Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1996, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGIJNBLAÐSINS - MI\\I\(,/I1SH1{ 31. IÖIUBLAÐ - 71. ÁRGANGUR EFNI Við þjóóbraut heimsins nefnist grein eftir Árna Arnar- son, þar sem hann segir rétt að við lok Þjóðveldistímans hafi Islendingar búið við samgönguleysi en um leið og útlendingar uppgötvuðu hin auðugu fiskimið við iand- ið og tóku að sækja hingað á tugum og stundum hundruðum fiskiskipa ár hvert var sú einangrun rofin. Vissulega var það svo að þeir Iandshlutar sem bjuggu við hafnleysi og ekki lágu að eftirsóttum fiskimiðum bjuggu áfram við einangrun, en útgerðarsvæði eins og Vestfirðir bjuggu alla tíð við miklar og góðar sam- göngur. Það var Vestfirðingum auðveld- ara að komast til Englands eða Hollands en suður í Skálholt. Ljóðabók eftir Tomas Tranströmer er komin út eftir sjö ára hlé. Þetta er ellefta ljóðabók hans. Síðast sendi hann frá sér ljóðabók 1989 og færði hún honum Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1990. Lesend- ur hans hafa glaðst yfir því að enga aftur- för er að sjá á skáldskap hans, frekar hefur hann dýpkað, og hafa viðtökur nýju bókarinnar verið með eindæmum góðar. Skötuormur ber nafn með réttu. Við fyrstu sýn minnir hann á skötu en sé kíkt undir skjöldinn minnir lialinn á orm. Um þessa skepnu, sem er reyndar krabbadýr, er fjallað í greinaflokknum Rannsóknir á Islandi. Skötuormurinn tilheyrir mjög fornum ættbálki, svokölluðum barðskjöidungum, en aðeins örfáar tegundir af þessum ætt- bálki eru þekktar i heiminum. var hollenzkur 17. aldar mál- ari sem lét að- eins eftir sig liðlega 30 myndir, flestar litlar. Engu að síður eru þær sífellt aðdáun- ar- og undrun- arefni og eru nú víða til umfjöllunar vegna yfirlitssýn- inga í Washington og Haag, þar sem að- sóknin hefur verið allt að því dæmalaus. Gísli Sigurðsson gluggar í galdur Verme- ers og greinir frá ýmsu sem þekktir list- skýrendur hafa verið að skrifa. Vermeer Forsíðumyndina tók Rax við Heiðarvatn í Mýrdal. HALLDIS MOREN VESAS ÞÚ BROSIR Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. Svalandi um ennið mitt heita og þreytta hendurnar iagðirðu og beygðir þig niður horfðir í augu mér og sagðir: „Ég skai leita, leggja út á víðavang og finna þig á ný". Og augu þin komu kyrr og skær minum í móti, og ég minnist þess hvernig þau skinu inn í mig, en mættu á ieiðinni leyndustu hugsun minni, og liðu svo djúpt í huga minn inn. Víðopinn lá minn hugur tyrir sóiaraugum þínum, en í sál minni vaknaði þá angist um leið: „Mætir þú mörgu sem hreiiir ellegar kvelur?“ Áður ég fengi um þetta spurt, sástu efa minn. Þú brostir til dauða angist alla, sem ég bjó yfir og einnig er yfir gervallan huga minn gleðiljós nýkveikt loguðu og lýstu þá líka þú brostir - uns bros mitt skein uppi mót þínu. Höfundurinn er norskt skóld. NETVEFARINN MIKLI RABB Utan við gluggann minn hin- um megin við voldugt skrifborðið er köngurló búin að strekkja ótrúlega stóran vef úr líkama sín- um. Ég lýg því ekki hann er jafn stór fangi mínu vefurinn, sem vel að merkja er stórt. Situr í honum miðjum þessi köngurváfa að skynja hveija hræringu mína og hugsun áður en ég hugsa hana. Minna mig á vesöld hamgengju minnar í heimi þar sem allt er löngu spunnið, hornin orsakir og þræðirnir afleiðingar örófs spuna. Nú rabba ég hana bara sundur og saman váf- una sem óf mér köngulinn. Reyni allt sem í