Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1989, Blaðsíða 2
 E R L E N D {A R 3 > *E K U R M u R S ■ ■ o G U S K w A K L 1 S T A R GUÐBRANDUR SIGLAUGSSON tók saman MARGARET DRABBLE: THE RADIANT WAY. Pengnin Books Þær kynsystur Liz, Al- ix og Esther hafa verið vinkonur frá því á sjötta áratugnum. Þær eru allar háskóla- gengnar og vegnar efnahagslega vel. Þær hittast um áramót og hefst þar með skýrslan af þeim næstu árin á eftir. Það bíða þeirra sorg og ótti, ástir og vonir, sigrar og ósigrar. Margaret Drabble segir sögu þeirra af smekkvísi og kunnáttu eins og henni er lag- ið. Frú Drabble er titluð og verðlaunaþegi, talin til hinna ágætustu núlifandi rithöfunda í Englandi og reynir eftir bestu getu að gera svo sfem eins og áratug einhver skil á þessum fiögur hundruð blaðsíðum. BERNARD SHAW: CASHEL BYRON’S PROFESSION. Penguin Books. Að sögn hans sjálfs munaði ekki miklu að hann yrði frægur skáldsagnahöfundur og aldrei hugsaði hann öðruvísi tii þess en með hryllingi, Hann hafði ritað söguna af hnefa- leikaranum Cashel Byron en honum til friðþægingar fann hann ekki ævintýragjaman útgefanda þá strax en þegar fram í sótti og hann eldri og reyndari kom sagan út og lyfti undir frægð hans og frama meðal Englend- inga. Hann var George Bernard Shaw, einn af vinsælustu rithöfundum, leikskáldum og karakterum þessarar aldar á Englandi og víðar. Hann var jú írskur og afskaplega feim- inn, framsýnn og sérstakur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hans verður áfram minnst sem mikilsháttar leikskálds. Cashel Byron er saga af hinum ástlausa leikkonusyni sem kýlir stærðfræðikennara sinn og flýr til Ástralíu, kemur aftur heim og verður frægur hnefaleikari sem fátt meið- ir nema ástin. 20 UNDER 30 Best Stories by Am- erica’s New Young Writers. Debra Spark sá um útgáfuna. Penguin Books. I seinni tíð hefur smásagnagerð gengið í gegnum einhverja óáþreifanlega endur- reisn og sýnisbækur flotið með í bókaflóðum eriendis. Til eru söfn eftir breska, bandaríska, þýska og sjálfsagt fleiri þjóða höfunda. Er allajafna einhveiju lofað í tengslum við þessi síðustu áratog aldar- innar og þá komandi öld. í þessu bindi njóta ungir bandarískir höf- undar sín í aðskiljanlegustu sögum sem marg- ar hveijar eiga allt lof skilið. RIVKA RICHTERICH MEHR ALS TAUS- END SCHRITTE. rororo Rowohlt. Ung þýsk stúlka verður ástfangin. Elsk- huginn er gyðingur og sagan gerist á þessum vorum tímum þannig að ekki ætti margt að geta spillt fyrir ástum þeirra, að minnsta kosti ekki neinar mannasetningar af því tagi sem tíðkuðust í Þýskalandi fyrir rúmri og tæpri hálfri öld. En raunin er önnur. Enn lifir af fomu hugar- fari. Faðir hennar hefur sitt að fela, frændi hennar, afi, amma, allir að því er virðist sem hafa aldur til að gleyma. Og hún, sem engan þátt átti í illvirkjum landsmanna hennar, finn- ur sig knúna til að komast að eigin sögu, þeim hefðum og fordómum sem enn eru við iýði meðai manna. Ekki er fjölskylda hennar ein í því að líta samband hennar og Gregors hornauga. Af hálfu fjölskyldu hans verður hún fyrir svipaðri reynslu og meðal ættingj- anna. Svo hún tekur sig upp og leggur í för, freistar þess að skilja hefðina og lifa við hana. Þessi skáldsaga er heldur værðarleg og þung- lynd, en hún er allt annað en vond. Höfundur hennar er af eftirstríðskynslóð, nam við há- skóla í Berlín, og bjó lengi í London og New York. Hún hefur skrifað smásögur og ort ljóð. BERNARDSHAW (MSIIKI. m KOVS l’KOKKSSION Willard Fiske hafði mikið dálæti á ís- lehdingum og fékk sérstakan áhuga á Grímsey. Hann dáði Grímseyinga fyrir að þrauka á svo harðbýlli eyju undir sjálfum heimskautsbaugnum. Ekki spillti að þeir