Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.12.1996, Blaðsíða 6
mælitæki þetta hafi verið smíðað á Hveðn að beiðni Odds eða Guðbrands og að Oddur hafi haft það með sér til íslands vorið 1589? Ef þetta er kvaðranturinn sem Guðbrandur notaði til að ákvarða breiddarstig Hóla þá er komin einföld og eðlileg skýring á því hvers vegna mælingin var svo nákvæm: Guð- brandur studdist ekki aðeins við mæliaðferð- ir Brahes heldur notaði hann mælitæki úr smiðju sjálfs meistarans! í þessu sambandi má nefna að Brahe hafði ávallt í þjónustu sinni mjög færa málmsmiði sem aðstoðuðu hann við þróun og smíði stjömumælinga- tækja. Þótt Guðbrandur hafi verið annálaður hagleiksmaður er frekar ósennilegt að hann hafi haft þá tækniþekkingu eða þau efni sem tii þurfti til að smíða sjálfur jafn nákvæman hornamæli og hér er til umræðu. Og er ekki líklegt að Arngrímur lærði hefði getið þess í ritum sínum ef svo hefði verið? Sumir sagnaritarar hafa velt því fyrir sér hvort þeir Guðbrandur og Brahe hafi nokk- um tímann hist. Um þetta er ekkert vitað með vissu en það er þó vel hugsanlegt þar sem þeir stunduðu báðir nám við Hafnarhá- skóla á svipuðum tíma. Brahe kom þangað vorið 1559, þá aðeins tólf ára gamall, og hann fór ekki til Leipzig fyrr en í febrúar 1562. Guðbrandur, sem var fjóram eða fimm áram eldri en Brahe, mun hins vegar hafa hafið nám haustið 1560 (sumir segja 1561) og lauk því árið 1564. Að auki dvaldist Guð- brandur síðar í Kaupmannahöfn í tvo vetur, fyrst 1568-69 og aftur 1570-71. Fyrri veturinn var Brahe reyndar á námsferðalagi í Mið-Evrópu en hinum seinni eyddi hann að hluta hjá frænda sínum Steen Bille á Skáni og stundaði aðallega rann- sóknir í gullgerðarlist. Hver veit nema leiðir þeirra Guðbrands hafi legið saman, annað hvort í Höfn eða á Skáni? Að lokum er rétt að nefna eitt forvitnilegt atriði sem sýnir ótvírætt að Brahe hefur haft ein- hver sambönd á íslandi áður en Oddur Einarsson kemur til þeirrar sögu. í bókum Brahes er meðal ann- ars Qallað um athuganir hans á deildarmyrkva á tungli 31. janúar 1580. í eftirmála getur hann þess að Jóhann Bockholt höfuðsmaður hafi einnig fylgst með myrkvanum frá Bessa- stöðum og ber mælingar hans saman við sín- ar. Á Guðbrand, góðkunningja Bocholts, er hins vegar ekkert minnst frekar en annars staðar í verkum Brahes. Oddur Einarsson og Íslandslýsingin I íslenskum sagnaritum er iðulega getið um tengsl Odds Einarssonar við Tycho Brahe og heimsóknir hans til Hveðnar sem þegar hefur verið rætt um hér að framan. Sagnarit- arar bæta oftast við að Oddur hafi verið mjög vel að sér i stjömufræði og stærð- fræði. Engin ástæða er til að ætla annað en að það sé rétt. Oddur var ekki aðeins í læri hjá Brahe um tíma heldur hefur hann án efa lært ýmislegt í stærðfræðilegum lærdómslist- um hjá Guðbrandi biskupi á námsáram sínum í Hólaskóla. Oddur hafði og náið samband við biskup eftir heimkomuna frá Kaupmanna- höfn, fyrst sem rektor á Hólum og síðar sem biskup í Skálholti, en eins og kunnugt er var það aðallega Guðbrandi að þakka að Oddur fékk hið valdamikla embætti. Guðbrandur mun einnig hafa haft mikið álit á Oddi sem lærdómsmanni og segir það væntanlega sína sögu. Að sögn íslenskra sagnaritara fór og mik- ið orð af gáfum og lærdómi Odds á náms- árum hans í Höfn og þar náði hann nokkrum frama sem umsjónarmaður á stúdentagarði, en slík staða kom aðeins í hlut efnilegra námsmanna. í bókum skólans er þess getið að hann hafi haldið þijá háskólafyrirlestra, svokallaðar dispútatíur, á árunum 1583-85, en ekki er lengur vitað um hvað erindin fjöll- uðu. Það eitt að hann skuli hafa verið í vist hjá Brahe, þótt í skamman tíma hafi verið, bendir og til þess að hann hafi kunnað sitt- hvað