Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1997, Blaðsíða 5
JÓN ÚR VÖR SJÓBÚÐ Húsið okkar heitir Sjóbúð og við höfum aldrei eignazt það. Það var reist af vanefnum, hrúgað upp í skuld úr óplægðum viði og tjörupappa, bárujárni slegið utan á með naglagötum handa rigningunni. Þar hef ég setið klofvega á eldhúsbekk og ort vísur um fugla, sem spókuðu sig í fjörunni, og horft á kvöldroðann. Þar hefur lengi hangið steinbítur á þili, þar hefur verið soðið saltkjöt í súpu - um helgar - langt fram á vetur. Þetta hús hef ég kallað Vör, og það hefur verið hlegið að mér fyrir það, því naustatóftirnar sjást enn og lömbin hoppa upp á þær á vorin og niður af þeim aftur, og þarna hefur ætíð verið sjóbúð. Úr Þorpinu. að geyma ljóð í óbundnu formi. Formbyltingin hafði hafist fyrr á öldinni en hér var komið fram fullmótað skáld sem orti í fijálsu formi, eins og það var kallað. „Ég orti Þorpið á meðan ég dvaldist í Sví- þjóð árin 1945 og ’46 og var undir áhrifum frá sænsku öreigaskáldunum, sem svo voru kölluð, og hafa líka verið kennd við fjórða áratuginn. Annars var ég ekki og hef aldrei verið neitt sérstaklega nýtískulegt skáld, að minnsta kosti ekki til jafns við þau sem komu á eftir mér. Ég held jafnvel að Steinn Stein- arr hafi verið nýtískulegri en ég. Ég eltist til dæmis ekkert við þessar nýju stefnur sem komu frá Frakklandi á þessum árum, eins og tilvistarspekina. Ég hef alltaf ort um sjálfan mig, ég er sjálfhverft skáld. Það lá alltaf bein- ast við að yrkja um sjálfan sig, um fólkið sitt og upprunan.“ Jón úr Vör er fæddur á Vatneyri við Pat- reksfjörð og var sjöunda barn hjónanna Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Indriðasonar skósmiðs. Alls urðu börnin þrettán talsins. Jóni var komið fyrir hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni í þorpinu og bústýru hans Ólínu Guðrúnu Jónsdóttur, sem síðar varð kona Þórðar, þegar móðir hans gekk með níunda barnið. Hjá þeim ólst hann upp. „Við bjuggum við kröpp kjör en erfiðast í æsku minni var að hafa engan bókakost. Fáar bækur voru tii á heimilinu og ekkert bókasafn var á Patreksfirði fyrr en mín kynslóð stofn- aði safn; við gerðum það strákarnir rétt áður en ég fór suður átján ára að aldri.“ Menn verw rótlaekir Jón segist hafa tekið að yrkja fyrir alvöru þegar hann fór suður en fyrsta bókin hans kom út þegar hann var tvítugur. „Ég hafði verið á Núpsskóla í tvo vetur áður en ég kom til Reykjavíkur. Mér var sérstaklega illa við leikfimi og fékk að sleppa henni gegn því að skrifa ritgerð um íslenska bragfræði. Hana las ég fyrir á skólaslitunum og fékk gott orð fyrir.“ Þegar til Reykjavíkur var komið hóf Jón störf sem rukkari hjá Blómabúðinni Flóru. Er hann ef til vill að yrkja um þá reynslu sína í titilljóði fyrstu bókar sinnar, Eg ber að dyrum, en það hefst á orðunum: „Ég er rukkari." Ljóð- ið lýsir því þegar rukkari hringir dyrabjöllu „eins glæsiiegasta hússins í bænurn" og ung stúlka kemur til dyra: „Það er vinnukona." Hvorki húsbóndinn né frúin eru við til að borga reikningana en stúlkan brosir til hans „bláum augum/ og rauðum vörum." Rukkarinn heldur göngu sinni áfram en er „alls staðar illa þeg- inn,/ óvelkominn gestur/ og viðtökurnar eftir því.