voru orðaðir við skák frá fornu fari og eftir stúdentum í Kaupmannahöfn skráði hann þjóðsögu sem sýnir skákkunnáttu þeirra: Fjórtán ára gamall drengur kom í fylgd föður síns heim á biskupssetrið á Hólum. Þetta var fyrsta ferð drengsins til lands og hann hafði ekki tileinkað sér almenna mannasiði og sýndi tignarfólki ekki tilhlýði- lega virðingu. En eitt hafði hann lært og það var að tefla. Þeir feðgar námu staðar fyrir framan bisþupssetrið ásamt fleira fólki. Þegar biskupinn gekk hjá tóku allir ofan nema strákurinn. Þegar einn viðstaddra ávítaði hann spurði hann föður sinn hver þetta væfi. „Þetta er biskupinn, kjáninn þinn,“ sagði faðir hans, „æðstur allra prestanna á Is- landi.“ „Nú já, biskupinn. Teflir hann vel?“ sagði strákur en bætti svo við, ,jú hann hlýtur að gera það því presturinn okkar er næst- besti skákmaðurinn í Grímsey.” Þessi ummæli bárust til eyrna biskupnum og hann sendi eftir stráknum og spurði hann: „Um hvað varst þú að spyija hérna áðan?“ Drengur svaraði: „Ég spurði bara hvort þú værir góður í skák því ef þú ert það Daniel Willard Fiske Fiske og Grímsey vildi ég gjarnan fá að tefla við þig.“ Nú vildi svo til að biskupinn henti skemmtan að tafli og þóttist kunna talsvert fyrir sér í þeirri list. Hann hafði gaman af þessum frakka strák og mælti svo fyrir að sótt yrði tafl handa þeim. Þeir tóku nú til að tefla og vann strákur þijár skákir í röð. Það þykknaði nokkuð í biskupi við ófarirnar og hann spurði hvar strákur hefði lært að tefla. „Út í Grímsey, hjá föður mínum og öðru fólki þar,“ svaraði strákur. „Mér finnst trúlegra,” sagði biskupinn með þjósti, „að þú hafir lært skákina af djöflinum og þú hafir ekkert sinnt um bæn- imar þínar." „Nú, ef svo er,“ sagði strákur, „ætti ég að geta unnið þann náunga því ég get unn- ið prestinn, sem er mjög góður og lítillátur, en hann getur unnið alla aðra en mig.“ Þegar biskipinn heyrði svar drengsins komst hann aftur í gott skap og bauð hon- um að dvelja á Hólum um hríð. Það kom svo í ljós að drengur var vel gefinn og var hann þá settur til mennta í stólsskólanum og gerðist síðar góður klerkur. Það hefur raúnar einu sinni gerst að óþekktur skákmaður úr Grímsey hafi slegið í gegn á skákmóti. Það var á Skákþingi íslendinga árið 1917 en þá varð Albert Ingv- arsson í öðru til fjórða sæti af níu keppend- um, í miðjum hópi bestu skákmanna Islend- inga þá. Þegar Fiske tók að kanna málið nánar kom í ljós að fomar sagnir um skákfærni Grímseyinga vom orðum auknar eða þá að skáklistin hafði gleymst þar að mestu um hríð. Samkvæmt heimildum Ingvars Guð- mundssonar í Grímsey, föður Alberts, var skáktafl endurvakið í eynni að forgöngu séra Jóns Norðmanns sem var prestur þar árin 1846—49. Jón flutti skákíþróttina með sér þegar hann kom til kallsins og kenndi nokkrum mönnum sem aftur kenndu öðrum. Menn notuðust við heimasmíðuð töfl og telgdu sér menn úr rekavið en um skák- bækur var ekki að ræða á þeim tíma. Séra Jón Norðmann, sem setti mark sitt á eyjarskeggja með svona sérkennilegum hætti, var talinn dóttursonur Jóns Þorláks- sonar skáldprests á Bægisá. Hann var flug- greindur, snjall námsmaður og lagði stund á ensku, þýsku, Trönsku og ítölsku ásamt fommálunum. Hann safnaði þjóðsögum og lagði stund á þjóðlegan fróðleik, einnig var hann hagyrðingur góður. Á þessum árum Eftir JÓN TORFASON veittist erfiðlega að manna fátækustu brauðin og vom nýstúdentar á stundum skyldaðir til að þjóna þeim um hríð gegn því að fá betri brauð síðar. Af þessum sök- um fluttist séra Jón út í Grímsey en hann var ekki nema þijú ár í eynni. Þá fékk hann Barð í Fljótum og sat þar til dauða- dags en hann dmkknaði í Flókadalsvatni árið 1877. Annar