Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.04.1994, Blaðsíða 1
O R G U L A Ð S Stofnuð 1925 13. tbl. 9. APR/L 1994 — 69. árg. Búðakirkja á Snæfellsnesi. Ljósm. :Þorteinn Gunnarsson. Hóladómkirkja. Húsfriðun Verkefni um allt land Evrópuþjóðir helguðu árið 1975 húsfriðun og var af því tilefni efnt til ráðstefnu í Reykjavík. í ávarpi Kristjáns Eldjárns, fyrrv. forseta ís- lands, sem hann flutti á húsfriðunarráðstefn- unni sagði hann meðal annars: Það á að vera liður í að efla þjóðmenningu okkar íslendinga að varðveita sem best þá húsagerðarlist sem hæst stendur á hverri tíð og nýta húsin sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Eftir STURLU BÖÐV ARSSON Ljósm. :Hjiirleifur Stefánsson. Tjöruhúsið i Neðstakaupstað á Isafirði. „Pað er íslenskt þjóðareinkenni að láta sér tinnast meira til um verk hugans en hand- anna. Það sem er vel mælt er íhærri metum en það sem vel er gert. íslendingar dýrka orðið um aðra hluti fram, orðsins list, rit- mennsku hverju nafni sem nefnist, og ekki fer hjá því að þetta á sína andhverfu, nefni- lega nokkurt sinnuleysi um aðra mikilvæga þætti menningarai-fsins. ... Ég drep aðeins á þetta svo sem til undir- búnings þeirri staðhæfíngu að húsakostur og híbýlabúnaðm’ sé einn sá þáttur í íslensk- um menningai-arfí sem hlotið hefur tiltölu- lega lítið rúm í huga margra manna ís- lenskra sem þó láta sig varða líf og menn- ingu þjóðarinnar bæði fyrr og nú. Og þó verður því ekki neitað að húsamenningin er einn hinn nákomnasti lífsþáttur hvers einasta manns, svo sem eins og holdgróinn, hið jarð- neska skjól þjóðarinnar frá kyni til kyns og um leið svigrúm og vettvangur fyrir sköpun- arþörf og listgleði." Núna árið 1994 tæpum tuttugu árum eftir að efnt var til húsfriðunarárs og þáverandi forseti íslands mælti þessi spaklegu orð er enn mikið verk að vinna við húsfriðun. Að efla tilfinningu þjóðarinnar fyrir byggingarl- ist, vönduðu handverki og mikilvægi þess að auður okkar felst m.a. í því að vernda og varðveita byggingar með endurgerð og góðu viðhaldi. Á það jafnt við um stór sem smá hús. En handverkið á ekki upp á pallborðið og það telst sérviska „húsfriðunarmanna" að vilja varðveita það í gömlum húsum sem best hefur verið gert. Er það æði oft tekið sem dæmi um þver- girðingshátt að ekki megi breyta frumgerð glugga í húsum eða raska hlutföllum sem arkitektar og listasmiðir hafa lagt sál sína í að vanda sem best í híbýlum manna. Er sárt Viktoríuhús í Vigur. Ljósm.-.Hjörleifw Stefánsson. Ljósm.:Hjörleifur Stefánsson. Norska húsið í Stykkishólmi. Ljósm.:Þorsteinn Gunnarsson. Eyrarlandsstofa á Akureyri. til þess að vita að opinberar stofnanir hafa ekki alltaf gengið á undan með góðu fordæmi hvað varðar húsfriðun og jafnvel ráðuneyti, svo ekki sé talað um Aiþingi íslendinga, sem hefur látið húseignir sínar grotna niður í hjarta höfuðborgarinnar þrátt íyrir lög um friðun húsa sem unnin voru og sett af bestu manna yfírsýn. Þjóðminjalög Og HÚSFRIÐUN Samkvæmt þjóðmipjalögum eru öll hús friðuð sem byggð voi-u fyrir 1850 og kirkjur fyrir 1918. Ekki má rífa eða breyta húsum sem byggð voru fyrir 1900 nema með leyfi húsfriðunarnefndar. í þjóðminjalögum eru ákvæði um húsfrið- unarnefnd og Húsíriðunarsjóð. Er hlutverk nefndai-innar að stuðla að varðveislu bygg- ingararfs þjóðarinnar. Til skamms tima hefur það starf sem unnið hefur verið undir handar- jaðri húsfinðunarnefndarinnai' verið eins kon- ar trúboðastarf þar sem fullhugar hafa tek- ist á við verkefni sem hafa verið talin allt að því óviðráðanleg eða jafnvel óráðleg. Víða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.