Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1997, Blaðsíða 11
LJÓÐRÝNI I Ljósm. Björn Hróarsson. n var plantað út alltof nærri. Vegna þess verður ít að gera sér glögga grein fyrir útliti kirkjunnar, Ljósm. Póll Stefónsson/Gengið í guðshús. SVALIR og söngloft Grundarkirkju. Það er sama hvert litið er í þessari kirkju, alls staðar er formfegurð og listasmíði. Jónasson timburmeistari á Akureyri frum- teikningu af kirkjunni. Magnús réði þó mestu um alla tilhögun og smíði kirkjunn- ar. Til þess að koma hugmyndum sínum endanlega í framkvæmd og sjá um smíð- ina, réði Magnús austfirskan trésmið, Ás- mund Bjarnason, f. 1873. Magnús blés á þá gömlu hefð að guðs- hús yrðu að snúa í austur og vestur. Grundarkirkja á það sammerkt með kirkjum huldufólks að snúa í norður og suður. Altar- ið er í norðurenda en dyr snúa til suðurs, undan ríkjandi vindátt í Eyjafirði og felst í því augljós skynsemi. Timbrið í kirkjuna kom sjóleiðina til Akureyrar veturinn 1903-4 og var síðan flutt á sleðum og hestvögnum að Grund. Viðnum var hlaðið á túnið austan við hlað- varpann og undruðust margir þessi feikn af tijávið. Svo var vandað til smíðinnar að timbrið var allt þurrkað í baðstofu í eina til tvær vikur áður en úr því var smíðað. Hefur það líka reynst vel þar sem sprungur og fúi eru lítt til staðar. Veggir kirkjunnar eru fimmfaldir. Utan á grind var fyrst klætt með þumlungsborðum, því næst með gagns- ýrðum pappa og loks með klæðningu. Innan á grindina var fyrst lagður þilveggur, þar fyrir innan þykkur jarðbikspappi og loks timburskraut það sem prýðir innveggina. Ekki hafði áður verið vandað svo til timbur- húss í Eyjafirði og þótt víðar væri leitað. Norðmaðurinn Miiller málaði kirkjuna og skreytti og hefur verk hans haldið sér aðdá- anlega. Grunnflötur Grundarkirkju er rétt um 200 fermetrar; hún er nálægt 22x9 m að stærð. Hæð frá gólfi í hvelfingu er 7 m og hæð turnsins er 24 m. Kirkjan þykir vel stór núna og ætti að vera auðvelt að gera sér í hugarlund hvað hún hefur þótt stórkostleg skömmu eftir síðustu aldamót. Margt góðra muna er í Grundarkirkju. Altaristafla er úr gömlu kirkjunni og sýnir upprisu Krists. Danskur málari, Anker Lund, málaði hana 1891. Ljósahjálmur með bæheimskum kristöllum frá miðri 18. öld hangir í forkirkju. Árið 1929 voru kirkj- unni gefnar tvær ljósakrónur og skömmu fyrir fimmtugsafmæli Grundarkirkju voru henni gefnir kertastjakar, skírnarfontur, altarisdúkur, söngtafla auk messuskrúða svo einhvers sé getið. Grundarkirkja var friðlýst árið 1978, en skreytingu hennar hefur í engu verið breytt frá upphafí og vonandi mun þetta mikla og fagra guðshús standa sem minnisvarði um eyfirskan stórhug um ókomnar aldir. Höfundur er jarðfræðingur. EYJAFIRÐI HANNES PÉTURSSON DRANGEY Hið illa - því varð aldrei burtu þokað úr innsta leyni þínu, hefst þar við og hlustar, líkt og í svefni, á sogandi nið sjávargangsins, þegar bjargið er lokað. Vakir í dýpi dökkra hengifluga djúpt að baki fuglanna kviku þröng svo leynt og djúpt að engan yfirsöng bar alla leið sem mætti slæva það, buga. Oft þá varir sízt og sólin til þín siglir rauðum voðum, úr hafi stigin og lyftist þú í ljós morgunsins, tigin - birtist hið illa, brýtur upp klettana! Skín hið brýnda vopn sem digrar krumlur hampa. Slær um iðandi björgin beittum glampa! AFTÁST í þriðju ljóðabók Hannesar Péturssonar, Stund og staðir (1962), eru fimm sonnettur, og sú er hér birtist hin næst síð- asta. Allar eru þessar sonnettur af ítalskri gerð, 14 línur, tvær ferhendur og tvær þríhendur, en fijálslega farið með rímfléttu og atkvæðafjölda. Efnismeðferð skal vera tvískipt í samræmi við skipt- ingu í ferhendur og þríhendur, í fyrri hlutanum sett fram ákveðið efni, en hinum síðari unnið úr því á sértækan hátt. Mælandi þessa ljóðs gerir ekki vart við sig, en hann ávarpar Drangey og talar til hennar. Jafnframt