merkur klerkur sem efldi skák- íþróttina í eynni var séra Matthías Eggerts- son, bróðursonur Matthíasar Jochumssonar skálds. Til er sögn um að eitt sinn er séra Matthíás Eggertsson var á leið til lands úr eynni, á annan jóladag árið 1895, var sjór- inn svo sléttur að hann tók upp tafl úr pússi sínu, lagði á eina þóftuna og tefldi við einn bátsveijann. Verður víst að segja að þeir Grímseyingarnir hafa verið sérkenni- lega búnir í róðurinn. Matthías komst í samband við Fiske og varð það með öðm til þess að Fiske sendi skákborð og taflmenn á hvert heimili í Grímsey ásamt nokkra af skákbókum og tímaritum. Einnig átti Fiske þátt í að setja á stofn bókasafn í eynni og gaf til þess fjölda bóka. Loks minntist hann Grímsey- inga í erfðaskrá sinni með því að stofnsetja öflugan sjóð sem varið skyldi til endurbóta á húsakynnum eyjarskeggja, til að styrkja atvinnulífið og til að auka við bókasafnið. Bestu skákmenn í Grímsey um aldamótin em taldir Ingvar Guðmundsson og synir hans, Albert og Eymundur, Sæmundur Jónatansson og Sigurbjörn sonur hans, Árni Þorkelsson, Kristján og-Sæmundur Friðriks- synir en af konum em nefndar Björg Gísla- dóttir, Steinunn Þorleifsdóttir og Halldóra Sæmundardóttir. Svo virðist sem um það leyti sé skákiðkun almenn skemmtun eyjar- skeggja og helsta dægradvöl á löngum vetr- ardögum. Grímseyingar hafa alltaf kunnað að þakka fyrir sig og sýndu Fiske það eftir- minnilega. Árið 1905 var fyrst haldinn svo- nefndur Fiskedagur, þann 11. nóvember á afmælisdegi hans, og er enn haldinn hátíð- legur. Þar var Fiske minnst og ort um hann Ijóð og flutt er einnig unað við margs konar teiti, leiki og dans. Þetta erindi er úr kvæði um Fiske eftir Árna Þorkelsson í Sandvík: Og meðan ægir aldna skolar strönd en einkum þar um mannúð skyldi tala í Grímsey verður tekið tafl í hönd og taiað um hver list þá vakti af dvala, og þakkir færðar göfugmenni góðu er geymdi eins hins smáa í tímans móðu. Þjóðskáldið, Matthías Jochumsson, yrkir þakkarljóð fyrir munn Grímseyjar til Fiskes og birtist það í Norðurlandi árið 1902. Þar er fyrst lýst einangmn eyjarinnar og að fáir hafi orðið til að færa henni gjafír þar til Fiske kom til skjalanna. Síðan segir: Betur en móðir þú breytir við mig: allir jöfrar jarðar ei jafnast við þig! Hver mun launum lúka, minn ljúfvinur dýr? gæsku þína geldur sá guð sem í þér býr! En sögð mun þín saga og sungin þín fremd, meðan góðs er getið og Grímsey er nefnd. Meðan ég á manntafl og máta kann hrók um frægð þína Fiske, ei fletta þarf bók. Meðan lifa ljóðin og listanna safn, hjala skulu böm mín þitt hugkæra nafn. Fiske var einn af fmmkvöðlum skáklistar- innar í Bandaríkjunum. Hann átti þátt í að undirstrika fyrsta bandaríska meistaramótið og tefldi á því en það var annað skákmótið sem haldið hafði verið í heiminum fram að því. Þar var teflt með útsláttarfyrirkomu- lagi og fóra leikar svo að snillingurinn Paul Morphy sigraði. Næstu ár stýrði Fiske skáktímaritinu Chess Monthly í nokkur ár, um hríð í samvinnu við Morphy. Eftir þetta hætti hann virkri skákmennsku en fylgdist þó með skákmótum alla ævi. Fiske fæddist árið 1831 og lagði stund á margvísleg fræði. Hann fékkst við blaða- mennsku og fræðistörf og ferðaðist víða. Til íslands kom hann árið 1879. Hann kvæntist auðugri konu og eftir lát hennar notaði hann féð til að kaupa bækur og sinna fræðistörfum annars vegar en á hinn bóginn til að styrkja fólk, styðja og gleðja. Nutu margir Islendingar góðs af örlæti hans og má segja að fáum standi nær en þeim að geyma minningu þessa öðlingsmanns. Fiske andaðist árið 1904. Höfundur starfar á Þjóðskjalasafninu. 2 •

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.