Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1992, Blaðsíða 3
T-EgBáW ÍM Öll O U H B L A O • i M * Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Spánverjavíg Ari sýslumaður í Ögri var röggsamt yfirvald, en fór offari og gerði villimannlega aðför að nokkrum Spánveijum, baskneskum hvalveiðimönnum, sem höfðu brotið skip sín við Vestfirði og orðið að stela sér til matar og höfðu rænt skútu. Þarna höfðu ribbaldar farið um ránshendi áður og svo virðist sem það hafi verið látið bitna á skipbrotsmönnun- um, en þótti samt á þeim tíma ágætlega að verki staðið hjá sýslumanninum. Kaffihúsin í Vínarborg eiga sér sum sögu síðan á öldinni sem leið og Vínarborg hefur réttilega verið nefnd borg kaffihúsanna. Sum þeirra tengjast frægum andans mönnum, sem áttu þar fastan samastað og þessum friðsælu veitingahúsum er ekki breytt; þar er ekkert verið að elta skammlífar tízkubólur í innréttingum. Forsíðan íslenzka Óperan sýnir nú Otello eftir Verdi og þykir uppfærslan hafa tekizt framúrskarandi vel. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, Siguijón Jó- hannsson er höfundur leikmyndar og búningahönn- un annaðist Una Collins. Kór íslenzku Óperunnar syngur og Zbigniew Dubik er kosertmeistari. Á myndinni sjást söngvararnir í aðallilutverkum: Ólöf Kolbrún Harðardóttir í hlutverki Desdemonu og Garðar Cortes í hlutverki Otellos. Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson. Hvítlaukur er náttúruafurð, sem menn hafa síðan á dögum Rómveija vitað að væri ýmissa meina bót. Hvít- laukslykt af fólki þykir ekki þægileg og það aftrar mörgum frá neyzlu, en höfundur greinarinnar, Stefán Niclas Stefánsson, lyfjafræðingur, telur að hann sé góð fæðubót, sem lækkar blóðþrýsting, geti komið í veg fyrir myndun krabbameina og aukið kynhvötina, svo eitthvað sé nefnt. SNORRI HJARTARSON Að kvöldi í morgun þegar sól af fjallsbrún flaug og felldi úr rauðum vængjum gullinn dún á daggarblámans djúpu himinlaug, dvergaskip smá með stöfuð segl við hún, sveif ég af dulu draumahafi, leið dagur um nakta jörð og gliti sló á stálgrá virki, höfgan hangameið, hungurföl börn á dreif um sviðinn skóg mannauðra byggða, mjúkan vofudans morðelda þar sem feigðarmaran tróð blóðugum iljum líf og vonir lands; hjá lágum gröfum dvergskip mín hlóð ég sekt og hatri, helnauð dýrs og manns, og hvarf á náttsvart djúp í rauðri glóð. Snorri Hjartarson, (1906-1986) hóf myndlistarnám, skrifaði síðan skáld- sögu á norsku, en sneri sér síðan eingöngu að Ijóðagerð og kom fyrsta Ijóðabók hans út 1944. Snorri hlaut bókmenntaverölaun Noröurlandaráös 1981. B B Frelsið í gúrkutíðinni Eftir að öldur hafði lægt, að minnsta kosti um stundar sakir, í málefn- um íslenskra aðalverk- taka hvað varðar þjóðfélagslega umræðu og fréttalega umfjöllun nú fyrr í mánuðinum, má segja að stutt tíma- bil hafi tekið við, sem við á fjölmiðlunum nefnum gjarnan gúrkutíð - þ.e. ákveðið tímabil þar sem lítið fréttnæmt gerist. Þá, eins og jafnan þegar svo er háttað, lendum við fréttamennirnir í svolitlum þrengingum og skrifum um, eða segjum frá, allt eftir því hvort við störfum við prentmiðil eða ljósvakamiðil því sem í sjálfu sér getur vart talist fréttnæmt. Við verðum jú að fylla fréttasíðurnar, eða fréttatímann, því þið lesendur góðir, viljið fá ykkar fréttir, og engar refjar. í gúrkutíð verða furðulegustu atburðir og uppákomur að svonefndum fréttum. Persónulega er ég hlynnt því að þegar svo árar í fréttaheiminum, þá sé um að gera fyrir okkur fréttamennina að leita fanga og umfjöllunarefnis í því sem er óvenju- legt, sérstakt, forvitnilegt og því sem jafn- framt hefur breiða skírskotun til fjöldans. En það er hægara um að tala en í að komast, eins og glöggt má oft sjá og heyra þegar íslenskir fjölmiðlar eru grannt skoð- aðir. Ein dæmigerð gúrkufrétt sást í frétta- tíma Stöðvar 2 fyrr í þessum mánuði, þegar rætt var við forstöðumann trúfélags í Kópavogi, sem kallast Krossinn. Maður- inn, Gunnar Þorsteinsson birtist sjón- varspáhorfendum