Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1988, Blaðsíða 2
H E I M S E K I Ekkert er svo stórt að það geri hið stóra stórt Ifyrri hluta þessarar greinar, sem birtist í síðustu Lesbók, hef ég tæpt á hugmyndum Platóns um upprifjun og nám. í Faídoni ger- ir Platón skil nokkrum rökum fyrir ódauðleika sálarinnar en einna þekktust þessara rök- semda eru einmitt uppri^unar- rökin. í Faídoni er Sókrates látinn eyða miklu púðri í að ræða jöfnuð hluta og jöfn- uð sem slíkan. í samræðunni verður snemma bert að þetta tvennt er engan veginn eitt og hið sama í hans augum. Hið fyrra, jöftiuð- ur hluta, er nánast stærðfræðilegt hugtak. Hlutina, hvort sem þeir eru homgrýtisbjörg eða steinvölur, súlur eða strik, má mæla eða vega og ganga þannig úr skugga um jöfnuð þeirra. Tilsýndar geta hlutimir þó sýnst einum ójafnir en öðmm jafnir. En sjálf tilvist þeirra leiðir huga okkar að jöfn- uði sem slíkum en hann hlýtur vissuiega að vera annars eðlis, því ekki getur hið jafna sjálft verið ójafnt né hið ójafna jafnt. Niður- staðan verður sú að jafnir hlutir hljóti ávallt að leitast við að ná mynd hins ftillkomna jöfiiuðar en þeim tekst það þó aldrei til fulln- ustu. Og Sókrates heldur áfi-am og segir þessu ekki aðeins svo farið með jöftiuðinn einan eða ójöfnuðinn „ .. .heldur einnig hið fagra sjálft og hið góða sjálft og hið réttláta og hið helga og raunar allt,... sem við mörkum vem- leikanum sjálfum .. .“3 En af þessu leiðir svo uppriflunarkenning- una þar sem óhugsandi er að maðurinn eigi þess nokkum kost í iifandi lífí að kynnast hinstu rökum tilvemnnar. Hann gerir sér þó einhveijar grillur um að til sé eitthvað eins og fegurð, réttlæti og hófsemi. En þess- ar þokukenndu hugmyndir em ekkert annað en dauft endurskin þeirrar hreinu vitnesku er sálin bjó yfír fyrir lfkamsfæðinguna og rifjast upp fýrir einstaklingunum f jarðlífí þeirra, að vísu mismunandi vel. Fáránleiki? Hugleiðum þetta örlítið nánar. Við fyrstu sýn virðist þessi hugmynd kannski fáránleg en þegar dýpra er kafað kemur á daginn að hún á ótrúlega sterk ítök í okkur flest- um. Tökum besta og augljósasta dæmið sm við eigum völ á í þessu sambandi, nefnilega ástina. Flest myndum við líklega heykjast á því að setja fram nákvæma skilgreiningu þessa hugtaks. Okkur blandast þó ekki hug- ur um það að ástin felur í sér það að tveir einstaklingar laðast hvor að öðmm, svo mikið getum við fullyrt. En nú kemur babb í bátinn, samdrátturinn getur nefnilega ver- ið af tvennum toga, líkamlegum og/eða andlegum. Nú leikur það ekki á tveimur tungum að í langflestum tilvikum sameinast elskendumir fyrir báða þessa þætti, annars er vá fyrir dymm. En ósjaldan skýtur þó skökku við að þegar sumir menn tala um sanna ást þá eiga þeir við samlíf pars þar sem holdlega þættinum, kynlífínu, hefur verið úthýst. Astin er þá í sinni hreinu mynd andlegt samband tveggja einstakl- inga, sem holdið og fysnir þess gera ekki annað en að saurga komi þær þar nærri (hin platónska ást). Emm við í þessu greini- lega búin að spenna okkur fyrir vagn Plat- óns. Líkaminn spillir fyrir einstaklingunum og því hlýtur sannleiksleit þerra að dragast á langinn svo lengi sem holdið er ósigrað. Og er það svo út í hött að halda um hugtök eins og ást, hófsemi, hugrekki og fleiri slík að þau skírskoti til einhverra æðri sann- inda? Hefur það ekki óumdeilanlega merk- ingu að tala um ástina sem slíka jafnvel þó við viðurkennum vanmátt okkar til að segja nákvæmlega hvað ást er? Og hvemig háttar ekki um okkar kristnu heimsmynd þar sem hið góða tekst á við hið illa, sem er að