valdi veflostins huga situr til að ná við köngurváfu mína sáttum úr því hún er svona ágúst-sköpuð mér. Lít á hana eftir þessa djörfu fullyrðingu og viti menn, fyrir náð birtunnar er vefur- inn horfinn og hún veflaus eins og ég. Ókei systir, við erum skyldar, báðar sam- hverfar, en djöfull er orðið langt á milli okkar. Búið að finna líf á Mars, tímarnir eru svo góðir að allt er farið að gerast fyrr en mann grunar, eftir allan þrautleiðann. Hinar tegundirnar sem ekki gátu þróast hér, sem nýfundna lífið á Mars minnir okk- ur á, eru örugglega háðar sama lögmálinu og við kónguló. Vakarnir í geimverum spegla sömu náttúru og okkar, þótt þær hafi í sam- henginu sem lífsbarátta þróunarinnar á þeirra plánetu gerði þeim, orðið að finna sér aðrar myndir. Við óttumst eigi. Við bíðum þess við kóngulóin að stofna kvenfélag með ókenndri veru frá nálægu sólkerfi sem er jafn ólík okkur báðum, með sjö fætur og 37 augu og storkar hinni leiðu tvíhyggju tungls og sólar, mikið væri það gaman! Vefurinn hefur staðið af sér undangengn- ar stórrigningar, og þar sem ég lít ekki upp frá vinnu án þess að sjá kóngulóna, vefur hún sig dýpra og dýpra að hugfanga mig í vef sinn. Höfðinu snýr hún beint niður og minnir á öfuga fimmstjömu illskunnar. Vindurinn ruggar henni að mér og frá og regndropar stinga rýmið milli vefs og lauf- blaða fyrir handan sem vindurinn flettir í sama dagsins takti. Þeir stinga líka flugu- ræfla óheppninnar, regndroparnir. Og aug- un á mér komin upp að henni fyrir öiyggi glersins að lesa af henni fegurðina. Hún situr algjörlega í vefnum miðjum mögnuð þáttum síns vefs, sem eru framlenging skynjunar hennar, þeir gerast ekki næmari netvefararnir. Arachneplato.oz.is fær flugu- boð, ný næring komin í vefinn. Mænan á kóngulónni er ljósstrik með tví- laufa blómi efst við hálsinn. Með hliðum hennar mynstrast sex samhverf bláleit sól- kerfi, misstór eftir því sem breiddin milli mænu og hliðar leyfir. Fallegt. Fæturnir átta eru skreyttir skærgulum blettum, þess- um gula lit sem varar lífverur við eitri. Kóng- uló í nærmynd af þessari tegund er frábært dæmi um fegurð sköpunarinnar, vefurinn silki sterkara en kínverskt maðkasilki, hún er einn fallegur snillingur sem einn hefur af náttúrunni vald yfir veiðitækni vefsins sem hún kenndi mönnum fyrir löngu, auk þess sem hún kenndi okkur að vefa klæði. Kónguló er náfrænka kláðamaurs og sporðdreka. Sporðdreka á ekki frekar en kónguló að hrekja úr húsi sínu, sporðdreki verndar hús þitt gegn öðrum vondum sporð- drekum, ég hef búið í sátt og samlyndi við sporðdreka í húsi mínu dögum saman, af því þegar ég kallaði á hrausta menn að fjar- lægja hann af hvítum veggnum, þar sem hann skein í veldi síns fullkomna forms, þá var hann alltaf horfinn. Hann vildi búa með mér. Þetta voru lævísir dagar og nætur hræðslu spendýrsins, ég þóttist ná við sporð- drekann sáttum og róaði hjartað við það nóg til að sofa. Finn til sömu hræðslu gagn- vart kóngulónni en veit hún á við engin rök að styðjast. Hún er samt hræðslan í eðli mínu. Maður „verður bara fyrir einhveiju sem velur mann fyrir tilviljun“, ó hvað maður er undir lífheimsins dynti settur! Æði í orðabækur og uppflettirit mér til huggunar, samt að sinna ruggi köngurlóar- innar sem hefur gert mér þann heiður að vefa sig fyrir gluggann minn. Hér í ofríki stafsetningarinnar, kæra vinkona köngur- váfa, þar sem við flest fyrirbæri eru festir