Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.1989, Blaðsíða 7
„Jæja þá..stamaði Akiko þegar þau voru í þann veginn að skiljast. Það var á því augnabliki sem henni varð ljóst að at- burðarásin hafði komið nákvæmlega jafn flatt upp á hann og hana, og að hann hafði verið alveg jafn óttasleginn. Það slaknaði á spennunni í bijósti hennar. í fyrsta sinn fann hún vott af hlýju, eitthvað í ætt við ástúð, stíga upp innra með sér. „Eigum við að hittast aftur?“ lagði hún til. Aono varð ein augu. Svo kom bros fram á varir hans og breiddist um andlitið allt. Það örlaði á einhveiju drengjalegu í svip hans. „Hvemig?" spurði hann. „Eins og í dag,“ svaraði Akiko þýðlega. „Það er að segja, af tilviljun." Þau kvöddust fyrir framan jámbrautar- stöðina. Sólin var löngu horfin. Vindur hins unga vetrar fyllti myrkrið nepju. En Akiko átti sér notalegt skjól. Eftir ömurleika þessa leynilega ástarfundar, var gott til þess að hugsa að eiginmaður og heimili biðu hennar, samahve lítið ogfábrot- ið það heimili var. Henni fannst jafnvel að hún væri hamingjusöm kona. Þrátt fyrir loforðið sem Akiko hafði gefíð Aono þennan dag, þrúgaði það hana að eiga von á að honum skyti aftur upp í vömmark- aðinum. Þegar hún leiddi hugann að því sem gerst hafði, fannst henni hún hafa hagað sér hreint ótrúlega gáleysislega. Hún reyndi að líta á þetta allt saman sem slys. Næstu þijá daga fór hún ekki í vörumarkaðinn. A fjórða degi fór hún þangað til að versla og valdi sér af ásettu ráði annan tíma en venjulega. Sér til skelfíngar stóð hún sjálfa sig að því að skima, eirðarlaust í kringum sig jafnskjótt og hún steig fæti inn í búð- ina. Aono var þar ekki. Henni létti, og þó var hún einhvem veginn eins og vonsvikin. Frá og með næsta degi fór hún að fara í matvörumarkaðinn á sínum venjulega tíma — á þeim tíma er hún hafði hitt Aono. Eftir því sem dagamir liðu án þess að örlaði á honum, snerist feginleiki hennar smátt og smátt upp 5 vonbrigði; henni leið eins og konu sem hefur verið svikin af elsk- huga sínum eftir einnar nætur ævintýr, fannst sem ástarsamband hennar hefði ver- ið rofið áður en nokkuð ómaksins vert næði að þróast. A níunda degi birtist Aono. Hann stóð á bak við súlu rétt hjá kassanum, líkast því sem hann væri að reyna að fela sig. Þegar Akiko gekk til hans, fann hún sælubros bijótast fram á varir sínar og henni gramd- ist við sjálfa sig. „En sú tilviljun!" sagði hann. „Það má nú segja," ansaði hún og augu hennar staðfestu á augabragði dapurlega minninguna um axlamjóan, subbulegan mann. Eins og vænta mátti, fór Akiko aftur í rúmið með honum og eins og hana hafði líka vænt, varð hún á ný fyrir vonbrigðum. Eins og áður þáði hann af henni tvö þúsund yen — viðskipti sem áttu eftir að endurtaka sig á sérhveijum fundi þeirra sem í hönd fór. Þegar þau skildu, fann Akiko hvemig léttirinn svall upp í hjarta hennar. HÚn ein- setti sér að hitta hann aldrei framar. Þegar hún kom aftur heim til sín var hún svo sæl að hún hoppaði um herbergin og snerti létti- lega við hveiju húsgagni; púðamir, sófínn, gluggatjöldin — allt hafði fengið á sig nýtt yfirbragð. Þegar maðurinn hennar kom heim, langaði hana mest til að stökkva á