sönnu óskiljanlegt í sköpunarverkinu. Er ekki hér verið að vísa til einhverra endan- legra viðmiðana? Einhvers sem á sér sjálf- stæða tilvist og er til í bókstaflegri merk- ingu? (þá væntanlega eitt „eðli“ er gerði alla ein- staklinga sömu tegundar að því dýri sem þeir vom). En spumingin er um smíðis- gripi. Sennilega hafa þeir þó ekki síður en annað átt sér frummyndir eins og sjá má ávæning af í Ríkinu. En rétt eins og hlekkjaðir hellisbúamir sáu skuggamyndir einar, þá sjáum við ekki annað en flöktandi og síbreytilega tíbrá fmmmyndanna. Hlekkir okkar em holdsins fysnir og skynfæri leiða athyglina að heimi reynslufyrirbæranna, þess sem dags dag- lega ber fyrir augu og eyru — en það era okkar skuggamyndir, sífelldum breytingum undirorpnar og því óskiljanlegar. Við emm leidd upp hinn grýtta og illfæra veg af skyn- seminni en ljósið er hið eilífa og óforgengi- lega og því skiljanlegt, heimur fmmmynd- anna. En nú verður ekki lengur undan þeirri áleitnu spumingu skotist: hver vora tengsl hugtakaheimsins eða frummyndanna við hinn jarðneska og ófullkomna (ófullkominn vegna sífelldra breytinga)'heim dauðlegra manna? Hvemig gátu fmmmyndimar verið upphaf alls? Áður er minnst á þá skýringu heimspek- ingsins að hlutimir leitist við að líkja eftir fmmmyndunum en það skýrir auðvitað ekki tilurð hlutanna en óneitanlega leiðir þetta hugann að öðra. Sé t.d. smíðisgripurinn, segjum borð, aðeins borð og svo miklu leyti sem það á hlutdeild í „fmmborði" hugtaka- heimsins er þá ekki eitthvað bogið við hlut- deildarhugtakið sjálft? Frammyndina, eigi hún í bókstaflegum skilningi hlutdeild í spegilmyndum sínum í raunheiminum, er þá í fleiri eða færri pörtum og samræmist það auðvitað illa hugmyndinni um að þær séu einar og óskiptar. En þetta er önnur hugmynd Platóns um þessi tengsl eða upp- mna hlutvemleikans, þ.e. að hlutimir eigi hlutdeild í fmmmyndunum. í Sófistanum örlar á þeirri hugmynd að frummyndimar séu aflkenndar orsakir er verki í fjarska, kannski ekki ósvipað því sem við eigum að venjast í dag með útvarp og sjónvarp. Öll framkvæmdin er þar á einum stað, í flestum tilvikum að minnsta kosti, og á öldum ljós- vakans berst orðið eða myndin inn á hvert heimili og hefur þar sín „kyrrsetu og þagn- ar“ áhrif. Ekki verður svo skilist við frummynda- kenningu Platóns að ekki sé minnst á hinn fræga vanda „þriðja mannsins". Það var Platón sjálfur sem skaut þessu vandamáli að okkur en í Parmenídesi tíundar hann þennan og fleiri annmarka á kenningu sinni. Og er reyndar drepið á þá suma hér að fram- an. í samræðunni er þar komið viðræðu Sókratesar og Parmenídesar að þeir hafa orðið ásáttir um það að stórir hlutir séu stórir vegna eins eðlis, hins stóra. En þá veltir Parmenídes upp þeirri spumingu hvert sé samband hins stóra sjálfs og hlutanna sem em stórir? Ekki verður annað séð en þetta tvennt, þ.e. hið stóra og allir stórir hlutir, eigi eitthvað sameiginlegt, þá vænt- anlega frummjmd hins stóra á einhveiju æðra stigi og þannig gengur dæmið eftir sem sérhver langavitleysa eða vítamna, því hver frammyndin bætist ofan á aðra. Hyggjum betur að þessari röksemd sem ég tel heldur rýra í roðinu. Vandinn er auð- vitað sá hvort hið stóra og allir stórir hlutir eigi saman hlutdeild í enn annarri fmm- mynd og þannig koll af kolli. í fljótu bragði virðist Parmenídesi ganga það eitt til að hártoga kenninguna og Sókrates er látinn ganga í, af því er virðist, afskaplega auðsæja gildm. Hann fellst á að líta sömu augum á hið stóra sjálft og alla stóra hluti en með því lokar hann öllum útgöngudymm. Parm- enídes