Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 3
Kirkjan Sagrada Família í Barcelona. Innsettu myndirnar af turminuni sýna, að þeir minna sumir á dropasteina úr hellum eða önnur furðuverk úr ríki náttúrunnar. STYR UMKIRKJULIST í SAGRADA FAMÍLIA irkjan Sagrada Família í Barcelona er án efa ein sérstæðasta bygging í Evrópu. Hún er verk katalónska arkitektsins Antoni Gaudí, sem teiknaði hana á seinniparti síðustu aldar í Art Nouveau-stíl. Sá stíll helgast af því að reynt er að forðast beinar línur, en þeim mun meiri áherzla á allskon- ar ornament, svo heildin minnir meira á sum furðuverk úr ríki náttúrunnar en hús. Það var byijað að byggja kirkjuna 1882 og þeg- ar Gaudí lézt árið 1926, var henni ekki lok- ið; enn var eftir að reisa turna, sem áttu að teygja sig hærra til himins en á nok- kurri annarri kirkju í Evrópu. Gaudi var rólegur þótt honum auðnaðist ekki að ljúka verkinu og sagði: „Viðskiptavinur minn er ekkert að flýta sér“. Sem ferðamannase- gull hefur kirkja Gaudís verið betri en ekki neitt; 700 þúsund ferðamenn kom í hana árlega og margir taka undir með frægðar- mönnum byggingarlistarinnar svo sem Walter Grophius og Le Corbusier, sem báð- ir vegsömuðu kirkjuna, þó hún væri eins fjarri módernismanum og hægt er að kom- Hluti hinnar umdeildu myndraðar Subirachs á forhlið Sagrada Família Verkin þykja stinga óþægilega í stúf við byggingarstíl Gaudis. ast. Tveir meðal frægustu listamanna Katal- óníu, málararnir Joan Miro og Antoni Tapi- es, hafa beitt sér ásamt mörgum fleirum á móti því, að ráðist verði í að klára turnana, __.n Gaudí auðnaðist ekki að ljúka. Einn spænskur arkitekt sagði, að það væri eins og fara nú að klastra handleggjum á Venus frá Milo. En kaþólikkar í Barcelona hafa stefnt að því að ljúka verkinu og hafa virkj- að fjármagn frá katalónskum þjóðernissinn- um, japönskum stórfyrirtækjum og amerísk- um ferðamönnum. En styrinn stendur ekki aðeins um þetta. Gaudí hafði gert ráð fyrir listaverkum innan í hvelfingu á forhliðinni og raunar hafði hann sjálfur gert skissur að útliti þeirra. Nú var ákveðið að hrinda málinu í fram- kvæmd, m.a. vegna þess að Olympíuleikar verða í Barcelona sumarið 1992 og von á meiri mannfjölda en nokkru sinni fyrr. Kirkjuyfirvöld efndu ekki til samkeppni, en réðu þekktasta myndhöggvara í Katalóníu, Josep María Subirachs, til verksins. Hann er 56 ára módernisti og harðlínu-stílfæring- ar hans eru alger andstaða við ljóðræna mýkt Gaudís. Verkið er stórt: 100 steinfígúr- ur, sem eiga að sýna píslargöngu Krists. Það fer í taugarnar á kaþólikkum, að Sub- irachs sýnir Krist nakinn og einnig það, að hauskúpa er við fætur hans. í júlí sl. sumar birtu 200 menningarvitar í Barcelona, rithöfundar, myndlistarmenn, arkitektar og kvikmyndahöfundar, mót- mælaskjal, þar sem skúlptúrum Subirachs var mó'tmælt og þeir nefndir „hnoð“ og „flatneskja". Sjálfur svaraði myndhöggvar- inn fyrir sig með því að kalla þá „snobbara, mafíu kolleganna, sem geta ekki tekið því, að þeir voru ekki ráðnir til verksins." Það þykir þó ögn broslegt, að sjálfur hafði Sub- irachs skrifað undir mótmælaskjal árið 1965 gegn því að yfirhöfuð yrði gert nokkuð meira við Sagrada Família. Hann kveðst hafa skipt um skoðun, þegar verkbeiðninni fylgdi, að hann mætti hafa fullkomið frelsi um útfærslu á verki sínu. GS. HANNES PÉTURSSON Grettisskyrta Við klifum hátindinn þráða í heiðbirtu, skyggndumst um: Dalir og múlar vatnsbláir í vestur langt og í norður. . . Og þar, ekki dagleið undan hafði Draugabaninn forðum breitt á morgunhlíð bæjarfjalls til þerris skyrtuna sína, skærgula. Ég starði bernskum augum á hinn stóra flekk sem eftir sat. Undrunaraugum starði ég á hinn stóra, ljósa flekk unz hann breyttist í gímald sem gjósa tók skammdegismyrkri! Og sauðamannsglyrnu hvítri var höggvið í kalt enni mér sauðamannsglyrnu hvítri var höggvið í allt, sem fyrir varð. ' Goðmögn. Hluti úr mynd eftir Jón Engilberts. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. DESEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.