hann eins og hundur og sleikja andlit hans. . Auðvitað gerði hún það ekki, en í saman- burði við napurlegt hótelherbergið sem hún hafði farið á með þessum nöturlega manni, var heimili hennar hreinasta paradís. Ég hlýt að elska manninn minn meira en nokkm sinni, hugsaði hún með sér. Ég verð að vemda heimili mitt betur en nokkra sinni! Hún lét sér annt um mann sinn og heimili sem aldrei fyrr. Af einhveijum óskýranlegum orsökum hélt hún áfram að hitta Aono. Hann kom í vöramarkaðinn á um það bil fímm daga fresti, og í hvert sinn sem Akiko leiddi hug- ann að þessu áframhaldandi sambandi, varð hún miður sín. En hún vissi jafnframt að hún yrði buguð af örvæntingu ef Aono hætti að láta sjá sig. Hún vissi ekki einu sinni hvort hann var kvæntur. Hún kærði sig kollótta. Sem per- sóna vakti Aono ekki minnsta áhuga hjá henni. Stundum velti hún því fyrir sér, hvers vegna hún skyldi hafa tekið einmitt honum. Það höfðu margir menn farið á Qöramar við hana fyrr. Flestir vora þeir óvéfengjan- lega myndarlegri og betur klæddir en Aono; sumir þeirra ungir háskólastúdentar á galla- buxum. En hún hafði aldrei látið sér til hugar koma að taka einum einasta þeirra. Stolt hafði hún snúið við þeim baki og full- vissað sjálfa sig um að hún væri ekki þann- ig kona. Eftir að hún kynntist Aono, reyndu líka hinir og aðrir menn sem sáu hana á fjölföm- um götunum eða á jámbrautarstöðinni að bjóða henni í te. í hvert sinn hristi hún ein- beitt höfuðið og lét sem hún heyrði ekki boðið. Eftir því sem tíminn leið, óx gremja Akiko með hveiju skipti sem hún sá Aono halla sér upp að súlunni í vöramarkaðinum. Hann virtist gersamlega blygðunarlaus. En hún komst jafnvel í enn meira uppnám þegar það dróst í nokkra daga að hann léti sjá sig, þá hugsaði hún honum hvað eftir annað þegjandi þörfína fyrir að gerast svo djarfur. Og samt, um leið og honum skaut upp aftur, fann hún hvemig líkami hennar varð þungur af mjúkum doða; hjarta hennar gaf sig þögult ástúðinni á vald og hún var reiðubúin að fylgja honum líkt og hún væri knúin áfram af ósýnilegum strengjum. Ekki í eitt einasta skipti var Aono í nýjum sokk- um. „Jæja, ég ætla þá að drifa mig,“ muldr- aði Aono yfir borðið. Akiko starði á andlit hans, sem virtist jafnvel öskugrárra en ella. Ég er nánast einskis vísari um hann. Hef ég nokkum tíma reynt að lýna af alvöra í þetta föla andlit? Aono teygði sig í reikninginn og bjóst til að standa upp af stólnum. A því augnabliki fékk Akiko köfnunartilfinningu í kverkam- ar. „Hvað verður um mig?“ Orðin hratu ósjálfrátt af vöram hennar. Þramu lostinn starði maðurinn opin- mynntur á hana. „Hvað þá? Hvað áttu við?“ „Þetta er óþolandir," stamaði hún. „Án nokkurrar frekari umræðu vindurðu þér í að tilkynna að það sé best að við hittumst ekki oftar. Ég sætti mig ekki við þetta!" Að baki honum vora lauflausar greinam- ar nú teknar að ólmast. Yfír grúfði blýgrár himinninn jafnvel þungbúnari enn fyrr. Á hverri stundu færi hann að ganga á með snjó eða slyddu. „Ég lagði það til vegna þess að ég taldi að það væri okkur báðum fyrir bestu," Aono horfði bljúgur niður fyrir sig. „Vert þú ekki að ákveða upp á eigin spýt- ur hvað sé best fyrir okkur. Hvað veist þú hvað býr í huga mér?