er það ákveðið skref í átt að svokölluðum lyrico spinto söng. Það getur ver- ið mikill vandi að velja réttu hlutverkin á rétt- um tíma en ég fer mjög variega í valið. Ég hef oft verið beðin að syngja hlutverk sem ég hef talið vera einu númeri of þung fyrir mína rödd og þurft að hafna. Það er svo hættulegt að hætta sér of snemma í þyngra raddfag en getur oft verið freistandi því mörg hlutverkin eru svo falleg. Reyndar eru lýrísku hlutverkin mín líka yndislegt og keppist ég við að halda þeim við. Ég söng til dæmis Greifaynjuna á þremur mismunandi tungumálum síðast liðið ár, á ensku í Belfast, á þýsku í Kassel sem er þriðja þýska útgáfan sem ég hef sungið, og á ítölsku í Japan.“ Geislaplata ■ undirbúningi Þegar sýningum á Idomnnneo lýkur um miðjan júní tekur við hlé frá leikhúsum en Sólrún mun samt sem áður ekki sitja auðum höndum: „Það er hugmyndin að syngja inn á geisla- plötu - nokkuð sem ég hef lengi gengið með í maganum. Upptökur fara fram úti, í hljóð- veri sem Hrólfur Vagnsson er með, og með mér verður norskur píanóleikari, Einar Steen Nökkleberg. Þetta er ekki frágengið í smáatr- iðum en hugmynd mín er að velja lög eftir fjögur til fimm tónskáld, kannski fimm lög eftir hvert þeirra, og er ég um þessar mund- ir að skoða hvað kemur til greina í þessum efnum,“ sagði Sólrún og segir það brátt ljóst hvernig útgáfunni verður háttað. Og skipulagningin heldur áfram því Sólrún segist þegar vera í viðræðum vegna verkefna fyrir næsta ár og fram á árið 1999, m.a. í Frakklandi og Belgíu-. Ekkert framundan á Ítalíu aftur? yÉg vona það. Eftir þessa viku um daginn er Italía orðinn draumastaðurinn og vildi helst f.ytja þangað sem fyrst!“ „Mér fannst það bæði freistandi og spenn- andi að reyna að vinna sem lausráðinn leik- stjóri fyrst ég var á annað borð byijaður að leikstýra. Finnst spennandi og skemmtilegt að vera lausráðinn. Það er svona pínulítið eins og að vera aftur orðinn tvítugur og vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Eg hef alla vega nóg verkefni í ár og næsta ár og er farinn að sjá fram á verkefni þarnæsta ár líka. Það er gott og spennandi leikhússlíf heima, en það er ekki hægt að horfa framhjá því að markaðurinn er lítill og eftir að hafa verið fastráðinn leikari og síðan leikstjóri í tuttugu ár þá er gott að sjá eitthvað annað fyrir sér. _Ég var fyrst í fríi í eitt ár og leikstýrði þá „Ég er meistarinn" í Gdansk í Póllandi vorið 1994 og sú sýning eiqenn í gangi. Mig langar ekki að hverfa frá Islandi, heldur bara að stækka sviðið aðeins. Ég og Sigríður konan mín höfum gert leikgerð eftir bók Vigdísar Grímsdóttur, Grandavegur 7, og hún verður vonandi sýnd í Þjóðleikhúsinu næsta vetur og þá set ég hana trúlega upp.“ Nú voru miklar hræringar í Leikfélagi Reykjavíkur síðastliðið ár. Hvernig horfa þær við frá þínum bæjardyrum séð? „Það er sorglegt hve mikið hefur þurft að ganga á þar. Við sem höfum starfað í Borgar- leikhúsinu frá byijun vissum að það var tikk- andi tímasprengja að hefja rekstur nýs húss án nægilegs fjár og að miklu leyti eiga innri vandamál hússins rætur að rekja til þess. Þegar Borgarleikhúsið var opnað leið mér og held ég flestum eins og það væri endirinn á áratuga harðri baráttu fyrir byggingunni. En í raun á nýtt hús frekar að vera byrjun á nýju skeiði og um leið er þá tími til að nýtt fólk taki við. Núna held ég að það sé viðleitni til að taka á málinu og gera gott úr öllu. Mér er ofarlega í huga að þegar ég hóf störf í leikfélaginu þá voru kannski fimm af sjötíu félagsmönnum fastráðnir. Nú er meirihlutinn fastráðinn við húsið. Það hefur þá hættu í för með sér að félagarnir fari að veija eigin hags- muni. Það er erfítt að koma sem stjórnandi að iiúsi, þar sem breytinga er þörf án þess að nokkru megi breyta. Sem formaður leikhússráðs stóð ég að ráðn- ingu Viðars Eggertssonar. Þegar mér varð ljóst að meirihluti félagsmanna þar studdi mig ekki og ætlunin var að reka mig, sagði ég af mér. En mér datt aldrei í hug að það yrði gengið svo langt að reka Viðar, sem var ekki einu sinni tekinn til starfa.