Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1991, Blaðsíða 12
Aldarminning Jóns Þorleifssonar listmálara Vestmannaeyjar, 1945-1950. Hér er Jón á nótum innsæisstefnunnar, expressjónismans, sem leitast við að sýna kjarna mynd- efnisins á kröftugan hátt, enda lætur hann gamminn geysa með kraftmiklum pensilstrokum. ELDHUGINN í BLÁTÚNI árið 1914, þá orðinn 22 ára. En sú ákvörð- un að stíga skrefið til fulls var tekin 1918 eftir að Jón hafði séð málverkasýningu Ásgríms Jónssonar, og það var ekki beðið boðanna. Jón hélt utan um haustið þetta sama ár til náms í Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn. Á þessum tíma virðist vart hafa önnur borg en Kaupmannahöfn hafa komið til álita hjá okkar fólki sem fyrsti áfangi í myndlist- arnámi erlendis. Þó var mjög fjarri því að að Kaupmannahöfn væri þungaviktarborg í myndlist á þessum tíma á borð við Berlín eða París. Þegar við lítum nú á tímabilið frá 1912 og fram að lokum fyrri heimsstyijaldar, 1918, þá er ljóst að það hefur verið mikill blómatími í evrópskri myndlist. Þjóðveijarn- ir fóru á kostum í þróttmiklum expressjón- isma, en sumir brautryðjendanna voru því miður sendir á vígvöllinn og féllu þar. Aust- urríkismenn áttu frábæra málara, Kokosc- hka, Klimt og Schiele, en tveir þeir síðar- nefndu féllu einmitt frá fyrir aldur fram 1918, sama ár og Jón heldur utan til náms í Kaupmannahöfn. Þá var Chagall kominn í fullt í París með sínar séstæðu fantasíur og Braque og Picasso í allskonar formrann- sóknum í kjölfar kúbismans og Kandinskí búinn að mála tímamótaverk í abstaksjón. Þegar reynt er að meta Jón Þorleifsson og fleiri íslenzka listamenn sem námu í Danmörku, gegnir nokkurri furðu hvað áhrifa frá þessu fijóa tímabili í Evrópu gætir lítið hjá þeim eftir Kaupmannahafnar- dvölina. Jón var enn tvo vetur í þessum sama skóla og fékk inngöngu í Konunglega Akademíið, en hætti við nám þar vegna deilu, sem þar stóð um kennslu. Þess í stað teiknaði hann einn vetur í listaskóla í París. Jón er annarrar kynslóðar maður meðal listmálara þessarar aldar á íslandi. Hann er einn þeirra sem koma á eftir brautryðj- endunum. En það er athyglisvert, að Jón fer nokkuð aðra leið en aðrir af sinni kyn- slóð, sem framan af að minnsta kosti lögðu sig eftir öðrum yrkisefnum en landslagi. Jón hefur feril sinn sem lyrískur lands- lagsmyndamálari í anda Ásgríms. Fegurð landsins virðist alltaf hafa verið honum drif- kraftur og hvatning. Og þó hann færi síðar að mála fólk og manngert umhverfi, varð landslagið ofaná að lokum. Eftir að Jón hafði kynnst verkum Cézannes í París, varð hann eins og fleiri undir sterkum áhrifum frá þeirri málunaraðferð, sem segja má að hafi orðið einskonar evangelíum á tímabili í fjölmörgum listaskólum; þar á meðal Aka- demíunni í Kaupmannahöfn. Undir merki þessarar aðferðar málaði Jón ýmsar athygl- isverðar myndir, en eitthvað frumlegt eða nýstárlegt er ekki að finna í þeim. annan í jólum verða liðin 100 ár frá fæðingu Jóns Þorleifssonar, listmálara, og í júlí síðastl- iðnum voru liðin 30 ár frá því hann lézt, sjö- tugur að aldri. Það má því segja, að komin sé á verk hans sú nauðsynlega fjarlægð sem í þrjá áratugi var Jón Þorleifsson mjög áberandi maður í listalífí höfuðstaðarins, einn meðal kunnustu málara þjóðarinnar og í nærri tvo áratugi var hann myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins. þarf