“ Eins og maður sem er nístur af kulda, herpti hann sig enn frekar saman. „Það verður ekkert sem bíður mín — nákvæmlega ekkert," stundi Akiko mjórri, átakanlegri röddu. „Ef þú ætlar að snúa svona við mér baki og ég get ekki hitt þig framar, verður ekkert sem bíður mín.“ Henni var fullljóst hve hrópleg ósannindi þetta vora, því að enn átti hún bæði eigin- mann og heimili. En þessi lygi tjáði hins vegar nákvæmlega tilfinningar hennar á þessu augnabliki; sú tilhugsun að maðurinn væri í þann veginn að yfírgefa hana hafði brenglað skjmsemi hennar, svipt hana valdi á kringumstæðunum. „Þú segir að þín bíði ekkert, en...,“ Aono leitaði örvæntingarfullur að orðum út úr klípunni. „Þú segir að þín bíði ekkert, en þú átt samt mann, er það ekki?“ Umhugsunarlaust lá svarið reiðubúið á vöram hennar. „Það er vegna þín sem mér tekst að lynda við manninn minn. Af því að ég hef þig, megna ég að eira í húsi mínu.“ Enn á ný komst raglingur á sann- indi og ósannindi. Það komu tár í augu hennar. „Ég er ekki á gera neina meirihátt- ar kröfu. Eg er ekki að fara fram á að þú giftist mér. Ef þú getur haldið áfram að hitta mig eins og áður — á fímm daga fresti, jafnvel tíu daga fresti — þá er það allt og sumt sem ég bið um.“ Þú getur sagt það sem þú vilt, en ...,“ hann hikaði og vöðlaði reikningnum ómeð- vitað í lófa sér. „Ég held ekki að ég geti haldið þessu áfram." „Hvers vegna ekki? Finnst þér ég mælast til of mikils?" Veitingastofan var nú eitt haf af auðum borðum. Hádegisverðartímanum lauk klukk- an tvö og það átti að loka staðnum til fímm. Hun var orðin nokkrar mínútur yfír tvö. Þjónamir vora að bera síðustu diskana fram. „Mér er órótt,“ Aono renndi augum um salinn eins og í leit að hjálp, „af því að ég skil ekki hvað þetta á allt saman að þýða. Ég er viss um að þú ert góð manneskja, en ...“ Skyndilega var sem Akiko hefði losnað úr álögum; það var eins og eitthvað leystist úr læðingi innra með henni. Á burt var þessi doði sem ávallt færðist yfir hana í návist Aonos. í hans stað var nú komin ein- hver óskilgreinanleg hvöt til að skella upp úr. Hljóðlaust byijaði hún að flissa. Hvumsa starði Aono á flissandi konuna. Furðu lostið andlit hans var svo kostulegt að hún hló og hló þar til augu hennar flóðu í táram. En þótt hún héldi áfram að hlæja, fann hún vaxandi kulda læsast um bijóst sitt. Djúpt inni í sér skynjaði hún hvar opnaðist svart hyldýpi. Vandræðaleg gretta braust fram á and- liti Aonos sem spratt i flaustri upp af stóln- um. „Jæja þá, ég þarf að drífa mig.“ Hann dokaði eitt andartak og gaf varfæmislega gætur að Akiko. Starandi augnaráð hennar hvíldi, ekki á honum, heldur á nöktum grein- unum fyrir utan gluggann. Hann sneri sér við og lagði af stað burtu. Að baki muldr- aði rödd Akiko eitthvað á eftir honum. Um leið og maðurinn var horfinn sjónum hennar, færðist stilling yfír andlitið á ný. Þjónn kom til að láta hana vita að veit- ingastofunni yrði nú lokað fram til kvölds. Hún kinkaði glaðlega kolli um leið og hún stóð upp. Lágvært undan hælum hennar bergmálaði um tóman salinn, þegar hún gekk til dyra. Þetta er eins og það á að vera, hugsaði hún með sér. Hvílíkur