Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 5
Finngálkn í Ritum JÓNSLÆRÐA Næst á eftir fomsögunum hittum við finngálknið fyrir í riti Jóns Guðmundsson- ar lærða „Tíðfordríf", sem er ritað árið 1644. Það er aðeins til í handritum á Lands- bókasafninu (AM 727 II, 4to o.fl.), en ýmis- legt er úr því tekið í aðrar bækur. Jón hef- ur einnig gert teikningu þá af finngálkni, sem hér birtist, og er hún með lýsingu dýrs- ins í Tíðfordrífi. „Fingalpnið. Á heiðum og skógum. Þeir gömlu hafa það afmálað, með höndum síðum og viðum faðmi, líkast hesttrjónu framan, enn með hestlend og apturfótum niður frá nafla. Það skógar cratyr vill gjarnan fanga og yfir komast fríða menn, vel búna. Þar eptir var gjörður eirn leikur á Vökunótt- um. Var þar maður til fenginn og for- klæddur og hinn sem hún sem fanga skyldi. Jeg sá þetta í barnæsku minni. “ (E. uppskrift Einars G. Péturssonar.) Enn fremur segir í sama riti: „Ein históría segir finngálpn dýr svo skapt, að þau hafa mannshendur, nær sem manns- höfuð, þó nokkuð sem hesttijónulegt og með hræðilegri ásjónu og stórum tönnum, nærri mannsköpun ofan að mitti, þar næst klær sem á Ijónum, en apturhlutinn digur og lángur og á lendar sem á hestum og hófar á apturfótum, hala lángan og digran og kleppur á endanum; sem eldur brenni úr augum. Kvenndýrið hafi bijóst sem kvinna; hún hafi skjöld og sverð, en kalldýr- ið svart og hart, sem það loðna á tálkni, ogkann að vega með tveimur sverðum senn. Þau dýr komast yfir góð sverð, sem síðan báru fyrri frægðarmenn.“ (Tekið eftir ís- Ienzkir vikivakar og vikivakakvæði, bls. 136.) Ljóst er af þessum lýsingum, að Jón hef- ur ekki þekkt alþýðusagnir um finngálknið hér á landi, því að vísdómur hans um dýrið virðist allur vera úr fomaldarsögum og rímum. FlNNGÁLKNSLEIKUR Jón lærði nefnir leik einn um finngálkn- ið, sem menn viðhöfðu á Vökunóttum í æsku hans (þ.e. um 1600). Þetta var einn af svonefndum vikivakaleikjum. Honum er svo lýst í bók Ólafs Davíðssonar um Vikivak- ana: „Þingálpeða Þingálpsleikur var mjög tíður á þessum gleðisamkomum. Þin- gálpið var nokkurs konar skrímsli og „tilfansað“ á þann hátt, að tekin var homótt fjöl, hálf alin á leingd, eða því sem næst, og rúmt kvartil á breidd. A fjölina ofanverða eru negld tvögeldsauð- arhorn, eða eitthvað þess konar í eyrna- stað, og þar fyrir neðan gjörð á tvö göt ogsmelt íglerí; eru það augu ófreskjunn- ar. Þá eru gjörðar nasir og gin mikið á fjölina, og sett í það tunga úr stórgríp, ef til er, en í nasimar eru settar tvær pípur og í þær skotið kyndlum og kveikt á, um leið og skrímslið skýzt inn í gleði- salinn; er þá svo sem það spúi eldi út um nasir sér. Staur er rekinn í gegnum fjölina, neðan við augun, og er hann hálf önnur alin á leingd, en aptan í hnakka skrýmslisins, við homin, er fest brekán eða dýrshúð, og hausinn, bæði enni og vángar, er vafinn gráum gæru- skinnum. Lítur þingálpið út sem versta kvikindi eða „monstur", þegar það er komið í allan þennan ham. Leikmaðurinn heldur um staurinn og er undir brekáninu eða húðinni. Hefir hann vopn í hendi, ef til er. Stundum var fest- ur fjalarstúfur neðan við dýrshöfuðið og honum „skellir leikmaðurinn upp yfir alla í húsinu, svo þar verður af svo mik- ið mosk og dusk, að sumir núa augun, en óstyrkvir fara aðýla“. Skrýmsliþessu fylgja