til þess að list verði metin á hlutlausan og sanngjarnan hátt. En hér er Jóns Þor- leifssonar ekki aðeins minnst sem málara, heldur einnig sem myndlistargagnrýnanda Morgunblaðsins frá 1931 til 1952. Hann er brautryðjandi sem fastur myndrýnir og þótt hann skrifaði pistla sína undir dulnefninu „Orri”, varð fljótt ljóst hver stýrði pennan- um. Þetta var þá eins og það er enn, van- þakklátt starf og vandasamt. Sé það ekki gert heiðarlega er það gagnslaust og þar brást Jón ekki; ekki er þarmeð sagt, að all- ir hafi verið ánægðir með gagnrýni hans. Jón Þorleifsson fæddist að Hólum í Hornafirði 26. des. 1891. Foreldrar hans voru Þorleifur Jónsson alþingismaður og bóndi í Hólum og kona hans, Sigurborg Sigurðardóttir. Þorleifur var landskunnur félagsmálamaður og forustumaður Skaft- fellinga á ýmsan hátt. Heimilið var þekkt fyrir menningarlega reisn og myndarskap. Jón gerði ekki víðreist framanaf, en gekk að hinum hefðbundnu sveitastörfum í Hólum og lærði smíðar hjá afa sínum á Hofi í Álftafirði. Tvo vetur nam hann í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og fór uppúr því að ala með sér þann draum að gerast mál- ari. Hann getur þess löngu síðar í samtali, að fyrst hafi hann málað með vatnslitum Jón Þorleifsson: Sjálfsmynd. Ljósmyndir: Les- bók/Þorkell. í myndlistarsögu sinni segir Björn Th. Björnsson í umfjöllun sinni um Jón Þorleifs- son, að afl sumra tíma sé slíkt, að það sveigi jafnvel með sér þá menn, sem eiga andleg- an uppvöxt á allt öðru skeiði og séu mótað- ir af því: „Hver tími listasögunnar og menningarsögunnaryfirleitt, á sérslíkt svið. Það tengir á miili hefðar, sem er í upplausn og nýrrar, róttækrar framvindu. Það er smiðja úrvinnsiunnar og um leið deigla nýrr- ar hefðar. Þar getur verið að finna góða listamenn, ljúfa ogjafnvel heillandi persónu- leika, en brautryðjendur fyrirfinnast þar aldrei”. Björn nefnir réttilega, að á tímabili hafi Jón gengið mjög langt til móts við expres- sjónistana; svo langt að þá gat hann eigin- lega talizt einn af þeim. En eins og kunn- ugt er, lifnaði þessi stefna ekki að nýju eftir umrót fyrri heimsstyijaldarinnar; ein- hver drifkraftur frá upphafsárunum var þá ekki til lengur unz stefnan sprettur upp aftur í Þýzkalandi um 1980. En þegar hún var ekki til lengur úti í Evrópu sem lifandi afl, virðist svo sem Jón hafi orðið afhuga henni og snýr þá aftur til upprunans með vaxandi áherzlu á landslagsmálverk. Hann er lengst af nokkuð tvíklofinn í afstöðu sinni og stíllinn fer þá eftir myndefninu. Þegar hann málar fólk eða manngert umhverfi, er það fremur á huglægum nótum; þar sem málarinn vinsar úr og lætur standa eftir það sem hann telur að hafi myndrænan ávinning. Þá stefnu virðist hann síður geta, eða vill ekki, heimfæra uppá landslag. í nokkrum myndum, þar sem Jón gengur mun lengra en bæði fyrr og síðar í stíl- færslu, sést að hann hefur verið að pæla í að einfalda formið, ekki ósvipað því sem Jón Stefánsson lagði áherzlu á. Þetta kemur ákaflega vel fram í málverki Jóns af stúlkum í hjásetu frá árinu 1927. Hann taldi sjálfur, að þessi mynd markaði tímamót á ferli sín- um og sýndi hann í fyrsta sinn sem full- þroskaðan málara. Það blasir við, að hér er Jón undir mjög sterkum áhrifum frá nafna sínum Stefánssyni; ekki aðeins í því hvernig hann málar stúlkurnar, heldur einn- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.