Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.12.1990, Blaðsíða 12
4 LEIPZIG1990 MINNISSTÆÐIR MARZDAGAR Hyggingar í Leipzig sem vitna umgaml- an glæsibrag. að hafði tekið mig sex vikur að fá vegabréfsárit- un til A-Þýskalands. Og 3. mars renndi ég eftir hraðbraut E4 inn í grámóðu Saxlands með 8 pakka af Kömer-kaffi og súkkulaði handa væntanlegum gestgjöfum mínum, Múrinn var fallinn og Þjóðverjar voru frjálsir ferða sinna yfír landamærin. Öðru máli gegndi um útlendinga. Þeir þurftu ennþá að tilgreina dvalarstað og ferðaáætlun. Ekki var beðið um upplýsingar um myndavél enda kom á daginn að enginn skipti sérafþvíþótt ég myndaði staði sem höfðu verið bannaðir útlendingum áður. Eftir INGA BOGA BOGASON Zom-hjónunum, sem bjuggu í suðurhluta Leipzig. Seinna komst ég óvænt að raun um að vegakortunum var ekki treystandi. Þess vegna svaf ég 2 nætur í bílnum og drakk mikið kaffi og borðaði súkkulaði. Leipzig lætur engan ósnortinn. Löngu áður en borgin er í sjónmáli er gesturinn svo að segja farinn að finna fyrir henni. Ýmsar neikvæðar kenndir magnast. Sumir fá vægan höfuðverk, aðra svíður í nefið, allir finna óhjákvæmilega þrálátan, súrsæt- an þef. Svo þegar ferðamaðurinn stendur hálfráðvilltur fyrir utan risastóra járnbraut- arstöðina á þessum mánudagsmorgni vekja fyrstu sýnilegu áhrifin furðu. Andvúmsloftið er gulbrúnt, himinninn grár og ómögulegt að geta sér til um hvar sólin byrgir sig. Húsin í kring eru dökk af óhreinindum, sum beinlínis svört. Ástæðan fyrir þessari óheyrilegu mengun liggur í orkuframleiðslunni. í og umhverfis Leipzig er fjöldi verksmiðja sem daga og nætur spúa óhreinsuðum kolareyk út í and- rúmsloftið. Allt húsnæði er kynt með kolum. Þess vegna fylla kolahrúgur húsasund, bak- garða og jafnvel gangstéttir. Svona er yfirbragð músíkborgarinnar þar sem Jón Leifs og Páli ísólfsson lærðu og störfuðu, bókmenntaborgarinnar þar sem Halldór Laxness og Jóhann Jónsson gengu um í síðexpressionisku andrúmslofti, borg- arinn þar sem rætur Söknuðar liggja. Undarlegur Arkitektúr Leipzig, eins og Dresden, varð illa úti í loftárásum bandamanna undir lok seinna stríðs. Miðborgin, sem er skýrt afmörkuð af eins konar hringbraut, var nánast rústir einar. Uppbyggingin á 5. og 6. áratugnum hefur nær eingöngu átt sér stað hér, út- hverfin hafa verið látin afskiptalaus. Újöldi gamalla húsa í miðbænum hefur verið end- urreistur, m.a.s. smágerðar veggskreytingar og gluggaumgjarðir hafa verið færðar í upprunalegt horf. Dæmi um þetta eru forn- ar byggingar í námunda við gamla markaðs- torgið. Annars staðar hafa verið reist nýhýsi'sem standa í litlu samræmi við hefðbundinn byggingarstíl borgarinnar. Skýrasta dæmið um slíkt er einmitt við Karl Marx-torg. Þarna eru hús háskólans, í einhvers konar Manhattan-stíl, stjórnsýslubyggingin teygir sig yfirlætislega 30 hæðir til himins. Við annan enda torgsins er geysistórt tónleika- hús, gegnt því óperan, bygging í þeim stíl sem Halldór Laxness hefur kennt við rúss- neskar rjómatertur. Eftir endilöngu torginu öðru megin er röð af háhýsum. Gamall maður, sem ég