skjaldmeyjar, og reyna þær að hafa hemil á þingálpinu og verja fólkið fyrir ofsóknum þess og ærslum, því að það vill hremma og fá á vald sitt, einn eða fleiri af gleðimönnum, helzt þá sem mestur þykir slægur í vera, fyrir fríðleika og annara mannkosta sakir. Heldur leikur þessi áfram þar til mönnum þykir nóg komið, eða þingálpið hefur náð einhverjum á sitt vald; lætur það þá undan síga og hörfar út. Lýsing þessi er tekin eptir vikivakarit- gjörðinni frá hér um bil 1800 í hrs. Sv.Grv.66, og er að mestu leyti eptir Pálma Pálsson." Ólafur telur víst, að þetta sé eftirlíking af fínngálkni, enda þótt það sé oftast nefnt „þingálp", en orðmyndimar „þingálpn“ og „fingálp" koma einnig fyrir í sambandi við þennan leik, sem einnig var nefndur tröll konuleikur. Eins og nærri má geta fylgdu slíkum gleðileikjum oft mikil læti, óp og öskur, svo Mannljón eða Mantichora nefndist sú skepna, sem hafði mannshöfuð með ægileg- um kjafti, en var að öðru leyti sem Ijón. \ r L o __ _ ^ nj j*> JT> N» J’jNvtí^ alitfn * *•»1 i jH'** •fy taJrn Hjtt im. Finngálkn. Þessi frumstæða teikning er úr ritinu Tidsfordrif, sem Jón Guðmundsson lærði skrifaði og tileinkaði velgjörðamanni sínum, Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Kentár. Þessi skepna kemur víða fyrir í goðafræði Miðjarðarhafsþjóða og er maður niður að mitti og síðan hestur. Teikningin er frá Etrúrskum frá því um 450 f.Kr. úr hófi þótti keyra stundum, enda höfðu ýmsir horn í síðu leikjanna og á 17. öld vom þeir bannaðir af kirkjunnar mönnum, ásamt tilheyrandi dansi og hafa ekki risið upp síðan. FinngálknÍ ÍSLENZKRIÞJÓÐTRÚ Ekki verður sagt að finngálkn sé algengt fyrirbæri í þjóðtrú okkar íslendinga á síðari öldum, en því bregður _þó fyrir þar. I Þjóðsögum Jóns Arnasonar segir svo um finngálknið: „Finngálkn er það dýr kallað, sem kött- ur og tófa geta saman. Er það grímmt mjög, og öllum vargi skaðlegri fyrír sauðfé manna, og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á Finngálknið, og verður það ekki skotið nema með silfur- hnapp eða silfurkúlu. Það er styggt mjög og ákaflega frátt á fæti. “ (J.A., 1,611.) Sigfús Sigfússon tekur upp þessa lýsingu Jóns Ámasonar en bætir við ýmsum upplýs- ingum, þar sem líklega er blandað saman nýjum og gömlum hugmyndum (úr bókum): „Af og til finnst, sem menn hafí hugsað sér þau úr sjó. Þeim er lýst sem manni að ofan, en dýri að neðan (sbr. Nadda, og skrímslið sem Beinteinn átti við). Minnir það þá á skrímsli og hafmenn. í seinni tíðar sögnum er sagt frá uppmna þeirra, og þau eigi jafnægileg gerð, að stærð, sem hér mun sjást. (Til er það, að menn nefna finngálkn meyljón.) Síðari sagn- ir segja, að það sé getið af tófu og köttur- inn faðir. En aðrir segja að gamlir hanar eigi stundum egg, og komi finngálknið úr því,_þegar þeir hafa ungað því út.“ „í íslands annálum er frá því sagt, að árið 1383 varp hani eggi. En til þess að eigi skyldi klekjast út úr því óvættadýr það, er menn kalla finngálkn, þá var bæði haninn og eggið brennt. En þegar eggið sprakk í eldinum, sýndist mönnum ormslíki á unganum í egginu. Finngálkn hefur ban- vænt, deyðandi augnaráð." (Sigf. Sigf. VI, 60—61.) í báðum þjóðsagnasöfnunum er finng- álknið sett í flokk með furðudýrum þeim er menn kölluðu skoffín, skuggabaldur, urðarkött og moðorm, en öll þessi dýr áttu annaðhvort