fyrir sér í lærdómslistum síns tíma. Svo skemmtilega vill til að umsögn Brahes um Odd hefur varðveist. Hana er að finna í ótímasettri skrá um ýmsa lærisveina stjörnumeistarans og þar segir um Odd bisk- up að hann sé í meðallagi sem málamaður og að öðru leyti ekki óupplýstur (Otto Wislandus Islandus, episcopus in Islandia, est mediocris gramaticus aliasque non ignar- us)! Hér kveður við örlítið annan tón en hjá íslenskum sagnariturum en hafa ber í huga að Brahe var mjög gagnrýninn að upplagi og gerði miklar kröfur til samferðamanna sinna. í ljósi þess sem hér hefur verið sagt verð- ur það að teljast eftirtektarvert að ekki er vitað með vissu um nein verk eftir Odd er tengjast beint stjömufræði eða öðrum stærð- fræðilegum lærdómslistum, hvorki tímatals- reikningum, hnattstöðumælingum eða landa- bréfum. Þó er hugsanlega um eina undantekningu að ræða. Hér átt við hina kunnu íslandslýs- ingu sem kom út á prenti árið 1971 í ís- lenskri þýðingu Jakobs Benediktssonar. Mik- il óvissa hefur lengi ríkt um höfundinn en í formála að íslensku útgáfunni setur Jakob fram skemmtilega sannfærandi en óbein rök fyrir því að hann sé enginn annar en Oddur Einarsson og að hann hafí lagt drög að ritinu i Kaupmannahöfn veturinn 1588-89. Það er þó eitt sérkennilegt smáatriði sem stingur í augun þegar þessi tilgáta Jakobs er könnuð nánar. I 3. kafla í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um hnattstöðu íslands og göngu sólar hér á landi. Ljóst er að sá er þar heldur á penna er hvort tveggja í senn mikill lær- dóms- og gáfumaður. En í umfjölluninni um hnattstöðuna segir meðal annars: „En við nákvæmari ákvörðun á legu Is- lands hlýt ég að fylgja útreikningum lærðra manna, nefnilega Ápianusar og annarra, sem um fjölda breiddarbauga frá miðbaug allt til íslands virðast ekki vera fjarri hinu rétta, hvort sem þeir setja 64., 65., 66. eða 67. breiddarbaug um mitt ísland. ísland er nefnilega svo víðlent að það gæti jafnazt á við heilt konungsríki og því geta sumir staðir á því verið á einni breidd en aðr- ir á annarri o. s. frv. Ann- ars mætti ef til vill kom- ast nær hinu rétta í þessu efni með hversdagsleg- um athugunum. Og satt best að segja hef ég til þessa heldur lítið kynnt mér kenningar í landa- fræði og reyndar minna en maklegt hefði verið því að mér hefur einkum leikið hugur á að gefa gaum að lengd dags og nætur á íslandi." Er sennilegt að höfundur þessara orða hafi haft náin lærdómstengsl við menn eins og Guðbrand Hólabiskup og Tycho Brahe? Það er náttúrulega hugsan- legt, en þá hefur hann ekki lært mikið af þeim um hnattstöðumælingar og kortagerð! Sérstaka athygli vekur þó að hvorki er minnst á íslandskort Guðbrands né mælingu hans á breidd Hóla. Eini kortagerðarmaðurinn sem vitnað er til er Peter Apian (1495-1552) og bendir það til þess að höfundur íslandslýsing- ar hafi annað hvort ekki þekkt til verka Guðbrands eða þá ekki talið þau sérlega mikils virði. Ef það er virkilega rétt þá er ljóst að ekki getur verið um Odd Einarsson að ræða og höfundur íslandslýsingarinnar er enn ófundinn. Draumur Keplers Árið 1634 kom út í borginni Sagan í Sles- íu merkileg bók eftir Jóhannes Kepler sem látist hafði nokkrum árum áður. Rit þetta, Somnium seu astronomia lunari (Draumurinn eða stjörnufræði á tunglinu), var frá hendi höfundar fyrst og fremst hugsað sem áróð- ursrit fyrir sólmiðjukenningu Kóperníkusar, en frásögnin er í búningi skáldsögu sem fjall- ar um ferðalag til tunglsins og atburði sem þar ber fyrir augu bæði á yfirborðinu og á stjörnuhimninum. í ljósi nútíma bókmennta- sögu verður því tvímælalaust að telja Somn- ium eina fyrstu vísindaskáldsöguna en að auki er hún merkt framlag til stjörnufræði. Frá sjónarhóli