Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1994, Blaðsíða 1
RGUNBLAÐS S to/nuð 19 25 UR ATVINNUSOGUNNI Frá Hvítárvöllum á öðrum tug aldarirmar. Hús Mjólkurskólans er lengst til vinstri. I skúrnum við gafl þess fór mjólk- urvinnslan fram. MJÓLKURSKÓLINN Á HVANNEYRI • • OG HVITARVOLLUM íðasti fjórðungur nítjándu aldarinnar var fremur óhagstæður íslenskum landbúnaði. Harðindin 1881-1887 voru einhver hin grimmustu sem sög- ur fara af, en undir aldamótin áraði betur. Til kreppu kom svo er sett var innflutningsbann á Tilgangurinn með kennslunni í Mjólkur- skólanum skyldi vera að undirbúa „stúlkur í mjólkurmatseld svo, að þær geti tekið að sér störf og stjórn á mjólkurbúum hér á landi“. Eftir BJARNA GUÐMUNDSSON lifandi sauðfé til Brotlands árið 1896. Kjöt- markaðurinn var þröngur. Til mikilla vand- ræða horfði fengist ekki úr bætt. Nýrra úrræða var leitað. Um þessar mundir höfðu Danir unnið sér góðan markað erlendis fyrir smjör, einkum þó í Englandi. Álitið var að smjörsala til Englands væri ein helsta framtíðarvon ís- lensks landbúnaðar. Athyglin beindist því að mjólkurframleiðslunni sem fram að þessu hafði einkum miðast við daglegar þarfir sveitaheimilanna. Islenskir búnaðarmenn kynntust nýjung- um á þessu sviði erlendis, einkum þó í Dan- mörku og Noregi, þar sem mjólkuriðnaður- inn var kominn nokkuð á legg. Einn þess- ara manna var Sigurður Sigurðsson frá Langholti í Flóa; af mörgum nefndur Sig- urður ráðunautur. Hann ferðaðist um Norð- urlönd á árunum 1897-1899 og kynnti sér mjólkuriðnaðinn sérstaklega. Sigm-ður rit- aði ítarlega grein um athuganir sínar í Bún- aðarrit árið 1899. Vai' það sannfæring hans að mjólkurbúin væru eitt „það fyrsta og helzta“ er gæti bjargað landbúnaðinum. I greininni kynnti Sigurður hugmyndir sínar ll.tbl. 19. MARZ 1994 — 69. árg. um eflingu mjólkuriðnaðar. Meginatriði þeirra var að samhliða stofnun mjólkurbú- anna, „ef ekki á undan“ yrði að koma verk- leg kennslustofnun í meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð. Sigurður benti á að kennslustofnunin gæti vel verið í sambandi við einhvern búnaðarskólann, ellegar þá sem sérstakur skóli. „Til að byrja með“, skrifaði hann, „hygg jeg bezt að komið væri á fót kennslu í þessari grein við búnaðarskólann á Hvanneyri og að fenginn sje maður, helzt frá Jótlandi, sem vel er að sjer í öllu verk- legu, sem lýtur að smjör- og ostagerð, til þess að annast kennsluna." Af reynslu Dana var Sigurði vel ljóst að árangur smjörsölunnar ylti mjög á því að tækist að framleiða gæðavöru. Tillögur hans áttu eftir að verðá að veruleika og hafa þýðingu fyrir framvindu landbúnaðarins í mörgum byggðarlögum. ÞÁTTUR ALÞINGIS Kennslu í mjólkurmeðferð bar á góma á Alþingi sumarið 1899. Við meðferð frum- varps til fjárlaga mun landbúnaðarnefnd þingsins hafa lagt til að fé yrði veitt til þess að kenna góða meðferð á mjólk. Sam- þykkt var að veita tvö þúsund króna styrk hvort árið 1900 og 1901 til kennslu í mjólk- urmeðferð. Styrkurinn var veittur Búnað- arfélagi íslands „með því skilyrði að félagið útvegi mann frá Danmörku, er hafi full- komna kunnáttu og góða æfingu í mjólkur- meðferð samkvæmt því sem gerist á góðum mjólkursamlagsbúum í Danmörku. Maður þessi sé ráðinn til 2 eða 4 ára, til þess að kenna á góðu mjólkurbúi í landinu, helst á Hvanneyrai-skóla, tilbúning osta og smjörs með þeim áhöldum og aðferðum, sem hægt er að koma við á hinum stærri sveitabúum hér á landi, og fari kenslan fram kostnaðar- laust fyrir nemendur“. Virðist styrkveitingin hafa verið sprottin upp úr umræðum um fjárveitingar til stofn- unar mjólkurbúa, sem Búnaðarfélag ís- lands, þá nýstofnað, hafði farið fram á. Varð sú athyglisverða skoðun ofan á, að veita bæri fjármagn „til kennslu í mjólkurmeð- ferð, áður en farið er að veita mikið fé til þess að stofna mjólkurbú" eins og fram kom í máli framsögumanns fjárlaganefndar. Tilgangurinn með kennslunni skyldi vera að undirbúa „stúlkur í mjólkurmatseld svo, Hans Grönfeldt Jepsen skólastjóri með námsmeyjum Mjólkurskólans veturinn 1902- 1903, en þá starfaði skólinn í húsnæði Búnaðarskólans á Hvanneyri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.