á skjánum til þess að lýsa vanþóknun sinni á að hingað til lands væri væntanlegur popparinn Ozzy Osborne í fylgd hljómsveitarinnar Jethro Tull, sem samkvæmt fréttum um þetta leyti, ætla að halda stóra popptónleika á Akranesi einhvern tíma með haustinu. En hvað kom þessum Krossins manni við, þótt einhveijir frægir popparar væru væntanlegir hingað til lands? Jú, hann og reglusystkin hans höfðu komist að þeirri niðurstöðu, fyrir margt löngu, hafi ég skil- ið hann rétt, að Ozzy greyið væri útsend- ari Kölska, og íslensk æska væri því í stór- kostlegri hættu, kæmist hún í tæri við hann á hljómleikum. Því sá maður Kross- ins alla pieinbugi á að leyfa popparanum ill- og alræmda að sækja Frónið okkar heim og níðast á hljóðhimnum ungmenn- anna og hreinleika hjarta þeirra. Blásaklaus fréttamaðurinn spurði Krossarann í hveiju það lýsti sér að Ozzy ræfillinn væri á vegum þess vonda hér í jarðríki. Og rauðskeggjuðum Krossaranum varð ekki svaravant: Ozzy hafði verið á geðsjúkrahúsi. Hugsið ykkur ósvífnina í Ozza litla! Ekki nóg með það: Hann hafði verið meðhöndlaður við hundaæði! Og hvers vegna? Jú, auðvitað vegna þess að hann hafði á einum hljómleikunum bitið höfuðið af leðurblöku! Hvar var Krossarinn þegar einhveijir íslenskir popparar slátruðu nokkrum hæn- um á popptónleikum hér á landi fyrir ein- hveijum árum síðan? Við hveiju átti að meðhöndla þá? Kannski bara kjánalegum ungæðishætti - sem meðhöndlaður var af poppurunum sjálfum með aukinni reynslu og þroska í skóla lífsins. Að minnsta kosti hefur ekki heyrst að umræddir popparar hafi verið á mála hjá Honum í Neðra. Krossarinn hafði einhveijum dögum áður þakkað sér og trúarklíku sinni fyrir það að tónleikar Brian Adams fóru út um þúfur í Laugardalshöll vegna rafmagns- leysis. Rafmagnsleysið var að hans mati svar almættisins við bænum Krossaranna - þeir voru bænheyrðir og íslenskri æsku bjargað frá návígi við hinn vonda. Sömu- Ieiðis höfðu Krossararnir á liðnu sumri handleggsbrotið einhvern frægan, erlend- an poppara með bænum sínum, þannig að hin illu áhrif útitónleikanna í Kapla- krika í Hafnarfirði urðu einungis óveruleg, þar sem hinn handleggsbrotni poppari komst aldrei til landsins. Fréttmaðurinn spurði Krossarann hvort menn ættu ekki að hafa frelsi til þess að halda svona popptónleika, og sækja ef þeir vildu. Og enn varð honum. enginn fótaskortur á tungunni. Jú, jú, menn áttu að fá að hafa frelsi til að gera það sem þeir vildu, en Krossararnir áttu líka að hafa frelsi til þess að biðja fyrir íslenskri æsku og beina bænum sínum gegn svona tónleikahaldi. Svei mér þá, ef svona talsmönnum „frelsis" tekst ekki að koma óorði á frels- ið, sem í hugum margra hefur fegurstu og dýpstu merkingu allra orða. Ef marka má orð Krossarans um rafmagnsleysið og handleggsbrotið, þá munu bænir hans eiga fleira skylt með bölbænum, en bæninni sem allar bænir eru sameinaðar í. Við þetta ótrúlega „fréttaviðtal" rifjað- ist upp fyrir mér lítil limra, sem ég held að Jónas Árnason hafi snarað fram ein- hvem tíma þegar honum var nóg boðið eftir að hafa hlýtt á þá hina einu, maka- Iausu „Þjóðarsál" Stefáns Jóns Hafstein: Víst er fagur óperusöngur ítala Víst er eintala ei sama og tvítala Víst er það Víst er það að þjóðarsálin þarf að fara á spítala Já,_ víst er það, að víða er pottur brot- inn. Ég held að hjá Krossins mönnum sé hann mölbrotinn. Það sem virðist hijá þá hvað mest, er að þeir ná ekki til íslensks æskufólks og ég verð að segja, Guði sé lof. Ég þori að fullyrða að þorri íslenskra foreldra vill fremur vita af börnum sínum á tónleikum, meira að segja hjá léttg- eggjuðum poppurum, en að þau á við- kvæmu æviskeiðiþegar þau eru hvað áhrifagjömust, lendi í slagtogi með kred- dufullum ofstækismönnum, sem einatt sjá Skrattann alls staðar og ef þeir ekki sjá hann, þá mála þeir hann bara á vegginn. AGNES BRAGADÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.. FEBRÚAR 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.