lætur hins vegar kné fylgja kviði og spyr hvort ekki muni enn ein eindin eða frummyndin birtist — sem sé hið stóra sem geri allt hitt (þ.e. hið stóra sjálft og alla stóra hluti) stóra.4 Nauðbeygður verður Sókranes að játa þessu enda búinn að kippa stoðunum undan heimi hugtakanna þegar hann féllst á það að leggja að jöfnu hið stóra og alla stóra hluti. Hann er álíka settur og maðurinn sem ekki segist skilja listaverkið sem þó er ekki annað er kmll og pímmpár á ljósum striga. Samlíkingin felst í því að maðurinn segist ekki skilja og gefur þannig til kynna að það sé eitthvað til að skilja, sem er þó alls ekki raunin. Sókrates leggur saman skilning í hið stóra sjálft og alla stóra hluti sem sam- rýmist engan veginn hugmyndinni um frum- myndimar. Þær em eina eðli hluta, það sannast sem er til. Því þrífst t.d. ekkert það stórt sem gerir hið stóra sjálft stórt. Það er einfaldlega í öllu eðli sínu stórt — er hið eina stóra sjálft. Á dánarbeði er sagt að Platón hafí dreymt draum, reyndar nóttina fyrir andlát sitt. Var hann í svanslíki og flaug ftjáls um ómælisdjúp víðáttunnar. Urðu margir til að reyna að handsama hann en engum tókst það. Hvort hann flýgur enn óbeislaður skal ég ekkert segja um en hljótum við ekki að gera ráð fyrir því að andi spekingsins hafi á liðnum áratugum, ef ekki fyrr, verið drep- inn í dróma — eða hvað? Höfundur er sagnfræðingur og vinnur aö riti um sögu Akureyrar. Tilvitnanir, heimildir og athugasemdir: 1) Kristján Kristjánsson: Oprentuð drög að ritgerð, (Reykjavfk 1981), bls. 3. 2) Grímur Thomsen: „Platon og Aristoteles", Tíma- rit hins fslenska bókmenntafélags, (Reykjavfk 1987), bls. 14. 3) Platón: „Faidon", Síðustu dagar Sókratesar, (Reykjavfk 1973), bls. 14. 4) Platón: „Parmenídes“, The Coilected Dialogues, (New Jersey 1980), bls. 926, 132 a og b. 6) Ég vil þakka Kristjáni Krisfjánssyni, heimspek- ingi og menntaskólakennara á Akureyri yf irlestur og þarflegar ábendingar. Um frummyndakenningu Platóns og röksemdina um hið stóra. Eftir JÓN HJALTASON - Síðari hluti. „Þriðji maðurinn“ í Faídoni hugleiðir Sókrates m.a. fallvelti hlutanna. Sé eitthvað fagurt annað en hið fagra sjálft er það vegna þess að það á hlutdeild í fegurðinni, hið ljóta í ljótleikanum sjálfum, tveir í tvenndinni o.s.frv. Þannig geta hlutimir ekki orðið til nema með því að öðlast hlutdeild ( hinu sérstaka eðli sínu. En maðurinn fæðist, vex úr grasi, eldist og deyr. Af vori tekur við sumar, af sumri haust og af af hausti vétur. Laufblöðin sem vom græn að vori verða gul að hausti og þannig má lengi telja allar þær linnulausu breytingar sem svip sinn setja á líf okkar. Um þennan hverfulleika hlutvemleikans kemst Sókrates að þeirri niðurstöðu að í raun og vem verði t.d. hið græna ekki að gulu heldur sæki frummynd hins gula á en jafnframt hörfí „græna eðlið". Þannig verð- ur æskan ekki að elli heldur minnka ítök æskunnar í baminu og það fær vaxandi hlutdeild í frummynd ellinnar. Ekki er með öllu ljóst hvað hlutir það vom sem Platón gerði ráð fyrir að ættu sér frummyndir í yfírskilvitlegum heimi. Hér á undan hefur komið í ljós að hann tók tfðum dæmi af hugtökum sem vom af siðferðileg- um toga spunnin. Einnig henti hann oft á lofti stærðfræðileg hugtök s.s. þríhyming, línu og punkt. Þá virðast flest ef ekki öll dýr, láðs og lagar, hafa átt sér frummynd tíleðin við völd. Fólki þótti gaman að skemmta sér á dögum Platons líkt og nú. Hér hefur fjörið færst uppá borð, flautuleikari annast músíkina, en ungur þræll skenkir vín af keraldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.