léttir! Eins gott að mér skyldi reynast svo auð- velt að binda enda á þetta samband. Eitt lítið vandamál, og maðurinn hefði verið vís með að halda áfram að angra mig þar til hjónaband mitt væri komið á ystu nöf. Það er ekki eins og ég hafi verið ástfangin af honum — mér geðjaðist ekki einu sinni að honum. Guð sé lof að hann skuli vera far- inn, þar er þungu fargi af huga mínum létt! Akiko opnaði glerhurðina. Kaldur vindstrók- ur þyrlaðist upp hringstigann og blés beint framan í andlitið á henni. Hann sópaði burt feginleik hennar og skildi eftir í hans stað þjakandi einmanakennd. Rétt eins og hún hafði óttast, þyrmdi yfír hana við tilhugsunina um að ekkert biði hennar, að maðurinn hefði tekið allt á brott með sér. Henni fannst sem gjörvallt mannkyn hefði snúið við sér baki. Með miklum erfiðismunum klifraði hún niður stálstigann og fótaði sig af yfírveg- aðri gætni. Líkami hennar var eins og úr- gír. Það var með herkjum að hún gæti stýrt sér er hún loksins steig til jarðar. Ef hún færi beina leið heim, myndi hún verða þar um þijúleytið. Hún sá sig í anda sitjandi með kaffibollann í sama gamla hom- inu á sófanum. Hún gat jafnvel sér fyrir sér vélræna hreyfingu handar sinnar þegar hún sneri rofanum á sjónvarpinu. Án efa myndi hún stara á sjónvarpsskerminn eins og venjulega — fullkomlega ánægjulaust. Akiko tók að ganga stefnulaust í gagn- stæða átt við heimili sitt. Nokkrir vegfarend- ur strakust framhjá henni. Einn þeirra, ung kona, hvessti á hana augun og sagði: „Gættu að hvar þú gengur!" Akiko varð felmt við — hafði hún slangrað? Dökkur hjúpur himinsins hékk svo lágt að hann virtist í þann mund að breiða sig yfír lauflausar greinamar. Ef síðdeginu ætti að ljúka með snjókomu, vildi Akiko að hún félli án tafar. Með hökuna grafna ofan í kragann á kápunni sinni, stansaði hún við gatnamót til að bíða eftir umferðarljósi. Þama beið fjöldi annars fólks, sumir karl- anna sem óþolinmóðastir vora stóðu þegar á götunni. Þar sem Akiko hafði enga ástæðu til að flýta sér, dvaldist henni á gangstétt- inni eftir að það var komið grænt ljós. Þá gerðist það. „Má ekki bjóða þér upp á tebolla?" and- aði nálæg karlmannsrödd í eyra henni. Svo nálæg, að hún fann heitan andardrátt hans á hálsinum á sér. Hun bældi niður hvöt til að hörfa undan og leit á manninn. Það fyrsta sem kom í huga hennar var grámi. Éf til vill var það af því að hann var í gráum fötum. Á næsta andartaki vora augu hennar á höndum hans. „Allt í lagi,“ sagði hún og kinkaði lítillega kolli. Um það bil er þau komu yfír götuna, skynjaði Akiko öxl sína við hans. Mori Yoko (f. 1940) ber þess greinilega merki að hún hefur alist upp 1 vestrænum anda. Hún skrifaði sjálf eitt sinn, að svo hefði aðdáun henn- ar á vestrænni menningu verið alger, að jafnvel sem bam hefði hún aldrei farið á japanska bió- mynd. Þær bókmenntir sem hún nærðist á á ungl- ingsárunum voru þýðingar á vestrænum höfund- um — Sartre, Camus, Francoise Sagan, Simon de Beauvoir. Hún hreifst einnig af vestrænni tón- list og lagði stund á klassfskan fiðluleik við Lista- háskóla Tókýóborgar. Að námi loknu giftist hún enskum manni, búsettum í Japan. Hún byijaði að skrifa sögur þijátfu