Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 4
1: Veiðiferðin Hefst Mitt í óendanlegu blóraahafl stendur leiðangurinn ferðbúinn að halda inn í skóginn þar sera Einhyrningurinn hefst við. Einn er sendur á undan (efst til hœgri) svo sem til að njósna. Aðalmaðurinn er hinn ungi seigneur, annar frá vinstri með veiðihornið hangandi á öxlinni og stendur á milli tveggja aðalsmanna. Auk þeirra eru í förinni veiðihundar og gœzlumenn þeirra. Hér eru menn í friðsælli Paradís ósnortinnar náttúru, en þetta fyrsta teppi i röðinni, svo og það síðasta sem sjá má á forsíðunni, hafa verið nefnd blómateppin. Af mikilli ná- kvæmni eru útfærðar 100 tegundir blómjurta, þar af 80 sem menn hafa þótzt þekkja. 2: VlÐ VATNS- BÓLIÐ Hér hefur hinn frækni flokkur fund- ið Einhyrninginn við vatnsból í skóginum, þar sem hann hefur rekið hornið ofan í lækinn og er að hreinsa það af eitri höggormsins, en dýrin í skóginum bíða þess að geta svalað þorstanum. Undir þessum kring- umstæðúrti mátti ehltí láiimast að ÉJiti- 3: FLÓTTI YFIR LÆKINN Nú er sótt að Ein- hyrningnum úr öll- um áttum og ýskyggilegir menn (taldir tákna hér óvini Krists) sækja að honum með breið- um spjótum. Eikin fyrir miðju er talin eiga að tákna stað- festu trúarinnar. Gæzlumenn leysa veiðihunda, aðrir biása i horn. Ein- hyrningurinn reynir að flýja yfir vatns- fallið, en hér eru ör- lög hans ráðin. PÍNA OG DAUÐI EINHYRNINGSINS Einhyrningmrinn - Unicorn á erlendum málum - er skrýtin skepna og búin að fylgja mannkyn- inu í fímm þúsund ár og kannski lengur. Fyrst verður hans vart í myndlist í Mesópótamíu, þar sem nú er írak, fyrir um 3000 f. Kr. Hvað í 150 ár voru þessi dýrlegu listaverk notuð til þess að breiða yfir kartöflur hjá frönskum bændum. hann táknaði þá vita menn ekki nú, en tákn- mynd hefur það ugglaust verið því Einhyrn- ingurinn sem hér um ræðir hefur aldrei svo vitað sé verið til í dýraríkinu. Einhyrningurinn er hugmynd eða tákn- mynd. Hann lítur út eins og hestur, nema hvað hann hefur þráðbeint, snúið horn fram úr enni. A myndum er hann ljós yflrlitum með dálítinn hökutopp og taglið vinzt upp í endann eins og blómskrúð. Af myndröð- inni sem hér er til umfjöllunar er heldur ekki annað að sjá en Einhyrningurinn hafí mannsaugu. Fyrir utan þetta merkilega útlit hefur Einhyrningurinn þau einkenni að hann er einfari, enda fékk hann það hlutverk í frum- kristni eða síðar, þá kominn á þriðja árþús- undið, að verða táknmynd Krists. Það var þó fyrst og fremst á miðöldum að þessi táknmynd var lifandi veruleiki í hugum margra. Hann var þó ekki einn um að vera Kriststákn. Svo var einnig um hjörtinn, svo sem fram kemur í Sólarljóðum: Sólar hjört leit eg sunnan fara hann teymdu tveir saman. Fætui' hans stóðu foldu á, en tóku horn til himins. Það er íhugunarefni út af fyrir sig hvers- vegna menn gerðu hjörtinn og þetta af- * Ær ' ilM'* | liMÍ 4ÆINHYRN- INGURINN VERST Einhyrningurinn hefur verið um- kringdur en hann verst og' er eins og Ctesias hinn gríski lýsti honum: Rekur hornið á kaf í veiði- hund og sparkar kröftuglega aftur undan sér. Aðals- maðurinn og nánustu fylgdaimenn hans eru aldrei beinir þátttakendur, heldur standa þeir hægra megin líkt og áhorf- endur, en seigneur horflr niður og er miklu fremur dapur en að hann sé í veiði- hug. kvæmi hugmyndaflugsins, Einhyrninginn, að tákngervingum mannkynsfrelsarans. Kann að vera að það hafi sprottið upp í frumkristni þegar búast mátti við ofsóknum og þá til að fela hina raunverulegu Krists- mynd. Samkvæmt arfsögninni hefur Einhyrn- ingurinn einn veikleika. Hann laðast að ungum stúlkum, svo framarlega sem þær eru hreinar meyjar. Svo frár var hann á fæti að veiðihundum þýddi ekki að etja við hann kappi. Til þess að geta veitt hann, varð að láta hreina meyju nálgast hann. Hún gat síðan tamið hann en menn not- færðu sér þá spekt hans og drápu hann. Allt hefur það táknræna merkingu. Eftir því sem sagt var á miðöldum (hvort menn trúðu því er reyndar ekki alveg víst) þá gat Einhyrningurinn hreinsað vatnsból, sem höggormurinn hafði eitrað, Þá brá Einhyrningur horninu í vatnið og þarmeð hreinsaðist það svo dýr merkurinnar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.