er yfírborðsmynd og hlutgervi Ijóðsins sótt í þessa tilkomumiklu klettaeyju á Skagafirði, sem skáldið hefur haft fyr- ir augum sér dag hvem á barnsaldri, en í raun fjallar Ijóðið um annað. Það ijallar um hið illa, hin illu öfl tilverunnar, illskuna sem dylst stund- um djúpt í hugarfylgsnum manneskjunnar. Þannig verður eyjan eins konar táknmynd til þess að birta innra fyrirbæri. Með ávarpinu er Drang- ey persónugerð ogþað beinir hugsun lesandans að mannlegu eðli. Áðferðin sem notuð er kallast vísun (allusion) og er fólgin í því að skírskota til atburða, persóna eða aðstæðna úr samtíð, sögu eða bók- menntum, sem ætlast er til að lesandinn kannist við. Með því er hægt að draga upp mynd án þess að þurfa að útskýra hana. Þannig er vikið að þjóðsögunni um óvættina í Heiðnabergi, þeim hluta sigbjargsins í Drangey er Guðmundur biskup góði lét eftir óvígðan, af því að óvættur þessi baðst griða á þeim forsendum að einhvers staðar yrðu vondir að fá að vera. En hún hafði áður grandað sigmönnum með því að koma út úr klettaveggnum og bregða eggvopni miklu á vað þeirra. Skáldið vekur athygli lesandans á því, að ljóðið fjallar í raun um ann- að en sögnina, sem vísað er til, með því að víkja frá efni hennar. í ljóð- inu hættir biskup ekki að vígja, heldur býr hið illa í líki óvættarinnar í svo djúpum leynum, að enginn yfirsöngur blessunarinnar nær nógu langt til að slæva það. Andstæðum er beitt til þess að skerpa myndina af undirferli og stjóm- leysi illskunnar. Hún laumast ekki aðeins í skjóli myrkurs, heldur birtist hún „þá varir sízt“, jafnvel í tiginni fegurð fegurð ársólarinnar, ljóssins, sem er tákn hins góða líkt og myrkrið er tengt hinu illa. Þannig leit t.d. Platón á sólina sem sýnilega ímynd hins góða. En jafnvel þá getur hið illa birst af þvílíku afli, að það „brýtur upp klettana". Ljóðið er einkar myndrænt. Óvættina sem er ímynd hins illa sjáum við að vísu ekki nema „digrar krumlur" í næst síðustu línu, er áherslan er þar fremur á vopninu, eggjáminu, en þó allra helst á glampanum af því. Hann verður sýnilegur vitnisburður um áhrifamátt illskunnar, og er enn aukið á þau áhrif með færslu minni skynsviða, þar sem glampinn er sagður beittur. Og athyglisvert er, að enn er tenging við ljósið, því að glampinn er endurspeglun sólarljóssins. Hins vegar má einnig segja að glampinn tengist einnig leiftrinu, hinum eyðandi eldi, og þá ef til vill ekki síður leiftrinu mikla sem birtist við kjarnorkusprenginu, hinni illu tortímingu, sem varð til fyrir vísindahugvit mannsins. En þótt við sjáum ekki óvættina í leynum bjargsins, þá er hún samt notuð til að birta le- sandanum umhverfislýsingu. Hún „vakir í dýpi dökkra hengifluga / djúpt að baki fuglanna kviku þröng“ og með henni heyrum við sjóinn svarra við bjargið. Þá sér lesandinn tignarlega mynd af sólrisi, þar sem sólin er persónu- gerð og kemur siglandi eftir sjávarfletinum með árroða sinn að segli, - og jafnframt færist sjónarhornið til. Nú sér lesandinn ekki lengur inn í innviði eyjarinnar og heyrir ekki lengur það sem óvætturin heyrir, heldur horfir hann nú á Drangey úr nokkrum fjarska, sér sólaruppkomu sem líkt og lyftir eynni upp í morgunbirtuna, - og svo glampann beitta og banvæna. Með þessum ytri myndum og tiltölulega hlutlægri lýsingu er eðli illskunnar miðlað, og áhrifin verða ef til vill einmitt svo sterk vegna þessarar aðferðar. Andstæður ljóss og myrkurs einkenna ljóðið, og tog- streita milli andstæðnanna. Ámóta togstreita einkennir einnig stíl ljóðs- ins, þar sem skáldið beitir línutenginu (enjumbement), - hljóðdvöl er ekki nema sjaldan í lok vísusorðs, heldur eru ljóðmyndirnar knúnar áfram í sífellu af þunga og eins konar ákefð, sem eykur enn á áhrifa- mátt Ijóðsins. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. MARZ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.