Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 1
M O R G U B L A Ð S S tofnuð 19 25 8. tbl. 26. FEBRÚAR 1994 — 69. árg. Reykjavíkursögur Einars H. Kvaran Andleg hreyfing í stöðn- uðum vatnsstígvélabæ Skáldsögur Einars Hjörleifssonar Kvaran (1859- 1938), þær sem gerast í Reykjavík á fyrstu tveim- ur áratugum þessarar aldar og mætti nefna Reykjavíkursögur, Ofurefli, 1908, Gull, 1911, Sálin vaknar, 1916 og Sambýli, 1918 og að auki í þeim Reykjavíkursögum Einars H. Kvaran sem hér verður sérstaklega fjallað um, Ofurefli og Gulli, takast á tvö gjörólík og ósættanleg lífsviðhorf. Eftir JÓN ÖZUR SNORRASON eitt leikrit, Syndir annarra, 1915, eiga það sameiginlegt að boða tiltölulega einfalda og kristilega hugmyndafræði um syndaaflausn og samábyrgð manna. Menn eru annaðhvort neyddir til að horfast í augu við eigin misgjörð- ir og veikleika eða hvattir til að fyrirgefa synd- ir annarra. ÞarGr allra eru þær sömu og felast í því að veita öðrum fyrirgefningu eða verða fyrirgefið. Þó verkunum sé valinn staður í Reykjavík geta þau vart talist breið samfélagslýsing eða nærmynd af bæjarlífi í upphafi þessarar ald- ar. Þvert á móti virðist sem umhverfið leiki nánast aukahlutverk í frásögninni, baksvið sagnanna er tiltölulega óljóst, þær iða ekki af neinu lífi heldur er líkast sem þær gerist á mjög afmörkuðu og illa upplýstu sviði. í rit- dómi sem Arni Pálsson skrifaði í tímaritið Skírni árið 1914 um verk Jóns Trausta segir að honum hafi „tekist það, sem engu íslenzku skáldi hefur heppnazt, að lýsa heilu byggð- arlagi svo, að lesandinn þykist þekkja þar nálega hvern mann og hverja bæjarieið. Það hefur hann gert í Heiðarbýlissögunum. Einar Hjörleifsson hefur í sögunum Ofurefli og Gulli reynt að gera ámóta lýsingu af Reykjavík, en í þeim bókum kannast maður tæpast við einn einasta götuspotta í Reykjavík, þó að þær bækur hafi margt til síns ágætis."1 í grein um Einar í Andvara frá árinu 1960 vitnar Stein- grímur J. Þorsteinsson til þessara orða Árna og segir „að í þeim sögum sem þar er að vik- ið, hefur Einar ekki aðallega ætlað sér að lýsa Reykjavík þótt þar veldi hann sögunum stað. [—] Einari tekst oft bezt að lýsa hinu ytra með þvi að greina áhrif þess á mennina — eða með því að líkja því við eitthvað innra.“2 I þeim Reykjavíkursögum Einars, sem hér verður sérstaklega fjallað um, Ofurefli og Gulli, takast á tvö gjörólík og ósættanleg líf- sviðhorf. Annarsvegar er um að ræða kristi- legt viðhorf samhjálpar og fyrirgefningar en hinsvegar veraldlegt viðhorf einstaklings- hyggju sem elur á gróðafíkn og spillingu. í upphafi Ofureflis á hið kristilega viðhorf undir högg að sækja. Það er borið uppi af ungum guðfræðingi sem kemur til Reykjavíkur ein- hvers staðar að utan. Myrkur og rigning um- lykur höfuðstaðinn og í lífi íbúanna ríkir til- breytingarleysi og alger stöðnun. Göturnar eru forugar og aðeins mönnum í stígvélum er stætt úti. Inn í þetta samfélag kemur ungur en stíg- vélalaus prestur með hlutverk í farteskinu. Myndin sem dregin er upp lýsir ákveðnu sam- félagsástandi en er um leið, á táknrænan hátt, lýsing á ákveðnu sálarástandi: — Hér verður maður að venja sig við að ganga í vatnstígvélum, karl minn, sagði Þorbjöm. Þetta er vatnstígvélabær. Bezt að vera vatnstígvélaður bæði til sálar og lík- ama.3 í Ofurefli er samfélagið í eiginlegum skiln- ingi þjóðkirkja. í mörgum skáldverkum Einars sameinast stjórnun samfélagsins og trúin á Jesú Krist. Þannig er samfélagið söfnuður þar sem kristilegur hugsunarháttur ræður ríkjum eða öllu heldur er samfélaginu stjómað í krafti guðslaga og í gegnum söfnuð hans. Guðslög og lög manna ciga