óhagganlegir bókstafir, er lotningin gagn- vart þér svo mikil að orðabækur leyfa nafni þínu að halda mörgum ritháttum! Hin úrg- amla goðsögulega trú, sem enn speglast í þjóðtrú, sem segir þú sért helg skepna og hamingjutákn, og ömurleg örlög fylgi því að drepa þig eða gera þér mein, hefur haft þær afleiðingar að orðabókamenn hafa ekki þorað að fella niður afbrigði af nafni þínu eins og annarra dýra og hluta. Mikið er vald þitt fagra kongvefja, konguló, köng- uló, kónguló, köngurló, köngurvofa, köng- ulvofa, klungurvofa, gönguvofa, göngurófa. Vald þitt er mikið og réttast að ákalla þig með þínu elsta nafni, köngur = net / váfa = vefari, vísaðu mér á beijamó, því ég heyrði áðan á tannlæknastofunni úr útvarpinu að fuglarnir væru að klára berin auk þess sem grunur léki á að frostið hefði þegartekið sinn toll. Nú finnst mér ég hafi vanhelgað þig fleipri, og þori ekki, þar sem ég þrái svo að komast í hinn huglæga mó, annað en fyllast réttri lotningu aftur. Síðustu misseri hef ég áttað mig á því hvað samskipti skipta miklu máli, ekki bara í sögu menningar og lista og verktækni, heldur í allri sögu. Nýj- ar hugmyndir kvikna ekki heldur lifna fyrir samskipti, upp úr hugmyndum sem ferðast. Guð samskiptanna, Hermes eða Merkúr, sem þýtur kringum sólu að færa henni glóð- volgar fréttir úr litla sólkerfinu okkar, er sannarlega mestur guða. Hann kveikir allar nýjar hugmyndir og lætur allt ske og þró- ast, meðan aðrir guðir bara búa til, gæta, vernda, refsa eða láta vaxa. Hermes ber á fótum vængjaða sandala, og í virðingar- skyni við hann fór ég að binda slaufu á strigaskóna mína aftan á hælnum, litla vængi skiljiði. Hermes hefur aldrei notið sín betur en eftir að Internetið var spunnið. Allir að vefa og veslings flugur sem festast í ættu að breyta sér í kóngulær og fara að vefa líka. Og svo settist kóngulóin að fyrir glugga mínum að minna mig á úrfornar goðsögurnar, innbyggt böl lífsins og sínýja von ef maður þekkir sín takmörk? Arachne, stúlka í Lydíu, var svo flink að vefa að hún skoraði sjálfa Aþenu á hólm. Aþena mætti í gerfi gamallar konu og bað hana í guðanna bænum að draga sína óguð- legu áskorun til baka. Nei, sagði Arachne. Þá íklæddist Aþena sínum guðlegu útlínum og áferð og keppnin hófst. Arachne festi þræði sína við veggina og hóf þegar að skjóta skyttunni öruggri hendi og óf mynd af ástum guðanna. Gyðjan fann enga villu í vefnum, ekkert nema skínandi mannlega snilld og í bræði sinni gat hún ekki játað sig sigraða heldur bjó til úr stúlkunni köngurváfu og dæmdi hana eilíflega til að draga úr líkama sínum þráð og spinna úr vef. Ó, þessi gamli varúðar boðskapur um að aldrei megi skora það sem valdið hefur á hólm, ekki einu sinni þótt vefarinn búi yfir pottþéttri kunnáttu. Býst við að þetta sé góður boðskapur, en sem betur fer hafa menn og guðir virt hann að vettugi og sög- ur gerst. Loki fann samkvæmt Snorra upp veflnn, ogjú það passar við Lokaeðlið hann sé verndari netsokkanna sem leggjast svo vel að sporði. Kínversk goðsaga sem Japanir fluttu inn fyrir löngu segir, að í Vetrarbrautinni skíni stjarna spunastúlkunnar skært. Hún skín þar sinn silkivef og hefur kennt ýmsum líf- verum, með hendur eða fætur eða þráð út úr búk, að vefa sér til skjóls, lífsviðurværis og afþreyingar. Takk kónguló. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. ÁGÚST1996 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.