að vera afkvæmi hunds og kattar, eða spretta úr hanaeggi. Má því segja, að heldur lítið hafi lagst fyrir finngálknið í íslenzkri þjóðtrú, að vera talið með slíkum kvikindum, auk þess virð- ist það meiningarlaust, þar sem fínngálknið hefur þó mannslíki að hluta. Þar sem Sigfús vísar til sagna af skrímslinu Nadda í Njarðvíkurskriðum (sjá Þjóðs. Sigf. Sigf., 5, 32—33) og annars sem sást í Krýsuvík syðra (sjá sst,) er það vegna þess, að þessi skrímsli áttu að vera í ein- hvers konar mannslíki að neðan, en dýr að ofan, og höfðu því vissa líkingu við finn- gálknið, þótt andstæð sé. Hugmynd Sigfúsar, að finngálknið sé úr sjó eða tengt sjónum, gæti fengið stuðning af nafni hins fræga hellis, sem nú kallast Fingals Cave (Fingalshellir) á eynni Staffa í Suðureyjum Skotlands, en þar er sem kunnugt er óvenju fagurt og reglulegt stuðlaberg. Líklegra er þó að hellirinn sé kenndur við gelíska hetju með þessu nafni. FlNNGÁLKN Á ÍSLANDI Ekki hefur mér tekizt að finna nema eina íslenzka þjóðsögu, þar sem finngálkns er sérstaklega getið, og er hún í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (1. bindi, bls. 611). „Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnarmanna í Gullbríngusýslu og ann- ara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfís Ószna, sem kallaðir eru, og gjörði tjón mikið. Reyndu menn til á allar lundir að drepa fínngálknið, en það tókst ekki, og gekk svo lengi, þangað til ioksins, að maður einn, sem vissi jafnlangt nefí sínu, hitti upp á því, að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er ny'ög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni, skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja hell- una. Skaut þá maðurínn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrír kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta. Hellan varsíðan kölluð Hunangshella, ogerhún við landsuðurhorn Ósanna, hjá alfara veginum milli Keflavíkur og Hafna." í skýringum segir, að sagan sé rituð af Magnúsi Grimssyni þjóðsagnasafnara, eft ir sögn Hafnarmanna. Hér er engin lýsing á dýrinu, svo lítið er hægt að segja um, hvað dýra það hefur verið. Hvergi er getið annaretaðar, að finngálkn er sólgið í sæt- indi. í nokkrum öðrum sögum virðist, sem um geti verið að ræða einhver svipuð fyrir- bæri og finngálknið, og verður þess nánar getið. í sögunni „Urðarboli", sem birt er í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar (3. bindi, bls. 213), eftir handriti Runólfs Jónssonar í Vík (um 1813—1881) segir á þessa leið: „ Við sjóinn austan undir Reynisfjalli er krókur nokkur, sem kallaður er Bolabás, oger um hann saga sú, ernú skalgreina: Það var trú manna, að f Bolabás væri vættur einn, sem kallaður var Urðar- boli, og eru engar sögur um það hvörs kyns hann væri, en sagt er að hann hefði mannsmynd niður að mitti, en ekki man ég hvort neðri hlutinn átti að hafa Iíkzt sel eður nauti, en það var annað hvört. Hann hafði aðsetur í helli niður við sjóinn, og hljóðaði ákaflega undir slæm austanveður, ekki síður sumar en vetur, en sú átt stendur beint upp á Bolabás. Engum átti hann að hafa gjört illt og líka var sjaldgæft að sjá hann. Þó er sagt, að eitthvört sinn hafi maður verið á gangi upp á Reynisfjalli og heyrði þá Urðarbola hljóða ákaflega. Maðurinn var hvatvís og