Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.08.1988, Blaðsíða 6
Ragna Róbertsdóttir. Fædd árið 1945. Nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. 1963—67 og 1968—70; Konstfack í Stokkhólmi 1970—71. Tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd, m.a. Scand- inavia Today í Bandaríkj unum og Japan og Norr- æna textílþríæringnum 1976 ’79 og ’82. Auk þess tekið þátt í samkeppni og/eða sýningum í eftirtöld- um löndum: Danmörku, Sviþjóð, Finnlandi, Færeyj- um, Sviss, Ungveijalandi og Póllandi. Fyrstu einka- sýninguna hélt Ragna árið 1986 í Nýlistasafninu, aðra í Gallerí Ganginum 1987 og í Gallerí Glugga- num á Akureyri og Gallerí Birgis Andréssonar á þessu ári. Ragna var á síðasta ári valin Borgarlista- maður 1987. Efnið mótar verkið ekki síður en hugmyndimar ún tekur á móti mér, látlaus í fasi og bros- mild, og vísar mér inn á vinnustofuna sína. Á grágljáandi gólfínu eru nýjustu verk henn- ar, skúlptúrar úr torfí og grjóti. Veggimir eru hvítir og ómúraðir svo lesa má sögu Samtal við Rögnu Róbertsdóttur, borgarlistamann Það er útsala í Faco á Laugavegi. Ég skoða sumarfÖtin sem komust í tísku fyrir fáeinum mánuðum; nú ríður á að rýma hillumar fyrir haust- og vetrarfötin. Svona er lífið miskunnarlaust og krafan um nýjungar hávær, hugsa ég. Geng upp á næstu hæð, klöngrast yfir stafla af fötum, heilsa stjörfum gínum og kalla eins og fyrir mig var lagt: Ragna! Eftir HRAFN JÖKULSSON mótatimburs á þeim; tveir stórir gluggar í norður og yfir marglitum húsaþökunum lón- ir Esjan. Ragna Róbertsdóttir var valin Borgar- listamaður 1987. í því felst að hún fær greidd laun í eitt ár frá borginni, án nokk- urra kvaða. NÚ er árið liðið og um helgina verður opnuð sýning á verkum Rögnu á Kjarvalsstöðum; sýning sem hún byrjaði raunar að undirbúa fyrir tveimur árum. Við setjumst við vinnuborðið hennar og ég spyr fyrst hvaða þýðingu það hafí að fá starfslaun borgarinnar. „Starfslaunin gerðu mér kleift að einbeita mér algerlega að undirbúningi þessarar sýn- ingar," segir hún. „Ég gat líka lagt út fyr- ir öllu efni sem til þurfti en það hefði ég varla getað að öðrum kosti. Þetta er búið að vera ansi dýrt.“ — Fannst þér þetta mikil upphefð, að vera valin borgarlistamaður? „Nei,“ segir hún hugsi, „þannig hef ég nú ekki litið á málið. Mér fínnst fyrst og fremst að ég hafí verið heppin, því margir listamenn sóttu um. í umsókn minni lagði ég mig fram við að útskýra hvað ég ætlaði að gera ef ég fengi styrkinn. Það hafði sjálf- sagt sitt að segja." — Hvemig atvikaðist það að þú fórst að vinna með torf í verkum þínum. Er það ekki alveg nýtt í íslenskri myndlist? „Jú, á þennan hátt, Tryggvi Hansen hef- ur þó notað torfíð í skúlptúra á allt annan hátt. Áhuginn kviknaði hjá mér þegar ég fór á torfhleðslunámskeið hjá honum. Ég var lengi, lengi að velta fyrir mér hvemig ég gæti notað það. Fólki fannst þetta al- mennt fráleit hugmynd, það var sannfært um að verkin m}mdu molna niður á skömm- um tírna," segir Ragna og hlær. „Steinninn sem ég nota kemur hins vegar í beinu fram- haldi af norskum steinflögum sem ég not- aði áður, þegar ég skapaði skúlptúra einkum úr reipi og steinflögum. Mig langaði að vinna verkin mín eingöngu úr íslensku efni og leitaði ýmissa leiða: Ég gerði tilraunir með að steypa steinana sjálf en gafst upp á því, þar sem ég fékk ekki áferðina sem ég var á höttunum eftir. Að endingu leitaði ég fyrir mér þjá Steinsmiðjunni og þar lét ég