// Eins og ég, vesall rukkari,/ eigi sök á kreppunni". Þegar dagurinn er loks á enda svellur honum blóð í æðum yfir hlutskipti sínu og stúlkan kemur upp í hugann: Og hún, þessi fallega vinnukona, sem fann skyldleika okkar í umkomuleysinu, undirgefninni, hún brosir i hug mínum, hlær í þögninni. Ljóðið lýsir kreppuástandinu á fjórða ára- tugnum vel og er um leið táknrænt fyrir stöðu ungs manns sem er kominn af fátæku fólki úr þorpi. „Það var kreppa," segir Jón, „og erfitt um vinnu. Menn voru róttækir og í upp- reisnarhug en þeir sem voru hvað harðastir í verkalýðsbaráttunni fengu síst vinnu; það var ekki nema atvinnurekendurnir væru í vand- ræðum og þyrftu að skipa upp með hraði. Fóstri minn var harður uppreisnarmaður og ég litaðist af hugsjónum hans. Ég var í sambandi við róttæklinga á þessum tímum en var held ég aldrei sérstaklega atorkusamur í baráttunni; mér leiddust póiitískir fundir. Ég orti heldur ekki mikið um það sem var að gerast í pólitík hér heima heldur frekar um heimsviðburði, um pólitík í víðara samhengi. Annars fannst mér það ekki vera hlutverk skálda að vera pólitísk frekar en verkast vildi. Skáld eiga að láta allt til sín taka sem gerist í heiminum og þá ekki síst það sem gerist í þeirra eigin lífi. Skáld eiga að finna til í stormi sinnar tíðar. En það er ekki skylda þeirra að vera póiitísk. Ég hef alltaf verið hrifinn af skáldum eins og Davíð Stefánssyni, Tómasi Guðmundssyni, Jakobi Thorarensen og Jóni Helgasyni sem ekki hafa tekið afgerandi póiitíska afstöðu í skáldskap sínum. Ég var samt aldrei undir miklum áhrifum frá þessum mönnum. Ég held að áhrif á minn skáldskap hafi fyrst og fremst verið frá skandinavískum höfundum sem ég las mikið á meðan ég var í Svíþjóð og svo þeim erlendu bókmenntum sem ég kynntist í sænskum og ísienskum þýðingum; sennilega var Magnús Asgeirsson, þýðandi, einn af mestu áhrifavöldum mínurn." Blaöaútgáfa, Steinn og Stund milli strióa Jón segir að sem ungan mann hafþ hann alltaf langað til að verða blaðamaður. „Ég var einu sinni titlaður fréttaritari Morgunblaðsins. í París en það var bara tilfallandi; þetta var rétt fyrir stríð, ég var staddur í París og blað- ið bað mig um að sinna einhverju þingi sem þar var haldið. Okkur Valtý Stefánssyni, rit- sjóra Morgunblaðsins, var vel til vina; hann hafði alltaf mikla trú á mér sem skáldi þótt aðrir væru vantrúaðri. Matthías Johannessen hefur sömuleiðis verið í góðu sambandi við mig.“ Arið 1940 keypti Jón Útvarpstíðindi í félagi við Gunnar M. Magnúss rithöfund, en ritið hafði verið stofnað af Kristjáni Friðrikssyni skömmu áður. Útvarpstíðindi var vikublað og hafði nokkur þúsund kaupendur um allt land. „Reksturinn á þessu blaði gekk mjög vel,“ segir Jón, „og mér tókst að auka dreifmgu ritsins mikið. Þetta var gríðarleg vinna, enda sá ég um alla þætti útgáfunnar með aðstoð Gunnars. Ég hafði ágætt upp úr þessu þótt maður hafi ekki borist mikið á. Ég bjó í litlu herbergi sem ég hafði á bak við afgreiðsluna og hafði alltaf heitt á könn- unni, enda var gestkvæmt. Steinn Steinarr var einn þeirra sem oft bönkuðu upp á. Ég hlustaði á sögurnar hans. Hann hafði gaman af því að finna höggstað á mönnum og kunni að taka þannig til orða að undan sveið. Hann var hornóttur. Sjálfur varð maður stundum að skotspæni hans en þarf samt ekkert að kvarta. I skáldskap sínum lagði hann líka mest upp úr því að orða hlutina