íslendinga er þessi bók Kepl- ers þó einkum áhugaverð vegna þess að aðal- söguhetjurnar eru íslenskar og hluti sögunnar gerist á íslandi. Að auki er víða minnst á Island í ítarlegum athugasemdum sem Kepler taldi nauðsynlegt að láta fylgja. Þar kemur meðal annars fram að hann hefur fengið ýmsar upplýsingar um landið hjá Tycho Brahe, en annað hefur hann sótt í landfræðirit sam- tímans og er þar um að ræða hæfilega blöndu af staðreyndum og ýkjum eins og við er að búast þegar haft er í huga hvenær sagan er skrifuð. Upplýsingamar sem hann hefur eftir Brahe segir hann stjömumeistarann hafa fengið hjá ónafngreindum íslenskum biskupi. Meðal annars á biskupinn að hafa sagt Brahe að ísland liggi nálægt heimskautsbaug og að íslendingar séu sérstaklega gáfaðir. Einnig að íslenskar stúlkur hafí það fyrir sið, þegar þær hlýða á guðsorð í kirkju, að sauma orð og setningar með litþræði í léreft með ótrúleg- um hraða. JÓHANNES Kepler. MÚRKVAÐRANTURINN mikli á Hveðn. NOVA MVNDANI SYSTEMATIS HYPOTiTOSIS AB AUTHORE NUPER ADINUBNTTA, QUA TUM VETUS ILLA PTOLEMAICA KEDUNDANTIA & INCONCIN NITAS, TL’M ETIAM RECENS COPERNIAN A IN MOTU TERRÆ PHYSICA ABSURDITAS. EXCLU- DUNTUR, OMNJAQUE APPAREN- THS CŒLESTIBUS APTISSIME CORRESPONDENT. HEIMSMYND Brahes. TYCHO Brahe, fertugur að aldri, árið 1586. Hér gefst því miður ekki svigrúm til að rekja efni bókarinnar í smáatriðum en í aðal- atriðum er þráðurinn þessi: Bókin hefst á því að Kepler segist hafa sofnað eina nóttina og þá hafi sig dreymt að hann væri að lesa í bók._ Aðalsöguhetjurnar í draumbók þessari era íslendingar, ungur maður að nafni Duracotus og móðir hans Fiolxhilde, sem er fjöllkunnug mjög og fer oft með son sinn upp í hlíðar Heklu til að tína grös í galdraseyð. Mál þróast þannig að Fiolxhilde selur son sinn í hendur skipstjóra nokkrum sem siglir með hann í átt til Noregs. Á leiðinni kemur skipið við á Hveðn því að íslenskur biskup hafði beðið skipstjórann fyrir bréf til Tychos Brahes. Duracotus er settur í land vegna sjó- veiki og næstu fimm árin er hann í læri hjá stjörnumeistaranum. Að því loknu fer hann aftur heim til Islands. Við heimkomuna verða fagnaðarfundir með þeim Duracotusi og Fiolxhilde og hún telur hann nú vera undir það búinn að taka við þeirri fornu þekkingu sem hún býr yfir. Meðal annars segir hún honum frá því að hún sé í tengslum við ýmsa anda en þó sérstaklega einn sem flytur hana á hvern þann stað er hún óskar sér. Ef vegalengdir eru hins vegar of miklar gef- ur andinn henni allar nauðsynlegar upplýs- ingar og er það jafn gott og að vera á staðn- um sjálfum. Kvöld eitt kallar hún á andann og hann lýsir fyrir þeim mæðginum hvernig hann og aðrir andar fara að því að flytja menn til tunglsins og hvað sé þar að finna. Hér tekur við aðalefni bókarinnar sem er ítar- leg lýsing andans á hreyfingu sólar og reiki- stjarna séð frá tunglinu og umfjöllun um jarð- og sólmyrkva. Hann lýsir og landslagi á tunglinu og tunglbúum og lífi þeirra. Frá- sögninni lýkur með því að Kepler segist hafa vaknað upp í miðri lýsingu á veðurfari tungls- ins og hafi það máð út endi bókarinnar sem hann var að lesa í draumnum. Lesendur Keplers fá því engar frekari upplýsingar um þau Duracotus og Fiolxhilde eða örlög þeirra. Til gamans má geta þess að Kepler segir frá því í athugasemdum sínum hvernig nöfn aðalsöguhetjanna eru til komin. Skosk áhrif hafi valdið því að að nafnið Duracotus varð fyrir valinu en orðið fiolx hafi hann hins vegar séð tengt ýmsum stöðum á íslandi á ævagömlu Evrópukorti. Skýringin á þessu kann að vera sú að Kepler hafi lesið rangt af kortinu þannig að fiord (fjörðr?) eða fjall (fjöll?) varð fíolx. í því sambandi má nefna að Kepler kunni ekki norræn mál og að