“ En hann var bytjaður að segja upp fólki? „Allir vissu að hann ætlaði sér það og eng- inn mótmælti því. Ég er ekki endilega sam- mála því í öllum tilfellum hveijum hann ætl- aði að segja upp, en hann var ráðinn til að taka þessar ákvarðanir. Nú er Þórhildur Þor- leifsdóttir tekinn til starfa. Við skulum vona að hún fái einhveiju að ráða og ég vona bara að skútan komist aftur á réttan kjöl. Það er minn draumur eins og allra í Borgar- leikhúsinu að starfsemin rétti úr kútnum. Það dugar ekki aðeins að styrkja hið innra stárf, heldur þarf einnig nánari samvinnu við borgar- yfirvöld, sem lítið gerðu frá því Davíð Odds- son hætti sem borgarstóri þangað til núver- andi borgarstjóri fór að sýna húsinu áhuga og hún beitti sér fyrir því að húsið fengi í fyrsta skipti verulega aukna fjárveitingu. Vonandi verður samstarf borgar og leikfélags- ins eðlilegt aftur. Leikfélagið sagði Viðari upp án þess að segja borginni af því, þó þáttur borgarinnar í ráðningu leikhússtjóra hefði þá nýlega verið samþykktur. Ég er sáttur við þá úttekt, sem var í Morgunblaðinu um málið, nema að þar stóð að ég væri i útiegð í Mex- íkó. Það er auðvitað fjarstæða." Fæóingarhríóir nýrra húsa Nú er Leikfélagið ekki eina menningarstofn- unin, sem glímir við erfiðleika í kjölfar þess að flytja í nýtt hús. Það þarf ekki annað en að nefna Bastilluóperuna í París eða Gauta- borgaróperuna. Hver er skýringin? „Við þessa upptalningu má bæta Stadsteat- ern í Stokkhóimi og Helsinki og listasafninu Arken utan við Kaupmannahöfn. Þetta er eðlilegt, því það þarf nýjan grundvöll fyrir nýjar menningarstofnanir. Nýjum stöðum fylgja alltaf fæðingarhríðir. Islenskt þjóðfélag er ekki það sama og það var 1945. Leikfélag Reykjavíkur hlýtur líka að breytast, auk þess sem líka verður að búa því þokkalegan fjárhagsgrundvöll. Leikfélagið þarf að vera skipulagslega ábyrgt gagnvart þjóðfélaginu og að mínu mati _er það alltof lokað. Þessu vildi ég breyta. Ég er heldur ekki sannfærður um að rétt sé að launafólk ráði forstjóra til skamms tíma, segjum til tvisv- ar sinnum fjögurra ára tímabils, en svo sitji starfsfóikið alltaf sem fastast áfram. Nýr leikhússtjóri kemur væntanlega með nýjar hugmyndir, en hugmyndirnar koma fyr- ir lítið er engu má breyta. Þeir sein eru í fót- bolta eru valdir í liðið af því þeir eru góðii'j ekki af því þeir hafi verið lengi í félaginu. 1 þýskum leikhúsum koma leikliússstjórar alltaf að auðu borði og þeir skrifa persónulega und- ir ráðningarsamninga við leikara, sem renna út þegar leikhússtjórinn hættir. Þetta er svona mitt á milli bandaríska kerfisins, þar sem leik- arar eru bara ráðnir í einstök verkefni og sem ég held að komi niður á bandarísku leikhúss- lífi og svo æviráðninga. Leikfélagið ber í sér sterkar jákvæðar hliðar, en félagið þarf líka að vera aðhald á listamennina. Meðan ég var í leikhúsráði var tekist á um hvort ætti að opna félagið meira og það kaus ég. Mitt sjónar- mið varð undir." Mikilvæg leið til breytinga er ekki aðeins að vilja breyta, heldur finna leið til þess að telja fólk á sitt band og koma breytingunum á. Ertu sáttur við hvernig tekið var á málum, þegar reynt var að breyta til? „Nei, það er ég ekki. Það var vísast of glannalega af stað farið. Mér fannst rétt að Viðar breytti til, en var ekki sáttu'- við það sem hann gerði eða hveijum hann vildi segja upp og að hastarlega var farið í hlutina. En það breytir því ekki að hann var ráðinn til að sinna þessari vinnu. Það fundu allir að eitthvað var að, en þeg- ar kemur að því að skilgreina nákvæmlega hvað var að koma auðvitað upp ólíkar skoðan- ir. Ég vona að þeir sem nú ráða í leikfélaginu finni réttu leiðina og veit að þeir vilja vel.