dálítið skarpt svo að það yrði mönnum eftirminnilegt. Steinn var afskaplega gáfaður maður og einstaklega orðheppinn. Hann var beiskur en talaði samt aldrei um fötlun sína, henni tók hann með karlmennsku." Jón starfaði við blaðaútgáfuna í hálft sjötta ár og þrátt fyrir miklar annir gaf hann út sína aðra ljóðabók, Stund milli stríða. Bókin ber þess glögg merki að þroskaðra og víðför- ulla skáld heldur um penna en í Ég ber að dyrum. Nægir að geta síðasta hluta bókarinn- ar sem nefnist Heljarslóð og samanstendur af nokkrum myndum úr ferð „um vígstöðvar frá fyrri heimsstyrjöldinni síðustu vikurnar áður en hin síðari hófst“. Hér er ort um „póli- tík í víðara samhengi". Síðasta ljóð bókarinnar heitir Vopnaður friður: Gömul fallbyssa í grónu virki horfir til himins hljóðu auga, - og fugl hefur gert sitt fyrsta hreiður og valið því stað í víðu hlaupinu. Fyrsta bók Jóns hafði hlotið mjög góðar viðtökur gagnrýnenda, en nú brá öðruvísi við; Stund milli stríða hlaut slæma dóma hjá flest- um gagnrýnendum. „Dómur i Helgafelli eftir Símon Jóhann Ágústsson sló mig alveg niður; eftir hann náði ég mér aldrei almennilega á strik. Þorpinu var líka tekið fálega af flestum, enda nýtt í forminu. Þessar dræmu undirtekt- ir gerðu mér erfitt fyrir en eins og fyrstu bækur mínar gaf ég þær næstu út sjálfur." Ég er lúka af mold Árið 1951 komu tvær bækur út eftir Jón úr Vör, Með hljóðstaf og Með örvalausum boga. í fyrrnefndu bókinni er að finna ljóð sem hann hafði ort á sama tíma og Þorpið en áttu ekki heima þar, að mati skáldsins. í báðum bókunum heldur hann áfram að yrkja um þorpsþemað en einnig fer að bera á öðrum viðfangsefnum sem áttu eftir að sækja meira á hann í síðari bókum, svo sem eins og trúnni. í ljóðinu Ég er lúka af mold takast á trú og efi. Eins og einmana fugl í myrkri sit ég fjarri allri trú, ég veit að ég sofna í nótt, en ekki hvort ég vakna að morgni. En hvar, ó, hvar? Ég er lúka af mold, þú ert vindur. Það er ef til vill undarlegt að svo ungt skáld skuli yrkja í nagandi óvissu um sinn hinsta næturstað, en Jón segist alltaf hafa verið ef- ans maður. „Sigurbjörn Einarsson biskup hélt því einu sinni fram að ég væri trúarlegt skáld en því get ég ekki verið sammála. Ég er van- trúarmaður. Trúin hefur vissulega verið við- fangsefni ljóða minna en efinn hefur alltaf vegist á við hana. I síðasta samtalinu sem ég átti við Stein Steinarr á dánarbeði hans ræddum við hvað myndi verða um okkur eftir að við lykjum þessari jarðvist. Ég hygg að það hafi verið ég sem sagði að við gætum ekki vitað hvað tæki við, hvort allt yrði búið, og því yrði það bara að ráðast. Steinn tók heilshugar undir þessi orð. Það er ósk mín að fá að deyja jafn sáttur og hann, að fá að deyja eins og maður.“ Komiö nóg Árið 1956 kom út önnur og aukin útgáfa af Þorpinu, en níu ár liðu þar til Jón úr Vör sendi frá sér næstu frumsömdu bókina, Vetr- armáva (1960). Sjöundi áratugurinn var fijór, auk þessarar komu út Maurildaskógur (1965), 100 kvæði (1967) valin af Einari Braga og Mjallhvítarkistan (1968). Á þessu tímabili verða nokkrar áherslubreytingar í formi ljóða Jóns. Að minnsta kosti gerir hann tilraunir með bæði knappara form og prósaljóð. Honum tekst betur upp með skorinortu ljóðin; varfærn- in, hófsemin og yfirvegunin eru.kunnugleg í ljóðinu Kona. Ástarorð