ófyrírleitinn, fór því með mesta flýti ofan og suður meðfjalli, til að sjá skepnu þessa. Honum tókst það líka, og átti hann að segja svo frá, að kvikindi þetta hafí veríð mjög svo aumlegt og Ijótt, og hafi sagt við sig, að honum myndi verða það lítið til gæfu að kappkosta að skoða sig, og síðan fór það inn í helli sinn. Er sagt að maðurinn hafí orðið lánlítill eftir þetta. “ Næst segir Runólfur frá því, að fimm árum áður en hann kom til Víkur, hafi stúlk- ur nokkrar vakað þar yfir túni. „ Um nóttina tók Urðarboli að hljóða, en fyrrnefndur kvenmaður tók undir eins til að herma eftir honum. Við það espað- ist Urðarboli svo, að þeim sem vöktu, þótti hljóðið vera einlægt að færast nær og verða grimmilegra, og seinast heyrð- ist þeim hljóðið væri komið heim undir bæ.“ Varð þá stúlkunum ekki um sel, og hættu þessu gamni, enda hætti boli þá strax að hljóða. Runólfur segist sjálfur ekki geta borið á móti því, að hann hafi heyrt í Urðarbola á fyretu árum sínum í Vík, en 1829 féll skriða mikil úr fjallinu rétt fyrir innan Bolabás og telur hann að ekki hafi Urðarboli látið á sér kræla síðan, enda hafi sjórinn brotið upp helli hans og sé hann nú opinn í báða enda. Þess hefur verið getið til, af vísindaþenkj- andi mönnum, að „hljóð Urðarbola" hafi stafað af loftsogi vinds eða öldu í hellinum og eru þess víðar dæmi. Annars er lýsingin á Urðarbola mjög sam- svarandi því sem fínngálkni var lýst, þótt ekki sé þess getið að það hafí verið svo rómsterkt. Hvarflar þá hugurinn líka til Fingalshellis í Skotlandi, þar sem gæti hafa verið eitthvað svipað fýrirbæri, er varð til- urð nafnsins. Athyglisvert er, að á báðum stöðum er fallegt stuðlaberg, og því hugsanlegt að þar myndist glufur eða holrúm, er verkað geti eins og orgelpípur. Eins og þegar var minnzt á lét Sigfús sér detta í hug, að óvætturinn Naddi í Njarðvíkurekriðum eystra væri e.t.v. af þessum ættbálki, og ekki er það fjaretætt eftir hegðun hans að dæma. Þess er þó hvergi getið að hann hafi verið í dýrslíki að neðan. Gegn ásókn hans var á miðöldum settur upp róðukross með latn- eskri áletrun við götuna í Skriðunum, og hefur hann jafnan verið endurnýjaður síðan. Þarmeð vendum við okkar kvæði í kross, og látum þessari greinargerð um finngálkn- ið lokið. Heimildir: Aschehoughs Konversations Leksikon. Kria. 1920. Einar G. Pétursson: J&n Guðmundsson lærði og þjóðsagnaefni í ritum hans. Kandidatsritgerð við Hásk. Fsl. 1970 (handrit). Einar ól. Sveinsson (útgefandi): Brennu-Njáls saga. ísl. fomrit XII. Rvík 1954. Guðni Jónssón og Bjami Vilhjálmsson (útgef.): Fom- aldarsögur Norðurlada. I—III. bindi. Rvfk 1943. Jakob Benediktsson (útgef.): tsIendingabók/Land- námabók. Isl. fomrit I. Rvlk. 1968. Jó.n Helgason: Öldin sautjánda. Minnisverð tlðindi 1601-1700. Rvík. 1966. Jón Árnason: íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. I. bindi. Rvfk. 1956. Kulturhistorisk Leksikon for Nordisk Middelald- er. Kh. 1956-1978. Ólafur Daviðsson: tslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og' þulur. III. Vikivakar og vikivaka- kvæði. Kh. 1894 (ijóspr. 1964). Sigfús Sigfússon: fslenzkar þjóðsögur og sagnir. 5-6. bindi. Rvt.k. 1945. White, T.H.: The Book of Beasts. New York 1984. Höfundur er náttúrufræðingur og býr á Egils- stööum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.