“ „Leitandi og lifsf rekt leikhús veróur lifandi" En víkjum að leikhússlífi í Svíþjóð. Hvernig kemur það þér fyrir sjónir? „Það er erfitt að bera saman sænskt og íslenskt leikhúslíf. Svíar segja sjálfír að það ríki hér kreppa, en á leikhússdögunum í Luleá, þar sem sýndar voru bestu sýningar undanfar- inna tveggja ára, sá ég frábærar sýningar og fannst engin kreppa í sjónmáli. En líkt og í Finnlandi er leikhúsið á Islandi er í miklu sterkari beinum tengslum við fólkið. Ég held að skýringin sé sú að i báðum löndum er sterkt áhugamannaleikhús. Það fást einfaldlega svo margir við leiklist og það byggir upp góða áhorfendur. En það er nánast skoplegt hváð vandamál- in eru þau sömu, þegar ég heyri sænskt leik- húsfólk ræða sænskan vanda. Hið deyjandi leikhús er sígilt fyrirbæri. Stanislavskí skrif- aði um hugmyndir sínar um aldamótin og velti þá fyrir sér hvort leikhúsið væri búið að vera. Þegar Þjóðleikliúsið var í byggingu 1928 skrifaði Halldór Laxness grein, þar sem liann benti á að lifandi myndir væru búnar að taka við af leikhúsinu. Peter Brooke skrifaði bókina um hið dauða leikhús á sjöunda áratugnum. Það er í leiklistinni eins og öðrum listgreinum að sum blómin deyja, en önnur blómstra. Frá því ég kom fyrst á norrænu leiklistardagana 1976 hefur umræðan um hið deyjandi leikhús verið á dagskrá. Leikhús er einskis virði, ef það hefur ekki nýjan kraft. Maður fer í leik- hús til að upplifa eitthvað „nýtt“. Hvernig á að bregðast við hinu deyjandi leikhúsi? „Fólk, sem hefur mikið að segja, sem ligg- ur mikið á hjarta, sem finnur fyrir ófullnægju og leitar er líklegt til að gera spennandi hluti og finna nýtt áframhald. Það er nauðsynlegt að rækta með sér eigin ófullnægju, eigin þörf fyrir leit og hafa kjark til að þykjast ekki vita hlutina. Halldór Laxness hefur sagt að það að vera rithöfundur sé eins og að vera alltaf að leita að púðrinu, en guð hjálpi þeim sem finni það. Það er leitin sem skiptir máli, ekki fundurinn. Vegurinn að takmarkinu skiptir máli, ekki takmarkið sjálft. Leitandi og lífs- frekt leikhús verður lifandi." Aó leggja nióur varnarkerfió Það er kannski auðvelt að segja það, en hvernig verður grundvöllurinn best skapaður? „Ég held að grundvöllurinn á Islandi sé góður, því þar eru annars vegar atvinnuleik- húsin þijú og svo fijálsu leikhóparnir. Atvinnu- leikhúsin þurfa að vera sterk og fijálsu leik- hóparnir svo við hlið þeirra eða á undan þeim, þar sem fólk getur gert eigin hluti utan hins þunga kerfis atvinnuleikhúsanna. Ég held við séum nokkuð nálægt góðri uppskrift heima, enda tekst þar oft vel til. En það er við ákveð- inn skipulagsvanda að eiga og vandi Borgar- leikhússins er vandi okkar allra. Það væri synd, ef vinna þeirra, sem þar vinna núna, bæri ekki árangur. Hinn innri heimur leikhúss- ins er lokaður. Mér finnst kannski að allir hljóti að skilja hvað gerist þar, en auðvitað er það ekki svo.“ Nei, það skilja sennilega fæstir hvernig andinn er í leikhúsi, því eins og þú segir er þetta iokaður heimur og þó margir hafi kannski spreytt sig á að leika í áhugamennsku er annað að lifa og hrærast í leiklist. Nú hef- urðu reynt fleiri störf innan ieikhúss. Geturðu brugðið upp smá mynd af því lífi? „Það er ólíkt hvort fengist er við skriftir og leikstjórn eða við leik. Þegar ég er leik- stjóri er ég ekki í neinni hættu að verða niður- lægður sem persóna í gagnrýni. Það horfir öðru vísi við fyrir leikarann, sem leggur til eigin líkama, rödd og minningar og því verður viðkvæmnin mikil. Það er stundum sagt að leikarar séu viðkvæmari en annað fólk og það held ég að sé fjarstæða, en vinna leikarans er hins vegar óvenju ágeng við eigin persónu, þegar maður stendur á sviði sem leikari. Til að ná árangri þarf maður að vera gjöfull á sjálfan sig, leggja niður varnarkerfíð og það er leikarinn búinn að gera þegar að frumsýn- ingu kemur. Allir í leikhúsi eru meðvitaðir um að það þarf gott og sérstakt andrúmsloft til að skapa góða sýningu. Bæði leikara og leikstjóra dreymir um að skapa sérstaka upplifun, svo hún verði það fyrir áhorfendur. Ef það bregst eða misbrestur verður á samstarfinu getur oft sveiflast í hina áttina, einmitt vegna þess hvað við reynum mikið að nálgast iivert ann- að.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3.MAÍ1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.