Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 3
1-FgPáHf @ ® S1 ® S1 |n| [b) [l] I A| (ol [U Ul [n] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Forsídan í dag opnar Sæmundur V aldemarsson myndhöggv- ari sýningu á tréskúlptúr á Kjarvalsstöðum. Sæ- mundur er upprunninn af Barðaströnd, en vann lengst af í áburðarverksmiðjunni. Hann fór ekki að fást við myndir fyrr en á fullorðinsárum og fyrir alvöru eftir að hann komst á eftirlaunaaldur. Honum hefur þó tekizt að marka sérbás með stíl, sem er hans eigin og telst meðal næfista í myndlist, Mynd- in á forsíðunni heitir „Vorvindur“ og er eins og aðrar myndir Sæmundar skorin í rekavið, en úr blön- duðum efnum að auki. Ljósm.Lesbók/Börkur. Tónskáldið Jón Leifs er enn til umfjöllunar í síðari hluta ritgerð- arinnar um hann úr sænska tímaritinu Tonfallet. Fyrirsögnin: Niðurlægður í Þýzkalandi - ásakaður heima - segir eitthvað um það ótrúlega mótlæti, sem Jón varð fyrir og ekki var það sízt dauði ungrar dóttur hans, sem hann tók sér nærri. Tæknin mun taka framförum á næstu árum og ný hjálpar- tæki ogþægindi eru í sjónmáli. Lífefnatækninni fleygir fram og verður m.a. hægt að framleiða kó- lesterólfrítt kjöt. Vélmenni munu í auknum mæli annast ýmis leiðinleg störf, einkaþyrlur eru ekki fjar- lægur draumur og ofursjónvarp er nær en við höld- um með myndgæði á við kvikmyndir. STEINGRÍMUR THORSTEINSSON Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Hvar eru fuglar þeir á sumri sungu? Þeir suður flugu brimótt yfir höf. Hvar eru blómin sæl frá sumri ungu? Und snjónum hvíla þau í vetrar gröf. Hvað er nú söngva? vindgnýr hærri og hærri Um hvítnað land, en þung með drunu-hljóð, Þar þögull sjófugl þyrpist brimströnd nærri, Hinn þrúðgi gýmir kveður stirðan óð. Hvað er nú blóma? helblóm hörku viður, Sem hrímhvít skarta frosnum rúðum á, Og geislablóm, sem glitar máni niður Á glerskyggð blásvell vetráfheiði frá. Nei, sönglíf, blómlíf finnst nú aðeins inni, Þar andinn góður býr sér sumar til Með söng og sögu, kærleik, vina-kynni Á kuldatíð, við arin-blossans yl. Svo dvelji söngfugl hver einn fyrir handan Og hylji fönnin blómið hveit, sem dó; Vér eigum sumar innra fyrir andann, Þá ytra herðir frost og kyngir snjó. Tyllidagatrú Sunnudaginn 2. september var beðið fyrir friði í kirkjum landsins samkvæmt tilmæl- um frá biskupi íslands. Einkum og sér í lagi var sameinast í bæn um að frið- ur kæmist á við Persaflóa. Þetta var nokkuð rætt í fjöl- miðlum og sú vandræðalega staða kom upp að einhver áhugamannahópur um betra mannlíf sem kallar sig „jákvætt átak“ virt- ist ætla að þakka sér hugmyndina að þess- ari þjóðarbænastund. Það var auðvitað leið- rétt með það sama, áhugamannahópurinn sýndi kristilega iðrun og viðurkenndi sekt sína og klaufaskap og maður þakkaði sínum- sæla fyrir að bænastundin skyldi ekki hefj- ast með deilum um höfundarrétt á hug- myndinni. Kannski var þetta sérstaklega vandræða- legt með tilliti til þess að innan kirkjunnar er verið að fjalla um viðbrögð gegn marg- víslegum villuljósum sem meðal annars birt- ast í alls kyns ,jákvæðum átökum" og ekki eru sprottin úr kristinni hefð. Ef mig misminnir ekki, beitti sr. Sigur- björn Einarsson biskup sér fyrir því að menn sameinuðust í bæn i öllum kirkjum landsins meðan á Vestmannaeyjagosinu stóð. Mikið lá við að hraunið eyðileggði ekki höfnina í)g byggðina þar í kring. Al- mættið var beðið um að stöðva hraun- strauminn og varð við þeirri bæn með þeim hætti að manni skilst að höfnin sé betri nú en áður ef eitthvað er. Vatnsdælurnar fengu lof og prís, en eina röddin sem heyrðist um. að þarna hefði skaparinn verið að verki og því til einhvers beðið, var Finnbjörrt Hjartar- son. Ég man eftir grein í Morgunblaðinu, þar sem liann benti þjóðinni á að hún ætti eldbiskup. Ég held að þetta hafi þótt dálítið djarft hjá Finnbirni. Það er gott og blessað að taka þátt í opinberu bænahaldi og vera í samfélagi heilagra um stund, en allt að því éinfeldningslegt að trúa því að bænum sé svarað. Svoleiðis gerist ekki í nútíma þjóðfé- lagi. Aftur á móti má vel trúa því að Jón Steingrímsson eldprestur, hafi verið svona bænheitur, því það er svo langt