tók tali, sagðist hafa búið þarna frá því á 6. áratugnum. Hann taldi sig heppinn að hafa fengið nýja íbúð þegar húsnæðiseklan var hvað mest. „En ég þurfti líka að borga leiguna með öðru en peningum. Hvenær sem var gat ég átt von á erlendum gestum. Ég átti að sýna þeim hverju stjórnvöld höfðu áorkað í hús- næðismálum." Síðan hvatti gamli maðurinn mig til að fara í úthverfin og sjá andstæð- una, þannig hefðu flestir búið frá stríðslok- um. Það þarf ekki að fara langt til að verða vitni að andstæðu miðborgarinnar. Ég gekk sem leið lá eftir Rósu-Lúxembúrgarstræti og beygði síðan inn í Schútzenstræti. Þá var eins og horfín veröld tæki við. Það var eins og fjöldi fréttamynda, sem maður hafði tekið með varúð, vitandi það að myndavélar- augað segir ekki alltaf satt, yrði fyrst að veruleika. Á sínum tíma voru þetta fallegar byggingar, stolt þeirra sem þarna bjuggu. Núna eru þær orðnar fórnarlömb eyðilegg- ingar og vanhirðu. För eftir tæplega 40 ára gömul sprengjubrot sjást alls staðar. Múr- húðin hefur víðast hvar flysjast af. Þakplöt- ur hafa týnt tölunni, sums staðar eru þökin brotin eða fallin saman og hópar af dúfum fljúga inn í húsin og út. Gluggarúður eru margar hverjar brotnar. Sumar íbúðir standa auðar, heilu húsin hafa verið yfírgef- in. Óhreinindin jafnt innan- sem utandyra eru með ólíkindum. Þetta var engin skemmtiför. Við slíka sjón hrúgast spurningar upp í kolli ferða- mannsins: Hvað hefur fólk verið að gera hérna í 40 ár? Hvernig er hægt að fara svona með menningararf undangenginna kynslóða? Mótsagnakennt MANNLÍF Á leiðinni til baka gekk ég eftir Grimmaische Strasse og leit þá aftur yfir ógnarstórt Karl Marx-torgið, með háskólann á vinstri hönd og óperuna á hægri. Við Goethe-stræti, gegnt óperunni, er virðuleg aldamótabygging kennd við Franz Mehring. I þessu fallega húsi í hjarta borgarinnar vinnur Laxdælufræðingurinn Rolf Heller við fornháþýsku orðabókina. Því miður var fræðimaðurinn fjarverandi þennan dag en ég ræddi við samstarfsmenn hans dtjúga stund. Hillur þöktu alla veggi og voru stút- fullar af pappakössum sem helst líktust litl- um skókössum. Ég spurði hvað væri geymt þarna. Jú, þetta var seðlasafn fornháþýsku orðabókarinnar! Þegar ég kom aftur út í marsmistrið steðj- aði á móti mér fjölmenn kröfuganga, spjöld á lofti. Á einu þeirra stóð stórum stöfum: Við erum líka til. Þetta var kröfuganga fatlaðra og lamaðra. Skyndilega var ég kominn inn í Tómasar- kirkju. Kirkjuorgelið var þögult og kirkjan köld og tómleg. Samt var auðvelt að ímynda sér volduga orgeltóna fylla dimmar hvelfing- arnar. Árin 1723—1750 var óhemjudugleg- ur Saxlendingur stjórnandi kirkjukórsins. Á tímabili voru hér vikulega frumflutt eftir hann verk, tokkötur og fúgur, sem hafa nú borist um allan heim. Hann hét Jóhann Sebastian Bach. Löngu seinna var það ís- lendingur sem fyllti hvelfingar kirkjunnar orgeltónum. Sá hét Páll ísólfsson. Við suðurenda kirkjunnar héngu hundruð mótmælaspjalda í stærðinni A4. Þegar mig bar að var maður að skrifa það sem honum 12 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.