og fimm ára að aldri, og eins og að lfkum lætur koma margir Vestur- landabúar fram f þeim. Hin fyrsta þeirra, „Ástar- ævintýri" (Joji, 1978), hlaut bókmenntaverðlaun Subaru. í flestum verka Mori er aðalpersónan þó ekki útlendingur, heldur Japani — venjulega fullþroska japönsk kona. „Ég hef engan áhuga á kvenfólki," er eftir henni haft, „sem er á tvítugs- eða þrítugs aldri og kann ekkert fyrir sér annað en að segja „ég gerði þetta og ég gerði hitt“ og tranar sjálfu sér fram f tfma og ótfma. Þegar ég tala um kon- ur, eru það alltaf fullorðnar konur.“ Að mati Mori eru flestar ungar japanskar konur of háðar fiölskyldum sfnum, atvinnurekendum og vinum. Þvf er það að söguhetjur hennar eru yfirleitt kon- ur sem eru upp úr æsku sinni vaxnar, ef ekki líkamlega, þá aJltént andlega. Um sjálfstæði Islendinga Skyldi nú ekki hafa verið í sjónvarpinu einn af þessum skoðana- stöppuþáttum: blaða- maður í kröggum hefur rekist á setningu um eitthvað. Má ekki vera að því að hugleiða það nánar en hefur sambönd uppí sjón- varpi. Fær þar tól og tæknifólk ein- hveija daga. Fer um bæinn að taka upp viðtalsstubba við gjörsamlega óundirbúið fólk um þetta „áhugaverða" efni. Matreiðsla áhugaverðarins er þannig tiygging fyrir því að engin heilleg sýn á efnið kemur til skila. Útkoman einhverskonar skoðana- legur kattarláfujafningur. Það er amerískættuð vinnuregla í svona þáttum að láta engan viðmæl- anda tala lengur en 90 sekúndur í einu. Og sú vinnuregla styðst við þá kenn- ingu að öllu lengur geti miðlungsáhorf- andinn ekki haldið athygli sinni vak- andi — nema efnið hafí þá einhveija merkingu. Kenning þessi er góð og gild um auglýsingar og fleira sem beinlínis er gert tilað ragla fólk. Enda nýtur hún virðingar sem klassísk hugsun meðal sjónvarpsspekinga um heim allan. Svona andlega áhugaverði er hvar- vetna verið að sjóða niðrá myndbönd. Og það er vissulega engin tilviljun því ekkert vinnur markvissar að útflatn- ingu allra skoðana sem menn kynnu að hafa myndað sér. Nema vitaskuld auglýsingarnar sjálfar. Rætt var um agaleysi Landans í þessum tiltekna skoðanagrautarpotti. Stjómmálavalkyija og lögregluþjónn sem fram komu töldu ógeming að stjóma þessari þjóð. Sem vitaskuld þarf ekki að merlq'a neitt annaðen það að stjómmálamenn og lögregluþjónar séu alveg ráðþrota og hafi gert sér þessa kenningu til afsökunar. Einn ein- asti maður vildi halda því fram að Landinn væri fjarska talhlýðinn. Það var frakki sem áramsaman hefur átt þess kost að fylgjast náið með fortaks- lausri hlýðni okkar. Eftir þáttinn hneig- ist ég fremur á sveif með honum. Því einhvemvegin heyrðist mér á svöram Landans í þessum raunalega þætti að furðu auðvelt hefði verið að koma þeirri skoðun inná þjóðina að ógeming- ur sé að koma neinni skoðun inná þjóð- ina. Þannig virðist Landinn furðu tal- hlýðinn varðandi þá sannfæringu að hann sé ótalhlýðinn. Misheppnaðist þátturinn kannski vegna þess hve allir vora sammála um það að allir væra ósammála? Þetta var altént fjarska óvanalegur skoðanaútrýmingaþáttur. Eða hvað? ÞORGEiR Þorgeirson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. MARZ 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.