síðan hann var uppi. Sama máli gegnir um það sem fólk hefur kosið að kalla kraftaverk, af því það skilur ekki hvað er að verki. Þau eiga heima í hinni helgu bók, en eru boðflennur og hindurvitni í nútímanum. Stundum er sagt um kristindóminn á Vesturlöndum að fólk leiði tæpast hugann að honum, þótt það sé bæði skírt og fermt, nema á helgidögum. Þetta sé einskonr tylli- dagatrú. Aftur á móti setji önnur austræn trúarbrögð svip sinn á allt daglegt líf þeirra sem þau aðhyllast. Eitthvað kann að vera til í þessu, en ekki er allt sem sýnist. Þótt trúin á Múhameð og Búddha virðist ofin inn í viðhorf. fólks og daglega hegðun og sé iðkuð skipulega, er eins víst að það sé oft vani og íélagslegt umhverfi sem stjórnar því fremur en trúhneigð. Eins er með kristin- dóminn. Þótt kristnir menn kasti sér ékki á hné í tíma og ótíma hvar sem þeir eru staddir og séu ekki sífellt með guðsorð á vörum, er kirkjan samofin þjóðfélaginu umhverfis okkur og hefur áhrif á líf okkar og hegðun frá vöggu til grafar án þess að við veitum því endilega athygli. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því að afstaða okkar til lífsins og viðhorf til mála séu kristileg viðhorf. Margt í kristinni siðfræði er svo samgróið okkur að við teljum það vera algilt lögmál sem allir aðhyllist. En því fer fjarri. Þegar kirkjan vill fara að smala til sín sauðunum sem hún telur vera að villast, hlýtur hún að spyrja sig hvort hún hafi vanrækt að brynna þeim þegar þá þyrsti. Eða hvort henni hafi einhverra hluta vegna ekki tekist að svala hinum andlega þorsta. Sé svo, hlýtur hún að leita nýrra leiða til að túlka fögnuðinn í fagnaðarerindinu svo að hann skiljist. Vonandi fellur hún ekki í þá gryfju að varða þá leið fordæmingu og hleypidómum. Sumt af því sem fólk er að fást við í dag í andlegri ieit sinni mun augljóslega ganga yfir. Þetta er fikt eða æfingar sem eru í tísku og fólk mun fá nóg af innan tíðar og snúa sér að öðru. Annað er aftur á móti djúp alvara og getur vel endað innan kirkj- unnar þegar augu fólks opnast fyrir því að það sé að fara yfir lækinn að sækja vatn — ef kirkjan er þá tilbúin með réttu svörin, eða öllu heldur réttu viðbrögðin. Eitt af þvf sem nútíma fólk leitar eftir er iðkun. Ekki fyrirlestrar úr predikunarstól- um, heldur iðkun. Ekki með tilstandi og til- færingum, heldur í kyrrð og einingu. Þetta fólk segir að hugleiðsla eða húgarkyrrð sé að hlusta á guð, en bænin sé að tala við guð. Ef hægt er að sættast á þessa skilgrein- ingu, þá spyr maður: Hvers vegna er ekki bæði hlustað á guð og talað við hann í kirkj- um landsins? Það eina sem er athugavert við að samein- ast í bæn fyrir friði við Persaflóa í öllum kirkjum á sama tíma, er að það skuli vera svona fréttnæmt. Furðulegast er kannski að það skuli ekki vera gert á hveijum ein- asta degi. Hvers vegna brýst ekki kirkjan út úr þessari tyllidagaiðkun og verður hvunndagskirkja? Hvers vegna eru ekki all- ar kirkjur opnaðar klukkan fimm eða sex á daginn svo að fólk geti sest þar inn eftir eril dagsins og átt þar helgistund, eða beð- ið með öðrum þegar svo ber undir. Því er kirkjan ekki alltaf opin? Hvers vegna þarf fólk úr íslensku þjóðkirkjunni að fara í kaþ- ólsku kirkjuna ef það vill eiga stund í guðs- húsi utan hefðbundins messutíma? Kirkjan gegnir mörgum félagslegum skyldum og ýmsir, bæði innan hennar og utan, virðast fyrst og fremst líta á hana sem einhvers konar félagsmálastofnun. Umræð- an um leiðir til að laða fólk að kirkjunni ér ótrúlega mikið bundin við safnaðarheim- ili og ytri aðstæður. Auðvitað er í alla staði eðlilegt að kirkjan þurfi húsnæði undir starf- semi sína, en eins og ég hef einhverntíma áður skrifað: Menn mega ekki verða svo uppteknir af umbúðunum að þeir gleymi hvað þær eru utan um. íslenska kirkjan er ekki í húsnæðishraki, en spyija má hvort bænin, hin raunverulega bæn, ekki utanað- lærðar þulur, hafi kannski sums staðar lent í hrakningum. Væri ekki ráð að leiða hana til öndvegis í kirkjunni, ekki aðeins um helg- ar, heldur hvern einasta dag? JÓNÍNA MICIIAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. SEPTEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.