auki mun hann hafa verið sjóndapur. Hin mikla draumabók Á sextándu öld og reyndar langt fram eft- ir þeirri sautjándu voru stjörnuspádómar enn taldir mikilvægur hluti stjömufræðinnar og flestir stjömumeistarar lögðu stund á stjörnu- speki samhliða eiginlegum stjömuathugunum. Tycho Brahe var engin undantekning frá þessu. Hluti af skyldum hans við Friðrik kon- ung var að reikna árleg almanök miðuð við danskar aðstæður og að hætti samtímans flutu þá oft með langtímaspár um veðrið byggðar á afstöðu himintungla. Að auki reiknaði hann eftir öllum kúnstarinnar reglum stjömuspá- kort fyrir prinsana þijá, syni Friðriks. Eftir því sem stjarnmælingum á Hveðn fleygði fram missti Brahe hins vegar smám saman alla trú á spákort og stjömuspádóma og hin seinni ár að minnsta kosti vildi hann ekki láta bendla sig við svo ónákvæm fræði. Það kom þó ekki í veg fyrir að í augum alþýðu var hann alla tíð fyrst og fremst þekktur sem stjörnuspá- maður frekar en stjömufræðingur. Frægð hans gerði það og að verkum að margs konar hjátrú var tengd nafni hans, eins og til dæm- is hin ævaforna trú á óhappadaga ársins sem ganga víða undir nafninu Tycho Brahe-dagar þó að Brahe hafi hvergi komið þar við sögu. Þá era til á prenti bæði draumaráðningar og forlagaspár sem eignaðar eru meistaranum, en sjálfur getur hann hvergi um slíkt í ritum sínum eða bréfum. Ein slík bók er Tyge Brahes Drömme og Spaabog sem kom út á prenti í Kaupmanna- höfn árið 1872 og meðal annars er sagt frá í áðurnefndu verki Þorsteins Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli. Annað svipað rit Brahes er Hin mikla draumabók sem Ugluútgáfan gaf út í Reykjavík árið 1923. Ritstjóra er ekki getið en í undirtitli segir að hér séu á ferðinni: „Þúsund draumaráðn- ingar ásamt happa- og óhappadögum ársins. Stjörnuspádómar um forlög og lyndisein- kunnir manna útreiknaðir af hinum heims- fræga stjörnumeistara Tyge Brahe“. Laus- legur samanburður á þessum samtíningi og dönsku bókinni sýnir að ekki er um beina þýðingu að ræða og ekkert er hægt að full- yrða um það hvort eitthvað af efni ritanna megi rekja til Tychos Brahes. Hins vegar er þar margt skemmtilegt að finna og hvort sem Brahe er nú höfundur eftirfarandi forlaga- spár í Hinni miklu draumabók eða ekki þá er vel við hæfi að gera hana að lokaorðum þessa stutta yfirlits um stjörnumeistarann, Spáin er sögð gilda um alla þá sem fæddir era í desember og hún ætti því að hafa átt sérstaklega vel við um Brahe sjálfan: Eins og síðasti mánuður ársins er kaldur og stormasamur þannig er líka líf þeirra sem í þeim mánuði fæðast oft mjög stormasamt; en eins og hin helgu jól eru síðast á árinu, þannig enda oft lífdagar desemberbarnanna í gleði, samfara dygðum og guðsótta, og ánægju yfir miklu lífsstarfi og mörgum sigr- um. Nokkrar heimildir: 1) Thoren, V.E.: The Lord of Urani- borg: A Biography of Tycho Brahe. Cambridge Univers- ity Press, 1991. 2) Þorsteinn Vilhjálmsson: Heimsmynd á hverfanda hveli, 1 og II. Mál og Menning, Reykjavík, 1986-1987. 3) Brahe, T.: Tychonis Brahe Dani Opera Omnia I-XV. Ritstjóri J.L.E. Dreyer. Gyldendal, Kaup- mannahöfn, 1913-1929. 4) Nörlund, N.E. : Islands Kortlægning. Kaupmannahöfn, 1944. 5) Oddur Einars- son (?): íslandslýsing. (Með formálum eftir Jakob Bene- diktsson og Sigurð Þórarinsson). Menningarsjóður, Reykjavík, 1971. 6) Rosen, E.: Kepler’s Somnium. The Dream or Posthumous Work on Lunar Astronomy. Translated with commentary by Edward Rosen. Uni- versity of Wisconsin Press, 1967. 7) Hin mikla drauma- bók. Ugluútgáfan, Reykja'dk, 1923. Höfundur er prófessor í stjarneðlisfræði. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. DESEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.