vinna fyrir mig grágrýtissteina í ákveðinni stærð og með sérstaka áferð." — Mig langar að biðja þig að lýsa því hvemig verk verður til hjá þér, frá því hug- myndin kviknar þar til skúlptúrinn er full- gerður. „Aðdragandinn er oft langur, frá því ég fæ fyrstu hugmyndina þar til ég hefst handa. Ég ákveð hvaða efni ég ætla að nota og fer að forma hugmyndimar. Ég teikna eiginlega aldrei það sem ég ætla að gera, heldur læt verkin mótast smám saman í huganum. Ég legg mikla áherslu á að formið verði að lokum einfalt og tært. Eins og ég sagði læt ég vinna steininn fyrir mig, en torfíð fæ ég hins vegar í haug- um, gegnsósa af bleytu. Ég fékk gamalt fjós til aftiota uppi í Mosfellssveit og þar þurrka ég torfið, í sumar notaði ég líka portið héma á bak við,“ segir Ragna og bendir út um gluggann, niður á sólbakað malarportið. „Eg var eins og bóndi, lagði torfíð til þerris í þurrki og var sífellt á verði ef þykknaði í lofti. Fólk hefur áreiðanlega haldið að ég væri stórskrítin: sífellt að hlaupa til og snúa torfþökum!" Hún hlær innilega. Heldur áfram að rekja þróunarfer- il verka sinna. „Þegar torfíð er orðið alveg þurrt tek ég til við að sníða. Ég er með snið sem ég legg á torfmottumar og sker eftir; já, ég nota bara venjulegan sníðahníf. Og þetta er raunar rétt eins og að sníða flík — bara miklu sóðalegra og líkamlega erfíðara. Mér fínnst áreynslan góð og hress- andi, því lengst af er ég aðallega að hugsa og pæla og það getur verið þreytandi ekk- ert síður en líkamlega vinnan. Þegar allt er tilbúið, fer ég að raða sam- an torfínu og steinunum samkvæmt hug- myndum mínum. Eins og ég sagði geri ég lítið af því að búa til teikningar til að fara eftir, þannig að ég verð að þreifa mig áfram með verkin." — Og eftir þennan langa vinnslutíma er eitthvað orðið til sem þú ert ánægð með ... „Já, en verkin verða líka að falla að umhverfinu. Sýninguna á Kjarvalsstöðum vinn ég út frá salnum þar. Ég kem ekki bara með verkin mín og set þau upp, heldur reyni ég að skapa heild — verkin em ekki endanlega til fyrr en ég er búin að setja sýninguna upp.“ — Hvað er það í sköpun verka þinna sem veitir þér mesta gleði? „Mér fínnst eiginlega allt mjög skemmti- legt og gefandi," segir Ragna og þarf greini- lega ekki að hugsa sig mikið um. „Hin langa forvinna að verkunum mínum er ekkert síður skemmtileg en sköpunin sjálf. En auð- vitað er ánægjulegast þegar upphaflega hugmyndin fer að lifna við í efninu. Og raunar er það svo að sjálft efnið mótar verk mfn jafn mikið og þær hugmjmdir sem ég hef.“ — Þú yrkir núna í torf og gijót. En þú byijaðir sem hreinræktaður textíllistamað- ur, ekki satt? „Jú, ég byijaði á því að vefa teppi, á svona uppistandandi stól eða grind. Þau voru reyndar ekkert hefðbundin í þá daga, frekar gróf og upphleypt. Ég lagði megin- áherslu á að hafa formið einfalt, alveg eins og ég geri nú þegar ég vinn með torf og gijót. Ég byijaði fljótlega að búa til smá- skúlptúra og upp úr 1980 vann ég eingöngu í þrívfdd." — Hvemig skilgreinir þú þig sem lista- mann, það er varla hægt að segja að þú sért textíllistamaður? segi ég og bendi á torfhleðslu út við annan gluggann. „Nei," segir hún og hlær, „það er varla hægt lengur, rétt er það. Mér fínnst það bara skipta svo litlu máli, að ég er ekkert að skilgreina sjálfa mig. Ég gæti alveg far- ið að vinna aftur með einhver mjúk efni sem með góðu móti er hægt að flokka undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.