hennar voru litlir fískar, sem syntu hægt ofur- hægt undir nætur- gömlum ísi. Annað dæmi er ljóðið Engu get ég treyst, þar sem eitthvað virðist hafa slest upp á vin- skap skáldsins og efans sem hann sagðist hafa haft sér við hlið í glímunni við trúna. Engu get ég treyst, tortryggi jafnvel vin minn efann. Jón sendi frá sér tvær bækur á áttunda áratugnum, Vinarhús (1972) og Altarisbergið (1978). í þessum bókum og þeim tveimur síð- ustu, Regnbogastíg (1981) og Gott er að lifa (1984), verða ljóðin aftur breiðari og lengri þótt hið knappa form eigi áfram upp á pall- borðið. í síðustu bók sinni yrkir Jón flokk ljóða um fóstra sinn, en meginumfjöllunarefnin eru skáldskapurinn og horfin tíð, hið liðna. Sársaukinn er horfínn og ég man ekki hvemig hann var. Ég man það var sárt. Víst var það sárt. Ekki lengur Nú get ég ekki munað hveiju ég er búinn að gleyma. (Hið liðna) Það er bjart yfir bókinni og húmor litar heims- og lífsskoðunina meir en áður. Hvern morgun þegar ég vakna er ég alltaf jafn undrandi. Er ég þá ekki dauður? (Draumur í himnariki) í bókinni lýsir Jón gleði sinni yfir því að sjá unga fólkið róa bátum sínum út á hafið frá „strönd orðsins" en þegar ég bið hann um álit á því sem hefur verið að gerast í íslensk- um skáldskap undanfarin ár segir hann, þung- ur á brún, að risið sé ekki eins hátt og hann vildi. „Þetta er ekki allt skáldskapur. Mér þykja þessi frönsku og engilsaxnesku áhrif sem svo mjög hefur borið á vera utan garna í íslenskum skáldskap. Ég vona að einhverjir reyni að halda uppi hinni norrænu hefð. Og svo virðast menn aðallega leggja upp úr því að vera öðruvísi en aðrir, sérkennilegir. Okkur hættir til að ofmeta slíka menn. Ég er meira fyrir hversdagsmennskuna, alþýðleikann." Jón er hins vegar dapur yfir því að bókin skyldi ekki fá meiri athygli en raun ber vitni. „Þessi bók hefði mátt fá meira gengi.“ Jón segist lengi hafa langað til að koma út myndskreyttri heildarútgáfu af þorpsljóðum úr öllum bókunum sínum en útgefendur hafi verið heldur tregir til samstarfs. Hann segist lítið hafa ort síðustu ár en hann hafí haldið dagbók þar til fyrir tveimur árum. „Ég skrif- aði alltaf tvær blaðsíður á dag og þá bara um það sem kom í pennann hveiju sinni. Ég skrif- aði ýmislegt sem mér þótti gaman sjálfum að hafa sett á blað. En síðan hætti ég þessu. Mér fannst vera komið nóg.“ Við þessi orð áttaði ég mig á því að við höfðum setið að spjalli í þijár klukkustundir og sagði skáldinu að nú myndi ég fara að tygja mig. Hann kinkaði kolli en áður en hann fylgdi mér til dyra teygði hann sig í tvær bækur sem hann sagðist vilja gefa mér, það voru Mjallhvítarkistan og Vinarhús. Inn í þá síðarnefndu skrifaði hann þessi orð, sem lýsa ekki aðeins margumtalaðri yfirvegun, hófsemd og varfærni skáldsins, heldur einnig húmor þess og sífelldum efanum: „Við höfum átt góða stund saman, held ég.“ „Eg hef 'alltaf ort um þorpid, ekki adeins íþess- ari hóky “ segirJón, „menn hafa einblínt á hana en ekki komiö auga á aó ég hef ort um þetta efnifráfyrstu hók tilþeirrar síóustu. Bókin Þorpið erheldur ekkipólitískt verk, eins og menn hafa oft haldiö framy heldurfyrst ogfremst lýsing á mínu eigin lífi. “ IESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. JANÚAR 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.