að falla saman og verða eitt í stjórnuninni á einstaklingi og samfélagi. Þannig næst fram jafnvægi. Menn öðlast ró og læknast og fullkomið samræmi ríkir milli manns og umhverfis. Ekki er þö;-f að leita skýringa út fyrir hinn kristilega hugmynda- ramma. Allt rúmast innan hans: hið góða og geðþekka og, það sem ef til vill skiptir meira máli, hið illa og siðspillta, þvi það á sér einnig trúarlegar forsendur. Það er fólgið í þeim veik- leika mannsins að falla í fi-eistni og þeim mögu- leika hans að tapa eigin dómgreind sem hann síðan réttir við með kærleika og réttri breytni. Grundvöllur hins jákyæða og heilbrigða samfé- lags er trúin á Jesú Krist og hvernig hann starfaði sem heil manneskja að samhjálp og sameiningu manna. I þessu ljósi verður að skoða líf og starf. einstakra persóna sögunnar þvi að með einum eða öðrum hætti standa þær allar fyrir ákveðna lífsskoðun eða lífsstefnu. Þær eru annaðhvort með eða á móti ríkjandi hugmyndafræði og styrkur þeirra eða veikleiki felst í hinni mórölsku afstöðu söguhöfundar. Þó þær hafi aliar sjálfstætt líf í atburðarás- inni, að vísu misjafnlega mikið, er hin tákn- ræna og almenna merking þeirra yfirgnæfandi. í upphafi Ofureflis kemur hinn ungi séra Þorvaldur Gunnarsson til Reykjavíkur að taka við stöðu dómkirkjuprests. Að hans mati fylg- ir hinu nýja embætti ákveðin lífsbreytni sem alls ekki er fyrir hendi í höfuðstaðnum. Kristi- legt siðgæði er horfið, myrkur grúfir yfir höf- uðstaðnum, þar ríkir óþrifnaður og spilling og menn hugsa of mikið um eigin hag. Horft er framhjá eymd og fátækt fólks ef það hentar þeim sem völdin hafa. Þorvaldur horfir fram- hjá þessu viðtekna gildismati og boðar samfé- lagsumbætur sem hann hefur ekkert leyfi til að framkvæma. Umbætur hans miðast við innri aðstæður, hann hvetur til samlífis og jafnaðar og þess að menn afneiti sjálfum sér fyrir heild- ina. Séra Þorvaldur er í táknlegum skilningi Kristur endurborinn sem boðar mönnum þá hugmynd að með eigin breytni geti þeir breytt samfélaginu. Fullkomið samræmi ríkir milli orða hans og athafna, milli hins innra og ytra í fari hans og hegðun. Ástarsamband Þorvaldar og Ragnhildar, dóttur yfirdómarans er reist á þessum sömu hugmyndum. Upphaf sögunnar bendir til þess að Ragnhildur bíði eftir því að eitthvað nýtt og óvænt gerist í lífi hennar og þá unrleið í lífi bæjarbúa enda ber heiti kaflans — Prestur- inn kemur — það með sér. Presturinn kemur til Reykjavikur og inn í líf Ragnhildar og þá hefst sagan. Ragnhiidur virðist öðru fremur hrífast af eðli Þorvaldar og um leið hrífst Þorvaldur af sjálfsafneitun Ragnhildar, móður- legri umhyggju og líkn. Hugur þeirra er h'eill og ósundraður og þau hugsa og tjá sig sem einn maður. Utlit þeirra eða glæsileiki ræður engu og aldrei segja þau beinum orðum hvaða hug þau bera hvort til annars. Samband þeiiTa er kynlaust og þögult og ást þeirra lifnar í gegnum dauðvona bam á sjúkrabeði. Fulltrúi hins veraldlega viðhorfs í sögunni er maður kominn af besta aldri, kaupmaður staðarins og formaður sóknamefndarinnar, Þorbjörn Ólafsson. Jafnframt þessu er hann ritstjóri staðarblaðsins og lesandanum verður það strax ljóst að þar fer maður með mikil völd. Til að ná fram markmiðum sínum beitir hann rangindum og mútum og vísvitandi blekkingum. Sannleikur hans er lygi og góð- mennska hans býr aðeins á yfirborðinu en „ Vaðstígvélabærinn“, sögusvið Einars H. Kvaran á fyrstu áratugum aldarinnar. Þessi rúmlega 60 ára vatnslitamynd af Snússu (Laugavegi 2-4) er eftir Pál MJ. Clemens og gerð eftir minni þegar Páll hafði verið 40 ár í Ameríku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.