Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1996, Blaðsíða 6
JÓHANNES Kjarval (1925-30) SJÁLFSMYNDJónsKaldals(um1925) MEÐ LJÓSIÐ EITT í tilefni þess að í dag eru hund- rað ár eru liðin frá fæðingu portrettljósmyndarans Jóns Kaldals verður opnuð sýning í Nýlistasafninu og út kemur bókin Kaldal Ljósmyndir SÝNING á ljósmyndum Jóns Kaldals verður opnuð í Ný- listasafninu í dag. Jafnframt kemur út bók (Kaldal Ljós- myndir) með myndum Kal- dals og inngangi um ljós- myndarann eftir Einar Fal Ingólfsson. Bókin er á annað hundrað síður og í henni yfir 100 myndir. A sýningunni eru allar myndir sem voru á ijósmyndasýningu Kaldals 1966, en það var í fyrsta skipti sem einstaklingur hélt ljósmyndasýningu á íslandi. Að auki eru á sýningunni 20 myndir sem valdar eru úr filmum ljósmyndarans. Þar má einnig sjá Norka-myndavél hans og ýmsa persónulega muni. Sýningin stendur til 15. september. Jón Kaldal fæddist 24. ágúst 1896 í Stóradal í Svínavatnshreppi í Austur-Húna- vatnssýslu og eru því nákvæmlega hundrað ár frá fæðingu hans. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi í Stóradal og kona hans Ingibjörg Gísladóttir húsfreyja. Ungur mað- ur í sveitinni, Jón Pálmi Jónsson sem var lærður Ijósmyndari, kom honum í kynni við ljósmyndagerð. Kaldal og systkini hans, Leifur og Ingibjörg, fluttust til Reykjavíkur 1916 og Kaldal hefur þá nám í Ijósmyndun hjá Carli Ólafssyni ljósmyndara. Sama ar sigrar Kaldal í fyrsta víðavangshlaupi ÍR og hefur þar með keppnisferil sinn í hlaup- um. Um vorið 1918 heldur Kaldal til Kaup- mannahafnar, fær vinnu á ljósmyndastofu, fyrst hjá Emil Clausen, síðan á Ijósmynda- stofu P. Elfeldt konunglegs ljósmyndara þar sem hann kynnist sænska ljósmyndar- anum Bror Johanson sem hann kvaðst hafa lært mikið af. Ahugi Kaldals á íþróttum verður þess valdandi að hann keppir fyrir hönd Dana á Ólympíuleikunum í Antwerpen 1920. Frækilegum hlaupaferli Kaldals lauk 1923 eftir að hann greindist með brenni- steinseitrun í blóði af völdum efna sem notuð voru við ljósmyndagerð. Hann hætti þó ekki afskiptum af íþróttum og var kjör- inn formaður ÍR 1937. Kaldal hætti á stofu P. Elfeldt 1925 og sneri heim til íslands þar sem hann opnaði stofu á Laugavegi 11 í Reykjavík. Hann kvæntist 1940 Guðrúnu Sigurðardóttur (1918-1984) sem hafði þá unnið á ljós- myndastofu hans um skeið og varð nánasti samstarfsmaður hans við ljósmyndastörfin og rekstur myndastofunnar. Kaldal hóf reksturinn með Norka-ljós- myndavél og notaði þá vél alla tíð síðan. Þátttaka Kaldals í erlendum ljósmyndasýn- ingum hófst í Kaupmannahöfn 1939, en hann átti eftir að sýna víða, m. a. í Zagreb, Sao Paulo og London og hlaut mörg verð- laun fyrir myndir sínar. Arið 1963 kviknaði í húsinu við Laugaveg 11 og hluti af plötu- safni Kaldals eyðilagðist. í kjölfar brunans afhenti Kaldal Þjóðminjasafni íslands hluta af plötusafni sínu til varðveislu. Fyrrnefnd einkasýning Kaldals á Ijósmyndum var opn- uð í Casa Nova, húsnæði Menntaskólans 1966. Kaldal lætur af störfum vegna veik- inda 1974. Hann er gerður heiðursfélagi í Ljósmyndarafélagi íslands 1976, en hann var einn af stofnfélögum þess 1926. Kaldal var heiðursgestur á ljósmyndasýningunni Ljós ’78 á Kjarvalsstöðum. Jón Kaldal and- aðist í Reykjavík 1981. Meistari Ijóssins Meistara ljóssins kallar Einar Falur Ing- ólfsson Kaldal í inngangi sínum að bókinni nýju og hefur orðin eftir Ragnari Axelssyni ljósmyndara. „Hvað einfaldleika myndanna varðar, verður Jón Kaldal að teljast afar óvenjulegur ljósmyndari portretta af lista- mönnum, kunnum fyrirsátum og sérkenni- legum karakterum“, skrifar Einar Falur og talar aftur um einfaldleikann og ekki síst ljósið: „Kaldal byggði á einfaldleika; var bara með ljósið eitt, notaði síðan áherslur og form jakkaboðungs, glit í kjól eða reykinn frá vindlingi til að leika sér með. Og síðan enn og aftur ljósið eitt. Hann hafði einstak- lega næmt auga fyrir myndbyggingu; að byggja upp með ljósi og skuggum innan myndrammans svo útkoman verður að áhrifaríkri heild sem augað stöðvast við og les, og hann virðist hafa vitað nákvæm- lega fyrirfram hver útkoman yrði í svart- hvítum tónaskala prentaðrar myndarinnar. Þessi þroskaða og persónulega næmni fyr- ir byggingunni birtist ekki einungis í port- rettnjyndum stofunnar, heldur er einnig greinileg í þeim ljósmyndum sem hann tók fyrir utan stúdíóið; í verslunum, fyrirtækj- um og stofnunum, af húsum og fram- kvæmdum. þær myndir eru þó lítt kunnar enda ekki mikið safn og er það miður að ljósmyndarinn skuli ekki hafa gert meira af því að taka slíkar myndir. Kaldal mun hafa harmað það sjálfur að hafa ekki meiri tíma fyrir sig og sína persónulegu S, 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. ÁGÚST 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.